Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987
55
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
NámskeiÖ ístjörnu-
speki
Síðastliðinn laugardag vorum
við stödd hjá aröbum mið-
alda. Við fall Rómar lagðist
evrópsk menning af um nokk-
urt skeið og samfara al-
mennri hnignun var stjörnu-
speki lítt iðkuð. Hin foma
menning Grikkja og Mesop-
ótamíumanna varðveittist
hins vegar hjá aröbum.
EyÖimerkur
Hugsanleg ástæða fyrir því
hversu opnum höndum arab-
ar tóku stjörnuspeki er ekki
síst talin sú að þeir höfðu í
gegnum aldir notað stjömur
til að ná áttum á ferðum
sínum í gegnum eyðimerkur
ríkja sinna.
Miöjarðarhafsbotn
Á fyrsta hápunkti arabískrar
stjömuspeki komu fram
nokkrir merkir spekingar.
Al-Farghani (d. 861), Abu
Mashar (787—886) sem tók
saman ritið Kynning á
stjömuspeki sem varð vinsælt
í Evrópu á 12. öld og al-
Bimni (973—1048). Einnig
Ibn Junus (d. 1009) sem
starfaði í Kairó og gaf út
fyrstu plánetutöflumar sfðan
Ptolemy, Hakemite-töflumar.
Spánn
Á 10. öld blómstraði undir
stjóm araba menning sem var
undir áhrifum frá múhameðs-
trúarmönnum, gyðingum og
kristnum. Komið var á fót
rannsóknarstöðvum á Toledo,
Sevilla og Kordóvu.
Evrópa
Á sama tíma var áhugi að
vakna í Frakklandi-og Þýska-
landi. Þaðan komu til Spánar
evrópskir fræðimenn og rann-
sökuðu arabíska texta. Líkast
til er þar að finna fyrsta vísi
að endurreisn evrópskrar
menningar.
Maimonedes
Tveir frægustu spekingar
þessa tímabils voru Averró
(1126—1198) ogMaimonedes
(1135—1204). Þeir tóku
stjömufræði Aristotelesar
fram yfir stjörnufræði Platós.
Því vom fyrstu endurkynni
Evrópumanna af stjörnufræði
mótuð af kenningum Arist-
óteliusar.
Averró
Averró hefur af mörgum ver-
ið talinn einn merkasti
heimspekingur allra tíma.
Hann leysti togstreituna sem
var á milli þarfar Grikkja fyr-/
ir fullkomna hringi og þeirrar
staðreyndar að plánetumar
gengu ekki á hringlaga spor-
brautum. Hann hélt því fram
að ekki skipti máli hvort hið
Ptolemíska heimskerfi væri
rétt eða rangt út frá hlutlægu
sjónarmiði. Það sem skipti
máli væri hin táknræna
merking og notagildi þess
fyrir heimspekinga og
stjömuspekinga. Hann hélt
því fram að stjömuspeki væri
fyrst og fremst táknrænn lyk-
ill til að skilja innra eðli
sólkerfísins og heimsins.
Kristnir
Smám saman lögðu kristnir
menn lendur araba á Spáni
undir sig. Áhuginn á stjömu-
speki hélst þó hinn sami og
t.d. er frægt að Alfonso X
af Kastalfu (1252-1284) lét
gera stjömutöflur sem vom
höfuðtöflur í Evrópu fram á
daga Kópemíkusar.
Mongólar
Þriðji hápunktur stjömuspeki
í hinum múhameðska heimi
var undir stjóm Mongóla.
Hulagu Kan sonur Gengis
Kan hertók Bagdad 1258.
Hann réðst þó ekki gegn
stjömuspeki heldur lét reisa
stóra rannsóknarstöð í Meg-
hara í norðvestur Persíu árið
1259. Þessi blómgun náði
fram undir 1500.
GARPUR
GRETTIR
DYRAGLENS
01966 Trlbune Medla Servlcee, Inc.
All Rights Reserved
'A eftvz skoppanpi hafna-
POUTA KE (VlUR. ALtTAF 5ÆT0IÖ
ObSAFAlZÍ KUIC Ú TMU-í\mAVURj
UOSKA
FERDINAND
THERE G0E5 VOUR
LITTLE BR0THER RIPING
0N THE BACK OF
V0UR MOM'5 BICVCLE
~Tf
SMAFOLK
I SEE HE'5 FINALLV
WEARIN6 A HELMET...
BUT IM N0T5URE
HE LIKES IT..
"IX
PE0PLE C0NFU5E ME
UJITH UJAVNE 6RETZKV!
Þarna er litli bróðir þinn
aftan á hjólinu hennar
mömmu þinnar.
Ég sé að hann er loksins
farinn að nota hjálrn —
En ég er ekki viss um að
hann kunni við hann ...
Fólk ruglast á mér og
ameriskri fótboltahetju!
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Hver er besta spilamennskaiT
í sex spöðum með hjartadrottn-
ingu út?
Suður gefur; NS á hættu.
Norður
♦ ÁG
VÁK73
♦ 1083
♦ Á654
Vestur
♦ 74
♦ DG94
♦ G952
♦ D108
Austur
♦ 9832
♦ 1065
♦ 74
♦ KG72
Suður
♦ KD1065
♦ 82
♦ ÁKD6
♦ 93
Vestur Norður Austur Suður
— — — 1 spaði
Pass 21auf Pass 2 spaðar
Pass 2 hjörtu Pass 2 tíglar
Pass 5 spaðar Pass 6spaðar
Pass Pass Pass
Ellefu slagir em þegar til
reiðu, og sá 12. virðist hvergi
geta komið nema á tígul. Til
þess þarf liturinn að brotna 3—3
eða gosinn að falla blankur eða
annar.
Lesandinn veit auðvitað
manna best að tígulgosinn er
flórði í vestur, svo einhverjir “
fleiri möguleikar hljóta að leyn-
ast í spilinu.
Reyndar. Kastþröng í rauðu
liturinn er raunhæfur möguleiki,
en til þess að hún gangi verður
að dúkka fyrsta slaginn. Ella
verður hiynjandin ekki rétt. Það
er saman hveiju vestur spilar í
öðmm íslag, en segjum að hann
velji meira hjarta. Það er drepið
á ás, ÁG í trompi spilað, farið
heim á tígulás, og tromp austurs
íekin. Nú er tíguikóngur lagður^
niður, ef gosinn skyldi vera ann-
ar. Þegar það gengur ekki er
fímmta trompinu spilað. Vestur
verður að henda síðasta laufínu,
en ræður ekki við þrýstinginn
þegar laufí er spilað á ás blinds.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
í flokkakeppni sovézka hers-
ins í fyrra kom þessi staða upp
í skák hins unga og efnilega
meistara Bareev, sem hafði
hvitt og átti leik, og stórmeistar-
ans Timoshenko.
31. Bxg7! - Bxg7, 32. f6 -
Dd6+ (Svartur var glataður,
sbr. afbrigðið 32. — Hxel+, 33.
Hxel - Dxf6, 34. He8 mát) 33.
Khl og svartur gafst upp.