Morgunblaðið - 14.12.1986, Síða 56

Morgunblaðið - 14.12.1986, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 Stykkishólmur: Aðalfundur Hótel- félaffsins Þórs hf. (SfvlrlriahAlmi AÐALFUNDUR Hótelfélagsins Þórs hf. í Stykkishólmi var hald- inn í hótelinu laugardaginn 6. des. sl., en félagið rekur Hótei Stykkishólm. Fyrir fundinum lágu endurskoðaðir reikningar fyrir árið 1985. Fundarstjóri var kjörinn Sturla Böðvarsson, en Arni Helgason ritaði fundargrð. Hótelstjóri, Sigurður Skúli Bárðar- son, hóf umræður og skýrði rekstur félagsins á sl. ári. Það kom fram í hans yfirliti að aukning hefir orðið 46% í hótelrekstrinum bæði í nýt- ingu herbergja og eins sölu veitinga og þjónustu. Miklar breytingar hafa verið gerðar innanhúss bæði á veit- ingasölum og eins herbergjum, þeim hefír fjölgað og nýting sala orðið meiri. Þá hefir hótelið rekið félagsheimilið en það er viðbygging við hótelið og hefir það þjónað hótel- inu vel og eins hótelið því. Rekstrar- halli varð á rekstri félagsheimilisins enda nýting þess ekki sem skyldi. Dansleikir eru svo dýrir orðnir að lítið er upp úr þeim að hafa, en aftur á móti hefír orðið aukning á ráðstefnum og það gefur góðar framtíðarvonir. Með þróun undan- farinna ára í huga og eins að staða hótelsins er góð, urðu miklar um- ræður um stækkun hótelsins og hafði áður verið athugað um kostn- að við frekari framkvæmdir og lágu fyrir ýmsar athuganir sem segja að með núgildandi verðlagi muni stækkun t.d. með því að byggja eina hæð ofan á þá byggingu sem fyrir er, og um leið koma fyrir lyftu í hótelinu, eigi kostnaður við slíka framkvæmd að verða ekki mikið yfir 20 millj. en þá er miðað við fullnaðarfrágang herbergja og alls. Símakerfi er nú komið í nokkur herbergi og heldur áfram að bæta við það og fullkomna, eru það mik- il þægþndi. Þótt margt sé búið að lagfæra á hótelinu er ýmislegt enn eftir sem verður látið sitja í fyrirrúmi, en kostnaður við það er ekki mikill. Allur búnaður hótelsins hefir verið yfirfarinn og er nú eins og best verður á kosið. Lítill fundarsalur hefir verið innréttaður á neðstu hæð og bætir þetta mjög fyrir smærri fundi, því við þá hefir orðið að nota salarkynni félagsheimilisins sem eru þá oft og tíðum of stór. En aðstaða, bæði fyrir fundi og ráð- stefnur, batnar með hveiju ári sem líður. Bókanir fyrir næsta ár eru þegar byijaðar. Tekjur árið 1985 voru um 20 milljónir en rekstrar- kostnaður rúm 21 millj. en í því eru afskriftir um 3 milljónir. Sturla Böðvarsson ræddi um framtíðar- rekstur og fyrirhugaða stækkun og hvemig hægt væri að koma því í kring bæði með tækni og fjáröflun. Það er ekki langt í að rekstur hót- els- ins eigi 10 ára afmæli, sagði Sturla, og þá væri gaman að geta látið þessar hugmyndir verða að veru- leika. Notaðu hugmyndaflugið og lífgaðu upp með litsteinum! til jólaskreytínga Litsteinarnir eru gegnumlitaðir skrautsteinar, t.d. til blóma- og Ijósaskreytinga. Þó mó einnig nota sem botnsteina í fiskabúr, ó pottablóm o.fl. Margir litir. Fóst m.a. í eftirtöldum verslunum: Hagkaup Miklagarði og Blómavali Góða skemmtun! VIKUrl/örur i Gissur Tryggvason, formaður félagsstjórnar, gerði grein fyrir stjórnarfundum og ýmsum hagræð- ingum í rekstri, og sagði þróunina vera á réttum kvarða. I mikið hefði verið ráðist á þessu ári í búnaði, breytingum o.fl., reksturinn væri í sókn, en bráðabirgðauppgjör liggur ekki fyrir. Var hótelstjóra, stjórn og starfsliði þakkað fyrir góðan rekstur, útsjónarsemi og árvekni. Vel var mætt á þessum fundi og voru allir á sama máli um að gera veg hótelsins og um leið hróður Stykkishólms sem mestan. Það kom fram á fundinum að skuldir í byijun árs voru um 7 millj- ónir alls, skammtímaskuldir 3 millj. og langtímaskuldir 4 millj. Mats- verð hótelbyggingarinnar er um 80 millj. og aðrar eignir rúmar 3 millj. Undanfarin ár hafa afskriftir numið yfir 20 millj. svo staðan er góð. Hótelstjórinn hefir fundið upp á mörgum nýjungum til að auka að- sókn að hótelinu og aðrir aðilar hafa komið upp ýmsu til að auka ferðamennastrauminn og má þar telja Eyjaferðir, hraðbát sem fór fjölda ferðir um eyjasund í sumar og hafði yfír 20 sæti fyrir farþega. Þá má nefna að olíufélögin hafa sett hér upp á góðum stað ágæta og fullkomna bensínafgreiðslu og Stykkishólmshreppur hefir látið út- búa fyrirtaks tjaldstæði á hentugum stað með sérstaklega góðri hrein- lætisaðstöðu. Ellert Kristinsson oddviti var bjartsýnn og benti á að því fyrr sem ráðist væri í að stækka hótelið og halda áfam að auka þjónustu, því betra. Hann fór þakkarorðum um alla þá sem að því stgnda að vinna hótelinu vel, bæði stjóm þess, hótel- stjóra og starfslið. í sama streng tók Einar Karls- son, sem benti á ýmislegt sem betur mætti fara. Fleiri tóku til máls og var mikill einhugur ríkjandi á fund- inum. I stjórn voru kjömir Gissur Tryggvason, frkvst., Sturla Böðv- arsson, sveitarstjóri, og Ólafur St. Valdimarsson. Til vara Finnur Jóns- son og María Bæringsdóttir. Að seinustu var stjóm félagsins falið að kanna nánar viðbætur hót- elsins og stækkun og kanna kostnað við þær og eins taka til athugunar aukningu hlutaflár til að styrkja enn betur rekstur hótelsins. Árni Snæfálkinn eftir Craig Thomas BÓKAÚTGÁFAN Breiðablik hefur sent frá sér bókina Snæ- fálkinn eftir Craig Thomas. Þetta er í fyrsta sinn sem bók eftir Craig Thomas kemur út á íslensku. í fréttatilkynningu frá útgefanda segir: „Breska leyniþjónustan hefur gögn undir höndum sem benda til þess að eitthvað óeðlilegt sé á seyði við landamæri Finnlands og Sovét- ríkjanna. KGB hefur fengið vísbendingu um samsæri. Hvort tveggja virðist tengjast leiðtoga- fundinum þar sem undirrita á Helskinisáttmálann. Vofir þriðja heimsstyijöldin yfir? Leyniþjón- ustur þriggja landa gera örvænting- arfullar tilraunir til að komast til botns í málinu — en tíminn er að hlaupa frá þeim.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.