Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Page 67

Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Page 67
65 á þessa frumritakenningu eða getgát- ur, og fjekk talið fjölda guðfræðinga á sitt mál, meðal annars með frá- bærum rithöfundaihæflleikum. Bók hans „Geschichte ísraels" (Saga ísra- els) frá 1878 (endurprentuð oft og aukin síðan) myndaði að því leyti tímamót í fræðum gamla testament- isins. Og skömmu síðar mátti heita, að frumritakenningin væri einvöld orðin við flesta evangeliska háskóla í Norðuiálfunni. Að vísu deildu áhang- endur hennar um mörg minni háttar atriði, svo sem aidur þessara svo nefndu frumrita, að hve miklu leyti þau væru samsteypa úr enn öðrum frumritum, hvert teija skyldi ýmsa smákafla í Mósebókunum o. fl. En þá sjaldan einhver ungur guðfræð- ingur hefir risið gegn allri stefnunni og talið sjálfa frumritakenninguna ranga, heflr honum verið svarað ým- ist með hrokafullum stóryrðum („fá- fróður", „þröngsýnn" o. fl. þ, h.) eða - með fyrirlitningarþögn, og háskóla- kennaraembættin verið honum lokuð hvað sem hæfileikum leið. Það hefir jafnvel verið talið nokkurs konar „vís- indalegt sjálfsmorð" að amast við frumritakenningnnni. Þannig hefir það víða gengið, einkum á Þýzkalandi, “miðstöðvar-landi“ allrar heimspeki- legrar guðfræði og svæsinnar biblíu- kritíkar. — Og því er skiljanlegt, að mótmælin hafi ekki verið hávær og

x

Nýtt og gamalt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.