Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Page 63

Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Page 63
61 Það er engin ástæða fyrir trúna, að leggja á flótta, þótt einhverjir hrópi, að nú stefni vísindin rakleitt gegn henni. Trúnni er alveg óhætt að bíða átekta og sjá hvort vísinda- nafnið er annað en auglýsingaskrum imyndunaraflsins, sem stundum fiýgur geyst með miklum vængjaþyt, en er trúnni skaðlítið, nema þegar það hittir hana á flótta. Sjeu á hinn bóginn sönn vísindi á ferð, er engin ástæöa fyrir trúna, að gripa til vopna, því annaðhvort er þá starfsvið þeirra alveg óháð starf- sviði trúarinnar, svo sem er t. d. um stærðfræði og eðlisfræði, eða þau geta unnið í bróðerni og stuðst inn- byrðis, svo sem er t. d. um allar gætnar og sannvísindalegar biblíu- rannsóknir. Það mun jafnan vera af ógætni eða óþarflegri tortrygni öðru hvoru megin eða beggja megin þegar sönn vísindi og kristindómur lenda í deilum innbyrðis. ------„En er þá óhætt nú sem fyr að treysta því að nýja testa- mentið sje áreiðanlegt, þar sem svo mikill orðamunur er í elstu heimild- um að því ?“ Sennilega spyr einhver athugull lesari svo þegar hjer er komið. — Já, óhætt er það yfirleitt, þvi að ekki er það nema örlítill hluti af efni n. testam. sem vafi er um vegna ó-

x

Nýtt og gamalt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.