Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 65 Já, það var mikil stúdía að ná tökum á þessum stíl. Ég leitaði fanga í íslendingasögum og Fom- aldarsögum Norðurlanda, sem eru mikil náma hvað málfar varðar. Einnig hafði ég mikinn stuðning af orðabókum. Hrærigrautur af nútíð og fortíð Það er erfítt að temja sér þennan forna rithátt en svo er líka spum- ingin hvort maður kemst nokkum tíma út úr honum aftur. Það gæti orðið þrautin þyngri. En þessa sögu varð að skrifa í þessum stíl, annar kostur var ekki fyrir hendi. Eins er með ýmis ferli innan sög- unnar en þau eru fjölmörg. Þau eru fiest tekin úr íslensku fomsögunum og eins eru nokkur ferli fengin að láni úr heimsbókmenntunum, alveg aftur í fomgrískar bókmenntir. Þannig koma margar persónur fram í sögunni sem auðvelt er að bera kennsl á úr ýmsum gömlum sögum. Refska er þannig hræri- grautur af fortíð og nútíð í fleiri en einum skilningi. — Þú hefur haft gaman af að skrifa þessa bók. Ég hafði mjög gaman af að skrifa frumdrögin að þessari bók Suður- og Vesturland," sagði Sám- ur. „Góðærin eru verst,“ svaraði Mörður, „og Óbyggðasjóði þyngst í skauti. Þá er sauðir ganga lagsíð- ir úr ullu sinni og skilja eftir í haganum og tvö höfuð eru á hverri kind verður að greiða ófafé úr Óbyggðasjóði fyrir þá ull sem ekki var hirt og táin og það ket sem kasta verður og ekki ést.“ „Hvað ráða kallið þið þau úrræði?" spurði Sámur. „Þjóðráð eru kölluð," svaraði Mörður allsherjargoði. Sámur þagði við um stund áður hann spurði: „Hvort grípa lands- homagoðar til fleiri úrræða við landstjómina, því að sjá þykist ég að ekki verður þeim ráðafátt?" „Svo er,“ svaraði Mörður. „Þá er vel árar hér syðra flykkjast óbyggðamenn hingað víðs vegar að og gerast Krýsvíkingar. Heimta þá landshomagoðar að Óbyggðasjóður fái þeim dúsu nokkra og stinga í munn þeim óbyggðamönnum sem við mest harðlífi búa. Hindra vilja þeir brotthlaup uppflosninga úr sínum héruðum svo eigi raskist jafnvægi í byggð landsins. Það köll- um vér snjallræði þá svo er gert.“ Sámur spurði hver var náttúra snjallræða. Mörður svarar: „Snjallræði er sú framkvæmd kölluð sem kostar mik- ið en gefur lítið af sér og ailir vilja fá en enginn kosta af eigin fé. Ér sannast sagna að snjallræðin eru Óbyggðajóði ennþá dýrari en bjarg- ráð og þjóðráð samanlögð." Sámur skilkitunga brá eigi svip, en svo þótti Merði sem óræðs und- irtóns gætti í rödd hans þá er hann svaraði, og velti Mörður fyrir sér hvort furða var eða aðdáun. ,,Mikl- >r landstjómarmenn eruð þið Islend- ingar,“ sagði Sámur, „og veit ég enga þjóð ykkar líka.“ Merði líkaði alltaf vel ef lof var borið á íslendinga, og hreyktist hann allmjög við. Honum fannst sem nú var lag að leita nokkurrar ásjár vegna óhagstæðs greiðslu- jafhaðar Óbyggðasjóðs. „Þeirrar bónar vil ég biðja þig,“ sagði hann, ».að þú mælir með því við Hróald konung að hann láni Óbyggðasjóði það fé sem oss er nú vant.“ Það þóttist Mörður sjá að seig lítillega brún á Sámi silkitungu sem óvenjulegt var enda varla merkjan- legt. Sámur svaraði: „Svo hefur Rauðskjaldi Lundúnabarón sagt Hróaldi helga að íslendingar skuldi konungi nú þegar svo mikið fé að aldrei munu þeir geta endurgreitt.“ Mörður goði brá litum. Aldrei fýrr hafði útlendur maður ýjað að því að íslendingar voru ekki taldir bjargálnamenn með þjóðum. Þeir þögðu báðir drykklanga stund. Þá er Sámur tók aftur til máls var sem hann hafði gleymt því er en það kostaði mikla vinnu að full- skrifa hana og var það verk ekki eins skemmtilegt. Reyndar skrifaði ég þessa sögu upphaflega mér ein- um til skemmtunar og var þá ekkert að hugsa um að gefa hana út. Löngu seinna, þegar ég sýndi vini mínum, sem er bókmenntafræðing- ur, verkið, hvatti hann mig til að endurbæta söguna og gefa hana út. — Nú er þetta þín fyrsta bók — það mun vera sjaldgæft að menn leggi út á rithöfundabrautina á eft- irlaunaaldri. Það er satt og rétt. Annar var kunningi minn sem las bókina að segja við mig að hún væri eiginlega of unggæðisleg." Mér fannst það rétt hjá honum og við komumst að þeirri niðurstöðu að menn ættu helst ekki að byija að skrifa fyrr en þeir væru komnir vel yfír sjötugt — þá fyrst væru þeir líklegir til að vera búnir að hlaupa af sér hornin. — Hvað um framtíðina, ertu far- inn_ að fást við nýja sögu? Ég er að hugsa um sitt af hverju, en fyrst er að losna við Refsku. Nú er að veltast fyrir mér atburða- saga sem ég er að reyna að færa til skáldskapar. Þetta verk er þó enn á algeru frumstigi og veit ég satt að segja ekkert hvað úr því verður. þeir ræddu áður um. „Hvort er sem < mér sýnist að þar eltist smalar þínir við að stía geldfénu frá málnytuán- um á stekknum?" spurði hann. Mörður svaraði að svo var alltaf gert áður kvíað var og mjaltað. „Erfltt sýnist mér þeim veitast," sagði Sámur. „Hversu heldur þú þá að drekasmölum Hróalds kon- ungs gangi þá er þeir fara um sléttumar í Texássóknum að skilja varpdrekana frá gelddrekunum sem senda á út til íslands?" spurði hann. Mörður sagðist sjá fyrir sér að það var vont verk, „og mun illt við drekana að fást þá er þeir eru á fæti en þó sýnu verra ef upp fljúga,“ sagði hann. „Hvort ber stundum við að geld- kind slæðist í hóp ásauðarins þá mjaltað er?“ spurði Sámur. „Svo ber stundum til,“ svaraði Mörður. „Hveiju mundu Islendingar til svara,“ spurði Sámur, „ef svo illa vildi til að slæddist varpdreki með þeim gelddrekum Hróalds konungs sem sendir eru í Strympunes?" „Aldrei mun það til bera,“ svar- aði Mörður, „því að svo höfum vér um samið við Hróald konung, að hér skuli ekki aðrir drekar vera en gelddrekar. Er Hróaldur konungur slíkur drengskaparmaður að hann svíkur ekki orð sín.“ „Hvort munduð þið af vita, ef þau mistök hentu smalana þá er þeir stía sundur drekunum á stekknum vestur í Texási, að einn varpdreki slæddist yfir í hóp geld- drekanna sem hingað eru sendir?" spurði Sámur. Mörður réttist nokkuð við. Hon- um hafði fundist sem til nokkurrar heiðurshokningar horfði íslending- um þá er Sámur vék að erlendum skuldum þeirra og þótti honum nú gott að geta rétt hlut þjóðarinnar og vísað til að langt var landsfólkið yfir hafið að vera með nefið ofan í vopnabúnaði stórvelda eða að for- vitnast um hemaðarlist og hversu umhorfs var í herstöðvum fyrir vígdreka. Hann svaraði: „Aldrei munu íslendingar gera sig svo litla að þeir vilji þar til hlera hversu stól- konungar tefla fram heijum sínum. Erum vér friðarmenn og oss leitt að stríða nema hveijum við annan. Vera má að íslendingar séu ekki allir á eitt sáttir um drekabælin í Strympunesi, en allir em þó ein- huga um að vilja sem minnst af vita.“ Sámur stóp upp og teygði sig svo sem var hann orðinn þreyttur af setunni. „Ekki mun Hróaldur kon- ungur þykjast þurfa að sækja ráð til Rauðskjalda Lundúnabaróns," sagði hann eins og annars hugar um leið og þeir gengu niður af Stap- anum,_ „og mun konungur lána ykkur íslendingum svo mikið fé sem Óbyggðasjóður þarfnast." Vindhlífar fyrir hllðar- glugga (ný sendlng) Einnig m.a.: Þvottakústar og sköft, Bílabón og hreinsir, Hitamælar, Bremsuljós í glugga, Kompásar, Grillmerki, Öskubakkar, Öryggisþríhyrningar, Vélastillimælar, Bílaviðgerðabækur, Digital klukkur, Hliðarlistar á bílinn, Sólfilmur, Skótangasett, Grill með þokuluktum, Speglar úti og inni, Hátalarar, Loftnet, Hleðslutæki, Loftdælur, Leðurhanskar, Snjóskóflur og margt fleira. Og nú pílurúllugardínur í afturglugga Sætaáklæði í úrvali Ný tegund, nýir litir: drapp, grátt, rautt, blátt og svart. Ath. áklæði fyrir Lada Samara. Mottur í bílinn Mottur í bátinn Mottur í sumarbústaði Mottur á heimilið Barnaöryggisstólar Barnabílpúðar Barnaöryggisbelti Öryggisbelti fyrir flestar gerðir bíla Lóðboltar Lóðfeiti o.fl. Rafmagnsverkfnri Borvélar og sett Rafheflar Slípivélar Stingsagir Hitabyssur Smergil Hjólkoppaúrval Aukaluktaúrval Bílskúrstjakkar Nýkomið mikið úrval Verkfærasett Topplyklasett Skrúfjárnasett Ýmis verkfæri Allt í bílinn « tamaiast Síöumúla 7-9, ‘S? 82722 NYTSAMAR JOLAGJAFIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.