Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 76
76 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987 Aldarminning: Halldór Arnason Srá Eskifirði Á 100 ára minningardegi Hall- dórs frænda míns hrannast minn- ingar upp í hugann. Elskulegar og góðar minningar um traustan og fórnfúsan mann, sjómann sem aldr- ei hlífði sér. Vann meðan þrek entist og lauk starfsamri ævi á besta aldri eins og við segjum í dag, 65 ára. Halldór var elsta bam foreldra sinna, Guðnýjar Sigurðardóttur og Árna Halldórssonar, _sem þá bjuggu _ félagsbúi við föður Áma á Högna- stöðum við Reyðarfjörð. Ungur flutti hann með foreldram sínum á EskiQörð sem var þá þannig að þar vora ekki mörg atvinnutækifæri og bitnaði það mjög á Ijölskyldunni sem stækkaði ört og oft var ekki séð hvað hægt var að bíta og brenna á næsta degi, en út í þá sálma skal ekki farið hér. Halldór varð því strax í bemsku að neyta orku sinnar til að hjálpa heimilinu og það gerði hann svikalaust alla tíð. Faðir hans var bæði dugnaðar- og atorkusam- ur og við erfið skilyrði kom hann sér upp útgerð sem síðan bömin hans nutu góðs af og var þeim lífsstyrkur og sérstaklega til þeirra tengsla sem aldrei rofnuðu og sam- heldni og hálpsemi þeirra systkina, bama Áma, var rómuð á Eskifírði og sérstaklega fyrir að þar brást aldrei neinn hlekkur. Eitt heimili. Minningar mínar era því tengdar útvegi og ég var ekki kominn til margra ára þegar ég fékk að hjálpa til, lærði sem bama að beita lóðir. Halldór dvaldi ekki lengi á skóla- bekk, námið var stutt en vel notað og mest lærði hann af reynslu og að sjá aðra taka til hendi. Hann * festi strax í minni allt sem gat orð- ið honum léttir í erfiðri baráttu síðar. Hann lærði strax að treysta á eigin mátt og aðal hans var að standa við orð og eiða hvað sem það kostaði og hvemig sem stríðið þá og þá var blandið. Honum gátu allir treyst og man ég vel hvað honum þótti vænt um þá lífseinkunn eins og hann kallaði það. Hann varð snemma formaður á bát. Hann lenti í því að ganga alla leið frá Eskifírði til vers á Homa- fírði um hávetur og það stælti þrek og efldi kjarkinn. Og svo til baka að vori. Þetta vora bæði erfíðar og ævintýraríkar ferðir. Og oft sagði hann okkur krökkunum frá því sem við bar á ferðunum og það vora þær sagnir sem við voram spenntastir fyrir að heyra. Svo kom að því að bátamir stækkuðu og svo komu vélar til sögunnar og þá var þeim siglt á vertíð, en vegna erfiðra skil- yrða heima var HomaQörður verstöð Eskiflarðarbáta um tugi ára og þangað var leitað á vetram. Við bömin hlökkuðum til vorsins þegar bátamir komu heim. Halldór var afburða smiður og í landlegum smíðaði hann fallega báta til að færa okkur heim ásamt svo mörg- um öðram góðum gripum. Það var hátíð í bæ þegar afhending þessara gripa var gerð og við lékum okkur allan daginn í fjöranni við að sigla þeim aftur og fram. Hvílík gleði og hvílíkur ríkdómur. Þetta er skær og sterk minning. Kjör þeirra sem erfítt áttu skildi Halldór manna best og það var honum gleði þegar hagurinn á Hlíðarenda varð fær um að miðla grönnum lífsbjargar og stóð ekki á. Fyrir handtök eða soðmat minnist ég ekki að væri tekið gjald. Það komu margir á bryggjuna. Halldór giftist ágætri konu, Sól- veigu Þorleifsdóttur frá Svínhólum í Lóni, og féll hún svo elskulega inn í þetta systkinasamfélag að ekki varð betur á kosið. Með henni kom fóstra hennar og frænka, Gróa Bjamadóttir, sem var okkur böm- unum svo góð að hjá henni áttum við alltaf skjól. Blessuð sé minning hennar. Gróa var sólargeisli hvar sem hún kom. Halldór stundaði útveginn vel bæði á Eskifírði og Homafirði og dró ekki af. Heimilið þyngdist enda áttu þau hjón 8 böm, mannvænleg sem öll hafa orðið nýtir þegnar landsins. Ég hefi áður lýst dugnaði Halldórs en vil minnast á einn þátt sem ég gleymi ekki en það var hve hann var veðurglöggur. Var jafnan snemma á fótum og leit til lofts. Það var eins og hann vissi upp á hár hvort hægt væri að róa eða ekki og oft vaknaði maður við fjölda manns í eldhúsinu og vora þá sjó- menn komnir til veðurathugana og e Kökubasar í Hlíðaskóla Foreldra- og kennarafélag Hlíðaskóla heldur kökubasar í dag, laugardaginn 11. apríl. Tekið verður á móti kökum milli kl.ll og 13 og verður kökusalan kl. 14-16. Ágóðanum verður varið til tölvukaupa fyrir nemendur skól- ans. samanburðar og höfðum við bömin forvitnislegan svip þegar við birt- umst í þessu samfélagi. Gæti ég sagt margar sögur af þessum þætti í lífí Halldórs. Hann vissi að hver róður var dýr og töpuð sjóferð setti strik í reikninginn. Það var ekki úr miklu að moða fyrir útgerð þeirra tíma. Hún var aldrei byggð á ríki- dæmi, en því meir á sparsemi og nýtingu. Allt sem nýst gat var létt- ir byrðanna. Að fara vel með var strax í blóð borið og það kunni Halldór vel alla ævi. Ef ég ætti að lýsa Halldóri í tveim orðum mjmdi ég velja orðin sannur maður. Mér varð hann tákn alls þess sem ég eygði best í lífinu og svo mun fleiram farið og oft þegar ég minnist hans í hópi þeirra sem honum vora kærir, liftiar ósjálfrátt bros á vör. Margan krappan sjó sigldi hann um dagana en kom jafti- an heill í höfn. Hirðusamari mann á bát og vél minnist ég ekki að hafa hitt. Honum varð aldrei vant skipveija svo ég muni til og margir vora sjómenn hans ár eftir ár. Aldr- ei varð hann ríkur af þessa heims gæðum, en átti þeim mun meiri innri gleði og guð gaf honum það að geta komið bömum sínum til manns. Konu sína missti hann 1945 frá ungum bömum rúmlega fer- tuga. Það varð honum þung raun sem hann axlaði af sérstöku trúnað- artrausti og þreki. Þá man ég hann hvað einna sterkastan. Við strák- amir voram ekki stórir þegar við höfðum mikinn áhuga á því að koma með frænda okkar á bátnum og sérstaklega þegar hann var í ferð- um fjarða á milli. Voram ekki lengi að taka okkur til. Stundum vora ferðimar það langar að við máttum ekki vera svo lengi og þá var horft á eftir bátnum með tár í augum, en þetta var svo marg bætt seinna. Sólveig og Halldór vora sérstak- lega samstillt, bæði í erfíði og velmegun. Heimili þeirra var okkur krökkunum heima sem margir vora, griðarstaður eins og öll heimilin á Hlíðarenda. Oft gaf Halldór sér tíma með okkur, hafði gaman af að segja okkur sögur og láta okkur svara spumingum. Hann reyndi að vekja eftirtekt okkar á verðmætum lífsins og beina okkur að reglusemi og því að kunna að láta á móti okkur. Og árangurinn hefír skilað sér. Hann og mamma vora elst og hnigu bæði í blóma lífsins eftir erf- iði dagsins, en minnisvarði þeirra í bömum og samferðarmönnum var- ir. Þeirra tímar vora erfiðir og baráttutímar. Við þeim var bragðist af sérstakri hetjulund. Halldór var einn af hetjum hversdagslífsins sem engum brást. Seinustu árin vora honum erfíð. Alvarlegur sjúkdómur hreif hann úr dagsins önn. Seinustu mánuðum var eytt í Landspítalan- um. Honum fannst hann hafa lítinn tíma að eyða dögunum þar enda hafði honum aldrei áður orðið mis- dægurt. Það var svo mörgu að sinna heima. En þar lést hann 16. mars 1953. Útför hans á Eskifirði sýndi þann hug sem samferðarmenn bára til hans. Með honum leið einn af bestu sonum þessarar þjóðar. Bless- uð sé minning hans. Árni Helgason, Stykkishólmi Börnin teikna páskana Þau mistök urðu í blaðinu í gær að nöfn þeirra bama sem teiknuðu meðfylgjandi myndir féllu niður og birtast þær því aftur með nöfn- unum. Morgunblaðið biðst velvirð- ingar á þessu. 1. Katrín Svana Eyþórsdóttir, í 7 ára bekk 2. MaríaSigrún Hilmarsdóttir, í7 ára bekk 3. Guðrún Inga Ragnarsdóttir, 4 ára 4. Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, 9 ára 5. Tryggvi Jónsson, 4ára 6. Kristín Guðmundsdóttir í 7 ára bekk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.