Morgunblaðið - 14.12.1986, Page 77

Morgunblaðið - 14.12.1986, Page 77
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 Imperiet Imperiet- Synd Þunga línan PLÖTUDÓMUR Árni Matthíasson Margir hérlendir tónlist- aráhugamenn kannast án efa við sænsku hljóm- sveitina Imperiet, ef ekki fyrir annað en það að Christian Falk, sá hinn sami og lagði gjörva hönd á margt á plötunni hans Bubba, Frelsi til sölu, er einmitt hluti af •mperiet. Þeir félagar hafa reyndar spilað hér á landi í tvígang, í fyrra sinnið á Norrokk hátíð- ■nni. Þar sást glöggt að Þeir eru engir meðaljón- ar í tónlistinni, bæði hvað varðar tónlistarsköpun 09 kraftmikinn flutning. Plata þeirra Blaa Him- *et Blues vakti töluverða athygli hér á íslandi sem og annars staðar á Norð- orlöndum og menn biðu ®ftir næstu plötu með nokkurri eftirvæntingu. Nú er platan komin og hefnist Synd. Skemmst er frá því að segja að Synd stendur á engan hátt Blaa Himlet Blues að baki, frek- ar má að hún sé betri. Þeir félagar í Imperiet hafa ákveðnar skoðanir á heimsmálum og þeir koma þeim vel á framfæri í einkar sterkum textum. Tónlistin er skemmtilega blandað kröftugt rokk án allra stæla. Þeir eru ófeimnir við að nota hljóð- færi sem vart er hægt að telja hefðbundin, s.s. harmonikku, og gefur það tónlistinni mjög skemmti- legan svip. Erfitt er að segja til um hvað ég tel vera bestu lög þar eð það er alltaf að breytast, breytist í raun í hvert skipti sem ég set plötuna á fóninn. Þó get ég sagt að við seinustu hlustun líkað mér best við Tenn- soldat och eldvakt, D-DDD (Dum-Dum- Dollar-Djungel) og Bibel. Ekki þá síst vegna text- anna. Gott rokk í þyngri kantinum sem sífellt vinn- ur á. Timbuk 3 - Greetings from Timbuk 3 Marktækt popp Flötudómur Árni Matthíasson Timbuk 3 er gott dæmi um það að Bandaríkja- •benn geta sent frá annað en niðursuðurokk. Tónlistin sem þau eru að flytja er góð blanda af Þeirri tónlist sem finnst ■nnan marka Banda- ukjanna, popp, country °9.soul. I Timbuk 3 eru hjónin Barbara K. og Pat Mac- ðonald. Það er Pat sem r*ðurferðinni, hann sem- Ur flest lög og texta og •eikur þar að auki á flest hljóðfæri. Textar hans eru ansi góðir, allt frá háðskri kírnni, líkt og íThe Futures So Bright I Gotta Wear Shades, að þjóðfélags- ádeilu í Just Another Movie. Þessu til viðbótar á hann það til að bregða fynr sig væmnum ástar- óðum á við I Need Vou. Hljóðfæraleikur er allur fil fyrirmyndar, þó sérdeil- '? munnhörpuleikurinn. Ógetið er þriðja meðlims Timbuk 3, þess er sér um trommur og bassa, en það er JVC Ghettoblaster segulband, sem Pat hefur matað á réttum rythma og tilheyrandi. Góð hug- mynd sem nýtist vel. Ekki verður skilið svo við umsögn um framlag þeirra hjóna án þess að geta um Barböru sem syngur afbragðs vel, og leikur einnig vel á hljóð- færi þau er henni er úthlutað. Það er gott til þess að vita að í Bandaríkjunum eru hlutir að gerast sem mark er á takandi hvað poppið varðar og að ekki er allt sett að veði til að reyna að slá í gegn. Vinsæl Joey Tempest, söngvari Europe, sem nú geysist um listana. Rás 2 1. ( 1) ( 1) Serbinn Bubbi Morthens 2. ( 4) ( 6) ThroughThe Barricades Spandau Ballet 3. ( 2) ( 2) The Final Countdown Europe 4. (17) (—) Jólalladaga EiríkurHauksson 5. (11) (—) Þóröur Sverrir Stormsker 6. ( 3) ( 3) Don'tGiveUp Peter Gabriel/Kate Bush 7. ( 6) ( 9) ForAmerica Red Box 8. ( 5) (20) War Bruce Springsteen 9. (14) (—) Augunmin Bubbi 10. (10) (17) You Keep Me Hanging On Kim Wilde 11. ( 7) ( 4) In The Army Now Status Quo 12. (—) (—) Last Christmas Wham! 13. ( 8) ( 5) AlwaysTheSun Stranglers 14. (—) (—) OpenYourHeart Madonna 15. ( 9) ( 8) ToBeALover Billyldon 16. (15) (14) IflSayYes FiveStar 17. (25) (—) Er nauðsynlegt að skjóta þá? Bubbi 18. (30) (—) French Kissin’InThe USA Debbie Harry 19. (12) (11) Walk Like An Egyptian Bangles 20. (—) (—) DoThey Know It's Christmas? Band Aid Bylgjan 1. ( D 2. ( 2) 3. ( 4) 4. (10) 5. ( 3 6. ( 6) 7. ( 5) 8. ( 7) (21) Serbinn The Final Countdown Jólalladaga Augun mín Showing Out Bubbi Morthens Europe Eiríkur Hauksson Bubbi Morthens Mel & Kim 10. (18) 11. ( 8) 12. (13) 13. (11) 14. ( 9) 15. (12) 16. (14) 17. (-) 18. (22) 19. (31) 20. (25) Through The Barricades Spandau Ballet You Keep Me Hangin'On KimWilde In The Army Now Status Quo War Bruce Springsteen Livin’ On A Prayer Bon Jovi Coming Home(Jeanny Part 2) Falco Þórður Sverrir Stormsker IflSayYes FiveStar l've Been Losing You A-Ha HipTo Be Square Huey Lewis & The News Suburbia Pet Shop Boys CryWolf A-ha TwoPeople TinaTurner For America Red Box Each Time You Break My Heart Nik Kamen Sverrir Stormsker fer upp báða lista í félagi við Þórð heitinn. Það fer ekki mikið fyrir leysidiskunum, en hljómgæðin eru engu iík. eysidiskasala eykst enn SALA á svokölluðum leysidiskum (Compact Discs) hefur farið fram úr öllum spám eina ferð- ina enn. Telja menn lítil takmörk á þenslu þessa geira tóniistariðnaðar- ins. Sífellt fleiri hljómsveitir hafa nú gefið allt efni sitt frá upphafi út á leysidisk- um og má nefna nöfn eins og Rolling Stones, Queen, Duran2, Police, Dire Straits og Bruce Springsteen. Er talið að þessi útgáfa muni ýta undir sölu á geislaspilur- um, sem aftur eykur eftir- spurn. í Bretlandi einu er talið að árssalan muni nema sjö milljónum diska áður en árið er allt. Salan í Bandaríkjunum og Japan er þó töluvert örari og er markaðseftirspurn í Bandaríkjunum engan veginn fullnægt. Sumum hefur fundist leysidiskarnir í dýrasta lagi, en þeir kosta ekki undir 1.000 krónum hing- að komnir. Fróðir segja oss að þrátt fyrir að fjölda- framleiðsla verði meiri og eftirspurn fullnægt, sé ekki líklegt að þeir lækki mjög í verði, þar sem að efniskostnaður verði alltaf hár. Að undanförnu hefur þó borið á útgáfu á ódýr- ari diskum með saman- safni vinsælla laga. Er það l//'rg/n-útgáfan, sem hefur staðið fyrir því. Er að vona að íslendingar fái að njóta þess. Sinfóníuhljómsveit íslands - í taktviðtímann PLÖTUDÓMUR Árni Matthíasson Minnugur þess hve Lundúnasinfóníunni tókst vel upp þegar hún lék inn á plötu popplög í sínfóníuút- setningu, hefur ein- hverjum dottið það snjallræði í hug að láta Sinfóníuhljómsveit ís- lands leika sama ieik, í þeim tilgangi (von- andi) að afla sinfóní- unnar fjár. Ekki ætla ég hér að fjölyrða um skoðun mína á því þegar verið er að útsetja misgóð, en alltaf léttvæg, popplög fyrir fullskipaðar sinfóníu- hljómsveitir. Hitt er svo annað mál að mér er til efs að hægt sé að gera það verr en gert er á þessari plötu. Bæði er það að úsetningar eru alltaf flatar og leiðinleg- ar og síðan er það þessi hræðilegi trommu diskótaktur sem er gegnumgangandi í gegn um flest öll lögin. (Hver er hann eiginlega þessi Ed Welch? Hann er a.m.k ekki í takt við tímann.) Einna helst minnir þetta glundur helst á þriðja flokks þýska danstónlist. Þrátt fyrir það hve misheppnuð þessi plata er að mínu mati, þá efa ég það ekki að hún eigi eftir að seljast vel, vona það reyndar, sinfóníunn- ar vegna, en mér er spurn hvort tilgangurinn helgi ávallt meðalið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.