Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 78
78 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987 Leifur Harðarson -* Kristján, Valur og Leifur bestir! ÞAÐ hefur verið til siðs að íþróttafréttamenn Morgun- blaðsins útnefni bestu leik- menn hvers keppnistímabils í handbolta og körfubolta og þar sem tímabilið er nú á enda er ekki úr vegi að tilkynna hverjir hafa verið útnefndir. Besti handknattleikmaður- inn er að okkar mati Kristján Sigmundsson markvörður ís- landsmeistara Víkings og landsliðsins. Val Ingimundar- son þjálfara og leikmann Njarðvíkur teljum við vera besta körfuknattleikmanninn á því keppnistímabili sem nú er á enda. Einnig veljum við nú besta blakmanninn og þar varð Leifur Harðarson fyrirliði Þróttar og landsliðsins fyrir valinu. " Júdó: Bjarni meiddur - oggengs líklega undir uppskurð BJARNI Friðriksson júdókappi úr Ármanni meiddist á opna þýska meistaramótinu fyrir skömmu eins og við sögðum frá. Nú er komið í Ijós að liðband f hœgra hnéi er illa rifið og Ifklega verður Bjarni að gangast undir uppskurð á næstunni. Kristján Sigmundsson HVAÐA nafn verður ritað á bikar- inn sem veittur er fyrir sigur f bikarkeppni HSÍ? Það er ekki gott að segja en Ijóst er að hvort sem það verður Stjarnan eða Fram sem vinnur leikinn á morg- un þá bætist eitt nýtt nafn á bikarinn. Hvorugt liðið hefur enn náð að sigra f bikarkeppninni og hafa bæði fullan hug á að koma nafni félags sfns á bikarinn. Félögin eru ólík um margt. Framarar voru stórveldi í hand- boltanum áður en Stjörnumenn tóku fyrst þátt í íslandsmóti. Fram- arar byrjuðu í handbolta um 1940 en Stjarnan tók fyrst þátt í íslands- móti þrjátíu árum síðar, eða 1970. Frömurum gekk vel í upphafi íslandsmótsins í vetur en síðan fór að halla undan fæti hjá þeim. Þeim gekk þó vel í bikarleikjunum og unnu þar meðal annars Valsmenn. Nú eru þeir sem sagt komnir í bik- arúrslitaleikinn og ætla þeir ábyggilega að reyna allt til að sigra því langt er um liðið frá því félagið hefur unnið til verðlauna í hand- knattleiknum. Stjarnan leikur nú í þriðja sinn til úrslita í bikarkeppninni, þeir hafa tvívegis tapað fyrir Víkingum. Mörgum finnst eflaust tími til kom- inn að þeir kræki sér í titill þó svo félagið sé ungt. Liðið hefur leikið vel undanfarin ár þó svo titlana hafi vantað. Þeim var spáð sigri í íslandsmótinu áður en það hófst en það gekk ekki eftir. í íslandsmótinu vann Fram fyrri leikinn við Stjörnuna, 24:23, en tapaöi síðari leiknum 29:23 þannig að keppnin ætti að geta orðið spennandi og jöfn í Höllinni á morgun. í fyrri leiknum fór Páll Björgvins- son þjálfari Stjörnunnar á kostum og skoraði 11 mörk, þar af þrjú úr vítaköstum. Nýtingin var alveg frábær hjá honum og réðu Framar- ar ekkert við hann. Hannes Leifs- son skoraði 4 mörk og var næstur á eftir Páli. í seinni leiknum skoraði Hannes • Þaö mæðir ábyggilega mikið á Sigmari Þresti markverði Stjörnunnar og öðrum markvörðum bikarúr- slitaleiksins á morgun. Á litlu myndinni eru Framarar fjölmennir í vörninni og ef hún verður svona þétt verður erfitt um vik hjá Stjörnunni. hins vegar 12 mörk, 3 úr vítum, og átti stórleik. Skúli Gunnsteins- son skoraði 6 mörk og Einar Einarsson fimm. Mikil breidd virð- ist því vera hjá Stjörnumönnum og verða Framarar að gæta sín á þeim. Agnar Sigurðsson var athvæða- mestur Framara í báðum leikjunum við Stjörnuna, skoraði 8 mörk í þeim fyrri, tvö úr vítum, en næstir á eftir honum komu Hermann Björnsson með 6 mörk og Birgir Sigurðsson skoraði 5. I seinni leiknum skoraði Agnar sex mörk og ekkert þeirra úr víti, Per Skaar- up gerði fimm mörk og kom nstur á eftir Agnari og Birgir skoraði fjög- ur af linunni. Bikarúrslit kvenna: Vinnur Fram eða krækir FH sér í titil? FRAM er með lið viðar en f úrslit- um bikarkeppni karla í hand- knattleik. Konurnar hjá félaginu eru einnig f bikarúrsiitum og virð- ast eiga mikla möguleika á að vinna ef marka má gengi þeirra f vetur. Þær mæta FH-ingum f úrslitum klukkan 13 á morgun f Laugardalshöllinni og verður það ábyggilega mikill baráttuleikur. Framstúlkurnar eru núverandi íslandsmeistarar og hafa fullan hug á að vinna tvöfallt í ár en ef marka má leiki Fram og FH í vetur í íslandsmótinu ætti úrslitaleikur- inn á morgun að vera spennandi og jafn. Félögin unnu sinn hvorn leikinn í íslandsmótinu og þó svo Fram hafi haft nokkra yfirburði í vetur þá getur allt gerst í bikarleikjum -svo ekki sé nú talaö um bikarúr- slitaleiki. Áhorfendur ættu ekki að láta sig vanta því mikiö er um landsliðs- menn í þessum tveimur liðum og það verður því handbolti eins og hann gerist bestur á fjölum Laug- ardalshallarinnar á morgun klukk- an 13. Stjarnan Liðin sem leika: HÉR á eftir er listi yfir leikmenn liðanna sem leika til úrsiita f bikar- keppni karal í Laugardalshöll kl.14.30 á morgun, sunnudag. Á eftir nafni teikmanns er aldur og síðan leiklr með meistaraflokki félags- ins. Fyrirliði Fram er Hermann Björnsson og hjá Stjörnunni er Hannes Leifsson fyrirliði. Fram Markverðir: Óskar Friðbjörnsson 25 33 Guömundur A. Jónsson 21 21 Aðrlr lelkmann: Hermann Björnsson 23 199 T ryggvi T ryggvason 23 126 Ragnar Hllmarsson 32 125 Birgir Sigurðsson 22 27 Andrés Andrósson 25 85 Per Skaarup 32 27 Agnar Sigurðsson 23 112 Július Gunnarsson 18 18 Ólafur Þór Vilhjólmsson 19 20 Bjöm Eiríksson 28 130 Markverðlr: Sigmar Þröstur Óskasson Jónas Þorgeirsson Aðrir leikmenn: Agnar Róbertsson Sigurjón Guðmundsson Guðmundur Óskarsson Hilmar Hjaltason MagnúsTeitsson Páll Björgvinsson Skúli Gunnsteinsson Gylfi Birgisson Hafsteinn Bragason Einar Einarsson Ragnar Gíslason Hannes Leifsson 26 30 21 23 27 18 29 36 20 23 19 19 19 30 33 30 17 214 125 35 296 33 136 66 70 104 8 148 Þjálfarar beggja liöa leika jafnframt með liðum sínum. Þjálfari Fram er Per Skaarup en þjálfari Stjörnunnar er Páll Björgvinsson. íþróttir helgarinnar: Bikarúrslitin ber hæst BIKARÚRSLITALEIKIRNIR f hand- knattleik bera hæst um þessa helgi. Fram og Stjarnan leika tii úrslita f meistaraflokki karl og Fram og FH f meistaraflokki kvenna. Leikirnir verða f Laugar- dalshöll á morgun, sunnudag. Kraftlyftingar: íslandsmótið í kraftlyftingum fer fram í Bæjarbíói í Hafnarfiðri í dag. Búist er við skemmtilegri keppni í flstum flokkum og að nokkur ís- landsmet eigi eftir að falla.Mótið er tvískipt og hefst keppni í léttari flokkum og kvennaflokki kl. 10.00 en síðan í þyngri flokkum kl. 14.00. Frjálsar fþróttir: Sextánda Víðavangshlaup Is- lands fer fram að Brautarholti á Skeiðum í Árnessýslu á morgun, sunnudag kl. 14.00. Búist er við að um 150 þátttakendur taki þátt í hlaupinu. Karlar hlaupa 8 km, konur og drengir 3 km og telpur, piltar, stelpur og strákar 1,5 km. Fyrst var hlaupið haldið 1972 og sigraði þá Jón H. Sigurðsson, HSK, í karlaflokki og Ragnhildur Pálsdóttir, UMSK, í kvennaflokki. í hlaupinu á morgun munu flestir af bestu millivegahlaupurum landsins mæta til leiks eins og t.d. þeir sem efstir hafa verið í stiga- keppni vetrarhlaupanna þennan vetur. Má þar nefna Má Her- mannsson, UMFK, Sighvat Dýra Guðmundsson, ÍR, Jóhann Ingi- bergsson, FH, Ágúst Þorsteins- son, UMSB, Daníel Guömundsson, USAH, Frímann Hreinsson, FH, Gunnar Pál Jóakimsson, ÍR, Kristj- án Skúli Ásgeirsson, ÍR, Bessa Jóhannsson, ÍR , Magnús Haralds- son, FH og Steinar Jens Friðgeirs- son, ÍR. Spáð er hörkukeppni milli þessara manna, bæði í einstakl- ings- og í 5 manna sveitakeppn- inni. Skólakeppni Sanitas og FRÍ fer fram í dag, laugardag, í Baldurs- haga og hefst kl. 10.00 þar sem keppt verður í langstökki, 50 metra hlaupi og boðhlaupi. Kl. 14.00 hefst keppni í Laugardalshöll þar sem keppt verður í hástökki og kúluvarpi. Þetta er keppni 11 til 14 ára barna úr fræðsluumdæm- um landsins. Skfðl: Bikarmót verður haldið í alpagrein- um fullorðinna í Bláfjöllum í dag og á morgun. Bikarmeistarar í fyrsta sinn - verða krýndir í Laugardalshöll á morgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.