Morgunblaðið - 11.04.1987, Side 9

Morgunblaðið - 11.04.1987, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987 9 Ford Vedette árg 1951. 8 cyl beinsk. Til sýnisog söluá bílasölunni Blik. Uppl. ísímum 686477 eða 30591. Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn „Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn m.a. vegna þess að í Reykjavík, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið einn með stjórn, hefur forysta hans skilað stórkostlegum árangri í íþrótta- og æskulýðsmálum. Ekkert nema aukinn styrkur Sjálfstæð- isflokksins tryggir bætta stöðu þeirra mála um land allt". Lovísa Sigurðardóttir, kennari Á RÉTTRI LEIÐ ... X-D Styrkur og veikleiki borg- aralegra afla Matthias Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, spyr þess í blaðinu Vogum, sem sjálfstæðismenn i Kópavogi gefa út, hvað vinnist við sundrungu borgaralegra afla, það er framboð Borgara- flokks, sem „ekki verði betur sinnt af öflungum Sjálfstæðisflokki". Þessari spumingu, sem er mjög brýn, svara kjósendur innan tíðar, hver eftir eigin hæfni til að meta stöðu mála og spá í framtíð íslenzkra stjómmála. Ráðherrann spyr einn- ig efnislega: Hvers vegna hafa borgaraleg öfl hér á landi haft afgerandi meiri áhrif á framvindu þjóðmála en t.d. á hinum Norðurlöndunum? Hann svarar og spum- ingunni sjálfur: „Hér á landi hafa borgaraleg öfl borið gæfu til þess að standa saman. Agreiningsmálin hafa verið leyst innan vébanda Sjálfstæðis- flokksins . . . Þetta krefst sjálfstjóraar for- ystumanna og sjálfsvit- undar þeirra um ábyrgð gagnvart landi og þjóð.“ Eyjavið eldgos Forystugrein Voga fjallar um hinn „nýja“ Borgaraflokk, „huldu- herinn". Greininni lýkur með þessum orðum: „Ef til vill er Sjálfstæð- isflokkurinn eins og frumefnið úraníum. Ef það nær tilteknum massa, þá verður spreng- ing. Sjálfstæðisflokkur- inn var á mikilli siglingu í óskabyr og taldi sig vera á réttri leið. En þá reis eyja úr hafinu sem skipið steytti á. Víst Hvert er erindið? Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, spyr m.a. í blaðinu Vogum: „Hvaða erindi á Borgaraflokkurinn við þjóð- ina sem ekki verður betur sinnt af öflugum Sjálfstæðisflokki?" Staksteinar glugga í þetta blað, sem sjálf- stæðismenn í Kópavogi gefa út, og staldra við yfirlýsingu Alberts Guðmundssonar, alþingis- manns, um framboð Borgaraflokks til borgar- stjórnar Reykjavíkur, til höfuðs meirihluta Sjálfstæðisflokksins. munu sjálfstæðismenn um síðir rétta skipið og er Borgaraflokknum þvi ekki hér spáð langra lífdaga, fremur en flest- um eyjum, sem úr sæ risa við eldgos. Víst er þó, að við fáar aðrar kosningar en hinn 25. april nk. hefur verið nauðsynlegra, að fólk skoði hug sinn vandlega, áður en atkvæði er greitt. Niðurstaðan verð- ur hinsvegar ótvíræð og ekki aftur tekin. Tökum þvi ekki áhættu af samstjóm margra smáflokka eftir næstu kosningar. Aðeins sterkur Sjálfstæðisflokk- ur er vöm gegn vinstri stjóm. Borgaraflokkur- inn er ekki Sjálfstæðis- flokkurinn. Hann er allt annar flokkur." í forystugrein er og bent á það að á fram- boðslistum Borgara- flokks er fólk úr ýmsum pólitiskum áttum „frá yzt til vinstri til yzt til hægri“. Framboðtil borgarstjóm- ar Albert Guðmundsson segir í DV, að flokkur hans hyggi á framboð til borgarstjómar Reykja- víkur. DV hefur eftir honum: „En nú er ég kominn í annan flokk og það er flokkur sem býður fram til AJþingis nú og ég get ekki ímyndað mér að mínir stuðningsmenn og þeir hátt yfir tvö þúsund, sem hafa gengið í Borg- araflokkinn undanfama daga, taki þvi að ekki verði boðið fram í borg- arstjómarkosningum þegar þar að kemur. Ég geri fastlega ráð fyrir því að við bjóðum fram til borgarstjórar!" Komi Borgaraflokkur- inn sterkur út úr þing- kosningum má búast við, að vilji til framboðs í borgarstjómarkosning- um verði þeim mun rneiri. Þetta ættu þeir kjósendur að íhuga, sem telja meirihlutastjóra sjálfstæðismanna í borg- arstjóm Reykjavíkur nokkurs virði. Bestu ferðakaup hálfvim Costa del Sol Við höfum fengið viðbótargistingu á hinu frábæra hóteli Timor Sol. 27 .ÁOÖ 9 ZS dagi ar. mawn Útsýn fyrir þig Austurstræti 17 Simi 26611 Á þessum tíma er meðalhiti um 23° og meðalhiti sjávar um 17°. Það er mikið vor í lofti, gróður all- ur ferskur og í miklum blóma og litaskrúðið með ólíkindum. Pantið strax.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.