Morgunblaðið - 14.12.1986, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986
49
Teikning frá árinu 1779. Werther heilsar Lottu þegar hann fyrst
biður Albert um skammbyssuna að láni.
manni sem myrðir elskuna sína
þegar hann sér fram á að hann fær
ekki notið hennar; sálarlýsingar
Werthers fylgja ástríðunum, í upp-
hafí er allt bakað í sól og hann les
Hómer en undir það síðasta hefur
Werther snúið sér að Ossían
(Werther er sér mjög meðvitaður
um þetta, því hann minnist á það
í bréfí frá 4. sept.); Werther er
hugsandi maður og það er fátt sem
ekki snertir hann, t.a.m. hlutverk
Guðs, markmið mannsins á jörðinni
(sbr. bréf dagsett 17. maí), blekking
lífsins, hvað er ást og hvers virði
er lífíð án ástar eða kærleika; rök-
ræður um réttmæti sjálfsvígs en sú
umræða klýfur söguna í tvennum
skilningi: Werther og Albert rök-
ræða þetta efni og sést þá vel
hversu ógurlega jarðbundinn sá
síðamefndi er og löghlýðinn smá-
borgari, ennfremur býr þessi
orðræða lesandann undir hin há-
dramatísku endalok; og síðan tæpir
Werther einnig á þjóðfélagsum-
ræðu, andstæðunum háaðli og
almúga (sbr. bréf dagsett 24. des.
1772): er mannskepnan að ein-
hverju leyti betri, eða á hún meiri
kröftir til gæða lífsins, eftir því sem
hún á fleiri krónur? Og þannig
mætti halda áfram í minnsta kosti
fímm mínútur enn.
Að standast tím-
ans tönn!
Ég vitna hér að framan til rússn-
eska rithöfundarins Lermontov ekki
bara út í loftið. Goethe og Lerm-
ontov skrifuðu í sínum fyrstu
bókum um sama efnið, unga mann-
inn sem fínnst honum ofaukið í
þessum heimi. Hér er um að ræða
manninn sem skiptir sér lítt af ytra
’ pijáli lífsins, hann er eiginlega and-
stæða uppans í nútíma þjóðfélagi,
kýs að komast út fyrir þann líkama
sem honum hefur verið skammtað-
ur og helst sameinast öllurti
mönnum, heiminum eins og hann
leggur sig. Þessi einstaklingur telur
sig óþarfan, hjá Pitsjorín hinum
rússneska er það miskunnarleysið,
eigingimin, sem gildir, en hjá
Werther hinum þýska er ástin í
fyrirrúmi og þegar hennar löngun-
um er fullnægt, þá er einskis hér
á jörðu eftir að slæðast.
A sínum yngri árum var Goethe
sannfærður um að innihald skáld-
verks væri meira virði en form þess;
hann lætur þessa getið oftar en
einu sinni í endurminningum sínum,
og rökstyður þá skoðun með því
að hinn almenni lesandi hrífíst ætíð
meir af efninu, sögunni heldur en
því hvemig saman er sögð. Það er
forvitnilegt að hafa þetta í huga
þegar skoðuð er bygging sögunnar,
sem er óvenju skýr og markviss
miðað við það að skáldsagan hafði
ekki fundið sinn rétta farveg á
æskudögum Goethes.
Goethe segir ! ævisögu sinni að
hann hafi kært sig kollóttan um
viðbrögð gagnrýnenda. Ifyrir hon-
um var sagan ftillklámð og ekkert
meira fyrir hana hægt að gera, vildi
að fólk tæki við henni í þessu ásig-
komulagi og mætti hafa allar
skoðanir á henni. En vinir hans og
kunningjar söfnuðu saman greinum
þeim sem um bókina vom skrifaðar
og höfðu mikið gaman af. Goethe
virðist ekki hafa tekið þessa fmm-
raun sína á skáldsagnasviðinu ýkja
alvarlega, hann gantaðist með
kunningjum sínum að verkinu og
tók meira að segja þátt í skrípaút-
gáfum af því.
Goethe sneri sér sfðar að leikrits-
forminu og glímdi alla ævi við
harmsöguna um Fást. Þegar hann,
þá orðinn áttræður, var að leggja
síðustu hönd á síðari hlutann um
Fást, er bankað ofurlaust á her-
bergisdyr hans og í dyrunum
stendur gömul kona. Hún segist
heita Charlotte Kestner, hafí reynd-
ar á yngri ámm heitið Charlotte
Buff, en það sé aukaatriði, því hún
hafí bara átt leið hér fram hjá, en
fannst tilvalið að heilsa upp á stór-
skáldið Johann Wolfang von
Goethe. Þýski rithöfundurinn
Thomas Mann sá ónýtta möguleika
í þessari stórmerku heimsókn og
skrifaði um hana mikla sögu sem
hann nefndi „Lotta í Weimar".
HJÓ
Á myndinni eru talið frá vinstri: Úlfar Þórðarson formaður félagsins, sendiherrafrúin Ursula Hafer-
kamp, dr. Hans Hermann Haferkamp sendiherra, frú Unnur Jónsdóttir og dr. Geir Tómasson stjómar-
maður.
Áhugamaður um íslensk málefni og menningu
SENDIHERRA V-Þýskalands
Hans Hermann Haferkamp og
kona hans frú Ursula voru ný-
lega gestir Alexanders von
Humboltfélagsins hér á landi.
Stutt er síðan sendiherrann kom
til starfa hér, en hann hefur þegar
markað spor, sem framtaksamur
áhugamaður um íslensk málefni og
menningu. í ræðu sem Haferkamp
sendiherra hélt við þetta tækifæri
kom fram að hann hefur þegar
beitt sér fyrir auknu samstarfí
íslenskra og þýskra vísindamanna.
(Fréttatilkynning)
Ny bók
eftir
Astrid Lindgren
Drekinn
meo rauðu augun
Einn morgun í apríl koma bömin út í svínastíu og
sjá að stóra gyltan hefur eignast tíu grísi og einn
grænan dreka með stór, reiðileg augu. Hann
bítur mömmu sína svo að hún neitar að gefa
honum og krakkamir verða að fara á hverjum
morgni út í stíuna með mat handa honum,
kertisstubba. snæri, korktappa og annað slíkt
sem drekum þykir gott.
Ævintýri eftir hinn ástsæla höfund Astrid
Lindgren með óviðjafnanlegum myndum llon
Wikland.
Verð: 590 -
Mál og menning
i