Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987 43 ftur snú- iiáluimm stöð stofnunarinnar starfa ýmsir sérfræðingar, sem hafa mikla reynslu á þessu sviði, svo sem við- skiptafræðingar, verkfræðingar, arkitektar og tæknifræðingar. Fólk er hvatt til að koma og ráðfæra sig við þá meðan málin eru enn á um- ræðustigi, innan fjölskyldnanna, og áður en ákvarðanir hafa verið tekn- ar. Hér er um ókeypis þjónustu að ræða, sem getur verið fólki mikils virði og komið í veg fyrir stórslys. Þegar dregur síðan að íbúðarkaup- um hjá þeim, sem hefur lánsloforð í höndum, ber hann sig saman við ráðgjafastöð stofnunarinnar, svo að öruggt sé að dæmið gangi upp. í því sambandi hafa fasteignasölur líka mikilvægu hlutverki að gegna til að tryggja það, eins og þeim ber, að ekkert beri út af. Duga 90 þús. krónur ekki fyrir afborgunum? Eitt af því, sem rætt hefur verið í fjölmiðlum undanfarið, eru synjan- ir Húsnæðisstofnunarinnar við sumum þeim lánsumsóknum, sem henni hafa borizt. Er undirrót þessa einna helzt óvönduð grein um hús- næðismálin, sem birtist í Helgar- póstinum um miðjan febrúar. Því skal nú farið nokkrum orðum um þetta mál. í Helgarpósts-greininni var stað- hæft, að Húsnæðisstofnunin hafi synjað lánsumsókn frá fjögurra manna fjölskyldu, með 90.000.- króna mánaðartekjur, sem býr í eigin íbúð. Jafhframt var látið að því liggja, að þetta væri dæmigert fyrir afgreiðslu stofnunarinnar á þeim lánsumsóknum, sem borizt hafa og sýndi jafnframt stórkost- legan galla á nýja húsnæðislána- kerfinu, þar sem 90.000.- króna mánaðariaun dygðu ekki til að standa undir afborgunum af lánum. Þessi staðhæfing er slík rang- færsla, að furðu gegnir að hún skuli borin á borð í opinberum umræðum. Vitaskuld er það ekki ný bóla, að Húsnæðisstofnunin synji mönnum um lán, alla tíð hefur hún ýmist synjað um lán eða skert þau. Reynslan, sem af er, frá því að nýja húsnæðislánakerfið tók gildi, sýnir, að synjað hefur verið innan við 10% allra lánsumsókna, sem borizt hafa. Synjunarástæður geta að sjálfsögðu verið margar og margvíslegar. Þær eru skilgreindar í lögum, reglugerðum og starfsregl- um stofnunarinnar og þarf ekki að fara fleiri orðum um það mál. Þess skal þó getið, í tilefni af umræddri furðufrétt Helgarpóstsins, að allur þorri þeirra umsækjenda, sem stofnunin hefur þegar sent lánslof- orð, eru sýnilega með mánaðarlaun sem eru innan við 90.000.- krónur, það liggur ljóst fyrir, að meðal- mánaðarlaun þeirra eru um 70.000.- krónur. Hverjar eru mán- aðargreiðslurnar? En hverjar skyldu þá vera þær greiðslur, sem menn þurfa að borga af húsnæðislánum sínum? Helgar- pðsturinn hélt því fram í fyrrnefndri grein, að maður með 90.000.- króna mánaðarlaun gæti ekki greitt: 1. Kr. 7.181.- mánaðarlega tvö fyrstu árin og kr. 9.779.- mánað- arlega frá og með þriðja ári lánstímans, af 2.461.000.- króna húsnæðisláni. 2. Kr. 5.025.- mánaðarlega fyrstu tvö árin og kr. 6.850.- mánaðar- lega frá og með þriðja ári lánstímans, af 1.723.000.- króna húsnæðisláni. 3. Kr. 3.517.- mánaðarlega fyrstu tvö árin og kr. 4.792.- mánaðar- lega frá og með þriðja ári lánstímans, af 1.206.000.- króna húsnæðisláni. Ofangreindar tölur (sem miðaðar eru við 1. ársfj. 1987) gefa augljós- lega til kynna, að allar venjulegar fjölskyldur eiga að geta ráðið við greiðslur af þeim lánum, sem um ræðir. Þetta getur hver og einn séð í hendi sér og mælt auðveldlega við eigin laun. Þá sézt bezt hve stað- hæfingar Helgarpóstsins eru gjör- samlega úr sambandi við raunveruleikann. Meðferð lánsumsókna er með eðlilegum hætti Af opinberum umræðum undan- farið mætti ætla, að í Húsnæðis- stofnuninni hafi nú hlaðizt upp mörg þúsund lánsumsóknir, sem engin leið sé að sinna. Hið sanna er þó á allt annan veg. Allar um- sóknir, sem berast stofnuninni, eru teknar til meðferðar með eðlilegum hætti. Að lokinni bókun Og tölvu- skráningu er skrifað eftir nánari upplýsingum, ef á þarf að halda, en jafhframt stefnt að því að af- greiða allar lánsumsóknir, sem á annað borð eru lánshæfar, með skriflegum og skuldbindandi láns- loforðum innan átta vikna frá þvi að öll nauðsynleg gögn hafa borizt. Uppi eru margvíslegar spár og áætlanir um þróun eftirspurnar eft- ir húsnæðislánum á næstunni, svo sem eðlilegt er. Að sjálfsögðu verð- ur fylgst gaumgæfilega með því máli af stjórnendum Húsnæðis- stofnunarinnar og stjórnvöldum og vafalaust stefht að því að gera nauðsynlegar ráðstafanir í tæka tíð. Það lánakerfi riðar varla til falls, sem hefur sennilega um tíu millj- arða króna til lánveitinga á 24 mánaða tímabili, vegna kaupa og byggingar á 4—5.000 íbúðum í landinu. Hægt er að hugsa sér ýmsar ráðstafanir til að mæta mjög mikilli eftirspurn, verði framhald á henni, eins og sfðar mun koma í ljós. Nýju l'óg'm hafa gnindvallarbreytingu í för með sér Fyrr í þessari grein hefur verið bent á, að n£ju húsnæðislögin og húsnæðislánakerfið hafa ekki að- eins í för með sér grundvallarbreyt- ingu á starfsemi Húsnæðisstofhun- ar ríkisins og lífeyrissjóðanna I landinu, heldur hljóta þau líka og jafnframt að hafa í för með sér endurskoðun og gjörbreytingu á mörgum öðrum sviðum. Allir aðrir aðilar, sem húsnæðismálin snerta með einum eða öðrum hætti, hljóta að endurskoða stöðu sína og starfs- hætti í ljósi þeirra gjörbreyttu viðhorfa, sem komin eru til sögunn- ar. Fremstur í þeim flokki er allur almenningur í landinu. Hann hefur tekið nýja húsnæðislánakerfinu frá- bærlega vel og sýnt mikinn skilning, tillitssemi og umburðarlyndi fyrstu vikur hins erfiða breytingaskeiðs. Allur þorri fólks hefur reynst reiðu- búinn til að semja sig að siðum hins nýja lánakerfis, þannig, að nú heyrir það til undantekninga ef menn semja um íbúðarkaup án þess að hafa áður fengið skriflegt og skuldbindandi lánsloforð Húsnæðis- stofnunarinnar f hendur, þurfi þeir á annað borð á láni að halda til að fjármagna kaupin. Mönnum er ljóst, að án þess er stefnt í mjög mikla óvissu, sem getur hæglega valdið stórfelldum greiðsluvanda og erfið- leikum um langt skeið. Þeir hafa því reynst fúsir til að fara eftir ábendingum stofnunarinnar um að byrja á réttum enda, þ.e. leggja inn lánsumsókn og bíða eftir skuld- bindandi lánsloforði áður en þeir sækja um lóð eða skoða íbúðir með Sigurður E. Guðmundsson „ Af opinberum umræð- um undanfarið mætti ætla, að í Húsnæðis- stofnuninni hafi nú hlaðizt upp mörg þús- und lánsumsóknir, sem engin leið sé að sinna. Hið sanna er þó á allt annan veg. Allar um- sóknir, sem berast stofnuninni, eru teknar til meðf erðar með eðli- legum hætti. Það lánakerfi riðar varia til falls, sem hefur senni- lega um tíu milljarða króna til lánveitinga á 24 mánaða tímabili, vegna kaupa og bygg- ingar á 4—5.000 íbúðum í landinu." tilboðsgerð í huga. En fleira þarf þó til að koma ef ve! á að vera. Menn verða að gera sér ljóst, að í verðbólgulitlu þjóðfélagi í sæmilegu jafnvægi á óðagot engan rétt á sér. Þvert á móti verða hlutirnir að eiga sér eðlilegan aðdraganda og fá nauðsynlegan undirbúningstíma. Það er sannarlega ekkert óeðlilegt við það, þótt menn hefjist handa um undirbúning að íbúðaskiptum eða fyrstu íbúðarkaupum (íbúða- byggingu) með allt að tveggja ára fyrirvara. Hluti þess er t.d. að hefja reglubundinn sparnað og undirbúa jafnframt samning við viðskipta- banka eða sparisjóð um lántöku þegar þar að kemur, ef á þarf að halda. Fái mál að þróast með þeim hætti er lítil hætta á, að menn standi síðar meir ráðalausir frammi fyrir stórfelldum greiðslum, sem erfitt eða ógerlegt er að mæta, svo að allt lendir í óefni. Bankar og sparisjóðir hljóta að endurskoða starfshætti sína Það hefur að sjálfsögðu alla tíð verið ljóst, að bankar og sparisjóðir gegna gífurlega stóru hlutverki við fjármögnun íbúðarkaupa og íbúðar- bygginga í landinu. Því hljóta einnig þeir að íhuga grundvallarbreytingar á starfsháttum sínum í kjölfar hinna nýju húsnæðislaga. Jafnframt er eðlilegt að þeir hvetji nú viðskipta- menn sína til að undirbúa íbúðar- kaup eða íbúðarbyggingar með reglubundnum sparnaði löngu fyrir- fram, t.d. í formi húsnæðissparnað- arreikninga. Virðist jafnframt eðlilegt, að þeir kosti fyrst og frernst kapps um að veita fólki skammtímalán út á lánsloforð Hús- næðisstofnunarinnar, ef á þarf að halda. Margt bendir til þess, að nú um stundir sé almennt ætlazt til mun meiri ráðgjafar af hálfu banka og sparisjóða á þessu sviði hér eft- ir en hingað til. Sjálfsagt má benda á fleiri atriði, sem gætu verið mikil- vægir þættir í endurskoðaðri starf- semi banka og sparisjóða. En þeir, sem hér hafa verið nefndir, stefna ótvírætt í rétta átt. Húsnæðisstofn- unin er vissulega reiðubúin til þess að styðja alla viðleitni og starfsemi í þessu efni, t.d. varðandi undirbún- ing að nýrri og aukinni ráðgjöf í bönkum og sparisjóðum um land allt. Hún er alfarið þeirrar skoðun- ar, að nauðsynlegt sé að efla (stórlega) samband hennar og þeirra, m.a. varðandi gagnkvæmt upplýsingastreymi og samráð. Því hafði hún forgöngu um stofnun samráðsnefndar þessara aðila fyrir nokkru, sem þegar er tekin til starfa og miklar vonir eru bundnar við. Fasteignasölurnar verða að laga sig að nýju löggjöfinni Ekki fer á milli mála, að fast- eignasölurnar í landinu eru einhver áhrifaríkasti aðilinn á húsnæðis- markaðnum. Því er augljóst, að þær þurfa einnig að taka starfsemi sína til gagngerrar endurskoðunar í ljósi hinna nýju húsnæðislaga, enda verða þær, eins og önnur viðskipta- svið þjóðarinnar, að vera sem mest í takt við tímann hverju sinni. Það er mjög mikilvægt að þær, engu síður en bankar og sparisjóðir, lagi sig að hinum nýju lögum til að tryggja framkvæmd þeirra. Það fær ekki staðizt að líta svo á, sem ekk- ert hafi gerst annað en lánin hafi hækkað. Þess vegna verða fast- eignasölurnar að laga starfsemi sína að anda. og efni hinna nýju laga. Einn þáttur þess gæti t.d. verið sá, að leggja áherzlu á það við viðskiptavini að þeir sæki um húsnæðislán og bíði eftir skriflegum lánsloforðum áður en þeir skoða íbúðir og gera tilboð. Annar mikil- vægur þáttur væri sá, að kaupendur og seljendur íbúða nái sem oftast samkomulagi um að greiðsludagar húsnæðislána (samkvæmt lánslof- orðunum) og innborgana í kaup- 'samningum séu hinir sömu. Slíkt væri báðum aðilum mikils virði, tryggði öryggi beggja og gæti hlíft kaupendum við stórfelldum víxla- slætti og kostnaði. Þriðja breyting- in, sem þeir gætu beitt sér fyrir, væri fólgin í því að draga úr þeirri miklu spennu, sem íbúðarkaupend- ur, sérstaklega, lenda oft í; marg- sinnis hefur hún leitt til þess, að þeir hafa rasað um ráð fram og stofnað til íbúðarkaupa, sem hafa lítt eða ekki verið þeim viðráðanleg. Hefur það síðan leitt til margvís- legra erfiðleika fyrir þá og seljendur íbúðanna. Gæti orðið umtalsverð breyting á þessu ástandi yrði of- boðslegum þrýstingi létt af mönnum og öll starfsemi á þessum vettvangi yrði með eðlilegri og skapfelldari hætti. Allt þetta, og margt annað, myndi greiða mjög fyrir því, að nýja húsnæðislöggjöfin næði að festast tryggilega í sessi, öllum til hagsbóta. Og enginn vafi er á því, að slíkir starfshættir yrðu fasteignasölum til álitsauka. Hús- næðisstofnun vill mjög gjarnan eiga gott sanistarf við fasteignasölurnar í landinu um framgang hinna nýju húsnæðislaga. Hún hefur þegar haft nokkurt frumkvæði í því efni, sem fengið hefur jákvæðar undir- tektir og þyrfti að leiða til mun meira samráðs og gagnkvæms skilnings. 210 milljónir króna Austf irðingum í hag Á umliðnum mánuðum hafa margir gert sér tíðrætt um, að mikl- ir fjármagnsflutningar eigi sér stað frá landsbyggðinni til Reykjavíkur vegna skuldabréfakaupa lífeyris- sjóða af Húsnæðisstofhun ríkisins. Hér er að sjálfsögðu um stórmál að ræða, sem ekki er unnt að gera nein skil í stuttu máli, auk þess sem engin athugun hefur farið fram á því, sem raunverulega gerist. Rétt er þó að fara nokkrum orðum um það. Greinarhöfundur var fyrir nokkru á fundi sveitarstjórnar- manna, alþingismanna og fleiri aðila, sem haldinn var á Egilsstöð- um. Margir ræðumanna héldu því fram, að í kjölfar nýja húsnæðis- lánakcrfisins væri geysimikið ¦ ¦ - mmmm wmmmmm fjármagn flutt úr lífeyrissjóðunum á Austurlandi til Reykjavíkur, þar sem það væri notað til íbúðarkaupa og húsbygginga. Undir lok þessara umræðna steig í ræðustól stjórnar- formaður eins stærsta lífeyrissjóðs- ins á Austurlandi og sagðist ekki fá betur séð en meira fjármagn fengist sem lánsfé frá Húsnæðis- stofnuninni til íbúðarbygginga og íbúðarkaupa á Austurlandi en næmi skuldabréfakaupum sjóðanna eystra, ef allir umsækjendur aust- anlands hagnýttu sér lánsloforðin þar. Þótti fundarmönnum það at- hyglisverðar upplýsingar. A fjórum síðustu mánuðum liðins árs, þ.e. frá gildistöku langanna 1. september til ársloka, bárust Hús- næðisstofnuninni samtals 157 lánsumsóknir frá einstaklingum og fjölskyldum á Austurlandi. Næmi meðallán stofnunarinnar út á hverja þessara umsókna 1,6 milljón króna (sem var meðal-hámarkslán á fyrsta fjórðungi þessa árs) myndi lánsféð samtals nema 251,2 milljón- um króna út á 157 íbúðir. Á sama tíma keyptu báðir lífeyrissjóðirnir eystra skuldabréf af stofnuninni fyrir 41,2 milljónir króna. Miðað við sama meðal-hámarkslán og að framan greinir dygði það fé til þess að byggja eða kaupa 26 íbúðir. 82 milljónir króna Eyjamönnum í hag Hinn 20. marz sl. birtist grein í DV um „fjármagnsflutningana" til Reykjavíkur. Þar segir m.a., að frá Vestmannaeyjum „muni fara h.u.b. 60 milljónir til kaupa á skuldabréf- um frá Húsnæðisstofnun á þessu ári, en þar hafa tveir hafið bygg- ingu íbúðarhúsa frá áramótum". Það er vissulega rétt, að báðir lífeyrissjóðirnir í Vestmannaeyjum hafa skuldbundið sig til þess að kaupa skuldabréf á þessu ári'af Húsnæðisstofnuninni fyrir u.þ.b. 60 milljónir króna. En á tímabilinu 1. september til ársloka 1986 bárust stofnuninni 89 lánsumsóknir frá Vestmannaeyjum. Sé gert ráð fyrir meðal-hámarksláninu : 1,6 milljón króna út á hverja þessara umsókna munu þau lán samtals nema 142,4 milljónum króna. Sökum verðtrygg- ingarinnar munu þau þó sennilega nema hærri heildarfjárhæð. Hús- næðisstofnunin ræður að sjálfsögðu engu um það hvar þetta fjármagn verður notað til fbúðarkaupa eða bygginga, en væntanlega stefna langflestir að því að nota það í Vestmannaeyjum, rétt eins og menn austanlands munu væntan- lega einnig nota sín lánsloforð þar. Skuldabréfakaupin tryggjahærrilán til lengri tíma með betri kjörum Þ6 að þau dæmi, sem hér hafa verið tilgreind, segi engan veginn alla söguna gefa þau þó a.m.k. til kynna, að tvær hliðar eru á þessu máli eins og fleirum. Af þeim má draga þá ályktun að skuldabréfa- kaup lífeyrissjóðanna í byggðarlög- unum tryggi mönnum miklu meira lánsfé frá Húsnæðisstofnuninni til nota þar og með miklu betri kjörum en þeir ættu kost á úr sjóðunum sjálfum. Handhafar lánsloforðanna lfta sjálfsagt svo á, að það sé þeirra einkamál hvar í landinu þeir byggja eða kaupa íbúðir. Það hefur þó mikla þýðingu og því leitar nú Húsnæðisstofnunin leiða til þess að geta fylgst sem með best með því, svo að unnt sé að gefa upplýsingar um það á aimennum vettvangi og menn þurfi ekki að velkjast í vafa þar um. Nýja húsnæðislöggjöfin og grundvallarbreytingar á mörgum sviðum í kjölfar hennar eru stór- mál, sem verður að ná fram að ganga; ekki verður aftur snúið. Enda mun svo fara ef menn skilja hvað um er að vera og taka höndum saman. í þeim efnum verður ekkert slegið af, því að þessum slag má þjóðin ekki tapa. HSfundur er framkvæmdastjóri Hásuseðisstofaumvr rtkisins. K8MMHIE- *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.