Morgunblaðið - 18.12.1985, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 18.12.1985, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985 Af hverju ráðdeild? Um tillögur ungra sjálfstæðismanna — eftir VUhjálm Egilsson Á síðustu vikum og dögum hafa ýmis teikn verið að birtast um að efnahagsvandamálin sem við er að etja séu meiri en hugað var. Hallinn á viðskiptunum við útlönd og þar með umframeyðsla þjóðar- innar í heild verður varla minni er þær 5.100 milljónir króna sem spáð var á haustmánuðum. Þessi tala samsvarar meira en 20.000 krónum á hvert mannsbarn í landinu. Ríkisbúskapurinn verður með miklum halla. I síðustu Hag- tölum mánaðarins frá Seðlabank- anum mátti lesa að hallinn á ríkis- sjóði fyrstu 9 mánuði ársins væri hátt í 2.500 milljónir króna. Fram- reikningur á þeirri tölu gefur að hallinn verði um 2.700 milljónir króna fyrir árið í heild, og að ríkis- útgjöldin aukist um allt að 15% að raungildi milli áranna 1984 og 1985. Gengi bandaríkjadollars hefur haldið áfram að lækka, sem minnkar útflutningstekjurnar en hækkar verð á innflutningi. Við- skiptakjörin verða 2% —3% lakari en þjóðhagsáætlunin byggði á og þessi tala er ennþá stærri sé miðað við forsendurnar sem júnísamn- ingarnir voru gerðir á. Er vandinn leysanlegur? Á spástefnu Stjórnunarfélags fsiands fimmtudaginn 5. des. sl. kom fram megn vantrú á getu stjórnvalda til þess að bregðast við vandanum. Um þetta voru flestir sammála sem létu álit sitt í Ijós á efnahagshorfunum. Þetta er hið almenna viðhorf í þjóðlífinu og sú tilfinning virðist verða æ sterkari við vandamál okkar séu óleysan- leg. Ráðamenn þjóðarinnar eiga e.t.v. mestan þátt í að skapa þessa tilfinningu. Á spástefnunni lét forsætisráðherra m.a. svo ummælt að gengið hefði verið eins langt í lækkun ríkisútgjalda og unnt væri og iðulega hefur hann talað um að ekki væri mögulegt að ná við- skiptahallanum niður á einu ári. Honum er tamt að láta svo um- mælt að erlendu skuldirnar og aukning þeirra sé stærsta vanda- mál þjóðarinnar, en svo segir hann jafnan í leiðinni að lítið sé hægt að gera meira en gert er til þess að ná tökum á þessu vandamáli. Jafnvel er látið líta svo út að það séu öfgar að vilja stöðva skulda- söfnunina. Ennfremur hefur það mikil áhrif á tiltrú almennings að stjórnvöldum virðist nánast fyrir- munað að setja fram áætlanir sem standast. Þetta á bæði við um þjóð- hagsáætlanir og fjárlögin. Yfir- leitt hafa þessar áætlanir brostið með þeim hætti að stjórnvöld hafa misst tökin á stjórn peninga- og lánsfjármála með þeim afleiðing- um að eyðsla, innflutningur og skuldasöfnun erlendis hafa orðið meiri en ætlað var. Á miklu veltur að sú trú glatist ekki að vandamál okkar séu leys- anleg. Við verðum að hafa hugfast að það álit að ekki sé unnt að auka ráðdeild í ríkisrekstri og lækka útgjöld ríkisins er huglægt ástand en ekki raunverulegt. Það er hægt að lækka ríkisútgjöld. Það verður að forðast að rugla saman því sem ekki er hægt að gera og því sem ekki næst samkomulag um að gera eða því sem ekki er vilji til að gera. Næsta tækifæri á næsta áratug? Ef niðurstaðan verður sú sem flestir óttuðust á spástefnu Stjórn- unarfélagsins að verðbólgan lækki ekki á næsta ári, að ekki dragi úr skuldasöfnun og að ekki minnki hallinn í ríkisrekstrinum, þá er rétt að velta því fyrir sér hvernig ástand verður í þjóðlífinu á árinu 1987. Þá á að kjósa til Alþingis ekki síðar en 23. apríl. Hæpið er að reikna með því að stjórnvöld séu tilbúin til að grípa til aðahalds- aðgerða á því ári, fyrst þau hafa ekki gert það á árunum 1984, 1985 og 1986. Væri þá aðhaldsaðgerða fyrst að vænta á árinu 1988 og jafnvel ekki fyrr en á næsta áratug ef næsta ríkisstjórn verður eyðslu- stjórn. Flestir þeirra sem ennþá trúa því að vandamál þjóðarinnar séu leysanleg, telja að liður í því að ná árangri sé uppstokkun í ríkis- búskapnum. Fyrsta skrefið er að ná endum saman og hætta lántök- um. Síðan má ræða hvort flytja eigi kaupmátt frá ríkinu til heimil- anna með samhliða lækkun skatta og útgjalda. Fjárlagagatið er stórt. Aðeins stóraukinn innflutningur og frekari skuldasöfnun geta vald- ið því að hallinn á þessu ári verði minni en 2.700 milljónir. Þetta gat framlengist yfir á næsta ár að öðru óbreyttu. f fjárlagafrum- varpinu voru boðaðar ýmsar breyt- ingar á sköttum og útgjöldum til þess að ná endum saman. Gatið verður hins vegar stærra en for- sendur frumvarpsins gerðu ráð fyrir og fallið hefur verið frá ýms- um áformum um skattahækkanir. Á móti hefur verið boðuð viðbótar- lækkun ýmissa útgjalda. En eftir stendur sú spurning hvort verið sé að gera um þessar mundir ein- hverjar þær grundvallarbreyingar í ríkisumsvifunum eða skattheim- tunni að 2.700 milljóna króna gati verði eytt á næsta ári. 2.700 millj- ónir eru 11% af tekjum ríkissjóðs á þessu ári. Sé verið að gera þær grundvallarbreytingar að 11% gat lokist á næsta ári, þá verður ekki dregin af því önnur ályktun en sú að næsta auðvelt sé að ná árangri í ríkisfjármálunum. Engin umtals- verð umræða virðist ætla að verða um einstaka liði eða einstök áform. Engin veruleg mótmæli hafa heyrst frá þrýstihópum. Stjórnar- andstaöan hefur verið upptekin við okurmál, gjaldþrot Hafskips og erfiðleika Utvegsbankans. Reynd- ar hefur enginn gefið sig fram og sagt að í alvöru væri verið að loka 11% gati á ríkisbúskapnum. Hugmyndir SUS Samband ungra sjálfstæðis- manna lagði fram hugmyndir sín- ar um minnkun ríkisumsvifa í auglýsingakálfi í Morgunblaðinu miðvikudaginn 4. desember sl. undir kjörorðinu „ráðdeild í ríkis- rekstri". Þessar hugmyndir hafa vakið mikla athygli. Þær voru reyndar settar fram á forsendum fjárlagafrumvarpsins og með það að markmiði að færa kaupmátt frá ríkinu til heimilanna með samhliða lækkun skatta og út- gjalda. En þegar upp er staðið vill svo til að sú lækkun útgjalda sem þar er lögð til samsvarar fjár- lagagatinu því sem næst. Tillögur ungra sjálfstæðismanna um ráð- deild í ríkisrekstri virðast því í raun vera sá kostur sem velja verður um á móti skattahækkun- um eða hallarekstri og lántökum. Lækkun ríkisútgjalda er möguleg en erfið. Því er nauðsynlegt að áform um slíkt séu vel grunduð. Margir þrýstihópar munu án efa láta til sín heyra og krefjast skattahækkana og aukningar hlut- deildar í skatttekjunum. Mörgum útgjaldaþáttum verður að fórna sem sannarlega eru allra góðra gjalda verðir og gott væri að hafa efni á. En fleiri stjórnmálamenn en nú verða að skilja að þeirra hlutverk er bæði að velja og hafna, ekki baraaðvelja. í umræðum um hvað sé mögu- legt og hvað ekki verður alltaf að taka með í reikninginn alla þá kosti sem fyrir hendi eru. Svara verður því hvort frekar sé mögu- legt að hækka skatta heldur en fara ráðdeildarleiðina og svara verður því hvort frekar sé mögu- legt að halda hallarekstrinum áfram heldur en að hækka skatta eða lækka útgjöld. Þegar málin eru skoðuð í þessu ljósi er ekki erfitt að komast að þeirri niðurstöðu að ráðdeildarleiðin sé frekast mögu- leg. Heilsumarkaðurmn kynnir >3 NALARSTUNGUEYRNALOKKINN Hjálp í baráttunni viö aukakílóin og reykingarnar. Hannað og prófaö af lækni sem er sér- fræðingur í reykinga- og offituvanda- málum. Algerlega hættulaust og auövelt í notk- un. Bara þrýsta meö fingurgómunum. Leiöbeiningar á íslensku fylgja meö. Má setja í og taka úr aö vild. Leitiö upplýsinga í síma 62-23-23 Hmeótnsiu Sendumípóslkröfu þægindi Heilsumarkaðurinn ihuga. Hafnarstræti 11 Einkaumboö á íslandi: Heilsumarkaöurinn Hafnarstræti 11. Vilhjálmur Egilsson „A miklu veldur aÖ sú trú glatist ekki aö vanda- mál okkar séu leysanleg. Við verðum að hafa hugfast að það álit að ekki sé unnt að auka ráðdeild í ríkisrekstri og lækka útgjöld ríkisins er huglægt ástand en ekki raunverulegt. Það er hægt að lækka ríkis- útgjöld.“ í allra þágu Ýmsir þeir sem mótmælt hafa hugmyndum ungra sjálfstæðis- manna hafa leyft sér að telja þær aðför að landsbyggðinni. Þessir sömu menn eru yfirleitt á þeirri skoðun að hallarekstur á ríkis- búskapnum og þjóðarbúinu í heild sé ekkert tiltökumál. Þessir menn einblína venjulega á einstaka liði í tillögum ungra sjálfstæðismanna og telja viðkomandi útgjaldaþætti svo nauðsynlega að þá megi ekki snerta. Þessir menn eru yfirleitt frábitnir því að skoða hlutina í samhengi hvern við annan. Sumir þeirra tala jafnvel þannig að ætla mætti að þeir vildu helst ekki leggja saman upphæðirnar tekna- megin og gjaldamegin hjá ríkis- sjóði, því að þá gæti eitthvað óþægilegt komið í ljós. En hverjar eru afleiðingarnar af skuldasöfnuninni erlendis? Vaxtagreiðslurnar af erlendum lánum nema á þessu ári um 5.800 milljónum. Til þess að gera sér grein fyrir því hversu gífurlegan toll af verðmætasköpun lands- manna þessar vaxtagreiðslur eru, þá samsvara þær meira en 11% af öllum atvinnutekjum í landinu. Og vextir og afborganir af erlend- um lánum nema meira en fimmt- ungi af öllum útflutningstekjum vöru og þjónustu. Allar þorsk- afurðir landsmanna hrökkva ekki fyrir þessum vöxtum og afborgun- um. En tollurinn af verðmæta- sköpun þjóðarinnar er ekki eina afleiðingin. Þegar erlenda lánsféð streymir inn í hagkerfið skapar það tekjur hjá ýmsum atvinnu- greinum, sérstaklega í verslun, þjónustu og framkvæmdum. Þess- ar tekjur gefa fyrirtækjum í þess- um atvinnugreinum möguleika til þess að yfirbjóða á vinnumarkaðn- um og kaupa allskyns þjónustu á uppsprengdu verði. Otflutnings- greinarnar, sér í lagi sjávarútveg- urinn, fær ekki tekjur við inn- streymi erlends lánsfjár og stend- ur því höllum fæti í samkeppninni um vinnuaflið og þjónustuna þegar skuldum er safnað erlendis. Laun í sjávarútvegi verða smám saman ekki nægilega há til þess að laða fólkið að. Sjávarútvegurinn hættir að fá gott vinnuafl og afköstin og framleiðnin minnka. Skuldasöfn- unin erlendis leiðir þannig af sér misgengi á milli sjávarútvegsins og annarra atvinnugreina. En hún leiðir líka af sér misgengi á vinnu- markaðnum milli þeirra sem taka laun samkvæmt töxtum og form- legum launakerfum og hinna sem eru yfirborgaðir. Hin formlegu launakerfi eru nefnilega helst í sjávarútvegi og öðrum fram- leiðslugreinum og úti á lands- byggðinni. Þetta misgengi skapar margvísleg vandamál, en það er hins vegar ómögulegt að leiðrétta nema hinum vinnumarkaðslegu og efnahagslegu forsendum sem valda því sé breytt. Stöðvun á innsteymi erlends lánsfjár hefur því þríþættan til- gang sem hlýtur að gera þaö að forgangsverkefni að ná hallalaus- um utanríkisviðskiptum: í fyrsta lagi er skuldasöfnunin að taka sífellt stærri toll af verðmæta- sköpun þjóðarinnar og minnkar þannig möguleikana fyrir lífs- kjarabata í framtíðinni. Von okkar um bætt lífskjör á næstu árum er því fyrsti tilgangurinn. í öðru lagi leiðir leiðir innstreymi af erlendu Þessi glaðbeitti hópur tekur ofan jólasveinahúfurnar og setur upp studentshúfur á laugardaginn, þegar hann útskrifast frá Menntaskólanum á Egilsstöðum. Menntaskólinn á Egilsstöðum: Tólf stúdentar braut- skráðir á laugardag MENNTASKÓLINN á Egilsstöðum útskrifar stúdenta í níunda sinn, laugardag- inn 21. desember. Athöfnin fer fram I Egilsstaðakirkju og hefst kl. 14.00. Að þessu sinni verða brautskráðir 12 stúdentar. Verða stúdentar brautskráðir frá ME þá orðnir 180 talsins úr öllum landsfjórðungum. Þorri þeirra eða um 80% eru þó af Austurlandi. Á yfirstandandi önn hafa liðlega 260 manns stundað nám við skólann: 203 í dagskóla, 39 í öldungadeild og rúmlega 20 utanskóla. Hið svo kallaða opna kerfi hefur næsta ári hefjist bygging kennslu- verið þróað áfram með almennum stuðningi nemenda og kennara. Með því gefst nemendum kostur á að njóta einstaklingsbundinnar að- stoðar kennara og leita meira til þeirra kennara, sem þeir telja sig þurfa hjálp frá, en gerist í hefð- bundnu kerfi. Vonir standa til að á húss fyrir skólann, en með tilkomu þess mun öll aðstaða til skólahalds- ins batna að mun. Vinir og velunnarar skólans eru boðnir til útskriftarinnar og í kaffi- veitingar i Menntaskólanum að henni lokinni. (FrétUtilkynning)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.