Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 ADROTIWCI Baráttan við sinnuleysið Stór blaðastafli hafði safnazt saman á skrifborðinu mínu og beið þess að ég færi-í- gegnum hann og kæmi til skila til ykkar þvt, sem . mér þætti eiga til ykkar erindi. í vikunni ákvað ég að fylgja góðum ráðum og ljúka erindum, sem höfðu beðið. Eg Vænti þess að fyll- ast að kveldi þeirri góðu tilfinn- ingu, sem flestir fá við að ljúka lengi geymdum störfum. En raun- ar varð ég heldur döpur við lestur- inn og velti því fyrir mér hvort ég skyldi fleyta fréttunum áfram til ykkar, kæru lesendur. En ég geri það nú samt og ykkar er að meta hvort fréttimar eru í rauninni dap- urlegar. Þverrandi forysta Vesturlanda Áður hef ég sagt ykkur frá frétt- um af þverrandi forystu Vestur- landa í kristindómi. í kirkjublöðun- um, sem ég las í vikunni, var enn rætt um þetta og sagt að miðstöðv- ar kristinnar trúar hefðu flutzt til þriðja heimsins. Allt stafar þetta af minnkandi áhuga kristins fólks á Vesturlöndum á sinni eigin trú. En hvaða áhrif skyldi þetta hafa í framtíðinni á menningu og þjóðlíf allt á Vesturlöndum? Kirkjuleiðtogar þriðja heimsins leggja oft á það áherzlu að tími sé til kominn að snúa straumnum við og fara að senda kristniboða þaðan og hingað. En sumt kirkju- fólk í Evrópu biður um meiri athygli sinna eigin evrópsku systk- urkirkna. Á þingi lúterskra kirkna, sem eru í minnihluta í löndum sínum, kom fram sú skoðun að lúterska kirkjan væri nú að átta sig á því að þessar minnihlutakirkj- ur, sem oft eiga í miklum erfiðleik- um, væru jafn verðugur vettvang- ur athygli og hjálpar og kirkjur þriðja heimsins. Trúboð í norðri Fyrir skömmu minntist ég hér á þing, sem haldið var í Svíþjóð um „Trúboð í norðri". Þar komst fólk að þeirri niðurstöðu að ríkjandi kirkjuform hér um slóðir væri að syngja sitt síðasta en nýtt að fæð- ast. Hinn fámenni hópur, sem starfrækti kirkjuna, væri í erfiðri stöðu. Hann þyrfti bæði að loka augum þeirrar kirkju, sem væri að deyja, og vera ljósmóðir kirkju, sem væri að fæðast. Enskum kirkjum breytt í íbúðir Og áfram las ég að nálægð ensku kirkjunnar yrði nú í minna mæli áþreifanleg og sýnileg í grjóti og gleri hinna háreistu dómkirkna. Síðan 1958 hafa nær 2.000 af 16.000 safnaðarkirkjum í Englandi verið lagðar niður og fjórðungur þeirra rifinn. Mörgu kirkjufólki er þetta mikil raun og prestar og safnaðarfólk mótmæla af lífs og sálar kröftum. Fjölmargt fólk lítur á þessar gömlu og virðulegu kirkjubyggingar sem nauðsynlega umgerð kirkjuathafna og getur ekki hugsað sér kirkjuna án slíkra sýnilegra tákna. Kirkju Heilags Klemenzar í London hefur verið breytt í 23 nýtízkuíbúðir og Kirkju heilags Markúsar er ætlað að verða Garfunkels-matsöluhús. Trúarbragðakennsla í stað kristinfræði kirkjublaði frá Danmörku les ég svo að eðlilegra sé að trú- fræðsla í dönskum skólum sé trúarbragðafræðsla en kristin- dómsfræðsla. Þetta er að vísu bara álit höfundarins, sem telur hollt bæði fyrir kirkjuna og nemenduma að kirkjan annist kennslu krist- innar trúar en skólinn gefi öðrum trúarbrögðum meira rúm. Önnur trúarbrögð verði enda æ stærri hluti af þeim heimi, sem dönsk böm hrærast í, bæði vegna inn- flytjenda og þess að fjarlægðir minnka milli landa og siða. Kirkjan, sem var Og þá læt ég lokið upptalningu frétta, sem mér þóttu dapurlegar en nauðsynlegar íhugunar. Því jafnan mun hollt og skylt að gera sér grein fyrir raunveraleikanum. Ég lýk þessum pistli með hugleið- ingu úr einu hinna erlendu rita, þar sem höfundur íhugar stöðu kirkjunnar núna í samanburði við fyrri tíðir. Hann segir að á dögum heittrúarstefnunnar á 16. og 17. öld og raunar fram á þessa öld hafi kirkjan verið miðstöð manna- móta og upplýsinga. Engin dag- blöð vora gefin út, engin tímarit, og sums staðar vora engar póst- samgöngur. Kirkjan var eini reglulegi fjölmiðillinn. Prédikanir prestsins Qölluðu um daglegt líf sóknarbamanna og beindu ljósi Ritningarinnar að því svo að þeim fannst Guð tala. Hann fullvissaði þau um dóm Guðs og náð, bað þau að treysta aldrei á góðverk sín né trúarstaðfestu en vera jafnan vak- andi í trúnni og góðum verkum. Og- kirkjan, sem er En nú er kirkjan ein af mörgum þáttum í fjölbreyttu þjóðfélagi. Margs konar framboð af alls kyns efni býðst seint og snemma í margs konar íjölmiðlum. Orð kirkjunnar og samfélag hennar eiga í keppni við gnægð af öðram orðum og samfélagi. Það era ekki fyrst og fremst annars konar trúarbrögð, sem gera aðsúg að kristinni trú. Það er fyrst og fremst afskipta- leysið um trúna. Og þetta afskipta- leysi heijar ekki aðeins á kristna trú heldur ríkir meira og minna afskiptaleysið um trúna. Og þetta afskiptaleysi heijar ekki aðeins á kristna trú heldur ríkir meira og minna afskiptaleysi um alla trú. Sjá ég er með yður alla daga Eftir þennan fréttalestur þykir mér sjálfri gott að opna Biblíuna og lesa niðurlag Matteusarguð- spjalls. Þegar það var skrifað var kirkjan líka í vanda. Önnur trúar- brögð og áhugaleysi fólks ógnaði henni. Kirkjufólk ræddi stöðuna, reyndi að meta raunveraleikann. Svo er Guði fyrir að þakka að nið- urstaðan varð sú að leitað skyldi til Jesú Krists um ráðleggingar og forystu. Hann hafði heyrzt heita liðveizlu Heilags Anda. Og það mun enn hið bezta ráð. Baráttan fyrir prestvígslu finnskra kvenna hefur tekið langan tíma og reynt mikið á þolinmæði þeirra. Nú eru um 1.550 kvenguð- fræðingar í Finnlandi. Konur verða prestar í Finnlandi í nóvember samþykkti kirkju- þing finnsku kirkjunnar stjómar- skrárbreytingu, sem leyfir konum að taka prestvígslu. Prestvígsla kvenna hefur verið til umræðu í finnsku kirkjunni í nær 30 ár og mikið baráttumál bæði kvenna og karla. Finnska þingið þarf síðan að ræða stjórnarskrárbreyting- una. Það verður því í fyrsta lagi árið 1988, sem finnskar konur geta vígzt. Búizt er við að yfir 100 konur muni sækja um vígslu. Guðfræðimenntaðar konur í Finnlandi hafa nú heimild til að prédika með leyfi safnaðarprests- ins en er óheimilt að skíra, gifta og greftra. Þijá §órðu hluta atkvæða þurfti til á kirkjuþinginu til að konur fengju rétt til prestvígslu. 87 kirkjuþingsmenn greiddu at- kvæði með breytingunni en 21 var á móti. Nægilegt hefði verið að 81 þingmaður hefði greitt henni atkvæði. Allir biskupar landsins að einum undanskildum vora breytingunni meðmæltir. ALFA - kristín útvarpsstöð Sunnudaginn 30. nóvember var kristileg útvarpsstöð vígð og formlega tekin í notkun. Það er útvarpsstöðin Alfa. Hún sendir út dagskrá sína á FM-102.9. Eiríkur Sigurbjömsson er út- varpsstjóri. Hann segir að kristið fólk, bæði hér á landi og erlendis, hafi um árabil beðið þess að á Islandi yrði stofnað til kristilegs útvarps, sem sendi út fagnaðar- boðskapinn í tali og tónum. Eiríkur segir að útvarpsstöðin standi öllum opin, sem eigi lífið í Guði, samfélag við föðurinn og son hans Jesúm Krist og þau, sem standi að útvarpsstöðinni trúi því að hún sé upphafið að almennri trúarvakningu á Íslandi. Nú nær Alfa til fólks á höfuðborgarsvæð- inu, Akranesi og í Keflavík. En ætlunin er að stöðin eignist síðar aflmeiri sendi, sem breiði boð- skapinn um Jesúm Krist yfir allt landið og hafið umhverfis það. Ég átti um daginn tal við tvær konur. Önnur þeirra var íslenzk fjölmiðlakona, önnum kafin en íhugul um eigin hjartafrið mitt í erlinum. Hin var frammákona í alþjóðlegu starfi, ferðast oft og víða, býr íjarri fjölskyldu sinni. Líka hún íhugar sinn eigin hjarta- frið í lífsmunstri sínu. Svo vildi til að í tali mínu við þær báðar, sem ég hitti hvora fyrir sig, bar kirkjumál á góma. Ég spurði þær báðar hvort þær færa í kirkju. Og báðar sögðust fara í kirkju þegar þær væru í útlöndum. Is- lenzka konan sagðist ganga inn í stóra dómkirkjumar í erlendum borgum, sitja þar og íhuga mál sín í friði og kyrrð. Utlenda konan sagðist ætla að fara inn í stóra, nýju kirkjuna, Hallgrímskirkju, og sitja þar um stund með sjálfri sér. Síðan íhuga ég það stundum hvers vegna þær fari ekki í kirkj- ur hver heima hjá sér. Kirkjur eru nefnilega ekki alltaf lokaðar. Og þótt hver ráði auðvitað sjálfum sér, Guði sé lof, og það sé ekki á mínum snæram að ýta fólki í kirkju, þá vildi ég að við kynnum öll betur, ég jafnt sem þær, að nota okkur þann frið til íhygli um eigin mál, sem opnar kirkjur veita okkur. Éngum okkar blandast hugur um að streitan og hraðinn gerir okkur einatt öðravísi en við vildum vera. Við vildum geta skipulagt betur hug okkar og hjarta, orðið sáttari við óhjá- kvæmilega ærastuna og betri friðflytjendur sjálfum okkur. Á aðventunni læram við eitt lítið leyndarmál. Það er það leyndar- mál að stundarkom með Jesú gerir okkur svo óendanlega gott. Stundarkom í erlinum. Þau stund- arkom þarf ekki endilega að eiga í kirkju. Það er hægt að hitta Jesúm hvar sem er. Guð gefi okk- ur góð stundarkom á þessari aðventu. Guð geymi þig. Það er hægt að hitta Guð í kirkju. Það er líka hægt að hitta hann hvar sem er og ræða við hann stundarkorn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.