Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Page 54

Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Page 54
52 Flestir nýmóðins textafræðingar feta þó í fótspor W. og H. (og enda Tischendorfs) og hafa alm. textann að engu, þegar um ágreinings les- hætti er að ræða. Höfuð-ástæða þeirra W. og H. gegn frumleik hans er sú, að í þeim texta sje oft notuð 2 orð eða 2 jafnhliða setn- ingar líkrar merkingar, þar sem í öðrum fornum heimildum sje ekki nema eitt orð eða önnur setningin. W. og H. nefna 8 dæmi því til sönnunar (Maik. 6. 33.; 8. 26.; 9. 38.; 9. 49. Lúk. 9. 10.; 11. 54.; 12. 18. og 24. 53.),]) og skal hjer sagt gjör frá siðasta dæminu (Lúk. 24. 53), af því að það tekur minst rúm. í biblíuþýðingu vorri frá 1866 endar Lúkasar guðspjall á orðunum: lofandi Guð og vegsamandi (aimuntes liai evlogountes ton þeon), styðja þann leshátt öll upphafsstafa handiit nema 5, allflest litlustafa handrit og fornar þýðingar eins og oftast er um al- menna textann. 1) Þótt menn skil.ji ekki grísku má fá nokkra hugmynd um orðamuninn i text- unum með því, að bera þeBsa staði saman í biblíuþýðingum vorum frá 1866 ou 1912. Fyrri þýðingin er þar samhljóða „sýrlenska textanum1 11, en hin síðari er eftir „hlut- lausa toxtanum11 þeirra AV. og H. Annars er sýnt fram á af ýmsum, t. d. af Burgon í Revision revised bls. 260 etc að þessi dæmi sanni ekkert um aldur textans.

x

Nýtt og gamalt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.