Morgunblaðið - 18.12.1985, Side 66

Morgunblaðið - 18.12.1985, Side 66
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985 66 Myndin sýnir líkan af fyrirhuguðum stúdcntagarði. Gömlu hjónagarðarnir eru einnig inni á myndinni, vinstra megin neðantil. Fyrsti áfangi nýja garðsins er bogalaga byggingin og annar áfangi er aflanga byggingin, sem er hægra megin á myndinni. „VIÐ vonumst til að hægt verði að taka fyrstu skóflustunguna í vor að nýjum stúdentagörðum," sagði Ár- sæll Harðarson framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, en nýlega voru verðlaun veitt í sam- keppni um nýja stúdentagarða. Alls barst 21 tillaga. Gert er ráð fyrir að fyrirhugaðir stúdentagarðar kosti um 200 millj- ónir króna. „Við vitum ekki hver endanleg niðurstaða verður við- víkjandi fjármögnun garðanna, en við erum að bítast um sömu krón- urnar og Búseti. Lög um Bygging- arsjóð verkamanna og félagslegar íbúðabyggingar síðan 1. júní 1984 Myndin er tekin er verðlaun voru veitt í samkeppni um nýja stúdentagarða. Bergsteinn Gizurarson formaður dóm- nefndar afhenti sigurvegurum í keppninni ávísun upp á 535.500 krónur. Frá vinstri auk Bergsteins eru: Ivan S. Cilia arkitekt, Guðraundur Gunnlaugsson arkitekt, Pétur Jónsson landslagsarkitekt og Steinþór Einarsson skrúð- garðyrkjumeistari. Vonumst eftir að fyrsta skóflu- stungan verði tekin í vor — segir Ársæil Harðar- son, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar Stúd- enta, um fyrirhugaða byggingu nýrra stúd- entagarða kveða á um að hámarkslán úr sjóðnum megi nema allt að 80% byggingarkostnaðar. Ennfremur segir, að félagslegar íbúðir teljist leiguíbúðir, sem byggðar eru eða keyptar af sveitarfélögum, stofn- unum á þeirra vegum og/eða ríkis- ins eða af félagssamtökum og ætlaðar séu til útleigu við hófleg- um kjörum fyrir námsfólk, aldraða og öryrkja. í lögum um Félags- stofnun Stúdenta frá 1968 segir hinsvegar að stofnunin skulf taka við stjórn og skuldbindingum stúd- entagarðanna og annast rekstur þeirra. Hún skal sjá um byggingu nýrra stúdentagarða og afla fjár til þess. Að mínu áliti kemur það aldrei til að Búseti reisi stúdenta- íbúðir fyrir hönd Félagsstofnunar þar sem nemendur myndu þá kaupa sér búseturétt í þeim íbúð- um jafnvel eftir að námi lýkur og það gengur ekki til lengdar. Fljót- lega verður tekin ákvörðun í Fé- lagsstofnun hvort við fullvinnum útboðsgögn og bjóðum verkið út í vor eða stöndum eitthvað áfram í rifrildi við lánakerfið," sagði Ár- sæll. Um 4.500 nemendur stunda nú nám við Háskóla íslands, en af þeim fjölda eiga 150 þeirra kost á húsnæði á stúdentagörðunum — Gamla og Nýja garði og hjóna- görðunum við Suðurgötu. í keppn- islýsingu var beðið um tillögu að 150 námsmannaíbúðum í tengslum við eldri hjónagarða, sem standa eiga á lóð Félagsstofnunar við Suðurgötu. Hvergi er gert ráð fyrir fleiri en þremur hæðum. í lýsingu fyrsta vinningshafa að tillögu þeirra er gert ráð fyrir þriggja metra breiðri gleryfir- byggðri götu, sem gengi í gegnum allan 1. áfangann og tengdi hann saman. Húsin mynda lítið stúd- entaþorp með setkrókum, blóma- gluggum, stigahúsum eða ljósop- um milli hæða. Lögð er áhersla á að brjóta götuna upp þannig að sjónlína verði aldrei lengri en 20—35 metrar. Aðgangur að efstu íbúðunum er frá opnum svölum og mun birta frá gleryfirbyggingunni ná niður á aðrar hæðir. f suðvesturhorni bygginganna mætast tvær álmur í sameiginlegu rými og opnast út í klapparbeltið, sem er á lóðinni. Á 1. hæð verður leikrými fyrir börnin, gufubað og heilsurækt fyrir þá fullorðnu og þar yfir með tengingu milli hæða setustofa eða samkomusalur. Út frá setustofu er eldhúsað- staða og snyrting auk lesstofu, sem gæti við viss tækifæri notast sem hliðarsalur. Stærsta lesstofan er annars lögð við aðalaðkomu frá Oddagötu og minni lesstofur í tvo byggingaráfanga við Suðurgötu þannig að lesaðstaða fáist fyrir 75 manns. Þá er sameiginlegt þvotta- hús fyrir 1. áfanga, sameiginlegar hjólageymslur, sorpgeymsla, Amman og jólin „Amma hún er mamma hennar mömmu. Mamma er það besta, sem ég á. Gaman væri að gleðja hana ömmu, leðibros á vanga hennar sjá. rökkrunum hún segir méroft sögur, svæfir mig, er dimma tekur nótt. Syngur hún við mig sálmalögin fögur. Þá sofna ég svo vært og milt og rótt.“ Aldrei birtist mynd ömmunnar bjartar á himni minninganna en þegar jólin nálgast. Það er að segja þeirrar ömmu, sem átti sitt hlut- verk á hverju heimili, ekki síst við handleiðsiu ogsigningu barnanna. Þetta söngljúfa litla ljóð minnir á nokkra þætti þessarar starfsemi, sem unnin var í helgidómi heimil- anna og gerði rúmstokkinn hennar ömmu í lágu baðstofunni inni við stafngluggann að altari Guðs, helgidómi, sem ekki gæti gleymst. Sögur og ljóð, sálmar og lög ómuðu þaðan, áttu sitt bergmál í barnssálinni ævilangt til að blessa, gleðja og benda á brautir til heilla og þroska. Og þá var annað ekki síður til áhrifa við þetta altari baðstofunn- ar, en það var vernd sú og fórnar- lund, sem ávallt logaði í augum og frá hjartslætti ömmunnar. Það mátti í sannleika finna kraft þeirrar kærleiksmáltíðar, sem , Jesús ætlaðist til, er hann talaði við lærisveina sína um, a^neytt skyldi til minningar um sig, en kirkjan síðar túlkað mjög á tákn- rænan hátt. Amman íslenska virð- ist hins vegar um aldaraðir hafa framborið sínar máltíðir og gjafir á þann hátt, sem Páll postuli lýsir, þegar hann líkir sjálfu safnaðar- fólkinu, starfsfólki hinnar litlu hjarðar Jesú'við ílátin á borði eða altari heimilis og kirkju. Hann segir svo: „í stóru húsi eru ekki einungis ker úr gulli og silfri, heldur einnig úr tré og leir. — En sérhver skal vera ker til heiðurs, helgað og nothæft fyrir húsbónd- ann. Hann hefur not fyrir allt og alla í húsinu." Örfá orð úr nokkrum minning- arorðum ömmudrengs um ömm- una látna skýra glöggt hvað hér er haft í huga. Hann tók upp gamlan bolla, sem hún hafði átt og sagðí: Einu sinni var þessi bolli skín- andi gripur. Og eitt er víst, hann hefur lengst allra íláta hér í húsinu verið borinn á borð til að gleðja, svala og verma alla þá, sem að borði hennar komu, með góðum kaffisopa, sem öllum varð að veig- um úr lindum ástúðar og gestrisni. Ásamt þeim bitum, sem þar fylgdu með varð það ekki síður en kaleik- ur, bikar og patfna helgisiðanna, helgað sólarföður elskunnar í hversdagslífi fólksins bæði gesta og fjölskyldu. Þess vegna ætla ég að eiga þennan bolla hennar ömmu sem hlut helstan til heiðurs, geyma hann og varðveita vel, en nota hann sem oftast." Það má því fullyrða, að hin góða amma í gamla daga og víða enn fram á þennan dag, var í þjónustu guðs og gerði umhverfi sitt að helgidómi hans, ef til vill án þess að hugsa nokkurn tíma um hve göfugt hlutverk hennar var. Aldrei náði samt hlutverk ömmunnar hærra en um og fyrir jólin, einmitt þegar myrkur og stormar umluktu litla bæinn henn- ar og ástvina hennar. Einmitt þess vegna eru þessar minningar mér efst í huga nú i skammdegi, mitt í ljósadýrð borg- arinnar. Og þá verður sárt að sjá og finna, hve okkar allsnægtaöld hefur gjörbreytt hér öllu og sums staðar gleymt þessu göfuga upp- eldisstarfi, vernd og vöku, ástúð og handleiðslu ömmunnar. Nú ætti þó hvert einasta af okkar glæstu íbúðum að eiga fal- legt herbergi ætlað ömmu meðan hún enn er fær um „að vaka, vinna og stríða" heima, í stað þess að senda hana á elliheimili og hæli, jafnvel áður en afi er dáinn. En yfirleitt lifa ömmur lengst. Þær hafa flestar kunnað sér hóf og mát, um leið og kraftarnir voru æfðir til hins ítrasta. Sorglegt er að heyra hve íslensk börn slasast öllum börnum fremur einmana á sínum glæsilegu heimil- um, þar sem hvorki amma né mamma virðast vernda þau í vanda, leiða þau og leiðbeina gegn- um svartasta skammdegismyrkur alls konar hryllings og eiturs, sem skaða bæði líkama og sál. Hið eina, sem þar getur bætt um er einmitt bollinn hennar ömmu, fylltur á barma af blessun frá pastínu umhyggjunnar í hönd hennar og iífsblóði elskunnar í blóðstraumi barms hennar, sem er hinn sanni kaleikur kærleikans. Jólin, hátíð friðar og dýrðar, gleði og gjafa, ættu sannarlega að opna vitund kynslóðanna í dag fyrir þeim heillum, sem hlutverk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.