Morgunblaðið - 14.12.1986, Qupperneq 66
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986
í nýjustu mynd Martin Scorsese leikur
Paul Newman á móti Tom Cruise og endur
tekur hlutverk sitt úr „The Hustler" frá 1961.
Paul Newman í hlutverki Eddie Felsons í myndinni Pening’aliturinn
(The Color of Money) eftir Martin Scorsese. Innfellda myndin er
úr The Hustler frá 1961 en þar er Newman í sama hlutverki með
George C. Scott yfir sér.
hlutverkinu í The Verdict (Dóms-
orð) eftir að hafa reynt að láta
drykkjusjúka lögfræðinginn líta
betur út en efni stóðu til, að því
er leikstjórinn Sidney Lumet segir,
tók Newman hlutverkið að sér feg-
ins hendi einmitt vegna þess að
hann vildi leika lögfræðinginn eins
rónalegan og hann átti að vera.
„Paul hefur alltaf verið einn af
okkar bestu leikurum en hann hafði
þetta mikla frosna andlit og þessi
stórkostlega bláu augu og fjöldi
manns gerði ráð fyrir að hann kynni
ekkert að leika," segir Lumet.
„Hann var settur í aðalhlutverkin
en hann notaði ekki einn fjórða af
leikhæfíleikum sínum. Nú getur
hann losað sig undan fyrri kvöðum
og gert frábæra hluti.“
„Það er seiðandi kyrrð yfír leikn-
um hans núna," segir leikstjórinn
Sydney Pollack, sem gerði Absence
of Malice (Án ásetnings) og hefur
þekkt Newman síðan þeir unnu fyr-
ir sjónvarp fyrir 30 árum. „Þú
finnur fyrir gáfum hans, þú getur
séð hann hugsa."
Newman horfði ekki á The Hustl-
er áður en hann lék í framhalds-
myndinni. „Þegar ég horfí á gömlu
myndimar mínar verð ég dapur
vegna þess að ég sé sjálfan mig
vinna meðvitað að því_ að skapa
persónu," segir hann. „í atriðinu í
Hud þegar ég er að tala við frænda
minn og segi: „Mamma mín elskaði
mig en hún dó,“ rembdist ég of
mikið við að fínna tilfínningarnar.
Ég ber það saman við lokaatriðið í
The Verdict: Tilfinningarnar voru
til staðar en það var ekki hægt að
sjá vinnuna, sem lá að baki.“
Líkt og leikurinn hefur undirbún-
ingur Newmans fyrir hlutverk
straumlínulagast. „Hugmyndaflug-
ið virðist vera frjórra. Eg þarf ekki
að leggjast á fjóra fætur og velta
um steinum. Ég man að fyrir
Hombre bjó ég á indjánasvæði í
fímm daga og kom til baka með
einn hlut. Ég ók framhjá nýlendu-
vöruverslun og þar stóð náungi með
krosslagðar hendur og fætur. Hann
var í nákvæmlega sömu stöðu þeg-
ar ég ók til baka fjórum tímum
seinna. Öll persóna myndarinnar
ákvarðaðist af þessu."
Núna getur hann skapað persónu
„með því að fínna hvar taugar henn-
ar liggja." í atriðinu í The Verdict
þegar Frank Galvin eltir lækni nið-
ur eftir götu í örvæntingafullri
tilraun til að fá hann til að bera
vitni í máli sínu, sem er að hruni
komið, lék Newman „eins og hund-
ur eltir einhvem, sem heldur á beini
- á hlið.“
Samstarfsmönnum Newmans
þykir gott að vinna með honum.
Hann er alltaf tilbúinn og stundvís,
hann maldar ekki í móinn þótt
myndavélinni sé þannig fyrirkomið
að hún gefí af honum slæma mynd
og hann er örlátur við alla — skýt-
ur athugasemdum að leikstjóran-
um, gefur aðalleikkonunni ráð og
kvikmyndaliðinu poppkom. „Þú
nærð aldrei sambandi við Paul með
skjalli," segir Sidnet Lumet. „Hann
hefur engan áhuga á að heyra hvað
er gott vegna þess að í fyrsta lagi
veit hann það og í öðm lagi ef vand-
ræði eru á ferðinni vill hann vita
um þau.“ Honum er heldur ekki vel
við fífl og fúskara. „Sjarmi er ekki
einn af stóru kostum Newmans,"
segir leikstjórinn George Roy Hill.
„Hann stefnir beint að kjamanum."
Hill minnist þess að einu sinni á
meðan á tökum Butch Cassidy and
the Sundance Kid stóð hafi áhættu-
maðurinn, sem leika átti listir sínar
á reiðhjóli fyrir Newman, neitað að
gera það þennan ákveðna dag og
sagt að þær væm of hættulegar. Á
meðan leikstjórinn reyndi að telja
hann á að gera þetta sá hann allt
í einu Newman á hjólinu að fram-
I kvæma einmitt það sem vantaði.
Paul Newman er sérlega lokað-
ur, jafnvel feiminn persónuleiki. Að
hluta til er það vegna þess að hon-
um leiðist að svara sömu spuming-
unum aftur og aftur (nei, hann
byijaði ekki á kappakstri í tilraun
til að endurheimta horfna æsku og
nei, hann og Redford em ekki bestu
vinir og já, hann er vitlaus í konuna
sína). Og að hluta til er það vegna
þess að þannig heldur hann kvik-
myndastjömunni í sér í skefjum.
Við sérstök tækifæri gerist það
hins vegar að hann veitir ofurlitla
innsýn í líf sitt eins og þegar hann
leikur í mynd, sem hann kann vel
við. Núna er hann t.d.í einni, sem
honum er sérlega annt um. Það er
nýjasta mynd Martin Scorsese, Pen-
ingaliturinn (The Color of Money),
sem frumsýnd var fyrir stuttu í
Bandaríkjunum og hefiir hlotið ein-
róma lof gagnrýnenda. í henni
tekur Newman upp þráðinn í hlut-
verki ballskákarsnillingsins Eddie
Felsons, sem hann túlkaði fyrir ald-
arfjórðung í hinni klassísku mynd
The Hustler eftir Robert Rossen.
„Það, sem er svo skemmtilegt
við persónu eins og Eddie er að
hann hefur haldið slagnum áfram
í 25 ár enn,“ segir Newman. „Hann
er svo sleipur. Hann hefur svo
mörg jám í eldinum. Það em atriði
í þessari mynd, sem leikari gæti
drepið fyrir." í þetta skiptið leikur
nýstimið Tom Cruise, Vince Lauria,
ungan ballskákarleikara, sem vill
verða bestur í leiknum. Newman
er þjálfari hans og vill sinn hluta
af kökunni.
í ljós kemur að Eddie, sem hefði
átt að læra eitthvað um manngerð-
ir í lokin á The Hustler, lærði
ekkert. „Hann er náungi," segir
leikstjórinn Scorsese, „sem þarf á
fleiri en einni kennslustund að
halda." Eddie klæðist nú kasmír-
frakka, ekur um í hvítum kádilják
og ber demantshring á fíngri. Hann
selur áfengi og rekur einskonar
skóla fyrir unga ballskákara í
Chicago.
„Ég var alltaf skapgerðarleik-
ari,“ segir Newman. „Ég bara leit
út eins og Rauðhetta litla.“ Eftir
langt tímabil á áttunda áratugnum
sem honum leiddist að leika og
íhugaði að hætta því lifnaði hann
á ný í hlutverkum eins og Michael
Gallaghers, sem var fómarlamb
pressunnar en snéri henni sér í hag
í myndinni Absence of Malice;
Frank Galvins, sem var drykkju-
sjúkur lögfræðingur í The Verdict
og núna eldri og ákveðnari Eddie
í mynd Scorsese.
Paul Newman er ein af síðustu
stórstjömum kvikmyndanna. Hann
hefur yfír sér þjóðsagnablæ gömlu
Hollywood-stjamanna, á rætur í
gamla Hollywood-kerfínu og hefur
haldið velli í hörðum heimi með
, persónutöfmm og hæfíleikum.
Nafnið eitt tengist ólíkum tilfínn-
ingum; kynþokka og frægð; saman
Með Pier Angeli í Silfur-
bikarnum.
Úr Dómsorði (The
Verdict).
með Robert Redford tengist það
vináttu og með Joanne Woodward
tengist það hamingjusömu hjóna-
bandi. Hin opinberu æfíatriði em
kunnugleg. Hann er 61 árs. Fullt
nafn hans er Paul Leonard Newman
og hann fæddist í Cleveland. Faðir
hans var gyðingur og seldi íþrótta-
vömr. Newman hefur leikið í 47
bíómyndum og hann hefur leikstýrt
fímm. Sex sinnum hefur hann verið
útnefndur til Óskarsverðlauna og á
síðasta ári var honum veittur heið-
ursóskar. Hann hefur verið kvæntur
Joanne Woodward í 28 ár, og þau
búa í 200 ára gömlu húsi í West-
port í Connecticut. Hann hefur
unnið til verðlauna í kappakstri,
sett á fót matvælafyrirtæki, sem
gengur mjög vel, og hann tekur
þátt í pólitík auk þess sem hann
styrkir margvísleg málefni eins og
þar stendur.
Það má vera að einhveijum fínn-
ist eins og Paul Newman hafí aldrei
þurft að hafa fyrir neinu í lífínu.
En lykillinn að skilningi á honum
er sá að hann hefur aldrei fengið
neitt upp í hendumar áreynslu-
laust. „Eg vildi alltaf verða íþrótta-
maður, spila amerískan fótbolta eða
homabolta. Ég reyndi við skíða-
íþróttina í 10 ár. Það eina sem mér
fannst einhver tign yfír var kapp-
akstur og það tók mig 10 ár að
læra hann.“
Hann lærði fyrst leiklist við leik-
listardeildina í Yale en þegar hann
kom til New York hóf hann nám í
leiklistarskóla Lee Strasbergs. Og
bekkjarfélagamir voru ekki af verri
endanum; Marlon Brando, James
Dean, Karl Malden, Geraldine Page,
Kim Stanley, Eli Wallach og Julie
Harris. „Maður lifandi, ég bara sat
þama, fylgdist með hvemig fólk
gerði hlutina og hafði vit á að loka
mínum stóra kjafti."
Newman er hlédrægur maður,
sem hefur gaman af að tala um
afrek annarra en hatar að tala um
sín eigin. Hann getur ekki munað
eina einustu línu úr hlutverkum
sínum en hann man sína verstu
setningu úr fyrsta hlutverkinu í
kvikmynd. Þá lék hann skikkju-
klæddan þræl í undarlegi mynd,
sem hét Silfurbikarinn (The Silver
Chalice) og setningin sem situr í
Newman er þessi: „Helena, ert
þetta virkilega þú? En sú gleði."
Hann getur meira að segja vitnað
í gagnrýni sem hann fékk um
frammistöðu sína í myndinni í The
New York Post árið 1957: „New-
man ber fram setningar sínar af
sama tilfínningahitanum og strætó-
stjóri sem er að tilkynna farþegum
sínum næsta stopp."
„Ég er rétt núna að byija að
læra eitthvað svolítíð um leik. Ég
segi þetta ekki í gríni og ekki vegna
þess að ég vill vera lítillátur. Ég
held að ég hafi aldrei haft hæfileika
til að gera eitthvað rétt án þess að
leggja hart að mér,“ segir hann.
Þeim sem til þekkja fínnst ekki
laust við að hann sé að losna undan
þeirri byrði að vera kyntákn. Þegar
Robert Redford datt út úr aðal-
NEWMAN
slær enn í gegn
PENINGALITURINN