Morgunblaðið - 18.12.1985, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985
13
Vera ærlegur gagnvart
sjálfum sér — og öðrum
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Lífssaga baráttukonu: Inga Huld
Hákonardóttir rekur feril Aðalheiðar
Bjarnfreósdóttur.
Útgefandi Vaka/Helgafell 1985.
Ingu Huld Hákonardóttur og
Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur hefur
með samvinnu sinni tekist að gera
eftirminnilega bók. Ég leyfi mér
að tjá þá skoðun mína, að hún sé
einhver kraftmesta og læsilegasta
bók af þessari gerð, sem ég hef
lesið í háa herrans tíð. Aðalheiður
er opinská á viðkunnanlegan hátt
og Ingu Huld tekst að koma því
til skila.
Bókin skiptist að meginefni í
þrjá kafla. í þeim fyrsta segir frá
bernskuárum Aðalheiðar á Efri-
Steinsmýri í Meðallandi. Lífs-
baráttan var hörð á þeim tímum,
þótt ekki séu liðin nema rösk sex-
tíu ár. Heimilisfaðirinn atkvæða-
lítill bóndi, en athugull og greindur
maður, hefur sjálfsagt verið efni
í náttúrufræðing eftir áhugamál-
um hans að dæma. Kona hans
kjarnakvenmaður sem leið önn
fyrir að þurfa síðar að þiggja af
sveit og koma nokkrum af tuttugu
börnum sínum fyrir hjá öðrum.
Þessir uppvaxtarkaflar eru inni-
haldsríkir og mikil saga er sögð.
Aðalheiður er eins og annars stað-
ar í frásögninni laus við væmni.
Segir frá af miklum skaphita, reið-
in og sársaukinn yfir þessu hlut-
skipti fjölskyldunnar er fjarska
skammt undan. En aldrei ósann-
girni eða beizkja.
Aðalheiður segir frá störfum
sínum sem vinnukona og hún held-
ur til Vestmannaeyja, kynnist þar
mannsefni sínu og fer að eiga börn.
En á þeim árum verður síðan sá
skæði berklagestur á vegi Aðal-
heiðar, svo að hún þarf að skilja
þrjú ung börn sín eftir og fara til
læknismeðferðar á Vífilsstöðum —
og nær ekki bata í fyrstu atrennu,
svo að hún þarf að fara tvisvar
aftur. Hún missir ungan son, sér
sér ekki fært annað en láta aðra
dóttur sína í fóstur þótt hún virðist
alla tíð hafa haft gott samband
við þessa dóttur sína. Hjónabandið
er ekki björgulegt og þó bætast
tveir synir í búið áður en þau hjón
ákveða að skilja. Ég skal viður-
kenna að mér þótti Aðalheiður
ekki fullkomlega heiðarleg í frá-
sögn af þessu vonda hjónabandi.
Fyrir því eru sjálfsagt skiljanlegar
og nokkuð augljósar ástæður að ég
hygg. Við tekur basl í Reykjavík
með þrjú börn. Ótrúlegur kraftur
og kjarkur fleytir henni langt og
alltaf stendur hún upprétt. Alltaf
berst hún og hún er þakklát fyrir
minnsta vinarvott, eins og kemur
meðal annars fram í Bréfburður
og skúringar.
Og svo kemur ástin inn í líf
hennar aftur. Það var skemmtileg-
ur kafli og allar frásagnir af
samskiptum þeirra hjóna bera vott
um ánægjulega og áreynslulausa
væntumþykju sem er svo þekkileg.
í kaflanum Bara húsmóðir segir
hún undir lokin einnig frá hinum
eftirminnilega kvennafrídegi, þeg-
ar hún með ræðu sinni á Lækjar-
torgi vann hug og hjörtu að
minnsta kosti betri helmings þjóð-
arinnar og trúlega virðingu
flestra.
III. þáttur bókarinnar 1 verka-
lýðsbaráttu er kröftugur og þar
er vel frá sagt. Líflegur og hress,
og frásagnargleði og léttur húmor
fyrir sjálfri sér.
Það er gott að lesa sögu Aðal-
heiðar og í bókarlok telur maður
sig nokkru fróðari um líf, baráttu,
gleði og strit þessarar óvenjulega
hjartafallegu konu. Og það sem
meira er, þetta skiptir mann allt
máli.
AAalheiöur Bjarnfreösdóttir
Inga Huld Hákonardóttir
PfSZ~
Fullkominn plötuspilari með magnara og tveimur hátölurum
Magnarinn er 2x15 wött sem nægir flestum. Plötu-
spilarinn er gerður fyrir allar stærðir af hljómplötum
og er með tveimur hröðum 33 og 45 snúninga. Auk
þess er vökvalifta á arminum svo krakkarnir fari bet-
ur með plöturnar. Tækið er auk þess með innstungu
fyrir heyrnartæki og fimm-pinna stungu fyrir segul-
band eða útvarp. Þessu öllu saman fylgja síðan tveir
vandaðir hátalarar. Krakkarnir láta nú stóru, dýru
græjurnar í friði og allir eru ánægðir. '
TAKMARKAP MAON
VIÐ TÖKUM VEL
Á MÓTI ÞÉR
SKIPHOLTI 19 SIMI 29800