Morgunblaðið - 15.04.1986, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 15.04.1986, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. APRÍL1986 29 Horowitz í Sovétríkjunum Moskvu. AP. Píanósnillingnrinn Vladimir Horowitz, sem ekki hefur hætt sér til föðurlands síns, Sovétrílg- anna, í 61 ár, kom til Moskvu í gær og lýsti yfir, að hann væri „sendiherra friðar“. Horowitz er 81 árs að aldri. Á óundirbúnum fréttamanna- fundi kvaðst hann kjósa að svara fyrir sig á rússnesku, og þegar hann var spurður, vegna hvers hann sneri nú aftur til Sovétríkjanna, svaraði hann: „Ég er sendiherra friðar og þykir mjög vænt um að vera kominn hingað. Hér eru engir óvinir, aðeins vinir." AP/Símamynd Sundurtætt bifreið Franks DeCicco mafíuforingja á götu i Brooklyn í New York. DeCicco beið bana er sprengja sprakk undir bifreiðinni í þann mund sem hann hugðist setjast upp í bUinn. Talið er að sprengjan hafi verið fjarstýrð. Mafíuforingi í New York myrtur Ncw York, AP. ** FRANK DeCicco, sem var næst- æðstur í Gambino-glæpafjölskyld- unni, beið bana er sprengja sprakk undir bifreið hans í Brook- lyn-hverfinu í New York á sunnu- dag. DeCicco var að ganga að bifreið sinni ásamt Frank Bellino, sem er háttsettur í Lucchese-glæpafjöl- skyldunni, þegar sprengjan sprakk. Bellino særðist hættulega. Talið er að hér hafi verið um hefnd fyrir morðið á Paul Castellano, leiðtoga Gambino-flölskyldunnar, sem myrt- ur var á götu í New York skömmu fyrir jól. Hermt er að DeCicco hafí lagt blessun sína yfir morðið. DeCicco kom næstur John Gotti, sem nú er talinn æðsti maður Gambino-fjölskyldunnar. Réttarhöld standa nú yfír í máli Gotti, sem talinn er hafa m.a. morð á sam- vizkunni. Gotti barðist við Castellano um áhrif í Gambino-fjölskyldunni, en DeCicco var talinn stuðningsmað- ur Castellano. Sprengjan er sögð hafa verið mjög öflug. DeCicco var látinn þegar komið var með hann á sjúkrahús. Filippseyjar: Átti að myrða Sin kardinála? Manila. AP. JAIME L. Sin, kardináli á Filippseyjum, sagði í viðtali, er birtist á sunnudag, að hann hefði fengið viðvörun frá bandaríska sendiráðinu í Manila um að Marcos, fyrrum forseti, hafi viljað hann feigan í byltingunni, sem varð Marcosi að falli í febrúar. Talsmaður sendiráðsins kvaðst aðspurður ekki hafa heyrt um þetta áður. Sin var ákafur gagn- rýnandi Marcosar og hefur verið rómaður fyrir að leika stórt hlut- verk í að velta Marcosi úr sessi vegna þess að hann skoraði í út- varpi á Filippseyinga að styðja byltinguna, sem tók fjóra daga. „Ég þakka ykkur samstarfið og ég veit hvernig ég á að endurgjalda ykkur greiðann." Þessi orð á Marcos að hafa sagt við dómarana í réttarhöldunum yfír meintum morðingjum Benigno Aquino, eig- inmanns Corazon, að því er Manuel Herrera, lögfræðingur, segir. Hann sótti málið. Herrera setur ásakanir sínar fra,n í átján blað- síðna skýrslu og lýsir hann þar með hvaða ráðum Marcos ætlaði að hvítþvo Fabian C. Ver, fyrrum yfirmann hersins, og 24 aðra her- menn af morðinu. Þeir voru allir náðaðir. getur ekki alltaf verið á hátindi hans“. Hún segir að ilmefna- og sápuverksmiðjan og fatabirgðimar, sem fundust í forsetahöllinni eftir að hjónin flúðu land, hafi að hluta verið ætlaður í gjafir frá forseta- frúnni: „Ég þurfti að leggja mig eftir þremur tugum afmæla og skíma á dag og ég hafði einfaldlega ekki tíma til að versla daglega," segir Imelda. Hún sagðist einnig hafa átt þijú þúsund pör af skóm vegna þess að hennar hlutverk hafí verið að kynna framleiðslu lands síns og skór væm mikilvæg útflutningsvara. í viðtal- inu sagði Imelda: „Eg fer ekki aftur til Filippseyja ef það hefur átök og blóðsúthellingar í fór með sér. Filippseyingar hafa mátt reyna nóg.“ Landkynning Imeldu Imelda Marcos hefur viðurkennt fyrir breskum blaðamanni að „heimurinn er hnöttóttur og þú ERLENT, Sex leiðtogar senda bréf til Reagans og Gorbachevs Bréf, sem Rajiv Gandhi, for- sætisráðherra Indlands, Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Sví- þjóðar, Andreas Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, Raul Alfonsín, forseti Argentínu, Miguel de la Madrid, forseti Mexíkó, og Julius Nyerere, fyrr- um forseti Tanzaníu, sendu í sið- ustu viku til Ronalds Reagan, forseta Bandaríkjanna, og Mik- hails Gorbachev, aðalritara Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna, voru birt í gær. í bréfunum leggja leiðtogarnir áherslu á að fundur Reagans og Gorbachevs verði haldinn hið fyrsta á grundvelli samkomulags sem gert var á leiðtogafundinum í Genf. Jafnframt er áréttuð sú krafa að Bandaríkjamenn og Sovétmenn geri hlé á tilraunum með kjarnorkuvopn þar til Reagan og Gorbachev hittast áný. I bréfunum em nefndar 5 megin- röksemdir fyrir því hvers vegna banna eigi tilraunir með kjarnorku- vopn: I fyrsta lagi mun frekari þróun kjamorkuvopna auka vígbúnaðar- kapphlaupið. í öðm lagj ráði Banda- ríkin og Sovétríkin nú þegar yfir nægum forða kjarnorkuvopna til að tortíma mannkyninu mörgum sinnum. í þriðja lagi muni aukinn kjarnorkuvígbúnaður stórveldanna draga úr möguleikum á að koma í veg fyrir að fleiri ríki eignist kjam- orkuvopn. í fjórða lagi sé nú hægt að hafa ömggt eftirlit með fram- kvæmd á tilraunabanni. í fimmta lagi sé mikilvægara að veija fjár- munum til að beijast gegn hungri, fátækt, sjúkdómum og ólæsi í heim- inum heldur en að verja þeim til aukins kjarnorkuvígbúnaðar. í bréfunum er einnig vikið að efnisþáttum í svarbréfum sem þjóð- arleiðtogunum bámst í marz frá Reagan og Gorbachev. Ingvar Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, undirritar nú bréfin í fyrsta sinn ásamt hinum leið- togunum fimm en Ingvar Carlsson hefur tekið sæti Olofs Palme í leið- togahópnum. HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 Nú hefur aldeilis hlaupið á snœrið hjá skrifstofufólki. Þreytan er horfin og bakverkurinn líka - þökk sé nýja Dauphin skrifborðsstólnum. Þeir sem setjast í stól frá Dauphin kynnast ótrúlegri hönnun. Stólbakið heldur hryggsúlunni í réttri stöðu, líkaminn verður afslappaður og vinnan verður auðveldari í stól frá Dauphin. í Hljómbœ eru Dauphin skrifborðsstólarnir í fjölbreyttu úrvali, litafjöldinn er mikill og verðið er frá kr. 6,990.- Dauphin - stílhreinir stólar, sannkölluð skrifstofuprýði. DClUpHIN HUOMBÆR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.