Morgunblaðið - 14.12.1986, Page 1

Morgunblaðið - 14.12.1986, Page 1
128 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 283. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins ANC hugði á blóðuga her- ferð um jólin I- segir forseti S-Afríku Jóhannesarborg; AP. P.W. BOTHA, forseti Suður- Afríku, segir herta ritskoðun og handtökur leiðtoga svertingja undanfarna daga hafa verið nauðsynlegar, því upp hafi kom- ist um áætlanir um blóðuga herferð gegn hvítum mönnum í landinu nú um jólin. Botha sagði í ræðu, er sjónvarpað var um allt landið, að fundist hefðu sköl, er sönnuðu að Afríska þjóðar- ráðið (ANC) hefði haft á pijónunum árásir og sprengjutilræði í borgar- hverfum hvítra manna og á bændabýli í þeirra eign vítt og breitt um landið. Sagði hann að ANC hefði á þennan hátt viljað minnast þess, að 16. desember eru liðin 25 ár frá fyrstu hryðjuverkum samtakanna sem bönnuð voru árið 1960. Fréttamenn fengu útdrátt úr skjölunum er yfirvöld kváðu leyni- þjónustumenn hafa komist jrfir. Stjómvöld í Pretoríu sögðu í gær, að tveir svissneskir borgarar hefðu verið handteknir vegna gruns um að starfa fyrir ANC. Svissneska utanríkisráðuneytið heldur því fram, að Svisslendingunum hafi verið rænt frá nágrannaríkinu Swazilandi á föstudag, af mönnum sem ferðuðust í bifreið með suður- afrísku bflnúmeri. Lögreglan i Swazilandi sagði að þennan dag hafi verið gerðar fimm árásir á fólk i landinu, 15 ára drengur hafi látist og fjórum mönnum verið rænt þ. á m. Svisslendingunum. Hefur for- sætisráðherra Swazilands harðlega mótmælt þessum aðgerðum við stjómvöld í Suður-Afríku. Sovétríkin: Glæpsamleg van- ræksla olli slysinu Moskva; Reuter. GLÆPSAMLEG vanræksla og það að öryggisreglur voru að engu hafðar voru ástæður áreksturs tveggja skipa á Svarta- hafi í ágúst sl. er 400 manns fórust, að því er nefnd á vegum ráðuneytis þess er fer með mál- Flugslysið í Berlín: Talið að 70 manns hafi farist jefni kaupskipaflotans sovéska jsegir. Farþegaskipið, Nakhimov aðmír- áll, er flutti 1.234 farþega, sökk ieftir árekstur við flutningaskipið ÍPyotr Vasev og voru skipstjórar jbeggja skipanna handteknir þegar ^ftir slysið. Nefndin fer mjög hörð- Kim orðum um framferði skipstjór janna, Vadim Markov og Viktor rTkachenko, og segir þá hafa brotið á grófan hátt allar sjóréttarreglur og að engu haft viðvaranir um að ef þeir breyttu ekki stefnu skipanna myndu þau rekast á. Fjöldi manna hefur verið rekinn úr starfi og úr kommúnistaflokknum vegna þessa máls. Morgunblaðið/Ól. K. Magnússon Jólaljós á Austurvelli KVEIKT verður á jólatrénu á Austurvelli í dag kl. hálf fjögur. Tréð er gjöf Oslóarbúa til Reyk- víkinga. Ljósmyndari Morgunblaðsins tók þessa sérstöku mynd af trénu með breytilinsu. Við fyrstu sýn virðist sem myndin sé af flugeldi á kvöldhimninum, en þessi áhrif eru dregin fram með því að breyta brennivídd linsunnar yfir ákveðið svið án þess að hagga ljósopinu. Austur-Berlín, Reuter. TALIÐ er að um sjötíu manns hafi farist er sovésk farþegavél hrapaði í aðflugi að Schönefeld- flugvellinum í Austur-Berlín á föstudag. Yfirvöld í Austur-Berlín sögðu að björgunarmenn hefðu náð tólf manns á lífi úr flaki vélarinnar. Sjötíu og þrír farþegar voru um borð og átta manna áhöfn. Vélin var á leiðinni frá borginni Minsk í Sovétríkjunum þegar hún hrapaði. Ekki er vitað hvað olli slysinu. Austur-þýska stjórnin hefur fyrir- skipað rannsókn á málinu. Slökkviliðsmenn og lið lækna var enn að störfum við flak vélarinnar þegar síðast fréttist. Slysstaðurinn var girtur af til þess að vestrænir blaðamenn kæmu ekki of nærri. Olíuráðherrar bjart- sýnir á samkomuiag Genf, Reuter, AP. ÞRETTÁN olluráðherrar sitja ráðstefnu samtaka olíuútflutn- ingsríkja (OPEC), sem nú er haldin i Genf í Sviss og kváðust nokkrir þeirra í gær bjartsýnir á að samþykkt yrði ákvörðun um að draga úr olíuframleiðslu aðild- arríkjanna. Þriðji dagur fundahalda hófst í gær og var búist við að endi yrði bundinn á viðræðurnar. Ef sam- komulag tekst um að draga úr olíuframleiðslu má gera ráð fyrir að olíufatið hækki um fjóra Banda- ríkjadollara eða svo. Olíuráðherrar flestra aðildarríkja OPEC höfðu samþykkt að draga úr olíuframleiðslu um fimm prósent frá og með áramótum áður en viðræður hófust í gær. Fawzi Shakshuki, olíu- málaráðherra Líbýu, sagði við blaðamenn fyrir fundinn að enginn hefði hreift mótbárum við að draga úr olíuframleiðslu og bjóst hann við því að samkomulag yrði undirritað á fundinum í gær. Hann tók þó fram að enn þyrfti að ákveða hversu mik- ið yrði dregið úr framleiðslu. Rilwanu Lukman, forseti OPEC og olíumálaráðherra Nígeríu, sagði að ráðherramir hefðu ráðfært sig við stjómir sínar um tillöguna eftir fundinn á föstudag. Hann sagði að jafnvel yrði fólgið í samkomulaginu að dregið yrði úr olíuframleiðslu um tíu prósent.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.