Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987 ÚTVARP /SJÓNVARP Sandbylur Fimmtudagsleikriti rásar 1 var lýst svo í dagskrárkynningu: Leikritið Sandbylur eftir Þorstein Marelsson var annað tveggja, sem hlutu 3. verðlaun í leikritasamkeppni RÚV 1986. í umsögn dómnefndar um leikritið segir að það sé kröftug hrollvekja sem gerist í íslensku sam- tímaumhverfi. Bygging þess sé kunnáttusamleg og andrúmsloft ógn- ar og kvíða stigmagnað uns það nái hámarki í lokin. Höfundur beiti vel útvarpsmiðlinum sjálfum sem þætti í leiknum til að ná þessu markmiði. Að þessu sinni er ég ekki sam- mála dómnefndinni því ég verð að segja alveg einsog er að leikritið vakti ekki hroll í mínu litla bijósti, máski hefir hið yfírgengilega flæði ofbeldis- og spennumynda imbakass- ans svæft fugl óttans í brjóstinu, en verk Þorsteins Marelssonar minnti mig mjög á hina víðfrægu hrollvekju- þætti í ljósaskiptunum er skreyta dagskrá Stöðvar 2. Svona sjóast maður á fjölmiðlasænum. Hinu er ekki að leyna að samtölin í Sandbyl voru ágætlega skrifuð ogjafnvel lip- urlegri en í gullverðlaunaverki systranna. Hvað um það þá næst ekki galdur í útvarpsleikrit þótt þar sé stiklað fimlega á lýsingarorðun- um. Gull- og silfurverk nýliðinnar leikritasamkeppni útvarpsleikhússins vöktu athygli mína sökum þess að þar var með óvenjulegum hætti tekið á íslenskum veruleika — annarsvegar lífsbaráttu íslenskrar nútímakonu og hinsvegar yfirborðsmennsku Ijós- vakafjölmiðlanna. Fyrrgreind verð- launaverk sýndu þannig áheyrendum í senn rétt- og ranghverfu þess veru- leika er þau spunnu og kannski erum við hér komin að kjama magnaðrar útvarpsleiklistar; þeirri margræðu heimssýn er höfundurinn vekur til lífs á hljóðhimnunni. í Sandbylnum freistar Þorsteinn Marelsson þess, að magna fyrr- greinda spennu milli ólíkra skauta með því að sýna annarsvegar vörubíl- stjóra er klikkast á söndunum fyrir austan vegna galdrakúnsta útvarps- tækisins og hins vegar eiginkonu bílstjórans er dvelur heima í friðsæld- inni þjökuð af kvíða vegna bóndans. Gallinn er bara sá, að hlustandann grunar örlög bílstjórans frá þeirri stundu er viðtækið í bílnum tekur að ólátast enda kemur á daginn að þar fer allt á hinn verri veg og snjöll fannst mér sú lausn höfundar að láta bílstjórann hringja heim undir lok verksins frá — hinum heiminum. Og nú kviknar hugmynd! Nýtt leikhús! Að mínu mati hentar bronsverð- launaverk Þorsteins Marelssonar Sandbylur betur fyrir skjáinn en út- varpssviðið. Verkið nær einhvem veginn ekki flugi á hljóðhimnunni, en hefði getað kitlað mallakútinn ef flínkur sjónvarpsleikstjóri væri með í ráðum. Og því spyr ég: Hvemig stendur á því að ekki er tekin upp samvinna á milli leiklistardeildar RÚV og innlendrar dagskrárdeildar RÚV? Senn flytur Skúlagötuléik- húsið uppí útvarpshöllina á Foss- vogshæðum og fer þá nánast í eina sæng með sjónvarpsleikhúsinu. Að mínu mati er brýn þörf á að endur- skipuleggja hina innlendu dagskrár- deild ríkissjónvarpsins og mætti vel hugsa sér að sú deild greindist ann- arsvegar í almenna, innlenda dag- skrárdeild er sinnti núverandi hlutverki á sviði skemmti- og fræðsludagskrárgerðar og hinsvegar yrði stofnuð ný deild, leiklistardeild, er starfaði í náinni samvinnu við leik- listardeild Ríkisútvarpsins. Finnst mér mjög við hæfi að þetta útvarps- og sjónvarpsleikhús fái sérstaka fjárveitingu rétt einsog atvinnu- leikhús borgarinnar. Er ég hand- viss um að ef útvarps- og sjónvarps- leikhús allrar þjóðarinnar verður rekið rétt einsog önnur atvinnuleik- hús þessa lands þá gæti það orðið sverð og skjöldur íslenskrar þjóð- menningar á aðgangsharðri grínara- öld. Ólafur M. Jóhannesson Bylgjan; Nýr flóamarkaðsstj óri - Flóamarkaður framveg-is kl. 19 Flóamarkaður- inn hefur verið fluttur um set á dagskrá Bygjunnar nú þegar nýr umsjónamaður hefur tekið við þættinum. Það er Anna Björk Birgirs- dóttir, tvítugur Kvenna- skólanemi, sem sitja mun við hljóðnemann á Flóa- markaði á hveijum virkum degi frá kl. 19.00 og taka við símtölum frá hlustend- um sem vilja kaupa eða selja ýmsa smáhluti. Anna Björk Birgirsdótt- ir, flóamakaðsstjóri Bylgjunnar. ÚTVARP © LAUGARDAGUR 11. apríl 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur". Pétur Péturs- son sér um þáttinn. Fréttir eru sagðar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veðurfregnir sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum eru lesnar tilkynn- ingar og þá lesið úr forystu- greinum dagblaðanna en síðan heldur Pétur Péturs- son áfram að kynna morgunlögin. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 I morgunmund. Þáttur fyrir börn í tali og tónum. Umsjón: Heiðdís Norðfjörð. (Frá Akureyri.) 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynn- ir. Tilkynningar. 11.00 Vísindaþátturinn. Um- sjón: Stefán Jökulsson. 11.40 Næst á dagskrá. Stiklað á stóru í dagskrá útvarps um helgina og næstu viku. Umsjón: Trausti ÞórSverris- son. 12.00 Hér og nú. Fréttir og fréttaþáttur í vikulokin i um- sjá fréttamanna útvarps. 12.45 Veðurfregnir. 12.48 Hér og nú, framhald. 13.00 Tilkynningar. Dagskrá. Tónleikar. 14.00 Sinna. Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 15.00 Tónspegill. Þáttur um tónlist og tónmenntir á líðandi stund. Umsjón: Magnús Einarsson og Ólaf- ur Þórðarson. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Að hlusta á tónlist. 27. þáttur. Hvað er konsert? Umsjón: Atli Heimir Sveins- son. 18.00 íslenskt mál. Gunnlaug- ur Ingólfsson flytur þáttinn. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Bein lína til stjórnmála- flokkanna. Sjöundi þáttur: Fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins svara spurningum hlustenda. 20.15 Harmoníkuþáttur. Um- sjón: Sigurður Alfonsson. 20.40 Framboðskynning stjórnmálaflokkanna. Sjö- undi þáttur: Borgaraflokkur- inn kynnir stefnu sína. 21.00 íslensk einsöngslög. Kristinn Hallsson syngur lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Árna Thorsteinsson, Mark- ús Kristjánsson, Þórarin Jónsson og Sigfús Einars- son. Árni Kristjánsson leikur með á píanó. 21.20 Á réttri hillu. Umsjón: Örn Ingi. (Frá Akureyri.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma. Andrés Björnsson les 46. sálm. 22.30 Tónmál. Heinrich Neu- haus; listin að leika á pfanó. Soffía Guðmundsdóttir flyt- ur annan þátt sinn. 23.10 Danslög. 24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæturtónleikar. Um- sjón: Jón Örn Marinósson. 1.00 Dagskrárlok. Næturút- varp á rás 2 til morguns. SJÓNVARP LAUGARDAGUR 11. apríl 16.00 íþróttir. Umsjónarmað- ur Bjarni Felixson. 18.00 Spænskukennsla (Ha- blamos Espanol). Tólfti þáttur. Spænskunámskeið í þrettán þáttum ætlað byrj- endum. íslenskar skýringar: Guðrún Halla Tuliníus. 18.25 Litli græni karlinn (9). Sögumaður Tinna Gunrt- laugsdóttir. 18.35 Þytur í laufi. Tíundi þátt- ur í breskum brúðumynda- flokki. Þýðandi Jóhann Þráinsdóttir. 18.55 Háskaslóðir (Danger Bay). — 9. Kata og hvalur- inn. Kanadískur mynda- flokkur fyrir börn og unglinga um ævintýri við verndun dýra i sjó og á landi. Þýðandi Jóhann Jó- hannsdóttir. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Smellir 20.00 Fréttir og veöur 20.35 Lottó 20.40 Fyrirmyndafaöir (The Cosby Show) — 13. þáttur. Bandariskur gamanmynda- flokkur með Bill Cosby i titilhlutverki. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.10 Kvöldstund með Pétri Gunnarssyni — Hvernig verður rithöfundur til? Ævar Kjartansson ræðir við Pétur Gunnarsson rithöfund í vinnustofu hans og á eyði- býli í Flóa þar sem Pétur var í sveit. Þeir ræða einkum þá reynslu sem þroskar verðandi rithöfund og höf- undarstarfið. Stjórn upp- töku: Elin Þóra Friðfinns- dóttir. 22.00 Húsið á hæðinni eða Hring eftir hring — fyrri hluti. Herranótt Menntaskólans í Reykjavík 1986. Höfundur Siguröur Pálsson. Leikstjóri Þórhildur Þorleifsdóttir. Leikendur: Nemendur Menntaskólans í Reykjavík. Sviðsmynd: Guðrún Sigríður Haraldsdóttir. Búningar: Sigrún Guömundsdóttir og nemendur í MR. Aöalner- sóna leiksins er raurt hið i 140 ára gamla hús MR en I það birtist í líki húsanda j sem hafa öölast ólika eigin- j leika í tímanna rás. Þessir svipir leiða fram nokkra kafla úr sögu skólans sem jafn- framt er saga lands og þjóðar. í fyrri hluta kynn- umst við 19. öldinni kringum pereatið 1850 og tímabilinu 1870—80. Þekktir menn koma við sögu, svo sem Sveinbjörn Egilsson rektor, Hannes Hafstein og Kristján Fjallaskáld þó atburöir séu að öðru leyti skáldskapur. Stjórn upptöku: Gunnlaugur Jónasson. Síðari hluti verður sýndur mánudagskvöldið 13. apríl. 22.50 I blíðu og stríðu (Pete'n Tillie). Bandarisk biómynd í léttum dúr gerð árið 1972 eftir sögu Peter de Vries. Leikstjóri Martin Ritt. Aðal- hlutverk: Walter Matthau, Carol Burnett og Geraldine Page. Pete er piparsveinn og mesti galgopi. Þau Tillie kynnast í boði og rugla sam- an reytunum þótt þau séu um margt ólík. Þau eignast son og Pete fær stöðu- hækkun og stillist nokkuð. Það stendur þó ekki lengi auk þess sem þau hjónin verða fyrir óvæntu áfalli sem hefur áhrif á sambúðina. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. 00.35 Dagskrárlok LAUGARDAGUR 11. apríl § 9.00 Lukkukrúttin. Teikni- mynd. § 9.20 Högni hrekkvísi. Teiknimynd. § 9.40 Penelópa puntudrós. Teiknimynd. §10.05 Herra T. Teiknimynd. § 10.30 Garparnir. Teikni- mynd. §11.00 Fréttahorniö. Frétta- tími barna og unglinga. Umsjónarmaður er Sverrir Guðjónsson. §11.10 Fálkaeyjan (Falcon Is- land). Ævintýramynd fyrir börn og unglinga. §11.30 Fimmtán ára (Fifteen). Nýr myndaflokkur í 13 þátt- um fyrir börn og unglinga. Það eru unglingar sem fara með öll hlutverkin og semja þau sjálf textann jafnóðum. Annar þáttur. 12.00 Hlé. 12.30 Flokkakynning. Kynning á öllum stjórn- málaflokkum í beinni út- sendingu úr sjónvarpssal. Einn af helstu talsmönnum hvers flokks flytur 5—7 mín. framsögu og situr síöan fyr- ir svörum hjá fulltrúum hinna flokkanna. Hver flokk- ur tilnefnir einn mann til framsögu og svara, og ann- an til að spyrja talsmenn hinna flokkanna. § 16.00 Ættarveldið (Dynasti) Blake Carrington og Steve sonur hans reyna að ná sáttum. § 16.50 Chernobyl. Slysið í kjarnorkuverinu í Chernobyl séð frá sjónarhóli Sovét- manna. § 18.05 Tíska. Umsjónarmað- urer Helga Benediktsdóttir. 18.30 Bíladella (Automania). Ný bresk þáttaröð í léttum dúr sem greinir frá sögu bilsins og þeim áhrifum sem tilkoma hans hefur haft á líf manna. I þessum fyrsta þætti er kastljósinu beint að þeim sem safna gömlum bílum, ýmist sem stöðu- táknum, leikföngum eða fjárfestingum. 18.55 Myndrokk. 19.05 Ferðir Gúllivers. Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Meistari. Nýr þáttur byggður á „Mastermind'', hinum virtu og vinsælu þátt- um Magnúsar Magnússon- ar. Stjórnandi er Helgi Pétursson. 20.30 Undirheimar Miami (Miami Vice). Tubbs og Crockett eru komnir fast á hæla manns, sem hefur gerst sekur um eiturlyfjasmygl og sifjaspell. §21.15 Benny Hill. Breskur gamanþáttur. §21.45 Kir Royal. Slúðurdálkahöfundurinn Baby Schimmerlos og Ijós- myndari hans svífast einskis til að verða sér úti um góða frétt. § 22.45 Einn á móti öllum (Against All Odds). Bandarísk kvikmynd frá ár- inu 1984. Með aöalhlutverk fara Rachel Ward, Jeff Bridges og James Woods. Spennandi ástarsaga sem byggð er á frægri sögu eftir Daniel Mainwaring og er sögusvið myndarinnar að stórum hluta Mexíkó. Tón- listin í myndinni er samin og flutt af Phil Collins og leikstjóri erTaylor Hackford. § 00.55 Opnustúlkan (Policewoman Centerfold). Bandarísk sjónvarpsmynd byggð á sannsögulegum atburðum með Melody Anderson og Ed Marinaro í aðalhlutverkum. Það fellur ekki i góðan jaröveg hjá yfir- mönnum lögreglunnar þegar nektarmynd af ungri lögreglukonu birtist í opnu blaðs. § 02.25 Myndrokk. 03.00 Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 11. apríl 1.00 Næturútvarp. Georg Magnússon stendur vakt- ina. 6.00 I bitið — Rósa Guðný Þórsdóttir kynnir notalega tónlist í morgunsárið. 9.03 Tiu dropar. Helgi Már Barðason kynnir dægurlög af ýmsu tagi og upp úr kl. 10.00 drekka gestir hans morgunkaffið hlustendum til samlætis. 11.00 Lukkupotturinn. Bjarni Dagur Jónsson sér um þátt- inn. 12.46 Listapopp í umsjá Gunnars Salvarssonar. 14.00 Poppgátan. Gunnlaug- ur Ingvi Sigfússon og Jónatan Garðarsson stýra spurningaþætti um dægur- tónlist. (Þátturinn verður endurtekinn nk. þriðjudags- kvöld kl. 21.00.) 15.00 Við rásmarkið. Þáttur um tónlist, iþróttir og sitt- hvað fleira í umsjá Sigurðar Sverrissonar og íþrótta- fréttamannanna Ingólfs Hannessonar og Samúels Arnar Erlingssonar. 17.00 Savanna, Rió og hin trióin. Svavar Gests rekur sögu íslenskra söngflokka í tali og tónum. Fróttir á ensku. 18.10 Tilbrigði. Þáttur í umsjá Hönnu G. Siguröardóttur. (Þátturinn verður endurtek- inn aðfaranótt miðvikudags kl. 2.00.) 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Með sínu lagi. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir. 20.00 Rokkbomsan — Þor- steinn G. Gunnarsson. 21.00 Á mörkunum. — Sverrir Páll Erlendsson. (Frá Akur- eyri.) 22.05 Snúningur. Vignir Sveinsson kynnir gömul og ný danslög. 00.05 Næturútvarp. Erna Arn- ardóttir stendur vaktina til morguns. Fréttir sagöar kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 12.00, 16.00, 19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI 18.00—19.00 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5. Þú átt leikinn Félagasamtök á Norður- landi kynna starfsemi sína. LAUGARDAGUR 11. apríl 08.00—12.00Valdis Gunnars- dóttir. Valdís leikur tónlist úr ýmsum áttum, litur á það sem framundan er hér og þar um helgina og tekur á móti gestum. Fréttir kl. 08.00 og 10.00. 12.00—15.00 Ásgeir Tómas- son á léttum laugardegi. Öll gömlu uppáhaldslögin á sínum stað. Fréttirkl. 12.00 og 14.00. 16.00-17.00Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar Óskarsson leikur 40 vinsæl- ustu lög vikunnar. Fréttir kl. 16.00. 17.00—19.00Laugardagspopp á Bylgjunni með Þorsteini Ásgeirssyni. Fréttir kl. 18.00. 19.00-21.00 Rósa Guð- bjartsdóttir lítur á atburði síðustu daga, leikur tónlist og spjallar við gesti. Fréttir kl. 19.00. 21.00—23.00 Anna Þorláks- dóttir í laugardagsskapi. Anna trekkir upp fyrir kvöld- ið með tónlist sem engan ætti að svíkja. 23.00—04.00 Jón Gústafsson, nátthrafn Bylgjunnar heldur uppi stanslausu fjöri. 04.00—08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Haraldur Gfsla- son leikur tónlist fyrir þá sem fara seint I háttinn og hina sem fara snemma á fætur. ALFA IHiUkf FM 102,9 LAUGARDAGUR 11. apríl 13.00 Skref í rétta átt. Stjórn- endur: Magnús Jónsson, Þorvaldur Daníelsson og Ragnar Schram. 14.30 A óskalistanum. Óska- lagaþáttur í umsjón Hákon- ar Muller. 16.00 Á beinni braut. Stjórn- endur: Eyjólfur Örn, Gunnar Ragnarsson og Sæmundur Bjarklind. 17.00 Hlé. 22.00 Vegurinn til lífsins. Þátt- ur með ýmsu efni. 24.00 Tónlist. 4.00 Dagskrárlok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.