Morgunblaðið - 14.12.1986, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 14.12.1986, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 KIISKUR ÍEYRARVINNU Kafli úr ævisögu Einars Ólafssonar í Lækjarhvammi, Af Halamiðum á Hagatorg, eftir Þórunni Valdimarsdóttur í tilefni af níræðisafmæli Einars Ólafssonar 1. maí sl. er kominút ævisaga hans, skráð af Þórunni Valdimarsdóttur, sagnfræðingi. í bókinni segir frá uppvéxti Einars í Reykjavík og togaraárum hans og frá starfi hans sem bónda í höfuðborginni frá 1926 og afskiptum hans af félagsmál- um bænda. Hér á eftir fer kafli úr bókinni, sem nefnist Kúskur í eyrarvinnu. Einar Ólafsson Hestvagn eins og Einar stýrði um höfuðstaðinn 1913 sést fremst á egar ég fór að geta orðið að liði hafði ég hug á því að létta undir með heimil- inu. Ólafur faðir minn var leiguliði eins og svo margir bændur um aldamótin. Um miðja síðustu öld var aðeins rúmur fjórðungur bænda sjálfseignarbændur, en þegar kom fram undir aldamót fóru margir leiguliðar að brasa við að kaupa ábýlisjarðir sínar. Faðir minn keypti Flekkudal árið 1902, og um það leyti stigu margir nágrannabændur hans sama skref. Þetta var á skútuöldinni og þeir ábúendur í Kjósinni sem styrkt höfðu stöðu sína með því að fara á skútu, sáu sér kleift að kaupa jarðir sínar. Flekkudalur var eins og ég hef áður minnst á, i eigu Jóns Jónssonar útvegsbónda í Melshúsum á Seltjamamesi. Fleiri jarðir í ná- grenninu voru í eigu Seltiminga. Svo var um Meðalfellskot og Eyjar, en Sandur var í eigu Engeyinga. Faðir minn keypti Flekkudalinn fyrir 2000 krónur. Hann fékk 900 króna lán úr Söfnunarsjóði, og 800 króna lán hjá kunningja sínum, en tók nokkru seinna lán úr Ræktunar- sjóði til þess að greiða það upp. Á þessum tíma kröfðust Söfnunarsjóð- ur, Viðlagasjóður og ýmsir fleiri sjóðir ekki fastra afborgana af fast- eignalánum. Sjóðimir kröfðust einungis fjögurra eða fimm króna af hundraði í vexti á ári, og skuldar- ar greiddu lánin síðan upp þegar þeir gátu. Landsbankinn krafðist aftur á móti árlegra afborgana. Ræktunarsjóður var stofnaður um aldamótin og átti að lána bændum fé til jarðabóta og annarra fram- kvæmda er að jarðrækt lutu, en lán úr þeim sjóði voru greidd upp með vægum afborgunum á löngum tíma. Faðir minn greiddi fjórar krónur af hundraði í vexti af láninu úr Söfn- unarsjói. Það man ég fyrir víst, því að þær 36 krónur sem féllu í gjald- daga á hveiju sumri líða mér seint úr minni. Heimilið var oft þrúgað af áhyggjum þegar gjalddaginn nálgaðist. Svo erfitt var að klóra saman fé fyrir vöxtunum að ég fékk á þessum árum óbeit á skuldum, sem endist mér lffið út. Móðir mín strokk- aði smjör heima frá því að kýmar fóru út á vorin og þangað til fráfær- ur hófust í lok júní, því að þá var ijómabúið í Káranesi lokað. Nytin í kúnum minnkaði þegar þær voru settar út, svo að það þótti ekki taka því að knýja strokkinn í Káranesi. Fyrir heimastrokkaða smjörið fékk móðir mín gott verð í Reykjavík. Hún fékk 75 aura fyrir pundið og þær krónur sem fengust með þessu móti gerðu oft útslagið um það að hægt væri að greiða vextina af lán- unum. Allir heimilismenn tóku þátt í spamaðinum með því að eta þurrt. Flekkudalur var miðlungs jörð og lítið var hægt að auka heyskap áður en tilbúinn áburður og stórvirk tæki komu til sögunnar. Búinu var því þröngur stakkur skorinn fjárhags- íega, og eina leiðin til að greiða upp jörðina var að afla tekna annars staðar. Á þessum tímum þótti sjálf- sagt að böm tækju þátt í lífsbaráttu foreldra sinna, og að launin sem þau öfluðu rynnu til heimilisins. Þess vegna tók ég því fegins hendi er ég fékk vinnu á vertíð í Reykjavík árið 1913, þá sextán ára gamall. Guðrún systir mín axlaði svipaða ábyrgð og ég, bara heimafyrir. Til dæmis um dugnað hennar má nefna að þegar hún var þrettán ára gömul þvoði hún allan þvott í Flekkudal, og ekki var hún fullvaxin þegar hún vann á við fullgilda vinnukonu. Yngri systkini okkar átöldu Sigríði móður okkar einhveiju sinni fyrir það að henni þætti vænst um okkur Guðrúnu af börnum sínum. Móðir mín svaraði: „Ef svo er, þá er það ekki að ástæðu- lausu, eins og þið virðist halda. Eftir að Guðrún fór að vinna vissi ég ekki hvað þreyta var, og eftir að Einar fór að vinna skorti aldrei peninga.“ Ég fór suður þegar vertíð hófst árið 1913 og fékk inni hjá Úlfhildi ömmu minni á Hverfísgötu. Mikið var um að vera á vertíðinni í Reykjavík á þessum árum, og á meðan á henni stóð breytti bærinn um svip. Margir bæjarbúar höfðu þraukað fyrri hluta vetrar atvinnu- Bryggjuhúsið Aðalstrætismegin. myndinni. lausir, og horft í gaupnir sér. Launafólk byggði afkomu sína að mestu leyti á vertíðarvinnunni. í vertíðarbyijun snemma í febrúar streymdi fólk til bæjarins úr ná- grannasveitum, í þá vinnu sem bauðst. Manna þurfti skipin og við uppskipun og verkun á saltfiski í landi biðu ótal störf. íslendingar áttu þegar þetta var á annan tug togara. Á árunum 1912—1913 voru tíu tog- arar keyptir til landsins, og mönnum var ljóst að afkoma þjóðarinnar myndi að verulegu leyti byggjast á togaraútgerð í framtíðinni. Þilskip voru enn í notkun, en þeim fór fækk- andi. Litið var upp lil togarasjómanna og starf þeirra þótti eftirsóknarvert. Þegar vel aflaðist höfðu þeir marg- föld laun á við þá sem unnu í landi, en þeir urðu líka að þræla linnulaust úti á miðunum. Miklu meiri vinnu- harka tíðkaðist á togurunum en á þilskipunum. Á þilskipunum var skipshöfninni skipt á tvær vaktir, og á frívaktinni unnu menn ekki nema ef verið var að draga afla um borð. í landi var unnið af kappi við að skipa upp kolum og salti til útgerðar- innar, en flestir kola- og saltpokamir fóru um borð í togarana. Aflinn var hausaður, flattur og settur í salt á miðunum. Þegar fiskinum var stafl- að upp í landi var bætt í hann salti og hann geymdur í að minnsta kosti ' tvær vikur áður en honum var ekið í út á stakkstæðin, til kvenna sem sáu | um að vaska hann og þurrka. Það ‘ varð mitt hlutverk á þessari fyrstu vertíð minni í Reykjavík, að aka brimsöltum fiskinum til húsmæðra í útjaðri höfuðstaðarins. Það var bæði heppni og kunnings- skapur föður míns og Jóhannesar 1 Hjaitarsonar verkstjóra hjá Miljóna- félaginu, sem varð til þess að ég fékk þetta eftirsótta starf aðeins sextán ára gamall. Ég var kúskur með kaskeiti og keyri og ók saltfiski fyrir útgerðarfélagið Kveldúlf á stakkstæðin víðsvegar um bæinn. Miljónafélagið var á sínum síðasta snúningi þegar þetta var, og skilin milli þess og útgerðarféiagsins Kveldúlfs, sem reis úr rústunum, voru ekki giögg. Saltfiskurinn sem ég ók með um bæinn var í eigu Kveldúlfs, en verkstjóri minn vann á vegum Miljónafélagsins og það átti hestana fimm sem notaðir voru við flutningana. Kerrur voru algengar í Reykjavík um þetta leyti, og sérstök stétt kúska, sem áttu og ráku tvíhjóla kerrur, var í bænum. Þeir fluttu ýmiss konar dót á hestvögnunum fyrir bæjarbúa. Nokkuð var einnig um fjórhjólavagna sem tveimur hest- um var beitt fyrir. Þeir voru í eigu verslana, sem notuðu þá einkum til þess að flytja um bæinn þungavöru, svo_ sem kol, olíu og timbur. Á þessum tíma var ein stein- bryggja við höfnina, en hún var svo lítil að stór skip gátu ekki lagst að henni. Skipin köstuðu því akkeri fyrir utan höfnina. Það var orðið brýnt að bæta úr hafnleysinu, og einmitt þetta ár var hafist handa við hafnargerð. Það var tafsamt að skipa upp í báta og róa með vörur í land, og augljóst að þótt hafnar- gerð væri gífurlega dýr væri hún ekki lengi að borga sig. Auk stein- bryggjunnar voru nokkrar tré- bryggjur í fjörunni norðan við húsin í Hafnarstræti, og voru þær í eigu sérstakra verslana. Hin glæsilegu hús Kveldúlfs við Skúlagötu voru í byggingu þegar þetta var. Byggð var stór trébryggja framan við hús- in, og brátt gátu menn séð verka- menn rogast með kola- og saltpoka í hundraðatali upp í vöruhúsin. Miljónafélagið átti fiskgeymslu niður við höfnina, og þangað mætti ég til vinnu fyrsta daginn. Ég gekk til Jóhannesar Hjartarsonar verk- stjóra og kynnti mig. Jóhannes var kaldlyndur maður og tók mér ekkert sérstaklega vingjamlega. Hann sagði við einn undirmanna sinna: „Sonur hans Ólafs í Flekkudal er héma, ég lofaði föður hans að láta hann fá vinnu. Ég er að hugsa um að munstra hann á Gamla-Bleik.“ Gamli-Bleikur var meiddur svo að ég var „munstraður" á Jarp í stað- inn. Hinir ökuþórarinir leiðbeindu mér, og brátt stýrði stoltur sextán ára ekill kerrn hlaðinni hálfu tonni af saltfíski um bæinn þveran og endilangan. Hinir kúskaramir þrír voru afbragðsmenn, eins og flestir sem ég hef kynnst um ævina. Þeir voru miklu eldri en ég og áttu fyrir fjölskyldum að sjá. Ég mætti eins og annað verkafólk til vinnu klukkan sex á morgnana. Fyrsta verk mitt var að sækja Jarp í hús Isbjamarins, sem stóð suðvest- an við Ijörnina. Fullorðinn maður sem hét Éinar Hildibrandsson sá um hestana. Ég dvaldist oft hjá honum eftir að vinnu lauk og aðstoðaði hann. Einar gamli þakkaði mér greiðann með því að velja gott hey handa Jarpi. Klukkan sex vomm við kúskar- arnir mættir við vöruhúsin niður á höfn, þar sem saltfiskurinn var geymdur. Tveir gamlir karlar hlóðu þurrum, hörðum fiskinum á kerruna. Jónas Magnússon, systursonur Jó- hannesar, var verkstjóri hjá Kveld- úlfi, og hann var nokkurs konar birgðavörður. Þegar búið var að hlaða vagninn töldum við fiskinn í sameiningu. Fimmti maðurinn skráði töluna og áfangastaðinn. Það var Kristján Benediktsson sem þá var unglingur, en hann var síðar verkstjóri hjá Kveldúlfí í fjölda ára. Ég hafði með mér heypoka handa Jarpi, semm ég hengdi um háls hon- um þegar við stóðum við. Hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.