Morgunblaðið - 14.12.1986, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986
Skáldsaga sem vakið hefur feikna athygli víða
um lönd, orðið metsölubók og hlotið ein-
staklega lofsamlega dóma. Sagan gerist við
upphaf siðmenningar okkar fyrir 30.000
árum og höfundi tekst frábærlega að opna
lesendum framandi heim forfeðra okkar með
nútímalegu skáldverki af bestu gerð.
Þjóð bjarnarins mikla er áhrifamikil og
dulúðug sagaogum leið ólík flestum skáld-
sögum sem komið hafa út á íslensku hin síðari
ár. Fríða Á. Sigurðardóttir rithöfundur þýddi
bókina af hreinni snilld.
Þjóð bjarnarins mikla
VJVU ijHoofcU
Bæjarstjórn Selfoss:
Eftirlit hert
með bókhaldi
veitustofnana
Selfossi.
BÆJARSTJORN Selfoss sam-
þykkti á fundi sínum 10. desemb-
er að skipta um endurskoðanda
hjá veitustofnunum bæjarins.
Þetta er liður í því að fá fram
virkara eftirlit með bókhaldi
veitnanna. Endurskoðunarskrif-
stofa Sigurðar Guðmundssonar i
Reykjavík hefur annast endur-
skoðun hjá veitunum en það verk
verður nú í höndum Endurskoð-
unar hf. sem hefur skrifstofu á
Selfossi. Minnihluti bæjarstjórn-
ar gagnrýndi þessa ráðstöfun
harðlega.
Mál þetta tengist því að reikning-
ar veitustofnunar voru afgreiddir í
maí íðastliðnum með þeim fyrirvara
að athugasemdir bæði frá löggiltum
endurskoanda og frá kjörnum end-
urskoðendum yrðu skýrðar. Ekki
hafa enn komið fram skýringar á
þessum athugasemdum.
í reikningum veitustofnana er
jákvæður biðreikningur upp á um
tvær milljónir króna sem myndaðist
1984 þegar gerðar voru breytingar
á bókhaldi veitnanna og það tölvu-
vætt. Á bæjarstjórnarfundinum 10.
desember var það gagnrýnt að ekki
hefðu komið skýringar frá endur-
skoðanda á þessum biðreikningi og
hvernig ætti að afgreiða hann.
Vinna við þennan biðreikning var
komin vel á veg þegar endurskoð-
anda var tilkynnt það í októbermán-
uði að fyrirhugað væri að skipta
um endurskoðanda hjá veitunum
og fela það verkefni öðrum. Síðan
þá hefur vinna við þetta legið niðri
en til þess að bókhald veitnanna
komist í lag þurfa skýringar á þess-
um reikningi að liggja fyrir.
Karl Björnsson bæjarstjóri sagði
að ástæður þess að skipt væri um
endurskoðanda væru fyrst og
fremst þær að menn vildu fá fram
betra og virkara eftirlit með bók-
haldi veitnanna. Þessi mál hefðu
verið mikið rædd í veitustjórn og
bæjarráði og menn teldu að Endur-
skoðun hf I Selfossi gæti sinnt
starfinu betur meðal annars vegna
nálægðar við skrifstofur veitnanna.
Hann sagði það þýðingarmikið að
endurskoðandi sinnti eftirlitsskyldu
sinni, einkum þegar breytingar
væru gerðar á bókhaldi. Fyrrver-
andi endurskoðanda væri ætlað að
finna skýringar á biðreikningnum
og skila honum til hinna nýju endur-
skoðenda.
Endurskoðun hf vinnur að því
að setja fjárhagsbókhald veitnanna
upp í tölvu og mun eftir þessa breyt-
ingu annast gerð ársreiknings og
endurskoðun reikninganna. Endur-
skoðunarskrifstofa Sigurðar
Guðmundssonar mun áfram annast
endurskoðun reikninga bæjarsjóðs.
Minnihluti bæjarstjómar gagn-
rýndi þessa ráðstöfun harðlega í
bókun, einkum hvemig staðið væri
að breytingunni. Töldu fulltrúar
hans að rétt hefði verið að kalla
Sigurð Guðmundsson endurskoð-
anda áfund og ræða þessi mál með
honum fyrst, í stað þess að skipta
um.
Sigurður Guðmundsson endur-
skoðandi sagðist ekki telja þessa
breytingu vera neitt vantraust á sig
heldur væri í þessu tilfelli um að
ræða breytta verkaskipan. Veitur
hefðu alltaf verið sjálfstæðar ein-
ingar og hér væri það undirstrikað.
Sig. Jóns.
Bæjarsjóð-
ur verður
af þremur
milljónum
Ef ríkið skerðir á
framlög í jöfnunar-
sjóð sveitarfélaga
Selfossi.
BÆJARSJÓÐUR Selfoss verður
af um þremur milljónum króna,
verði að veruleika áformuð
skerðing ríkisins á framlagi til
jöfnunarsjóðs sveitarfélaga eins
og gert er ráð fyrir I fjárlaga-
frumvarpi fyrir 1987.
Þetta kom fram í máli Þorvarðar
Hjaltasonar bæjarfulltrúa á bæjar-
stjórnarfundi 10. desember síðast-
liðinn. Selfoss hefur vegna lágra
meðaltekna íbúanna fengið auka-
framlag úr jöfnunarsjóðnum á
hvetju ári. Að óbreyttu hefði sú
upphæð numið um 8 milljónum en
verður við skerðinguna um 5 millj-
ónir. Á bæjarstjórnarfundinum var
eftirfarandi ályktun samþykkt sam-
hljóða:
„Bæjarstjórn Selfoss mótmælir
harðlega þeim áformum sem koma
fram í fjárlagafrumvarpi fyrir 1987
um að skerða skuli lögboðin fram-
lög ríkisins í jöfnunarsjóð sveitarfé-
laganna
Hér er um öfugþróun að ræða
þar sem verkefni sveitarfélaganna
aukast sífellt og þau þurfa því á
öllum sínum tekjustofnum að halda
óskertum. Þessi áform eru ekki
síður alvarleg vegna þess að ríkis-
valdið hefur á undanförnum árum
ýtt verkefnum yfir á sveitarfélögin
án þess að tekjustofnar fylgdu. Þar
má til dæmis nefna byggingar
framhaldsskóla. Auk þess kemur
þetta sér mjög illa fyrir þau sveitar-
félög þar sem meðaltekjur gjald-
enda eru lágar, en þau njóta
aukaframlags úr jöfnunarsjóði.
Bæjarstjórn Selfoss skorar því á
hið háa Alþingi að afnema umrædd
skerðingarákvæði fjárlagafrum-
varpsins."
Sig. Jóns.