Morgunblaðið - 14.12.1986, Qupperneq 80

Morgunblaðið - 14.12.1986, Qupperneq 80
80 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 m y Hollywood — KAUPIR^ . Broadwa Jessica Lange, Sissy Spacek ogDiane Kea- ton leiða saman hesta sína í„Crimes ofthe Heart“ eftír Beth Henley. Bruce Bers- ford leikstýrir. Milos Forman tókst ekki síður vel upp en Mike Nichols erhann kvikmyndaði leikrit Peters Shaffer, „Amadeus “, sem margir töldu vonlaust að breyta íkvikmynd. Hér sést F. Murray Abraham íhlutverki SissySpacek ogAnne Bancroft leika mæðgurnar í „nótt, móðir“ eftir Marsha Norman. Leikritíð varsýntá Litla sviðinu fyrir tveim árum. Meg TiIIylék bam Guðs, nunnuna Agnesi, íkvikmyndinni sem Norman Jewison gerði eftir leikritinu. Talsverðar breytingar má merkja á kvikmyndaheiminum bandaríska um þessar mundir. í stað þess að kvikmynda frumsamdar, og oftar en ekki næfurþunnar sögur fyrir ungl- inga, hafa þeir sem ráða í Hollywood tekið í æ ríkari mæli þann kostinn að færa leik- rit eða skáldsögur yfir á bíó- tjaldið. Þessa breytingu hefur að vísu mátt merkja á síðustu tveim árum, en árið 1986 og það næsta munu vafalaust verða þau sögulegustu hvað þetta varðar. Árið 1986 hafa ekki færri en átta sviðsverk verið kvikmynduð, en þau eru „nótt, móðir“, eftir Marsha Norman, „Extremities" eftir William Mastrosimone, „Chil- dren of a Lesser God“ eftir Mark Medoff, „Brighton Beach Memoirs" eftir NeU Simon, „Litla hryllingsbúðin “ eftir Howard Ashman og Alan Men- ken, „Crimes of the Heart“ eftir Beth Henley, „Duet for One“ eftir Tom Kempinski og klassiskt verk eftir Synge, „Riddarar haf sins“. Ogþaðer aðeins byrjunin. Um þessar mundir er verið að vinna að nokkrum slíkum verk- um: Robert Altman er að filma „Beyond Therapy", Barbra Streisand leikur í og stýrir „Nuts“ eftir Tom Topor, Alan Pakula er að kvikmynda „Mun- aðarleysingjana" eftir Lyle Kessler, Paul Newman stýrir „Glerdýrunum“ eftir Tennesse Williams og Jean-Luc Goddard er langt kominn með „Lé kon- ung“ með rithöfundinn Norman Mailer í titilhlutverki. Þessar myndir og margar fleiri fylgja fast á eftir vel heppnuðum kvikmyndaútgáf- um af frægum sviðsverkum og skáldsögum. Norman Jewison kvikmyndaði „Agnes, barn Guðs“ og „A Soldier’s Story“, Milos Forman „Amadeus“ Hect- or Babenco „Kiss of the Spider Woman" og James Ivory „A Roora With a Wiew“ eftir bók E.M. Forsters. Stutt upprifjun Hvort það er tilviljun eða teikn um glæsta framtíð kvikmyndarinn- ar, að svo mörg bókmenntaverk séu færð yfir á filmuna á sama tíma, verður tíminn að leiða í ljós. Hættan er vitanlega sú að þetta sé einber tilviljun enda hefur það oft gerst áður að slíkar bytgjur hafí dunið yfír. Það hefur raunar gerst á tíu ára fresti eða svo. Hver man ekki eftir Marlon Brando og Vivien Leigh í „A Streetcar Named Desire", en í þeirri mynd tókst leikstjóranum, Elia Kazan, að fella ljóðrænan texta Tennesse Williams listilega að kröf- um kvikmyndarinnar um raunsæi. Sjöundi áratugurinn einkenndist af kvikmyndum sem áttu rætur að rekja til leikhússins, en þá voru framleiddar rándýrar söngvamynd- ir, t.d. West Side Story, My Fair Lady, Sound of Music, Funny Girl og Hello Dolly. En menn gáfust upp á þeim þar sem þær kostuðu offjár og skiluðu framleiðendum litlum arði. Fólk hætti nefnilega að fara í bíó til að sjá misfagurt fólk úr Holly- wood syngja og gaula um ástir sínar. Þetta gerðist undir lok sjö- unda áratugarins. Þegar Víetnam- stríðið breytti hugsunarhætti milljóna um heim allan. Nú dugðu ekki söngvamyndir, heldur hundrað prósent raunsæar myndir um upp- reisnaranda unga fólksins og er „Easy Rider" gott dæmi um það. Á þessum árum spruttu fram ungir leikstjórar sem áttu eftir að tröllríða bandaríska kvikmyndasviðinu næstu árin (Altman, Coppola, Scor- sese og Mazursky og Mike Nochols). Leikrit, og enn síður söngleikir, áttu því ekki lengur greiða leið að bíótjaldinu. Síðasta velheppnaða kvikmyndaða leikritið áður en þessi breyting átti sér stað var „Hver er hraeddur við Virginíu Wooíf?" sem Mike Nochols gerði með hjónunum Richard Burton og Elisabeth Tayl- or. Menn reyndu að fílma nokkur sviðsverk (Equus, The Wiz, Annie og A Chorus Line) næstu árin, með heldur dapurlegum árangri. En hvemig á að útskýra þennan nýja, undraskjóta áhuga manna fyrir kvikmynduðum leikritum? Banda- ríska tímaritið American Film fór á stúfana og krafði nokkra kunnuga þessu máli svars. Hvað er svona heillandi við sviðsverk? Spurðir voru leikritahöfundar, leikstjórar og fjárhagslegir ábyrgð- armenn þeirra mynda sem nú era í undirbúningi. Svör þeirra vora mörg og ólík. Alan Greisman sem starfar hjá Aaron Spelling hf., en það fyrirtæki framleiðir „nótt, móðir" eftir Marsha Norman, segir að flest leik- rit sé hægt að festa á fílmu án mikilla erfiðleika. „Sé sagan góð, hlaðin spennandi samtölum og per- sónusköpun, þá er verkið hálfnað," segir Greisman. Ruth Mieszkuc sem rekur Program Development Comp- any, en það fyrirtæki hefur staðið að flestum bestu kvikmyndaútgáf- um sviðsverka síðustu árin, svo sem „Trae West“ eftir Sam Shepard, segir að kvikmyndaframleiðendur líti ekki við öðram sviðsverkum en þeim sem hafa notið einhverra vin- sælda í leikhúsi og því sé áhættan að leggja fjármagn í myndina í raun- inni lítil. Gott dæmi um kvikmyndaleik- stjóra sem snúið hefur að leikhúsinu er Norman Jewison. Hann hætti að leita efnis í hillum Hollywoods því þar var engar bitastæðar sögur að fínna. Jewison gerðist djarfur hér áður fyrr þegar hann kvikmyndaði tvo söngleiki, „Fiðlarann á þakinu" og „Jesus Christ Superstar", báðar ágætismyndir. Það er snemma á áttunda áratuginum, en svo liðu tíu ár og Jewison filmaði tvö sviðsverk í röð, fyrst „A Soldier’s Story“ og síðan „Agnes, barn Guðs“. Ekki vora miklir §ármunir lagðir í þær myndir, Jewison þurfti meira að segja að minnka við sig laun til að fá leyfí frá Columbia-risanum sem lagði til féð. En báðar myndimar nutu vinsælda og hafa vafalaust hvatt aðra til að fara út á sömu braut.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.