Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRIL 1987 Júnínótt og einn dagur Hugleiðing um stjórn umhverfismála eftirSigrúnu Helgadóttur „Ör, ör, öræfaferð ...“ Júnínótt. Sól í norðri. Gullin ský á blárauðum himni. Gæsir í odda- flugi. Glampandi hvítir jöklar. Kolsvartur sandur. Ekkert heyrist nema þungur niður árinnar. „Þessi Qandans á,“ hugsaði mað- urinn. Hann stóð uppi við gráan stein í grænskræpóttum búningi, reykti og horfði á brúnan flutninga- bílinn, þar sem hann lá á hvolfl úti í ánni. Hann henti sígarettunni gremjulega frá sér, hvemig átti hann að vita að molbúar þessa lands brúuðu ekki einu sinni ámar. Hann var á leið frá Keflavíkurflugvelli að Gunnólfsvíkurijalli. Honum hafði verið sagt að láta lítið á sér bera, það væru víst ekki allir landsmenn jafn ánægðir með veru hersins í landinu og þess vegna hafði honum fundist upplagt að fara yfir hálend- ið að hluta, Kjölur hét víst vegurinn. Og þama lá svo bíllinn, með öllu því sem í honum var. Árbakkinn hafði brostið, hann gat víst þakkað fyrir að hafa komist út ómeiddur, hugsaði hann, um leið og hann veitti athygli svartri brákinni sem flaut frá bílnum niður eftir móleitri ánni. Hann hrökk upp úr hugrenn- ingum sínum við mannamál. Bíli fullur af fólki hafði komið að sunn- an. Menn þustu niður á árbakkann, veltu vöngum og bísnuðust. Hann hafði farið á vitlausum stað út í ána, aldrei hægt að reikna þær út þessar ár, hann hefði átt að vaða ána fyrst. En nú væri ekkert hægt að gera nema að reyna að fá hjálp. Fólkið bauð honum far í skálann á Hveravöllum, þangað var það sjálft að fara. Þar væri hægt að komast í síma og óska eftir hjálp frá byggð. Þetta tók ekkert mjög langan tíma. Fyrir hádegi var kominn flokkur Islendinga á alls kyns jepp- um með bílinn í togi heim að skálanum. Þeir höfðu á orði við landvörðinn að heldur væri nú sóða- legt um að litast við slysstaðinn, úr herbílnum læki ókennileg drulla og væri reyndar komin langt niður eftir ánni. Landvörðurinn greip bláu möppuna sína úr hillunni, jú mikið rétt, þama var það í fyrstu grein náttúruvemdarlaganna: „Tilgangur þessara laga er að stuðla að sam- skiptum manns og náttúru, þannig að ekki spillist að óþörfu líf eða land, né mengist sjór, vatn eða andrúmsloft." Hann hringdi til Náttúruvemdarráðs í Reykjavík. Það hefði oltið herflutningabíll í Svartá, það læki víst einhver dmlla úr honum í ána. Það er ekki einleikið Framkvæmdastjóri Náttúm- vemdarráðs sagðist skyldu koma málinu áleiðis: Þetta væri nú reynd- ar ekki mál ráðsins, heldur Holl- ustuvemdar ríkisins. Hann hafði ekki fyrr lagt símann frá sér en hringt var frá Geysi. Ferðamenn sem vom að koma frá Gullfossi kvörtuðu undan því að svört dmlla flyti á Hvítá og mengaði árbakkana við fossinn. Þar með var þetta einn- ig orðið mál Náttúmvemdarráðs, því Gullfoss er jú friðlýst eign ráðs- ins. Hann flýtti sér að hringja í mengunarvamadeild Hollustu- verndar. Deildarstjórinn þar var sammála framkvæmdastjóranum að hér þyrfti skjótra viðbragða við. Þrátt fyrir að mörg brýn verkefni biðu beggja ákváðu þeir að hittast strax eftir hádegið og koma á sam- vinnu þessara tveggja stofnana um málið. Í hádegisfréttum útvarpsins var sagt frá slysinu og menguninni í ánni. Lýsingar vom fjálglegar af svörtum árbökkunum og haugum af dauðum fískum, laxi og silungi, sem bændur austur þar hefðu sópað saman af bökkum árinnar. Höfðu þeir á orði að ekki væri einleikið hvílíkt eitur þetta væri sem úr herbílnum rynni og einhver spurði hvort þetta gæti hugsanlega verið eitthvað geislavirkt? Fréttamenn- imir hringdu suður á völl. Hvað hafði verið í bílnum? En þeir fengu óljós svör. Það væri venja hjá NATO að láta ekkert uppi um það, hvað væri verið að flytja á milli her- stöðva. Þegar deildarstjórinn frá megun- arvamadeildinni kom á skrifstofu Náttúmvemdarráðs komu þeir sér saman um það, hann og fram- kvæmdastjóri Náttúruvemdarráðs, að líklega væri best að hafa sam- band við Geislavamir ríkisins, ef vera kynni að mengunin væri geislavirk. Forstöðumaður geisla- vama lét ekki bíða lengi eftir sér. Þeir breiddu úr korti fyrir framan sig. Miðað við hraða mengunarinnar niður ána, þá verður hún komin út að sjó í kvöld, áleit framkvæmda- stjórinn. Deildarstjórinn benti þá á, að þá hefði mengunin teygt sig út fyrir hans starfssvið, samkvæmt íslenskum lögum væri mengun í sjó málefni Siglingamálstofnunar. Framkvæmdastjórinn bað ritarann sinn þegar að hringja í siglinga- málastjóra, sem aftur ákvað að koma strax og kynna sér málið. Þeir sátu nú þama fjórir, hver frá sinni stofnun hins íslenska stjóm- kerfís, sem allar höfðu mengunar- mál að einhveiju leyti á sinni könnu. Nú væri loksins hægt að fara að gera eitthvað. Það var drepið létt á dyr. Ritar- inn bað framkvæmdastjórann að koma í símann. Ég er upptekinn, sagði hann. Það er sjálfur utanríkis- ráðherrann, sagði hún. Fram- kvæmdastjórinn tók símann. Utanríkisráðherrann var ákveðinn. Þeir ættu að hætta að vasast í þess- ari mengun. Vissu þeir ekki að allt sem snerti herinn, mengun er frá honum kæmi sem annað, heyrði undir embætti utanríkisráðherra, en ekki menntamála-, heilbrigðis- og samgönguráðherra, sem væm ráðherrar þeirra stofnana sem fund- Sigrún Helgadóttir „Framtíð mannkyns veltur á því hvort menn fá tamið sér umhverfis- vernd, það að ganga um hverja auðlind jarðar með virðingu og nær- gætni, taka aðeins vextina en láta höfuð- stólinn ósnertan.“ armenn störfuðu hjá. Fundurinn leystist upp. í kvöldfréttum hljóðvarps og sjónvarps vom sýndar mjmdir frá bökkum Hvítár og Ölfusár og frá Ölfusárósum. Ókennileg dmlla í flekkjum, dauðir flskar, veikir selir og fúglar svo illa komnir vegna Við komu Mikhails S. Gorbachevs á leiötogafund risaveldanna í Reykjavík 10.-12. október 1986. Með Carrington lávarði í Vestmannaeyjum í mars 1986. Frá blaðamannafundi utanríkisráðherra Norðurlanda eftir vorfund þeirra sem haldinn var í Reykjavík 27. mars 1987. Myndin var tekin vð opnun nýrrar skrifstofu við sendiráð Islands í Brussel 10. Matthías Á Mathiesen var heiðursforseti Atlandshafsráðsins á vorfundi desember 1986. utanríkisráöherra NATO í Halifax 29. maí 1986. Við minnum á verkefni sem Matthías Á. Mathiesen hefur beitt sér fyrir í viðskiptaráðuneytinu: • Frjáls- ari gjaldeyrisviðskipti • Verðlagshöft afnumin • Aukið frelsi í útflutningsmálum • Álag á ferða- mannagjaldeyri afnumið • Ný löggjöf um banka og sparisjóði. Við sjálfstæðismenn náum árangri. Matthías hefur einnig verið athafnasamur í utanríkis- ráðuneytinu: • Aukinn stuðningur við útflytjendur • Víðtækara og nánara samstarf við Evrópubanda- lagið • Meira frumkvæði íslendinga í öryggis- og varnarmálum • Deilur um varnarliðsflutningana leystar (Rainbow-málið). Við látum verkin tala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.