Morgunblaðið - 10.04.1986, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 10.04.1986, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAPIÐ, FIMMTUDAGUR10,APRÍL1986 fclk í fréttum Sérstæður fjölskyldu meðlimur Simpansinn Jimmy er níu ára gamall og „stóribróðir" Jónatans sem er ijögurra ára. Hann er mikill fjörkálfur og þeir „bræðumir" eiga það til að setja allt heimilið á annan endann. Jimmy hagar sér þó vel þegar til þess er ætlast og við matarborðið er hann afar prúður og hand- leikur hníf og gaffal af stakri snilld. Sagan segir að Diego Martinez og kona hans, Jutta, er búa í Vest- ur-Þýskalandi, hafi keypt simpans- ann fyrir sjö árum á Kanaríeyjum og kennt honum „mannasiði". Er þeim fæddist sonur, ákváðu þau að láta drenginn og apann leika sér saman og hefur það gengið vonum framar. Jónatan þvær höfuð „stóra- bróður". Séra Birgir Snæbjörnsson ásamt systkinunum fimm sem hann skirði sama daginn, 11. desember 1954. Yst tíl vinstri er séra Birgir, en síðan koma Thorarensen-systkinin: Margrét, Lára, Miriam, Leifur og Valdimar. Morgunblaðið/ÓHT Fermingarbömin ásamt séra Birgi 27. marz 1986. Frá vinstri: Hildur Mary Thorarensen, Hólmsteinn Eiður Hólmsteinsson, Jakob Hinriksson (frá Reykjavík), Einar Hafberg (frá Flateyri) og Jóhann G. Thorarensen. Morgunblaðið/ÓHT Margföld hátíð fyrir séra Birgi Snæbjörnsson á Akureyri; Skírir og fermir heilu ættarhópana Akureyri. 11. DESEMBER 1954 var eftir- minnilegur dagur fyrir séra Birgi Snæbjörasson, sem þá þjónaði á Æsustöðum í Austur- Húnavatnssýslu. 27. mars 1986, skírdagur, verður Birgi eflaust einnig eftirminnilegur. Nefndan dag árið 1954 kom séra Birgir til Akureyrar og skírði hvorki meira né minna en fimm systkini í einu, böm Valdimars Thorarensens og Láru Hallgríms- dóttur á Gleráreyrum 6. Ekki lét séra Birgir þar staðar numið held- ur skírði síðasta bam hjónanna líka síðar og fermdi flest þeirra og gifti, enda móðirin Lára og hann systkinaböm. Á skírdag í ár, 27. mars, hélt séra Birgir áfram þessum marg- földu prestþjónustuverkum í ætt- inni og fermdi í Akureyrarkirkju fímm systkinaböm - þar af fjögur böm systkinanna sem hann skírði sama daginn 1954. Svo mikla áherslu lögðu systkinin á að fá séra Birgi til að ferma fyrir sig, að eitt fermingarbamanna kom frá Flateyri og annað frá Reykja- vík. Viðstaddur ferminguna var líka annar náinn ættingi í presta- stétt, séra Ágúst K. Eyjólfsson, prestur kaþólskra á Akureyri, en hann er systursonur sr. Birgis Snæbjömssonar. Fimmföld fermingarveisla var síðan haldin í Alþýðuhúsinu á Akureyri að viðstöddu fjölmenni. Kaþólski presturinn á Akureyri, séra Ágúst K. Eyjólfsson, sem sést hér aftast, er náinn ættingi fermingarbaraanna fimm og systursonur séra Birgis, sem fermdi þau. Og allt er þetta fólk ættað frá Grýtu í Eyjafirði, bænum þar sem Jón Arason Hólabisk- up fæddist. Frá vinstri á myndinni eru: Karla Karlsdóttir, Hildur Mary Thorarensen, séra Ágúst K. Eyjólfsson og Leifur Thoraren- sen* Morgunblaðiö/ÓHT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.