Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987
WALLASSE TING
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
í nýinnréttuðum sýningarsal á
Hringbraut 119 stendur yfír sýn-
ing á nokkrum málverkum og
allmörgum grafík- og veggmynd-
um eftir Wallasse Ting.
Listamaðurinn er vel kunnur
hér síðan Listasafn íslands kynnti
verk hans á listahátíð fyrir nokkr-
um árum. Wallasse Ting er öllu
fremur þekktur fyrir ástþrungnar
myndir af konum og rekst maður
á myndir hans víða í útlöndum.
Hann virðist atkvæðamikill og
harðduglegur við að kynna list
sína og hefur sýnt í mjög virtum
sýningarsölum beggja vegna Atl-
antshafsins svo og í Austurlönd-
um fjær, þaðan sem hann er
ættaður.
Pentskúfur listamannsins er
leikandi og léttur og hann töfrar
fram sterk áhrif í mjög fáum
dráttum og fyrir það mun hann
vera kunnastur. Þá er yfir mynd-
um hans viss yndisþokki og
austurlenzk litadýrð er hrífur, en
einnig á hann það til að sletta litn-
um og nota frekar ódýr brögð, sem
dregur úr áhrifunum og enn frek-
ar rýrir það áhrifín hve keimlíkar
myndimar eru. Þannig séð verða
þær margar leiðigjamar í lengdina
og missa erótísk áhrif sín, sem
þó geta verið býsna mikil við
fyrstu kynni.
Wallasse Ting er fjarska lipur
teiknari, svo sem fram kemur í
bestu myndum hans og um leið
hefur hann næmt auga fyrir
áhrifamætti lita. En honum virð-
ast mjög vel ljós takmörk sín sem
listamanns og reynir því hvers
konar tæknileg hliðarstökk til að
vega þau upp, en hér bregst hon-
um einmitt bogalistin og ekki
bætir úr skák hve gríðarlega af-
kastamikill hann er á þröngu sviði
svo að helst minnir á verksmiðju.
Hinar lostafullu fijósemisgyðj-
ur hans hafa ekki aðeins fagra,
tælandi ásjónu heldur og einnig
litrík sköp, sem ekkert frekar er
verið að fela en vel málaðar varir
né tælandi augnskugga.
Hér er allt, stórt og smátt, ást-
inni vígt og fyrirheitum um meiri
ást, stöðuga ást og einna helst
holdlega ást — nýja ást á hverri
mínútu allan sólarhringinn, vik-
una, mánuðinn, árin og eilífðina.
— Það er vel til fallið af Galleríi
119 að sýna myndir þessa heims-
fræga listamanns í húsakynnum
sínum en eins og staðið er að
sýningunni svífur. helst til mikill
verzlunarbragur yfír vötnum.
Framtíðin skýrir svo hvort hér sé
um vaxtarverki að ræða eða
stefnumörk.
Janette Bragman: Sjálfsmynd.
í anddyri Norræna hússins hefur
verið komið fyrir allmörgum sjálfs-
myndum sænskra ljósmyndara og
mun sýningin standa út þessa viku.
Það mun vera sænska ljósmynd-
arasambandið sem stendur að
sýningunni í samvinnu við Norræna
húsið og ekki kæmi mér á óvart
að um farandsýningu sé að ræða.
Sýningarskráin er í stóru broti
og mun hér komið 32. hefti af
Stina Brockman: Sjálfsmynd.
„Bild“, tímariti sænska ljósmynd-
arasambandsins.
Ljósmyndirnar á sýningunni eru
flestar frekar litlar og unnar í hina
fjölbreytilegustu tækni og hér af-
hjúpar hver og einn sjálfan sig með
sínu lagi, — sumir á klassískan
hátt en aðrir með hinum margvís-
legustu tilraunum forma, tjáningar
og rýmis. Hér er um atvinnuljós-
myndara að ræða og ég segi fyrir
SJÁLFSMYNDIR
Peugeot 205. „Besti bíll í heimi“
Peugeot 205 hefur verið valinn „besti bíll í heimi"
annað árið í röð at hinu virta þýska bílablaði
.Auto Motor und Sport".
Peugeot 205 sameinar aksturseiginleika, þœgindi,
öryggi og spameytni betur en nokkur annar bíll í sínum
verðflokki að mati kröfuharðra Þjóðverja.
Peugeot205 erframdrifinn, fjöðrun í sérflokki, kraftmikill
og hljóðlátur.
Komið, reynsluakið og sannfœrist.
Verðfrákr.: 318.700.-
Peugeot 309.
Nýr bíll frá Peugeot
Við bjóðum velkominn til íslands nýjan glœsilegan
fulltrúa frá Peugeot, Peugeot 309.
Miklar rannsóknir og reynsla af Peugeot 205,
hárnákvœm vinnubrögð, því hann er að mestu settur
saman af vélmennum, tryggja hátœknileg gœði.
Peugeot 309 er 5 dyra framhjóladrifinn og með
fjöðrun í Peugeot gœðaflokki. Það ásamt eyðslu-
grönnum vélum og lágri bilanatíðni gera 309 að bíl fyrir
íslenskar aðstœður.
\ferðfrá kr.: 376.100-