Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Page 68

Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Page 68
«6 komið fremur frá leikmönnum og sveitaprestum en þeim, sem töldust hálærðir í guðfræði, og verið stundum nokkuð tortrygnisfull og beiskju- blandin, eins og þeim fer oft, sem finst að þeir sjeu ofríki bornir að ósekju. Þjóðverjar hafa þó átt og eiga enn að minsta kosti einn þaullærðan guð- fræðiprófessor, sem alveg hefir mót- mælt frumritakenningunni; er það Klostermann prófessor í Kiel. En embættisbræður hans hafa kallað það frámunalega sjervizku, er þeir treyst- ust ekki til að bera á hann „fáfræði". Með nafnkunnustu og lærðustu prófessorum á Þýzkalandi í fræðum gamla testamentisins eru taldir þeir 0. H. Cornill í Halle, E. Sellin í Ro- stock og Edvard König í Bonn, en engan veginn eru þeir þó sammála. Cornill fetar að miklu leyti í fótspor Wellhausens, og „inngangsfræði" hans hefir síðustu árin verið mjög mikið notuð við þýzka háskóla. — Sellin hefir unnið sjer mikla frægð við forn- menjarannsóknir í biblíulöndum og þá sjerstaklega á Gyðingalandi. Hann gaf Ut „inngangsfræði" gamla testa- mentisins árið 1910 og rjeðst þar að ýmsu leyti gegn skoðunum Cornills. Cornill svaraði í löngu riti árið 1912, og Sellin svaraði honum aftur sama

x

Nýtt og gamalt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.