Morgunblaðið - 14.12.1986, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986
Bændaskólínn í Ólafsdal
Bækur
Lýður Björnsson
Játvarður Jökull Júlíusson: Saga
Torfa Bjarnasonar og Ólafsdals-
skóla og Nemendatal Ólafsdals-
skóla 1880-1907. 290+CXXII
bls. Búnaðarfélag íslands 1986.
Á fyrri hluta síðustu aldar reis
mikil menningaralda um norðan-
verðan Breiðafjörð og gætti áhrifa
hennar víða um land, en þó mest í
öðrum byggðarlögum á Vestfjörð-
um og um sunnanverðan Breiða-
fjörð. Upptakanna virðist vera að
leita í Eyjahreppi og þá einkum í
Flatey. Skoðanir hafa verið skiptar
um orsakir þessa. Sumir hafa lagt
aðaláherslu á náttúrugæði svæðis-
ins, betri tími hafi gefist frá
brauðstritinu í þessu héraði en ann-
ars staðar á landinu /til andlegra
iðkana. Lúðvík Kristjánsson, sá
valinkunni sagnfræðingur, varpar
fram þeirri spurningu, hvort Móðu-
harðindin hafi átt hér hlut að máli.
Telja verður víst, að menn, sem
aldir voru upp við hugsunarháttinn
að duga eða drepast og kusu frem-
ur að duga (það gerðu flestir), hafi
þjappað sér saman líkt og Bretar
við Waterloo til að mæta þeirri
ögrun. Menn hafa að vfsu oft deilt
hart um ýmislegt í þessu byggðar-
lagi, en þetta breyttist, er teflt var
um líf eða dauða. Þama kemur
uppeldi sjávarins inn í 'myndina.
Ekki þýddi að vera að rífast um
stjómina í brimróðri. Þá gat farið
fyrir mönnum líkt og Brútusi við
Filippí. Antóníus hélt ekki herráðs-
fund til að ræða hvert atvik or-
ustunnar. Enginn má skilja þessi
orð svo, að samtök hafi verið talin
lítils virði á þessu svæði. Menn
þekktu mátt þeirra og mátu. Egg-
ert Ólafsson, skáldið frá Svefneyj-
um og annar þeirra íslendinga, sem
gefið hefur þjóðinni þjóðsöng, hinn
var Þorskfirðingurinn Matthías
Jochumsson, kveður „Vestfirðinga,
en þá einkum Breiðfirðinga og Am-
firðinga em hneygðir fyrir sögur
og annan fróðleik, einkum náttúru-
fræði.“ Foi-vitni og opinn hugur
gætu hafa greitt framförum leið,
hvatt menn til að kynna sér hug-
myndir og melta þær, hvað gat
komið að notum á Islandi. Fomt
þjóðkvæði segir að Vestfirðingar
séu vísindamenn. Þetta skal hér
látið liggja á milli hluta. Víst er á
hinn bóginn, að galdrar áttu greiða
leið að hugum Vestfirðinga. Þeir
em nú fyrirlitnir, en em samt móð-
ir ýmissa þekktustu og virtustu
vísindagreina nútímans. Var ekki
Francis Bacon hlynntur gullgerðar-
list? Þetta var tilraun til að ná valdi
á þeim öflum, sem menn töldu
stjóma tilvemnni, a.m.k. hvers-
dagslega. Framtakssamir menn
lögðu sitt af mörkum, t.d. Ólafur
Sivertsen í Flatey.
Bændaskólinn í Ólafsdal er einn
kvisturinn á þessum meiði, enda
stundaði Torfí Bjarnason, skóla-
stjóri Ólafsdalsskólans, nám í
búnaðarskóla, sem Ólafur Jónsson,
jarðyrkjumaður frá Hvallátmm, rak
í Flatey og að hvötum fyrirmanna
í þeim hreppi. Búnaðarskólinn í
Flatey starfaði á árunum
1856—1859, en áður hafði Ólafur
Jónsson, forstöðumaður hans, búið
sig undir kennsluna með námi í
plægingu norðanlands og síðar hjá
Guðmundi Ólafssyni í Fífuhvammi
(Hvammskoti) í Syltjarnames-
hreppi. Guðmundur Ólafsson var
frá Setbergi við Hafnarfjörð og
hafði stundað búfræðinám í Dan-
mörku á ámnum 1847—1851.
Játvarður J. Júlíusson, höfundur
nýútkominnar bókar um Ólafsdals-
skólann, er sonarsonur Ólafs
Jónssonar jarðyrkjumanns og Jú-
líus, faðir hans, var einn af fyrstu
nemendum skólans. Bókarhöfundur
er því tengdur Ólafsdalsskólanum
traustum böndum.
Játvarður Jökull Júlíusson
Bókin er í tveimur meginþáttum,
svo sem ráða má af upphafi þessar-
ar umsagnar. Fyrri hlutinn skiptist
í fimm undirkafla auk ritskrár Torfa
Bjarnasonar. I fyrsta kaflanum er
greint frá uppvexti Torfa og námi
og ferð til Vesturheims, en þangað
fór Torfi ásamt tveimur bræðmm
sínum þeirra erinda að stofna ný-
lendu. Hann hætti þó fljótlega við
öll áform um að setjast að vestra
og sneri heim, en í Vesturheimi
kynntist hann afköstum sláttuvélar-
innar og gerði sér grein fyrir þeim
áhrifum, sem notkun hennar gæti
haft á íslenskan landbúnað. Honum
varð þó ekki að von sinni um það
tæki að sinni, en um ljáina, sem
Torfi flutti inn um 1870, gegnir
öðm máli. Þeir ollu byltingu í land-
búnaði og stóijuku afköst. Játvarð-
ur Jökull heldur því fram og
vafalítið með réttu, að ljáimir einir
hefðu nægt til að halda nafni Torfa
á lofti.
Stofnun Ólafsdalsskólans mun
þó nú vera kunnari, en að dragandi
hennar var þrettán ár að sögn Ját-
varðar Jökuls. Torfi kenndi að vísu
nokkuð á þeim ámm, m.a. við ungl-
Góð j ólas veinasaga
Bókmenntir
Jenna Jensdóttir
Iðunn Steinsdóttir
Jólasveinarnir
Teikningar: Búi Kristjánsson
Almenna bókafélagið, 1986
Iðunn Steinsdóttir gerir ekki
landshlutunum mishátt undir höfði,
þegar jólasveinamir hennar koma
til byggða. T.d. fer Askasleikir til
Hornaflarðar, Kertasníkir til Seyð-
isfjarðar, Giljagaur til Akureyrar
og Gáttaþefur í Kelduhverfi.
Þeir búa annars í helli hjá Grýlu
og Leppalúða, þar sem jólaköttur-
inn valsar um og er kátur. Leppalúði
er geðvondur og er með skæting
þegar Grýla lítur ekki upp frá því
að búa jólasveinana út til manna-
byggða.
Jólasveinarnir, sem muna tímana
tvenna, em ekki hrifnir af rauðu
bómullarfötunum, sem þeir klæðast
nú í stað hlýju ullarfatanna hér
áður fyrr. Svo þótti þeim nú púður
í því að mega hnupla sér einhveiju
lostæti í stað þess að burðast bara
með gjafir handa góðum bömum í
skóna þeirra. Hver jólasveinn á sinn
kafla í sögunni. Ferðalög þeirra em
misjafnlega erfið. En alltaf gerist
eitthvað skemmtilegt og sums stað-
ar hjálpa þeir bömunum við jóla-
bakstur og taka þátt í einhveiju,
sem gleður þá og gleður bömin.
Jólasveinar geta lent í ýmsum
vandræðum á ferðum sínum. Það
er ekki úti á landi heldur í Mos-
fellssveitinni, sem Stúfur rífur
buxumar sínar er hann klifrar yfir
girðingu. Hurðaskellir lendir á
Litlu-jólunum í skóla á Vestfjörð-
um. Þar verður aldeilis lff og fjör,
þegar Hurðaskellir sleppir sér alveg
og ræðst á allar þessar hurðir í
skólanum. Skólastjórinn ræður ekki
„Bjart er yfir Betlehem" aftast
bókinni.
Frágangur allur er vandaður.
ingaskóla á Hvoli í Saurbæ, en
annars mun yfirleitt hafa verið um
óformlega kennslu að ræða. Því
skal skotið hér inn, að skólastarfs-
ins að Hvoli er getið í landsmála-
blöðum frá áttunda tug síðustu
aldar og nokkm nánar en Játvarður
gerir í bók sinni. Búnaðarskólinn
tók síðan til starfa á árinu 1880
og starfaði til ársins 1907. Játvarð-
ur gerir í bókinni grein fyrir hinum
ýmsu þáttum skólastarfsins, skóla-
tíma, námsefni, skólareglum,
kennslubókum, tóvinnuverksmiðj-
unni og fjárhag skólans. Auk þess
er birtur annáll yfir skólastarfið og
nemendaíjölda, og nær hann yfir
öll starfsár Ólafsdalsskóla. Starfs-
sagan er því rakin allýtarlega og
birt mörg bréf og glefsur úr bréfum
sem varða viðfangsefnið. Kennir
þar margra grasa. Gögn þessi sýna
lesanda svart á hvítu þá erfiðleika,
sem Torfi Bjamason átti við að
glíma, en öll umfjöllunin gefur hon-
um heildarmynd af skólastarfinu.
Hér skal t.d. minnt á, að Torfi varð
að semja allmargar kennslubækur,
enda var ekki um auðugan garð
að gresja í þeim efnum á íslandi
fyrir síðustu aldamót. Námið í Ól-
afsdal virðist hafa reynst gott
veganesti, enda færðust sumir þeir
sem þar námu stórvirki í hendur
síðar. Játvarður nefnir sem dæmi,
að búfræðingar frá Ólafsdal hafi
stundað landmælingar í verulegum
mæli, t.d. þeir Sæmundur Eyjólfs-
son, Ólafur Jónsson og Samúel
Eggertsson. Hinn síðastnefndi virð-
ist hafa verið mikilvirkastur við
þetta starf, enda mældi hann upp
og kortlagði fjölda athafnasvæða
og lönd um eða yfir þijátíu kaup-
túna.
Ólafsdalur virðist ekki vel til stór-
búskapar fallinn, enda hafa ýmsir
undrað sig á því að Torfi skyldi
velja þann stað fyrir skólasetur.
Játvarður Jökull gefur þá skýringu
á þessu, að hann hafi viljað starfa
í átthögunum. Römm er sú taug.
Telja verður líklegt, að skólastarfíð
hefði orðið auðveldara, ef skólinn
hefði verið rekinn á jörð, þar sem
betra var undir bú. Árangurinn
þarf á hinn bóginn ekki að hafa
verið að sama skapi betri.
Tveir aðrir kaflar eru í þessum
bókarhluta. Fjallar hinn fyrri um
afskipti Torfa af stofnun og rekstri
Verslunarfélags Dalasýslu, en pönt-
unar- og kaupfélög áttu á síðari
hluta 19. aldar verulegan þátt í að
eyða síðustu leifum selstöðuversl-
unarinnar og farið hefur fé betra.
Þama vann Torfi því einnig gott
starf. Höfundur þessarar umsagnar
hefði á hinn bóginn kosið, að frá-
sögnin af verslunarfélaginu hefði
komið á eftir skólasögunni, enda
rýfur hún greinargerðina um af-
skipti Torfa af menntamálum.
Síðari kaflinn er stutt ævisaga
Guðlaugar Zakaríasdóttur, eigin-
konu Torfa. Er það mjög að
makleikum að birta sérstakan kafla
um hana í ritinu. Húsfreyjan gegndi
miklu hlutverki og þá ekki síst á
jafnstóru heimili og skólasetrið var.
Lífsbaráttan á 19. öld var svo hörð,
að búskapurinn varð basl ef bæði
hjónin stóðu ekki í stykkinu. Þetta
voru viðtekin sannindi á 19. öld,
a.m.k. um Breiðafjörð og Vestfirði.
Síðari hluti bókarinnar er ævi-
skrár nemenda Ólafsdalsskólans.
Tvennt vekur þar athygli. Hið fyrra
er að tekist hefur að útvega mynd-
ir af mjög mörgum nemendum. Hið
síðara er hve víða að af á landinu
nemendur hafa verið og hve margir
þeirra áttu eftir að skara fram úr
í búnaði og um framkvæmdir.
Játvarður Jökull ritar eftirmála
með báðum bókarhlutum og er þá
á stundum með vasana fulla af
varnöglum. í eftirmála fyrri hlutans
segir hann t.d. að sér séu ótöm
vinnubrögð sagnfræðinga. Til slíks
var þó ekki hægt að ætlast með
nokkurri sanngimi. Játvarður hefur
með bók þessari unnið stórvirki, ef
tekið er tillit til allra aðstæðna, og
goldið Torfalögin í jákvæðri merk-
ingu þess orðtaks. Búnaðarfélag
íslands hefur unnið þarft verk með
því að láta rita sögu Ólafsdalsskól-
ans, en margt er enn óunnið í sögu
íslensks landbúnaðar. Ýmislegt af
því þyrfti að vinna áður en elsta
kynslóðin hverfur af sjónarsviðinu,
annars er hætta á margháttuðum
misskilningi. Hversu margir íslend-
ingar skyldu t.d. gera sér grein
fyrir mismuninum á hinum skosku
ljáum Torfa í Ólafsdal og eldri gerð
ljáa?
Ein lítilvæg aðfinnsla í lokin. Mér
þótti leiðinlegt að sjá nafn kunn-
ingja míns Tómásar Helgasonar frá
Hnífsdal ranglega stafsett í bók-
inni. Tómás á verulegan hlut í
verkinu, svo sem fram kemur í eftir-
mála Játvarðar Jökuls, en kaflinn
um kennslubækur Ólafsdalsskóla
og ritskrá Torfa Bjarnasonar er
hans verk.
Undir áhrifum af spennu-
sögum, eins og Kristbjörg?
Iðunn Steinsdóttir
við neitt. Þetta er sennilega lífleg-
asti kafli sögunnar.
Gluggagægir kemst í vandræði
í hinum risastóru blokkum í Breið-
holtinu.
Skyrgámur tapar jólapokanum
sínum á Selfossi meðan hann hám-
ar í sig skyrið í Mjólkurbúi Flóa-
manna og öskubíllinn hirðir pokana
fyrir utan búið.
Svona mætti lengi telja. Hug-
kvæmni höfundar að dreifa jóla-
sveinunum sínum um landið gefur
skemmtilega og fjölbreytilega mynd
af ferðum þeirra og gerðum. Áuk
þess vekur það áhuga og gleði
ungra lesenda að heyra frá eigin
umhverfí þegar jólasveinamir eru
annars vegar.
Sagan er vel skrifuð. Kaflamir
þó misjafnlega léttir. Grín og alvara
skiptast á — stundum í sama kafla.
Myndimar gefa bókinni mikið gildi.
í sögulok hvflir ljóðræn stemmn-
ing yfír frásögn. Gaman er að sjá
ljóðið hans Ingólfs frá Prestbakka
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Snjólaug Bragadóttir: Setið á
svikráðum
Útg. Öm og Örlygur 1986.
SNJÓLAUG Bragadóttir frá
Skáldalæk er iðin, sendir frá sér
bók á ári og söguþráðurinn verður
æsislegri með hverri bók. Það er
eins og mig minni, að í fyrri bókum
Snjólaugar hafi hún að mestu hald-
ið sig við fóstuijörðina, en í seinni
bókunum em persónur hennar á
stöðugu ferðalagi og þar lenda þær
í hinum kyndugustu og svæsnustu
ævintýrum. Samhliða þessu hefur
Snjólaug svo öll færzt í aukana í
ástafarslýsingum sínum, þótt þær
ofbjóði vísast engum á þessum
síðustu tímum.
Sagan byrjar fagurlega: Barði
skipstjóri situr við jólaborðið með
konu sinni og dætrunum Andreu
og Magneu. Hann er nú loksins
alkominn í land, eftir að hafa verið
á sjónum alla sína tíð. Fjölskyldan
sér auðvitað ástæðu til að halda
upp á þetta og Barði fer niður í
vínkjallarann- flott það- en þá fær
hann hjartaslag og deyr snarlega.
Eiríkur, sonur Barða af fyrra hjóna-
bandi, hefur verið í útlöndum og
kemur ekki að jarðarforinni og læt-
ur ekkert frá sér heyra. Magnea
Snjólaug Bragadóttir
fer að ræða við aldraða móður hans,
Kristbjörgu um málið. Sú fullorðna
situr að viskídrykkju um hábjartan
dag og hún er þó ekki drukknari
en svo, að hún sér í hendi sér.að
Magnea er rétta manneskjan til að
fara til útlanda og leita að bróðum-
um. Þetta rennur upp fyrir Krist-
björgu, án þess að Magnea hafí
gert meira en stynja upp einu og
einu orði. En kannski Kristbjörg
hafí lesið of margar spennusögur.
Magnea hallast að því.
Hvað sem því líður fellst Magnea
á fyrirætlun þeirrar fullorðnu. Á
heimilislegu hóteli í London verður
hún ástfangin af hinum dularfulla
Gene, en hann hverfur án þess að
kveðja. Hún fer síðan þangað sem
síðast fréttist til Eiríks bróður. Þá
er hún tekin í misgripum fyrir
ríkispíu sem von var á til hótelsins
og Magnea leiðréttir ekki misskiln-
inginn að sinni og hún kemur öllum
á óvart með því að reynast elskuleg
og alþýðleg og fer að vinna á hótel-
inu og reyna að hafa upp á Eika.
Það miðar hægt, enda birtist Gene
allt í einu og truflar sálar og líkams-
friðinn. Magnea, sem hér heitir
raunar Maggie Bardotte, kemst að
því að bróðirinn hefur gifzt írskri
stúlku og sennilega eru þau á hröð-
um flótta undan hryðjuverkamönn-
um.
Það borgar sig ekki að svipta
lesendur Snjólaugar ánægjunni með
því að rekja söguna lengra, en eins
og fyrr, endar allt vel og það er
fyrir mestu. Mér finnst Snjólaugu
oft hafa tekizt ágætlega upp með
afþreyingaskrif sín. Hún hefur sagt,
að hún stefni ekki á annað en að
veita lesendum sínum spennu um
hríð og nokkra skemmtun. Það
sjónarmið á allan rétt á sér. Hins
vegar sakar ekkert að vanda sig
aðeins meira en Snjólaug gerir í
þessari bók.