Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987 Danmörk: Kjör náms- mannabætt Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritari Morgunblaðsins. NÁMSMENN í Danmörku sjá fram á bjartari tíma að þvi er varðar fjárhagslega afkomu á námstímanum. Lagafrumvarp, sem tryggir þetta, hlaut nýlega meirihlutasamþykki á Þjóðþing- inu - án atfylgis ríkisstjórnar- flokkanna. Breytingin á að taka gildi 1. ágúst á næsta ári. Connie Hedegárd, talsmaður þingflokks íhaldsmanna, segir, að ríkisstjómin geti ekki stutt þessa breytingu, þar sem hún muni kosta ríkissjóð 615 milljónir danskra króna fram yfír það sem ríkisstjóm- arflokkamir telji sér stætt á að samþykkja. Meirihlutinn samþykkti, að stúd- entar, sem ekki eru í foreldrahús- um, skuli eiga kost á 36.000 d. króna (ríflega 200.000 ísl. kr.) námsstyrk á ári, en sambærilegur styrkur nú er 26.000 d. kr. Heimabúandi stúdentar fá 22.000 d. kr., en fá nú 15.800. Lánamöguleikar námsmanna minnka hins vegar. Bankalán með ríkisábyrgð falla niður, og munu námsmönnum þá aðeins bjóðast 16.000 d. kr. lán á ári án ríkis- ábyrgðar, en með 4% vöxtum. Það er nýmæli í lögunum, að styrkimir verða aðeins veittir þann tíma, sem venjulega tekur að ljúka námi. Samkvæmt núverandi skipu- lagi er unnt að fá styrk einu ári lengur en nemur „eðlilegum" námstíma. ERLENT Breskir og vestur-þýskir ferðamenn: Hnútukast og breið- síður á báða bóga Bonn. Reuter. Nú hafa Bandaríkjamenn ærið að lesa um sovéska borgara í starfi og leik. Bandarískt tímarit með sérblað um Sovétríkin BANDARÍSKA vikuritið People (Fólk), sem kemur út i þremur milljónum eintaka, hvílir lesend- ur sina i þessari viku á sögum um þekkta og ríka Bandaríkja- menn, en flytur i staðinn frá- sagnir af frægðarfólki i Sovétríkjunum. Hópur blaðamanna og ljósmynd- ara á vegum blaðsins hefur dvalist í Sovétríkjunum í því skyni að skrá- setja í máli og myndum, hver líkindi eru með þjóðunum tveimur - og hvað ólíkt er í fari þeirra. Hugmynd þessi kviknaði, þegar Mikhail Gorbachev komst til valda og boðaði aukið frelsi f sovésku samfélagi. Undirbúningsvinna á ritsfjóm blaðsins fyrir sérútgáfu þessa stóð allengi yfír, en strax og endalegt leyfí fékkst í Sovétríkjun- um sl. haust, var hafíst handa við verkið sjálft. Blaðamennimir fímm ferðuðust, ásamt leiðsögumönnum sínum frá fréttastofunni Novosti, um 40.000 kílómetra og sóttu heim átta borg- ir milli Eystrasalts og Síberíu. Einn af blaðamönnunum segir frá því í blaðinu, að einn morgun- inn hafí hópurinn komið sér saman um að gera sovésku leiðsögumenn- ina forviða. Þegar allir vom saman komnir við morgunverðarborðið, hófu Bandaríkjamennimir að biðja borðbæn, en Sovétmennimir horfðu vandræðalegir á. Seinna um daginn sagði einn Sovétmannanna byrstur við blaða- mennina: „Þið vorað kurteisir í morgun eða hitt þó heldur." „Nú, hvað áttu við?“ spurði einn blaða- mannanna sakleysislega. „Menn eiga ekki að sitja, þegar þeir tala við Guð,“ svaraði Sovétmaðurinn þá.. Þessi sérútgáfa af Fólki verður lesin af Bandaríkjamönnum í öllum stéttum og er enn einn vitnisburð- urinn um það, sem Mikhail Gorbac- hev kallar „glasnost" eða opnun í sovésku samfélagi. KLÖGUMÁL og sverustu móðg- anir ganga nú á víxl milli Breta og Þjóðveija og hefur gula press- an í hvoru landinu um sig þau orð um þegnana í hinu, að þeir séu yfirgangssöm átvögl og subbulegar fyllibyttur. Stóryrðin, sem birtust í The Sun, víðlesnasta síðdegisblaði í Bretlandi, og vestur-þýska blaðinu Bild, sem er ekki síður vinsælt lestrarefni, virð- ast eiga rætur að rekja til rifríldis um stóla við sundlaugar á Mallorca og Tenerife. „Hvers vegna era súrkálsætumar sumarleyfísspillar?" hét grein, sem birtist sl. mánudag í The Sun, og þar era vestur-þýskir ferðamenn sagðir vera ruddalegir mathákar, sem láta sig hafa það að rísa úr rekkju í rauðabýtið a morgnana til þess eins að tryggja sér stólana á sundlaugabökkunum. í gær sagði svo EINHLIÐA vopnahlé stjómarinn- ar á Sri Lanka gengur i gildi i dag, Iaugardag. Binda ráðamenn vonir við að það geti orðið til þess að flýta fyrir friðarviðræðum við skæruliða tamíla, sem beijast fyr- ir stofnun sjálfstæðs ríkis á norður og austurhluta eyjarinnar. Enn er ekki vitað hver viðbrögð skæraliða verða við tilboði stjómar- innar. Lalith Athulathmudali, öryggismálaráðherra, hefur hvatt skæraliða til að leggja niður vopn. Sagði hann á fréttamannafundi í gær að unnt yrði að heija friðaramræður að nýju ef skæraliðar yrðu við þess- ari áskoran. Hann bætti við að í Bild, að Bretar væra draslulegir fylliraftar en þó nógu árrisulir til að leggja undir sig stólana eftirsóttu. I The Sun sagði, að „bjórbólgnar súrkálsætur" hefðu gert sumarleyfí breskra ferðamanna á Kanaríeyjum að hreinni martröð með stanslausum hávaða og með því að éta upp allan besta matinn. Bild svaraði og sagði, að Bretar hefðu þær hugmyndir um sumarfrí á Mallorca, að það ætti að felast í því að vera útúrdrakkinn frá sólarappkomu til sólarlags og láta þar nótt, sem nemur, á ströndinni eða annars staðar á almannafæri. í The Sun var farið óvirðulegum orðum um „súrkálsfrúmar" þýsku og Bild bætti um betur með því að lýsa breskum konum þannig, að „eld- rautt skvapið ylti út yfír níðþröngar buxumar" meðan þær límdu sig út- úrdrakknar eins og hvelja utan í dansfélagann. stjómarhermenn myndu grípa til vopna ef á þá yrði ráðist og að vopna- hléið tæki ekki til aðgerða skæraliða á hafí úti því yfírvöldum hefði borist njósnir um að þeir hygðust flytja vopn sjóleiðina til Sri Lanka. Athulathmudali sagði að Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, hefði verið skýrt frá hugmyndum stjómvalda um hvemig koma megi á friði á Sri Lanka. Indveijar hafa reynt að koma á sáttum milli leiðtoga skæraliða og ráðamanna. 5.000 manns hafa fallið á þeim fjóram áram sem liðin era frá því skæralið- ar hófu að beijast fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis á Sri Lanka. Sri Lanka: Einhliða vopnahlé Colornbo, Reuter. Tilvistarkreppa hrjáir evrópska j afnaðarmenn Mótsagnakennd stefna í varnarmálum ætlar að reynast þeim þung í skauti Bonn. Reuter. Jafnaðarmannaflokkarnir í Evrópu hafa að undanförnu stundað það að rugla kjósendur sína í riminu með ruglingslegri og mótsagnakenndri stefnu í varaarmálum og málefnum kjarnorkuiðnaðarins. Þá bætir það ekki úr skák fyrir þeim, að breyttir þjóðfélagshættir og aukin velmegun almennings hafa valdið þvi, að hin gamal- kunna félagsmálastefna nýtur ekki sömu hylli og áður fyrr. Stjómmálaskýrendur benda á, að jafnaðarmannaflokkamir í Noregi og Sviþjóð hafi reynt að bregðast við kalli nýrra tíma með því að endurskoða stefnu sína og starfshætti en bræðraflokkar þeirra í Bretlandi og Vestur- Þýskalandi engjast hins vegar sundur og saman í leit sinni að trúverðugri og heilsteyptri stefnu í vamarmálunum. Að sínu leyti má segja það sama um jafnaðar- menn eða sósíalista á Spáni og í Grikklandi, sem stóðu ekki við stóru orðin um að hætta aðildinni að Nato ef þeir kæmust til valda. Komnir í sjálfheldu með varnarmálin „Venjulegir kjósendur jafnað- armannaflokkanna vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið, stefn- an er ein í dag og önnur á morgun," segir stjómarerindreki Francois Mitterrand — engan barnaskap i vamarmálum. í Bonn. „Evrópskir jafnaðarmenn eiga við kreppu að stríða, þeir eru komnir í sjálfheldu með stefnuna í málefnum kjamorkuiðnaðarins og í vamar- og öryggismálum. Almenningur vill vita á hveiju hann á von, hann vill festu en ekki stórdeilur fyrir opnum tjöld- um.“ Til að styrkja stöðu sína í kosn- ingum sem líklegt landsstjómar- afl hafa jafnaðarmenn í Hollandi og Belgíu neyðst til að taka upp samstarf við miðflokkana en það er þó ekki tekið út með sitjandi sældinni því að stefna þeirra síðamefndu í efnahagsmálum er vinstrimönnum lítt að skapi. Willy Brandt — dapurlegur endir á glæstum ferli. Sérstaða franskra jafnaðarmanna Franski jafnaðarmannaflokk- urinn hefur sérstöðu meðal bræðraflokka sinna í Evrópu að því leyti, að innan hans er lítill sem enginn ágreiningur um vam- armálin. Franskir jafíiaðarmenn vilja, að þjóðin eigi sinn eiginn kjamorkuherafla og hafa áhyggj- ur af deilunum, sem skekja vestur-þýska bræðraflokkinn. Þá skoðun breska Verkamanna- flokksins, að rétt sé að leggja niður kjamorkuvamimar, telja þeir bamaskap. Neil Kinnock — fjarar undan V erkamannaflokknum. V erkamannaflokkur í vanda Gengi Verkamannaflokksins er nú það minnsta síðan Neil Kinnock tók við árið 1985 og í nýlegum skoðanakönnunum hefur hann lent í þriðja sæti á eftir íhaldsflokknum og kosninga- bandalaginu. Erfíðleikamir stafa af þeirri tillögu flokksins, að kjamorkuheraflinn skuli lagður niður og bandarískum herstöðvum lokað en sú stefna er óvinsæl meðal almennings og raunar ýmissa frammámanna flokksins sjálfs. í Vestur-Þýskalandi kom ágreiningurinn innan jafnaðar- mannaflokksins upp á yfírborðið þegar Willy Brandt sagði af sér sem formaður en afsögn hans og mótsagnakennd stefna flokksins í vamar- og kjamorkumálum áttu mikinn þátt í kosningaósigrinum í Hessen, sem jafnaðarmenn höfðu ráðið allt frá stríðslokum. Breyttir tímar — breyttar áherslur Bætt afkoma manna í Norður- og Mið-Evrópu hefur líká valdið því, að fólk, sem áður var vant að styðja jafnaðarmenn, hefur snúið sér að frjálslyndum og hæg- riflokkum, sem leggja mikla áherslu á hagvöxt og efnahags- legar framfarir. Á valdatíma Brunos Kreisky, kanslara í Aust- urríki, 1970-83, komu jafíiaðar- menn á fót umfangsmiklu velferðarkerfí en juku líka þjóðar- skuldimar að sama skapi. Þegar Kreisky sagði af sér sem heiðurs- forinaður flokksins í janúar sl. sakaði hann núverandi formann hans, Franz Vranitsky, um að hafa hallað sér til hægri með sam- starfínu við íhaldsmenn en Vranitsky vísaði þeim ásökunum á bug og sagði, að „sá tími er lið- inn, að hægt sé að eyða milljörð- um marka til að fjölga störfun- um“. Almenningnr vill að- haldssemi Stjómarerindrekinn í Bonn, sem fyrr er vitnað til, segir um þessa tilvistarkreppu jaftiaðar- manna, að ágreiningurinn meðal þeirra sýni, að þeim hafí ekki te- kist að fylgja eftir breyttum tíma. „Þegar fólki fínnst kominn tími til fyrir aðhaldssemi í efnahags- málum, snýr það sér til þeirra, sem hafa það á stefnuskrá sinni að sýna slíka gætni, hægriflokk- anna,“ sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.