Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 1
80 SIÐUR OG LESBOK
STOFNAÐ 1913
85. tbl. 75. árg.
LAUGARDAGUR 11. APRIL 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Noregur:
Aukínni orkuþörf
mætt með gasi?
Osló, Reuter.
NORÐMENN lögðu í gær til að
hraðað yrði framkvæmdum við
að vinna gas úr landgrunninu
undan Noregsströndum til að
anna aukinni eftirspurn eftir
rafmagni innanlands.
Embættismenn stjómarinnar
sögðu að með þessari áætlun yrði
að nokkm leyrti snúið baki við vatns-
orku til rafmagnsframleiðslu.
Bandaríkin:
Landgöngulið-
ar í Leningrad
kvaddir heim
Washington, Reuter, AP.
SEX landgönguliðar, sem gæta
skrifstofu bandaríska ræðis-
mannsins í Leningrad, verða
kvaddir heim til Bandaríkjanna
á næstunni vegna rannsóknar á
njósnahneykslinu í bandaríska
sendiráðinu í Moskvu, sem upp
komst í janúar. Síðan hafa fjórir
landgönguliðar verið handtekn-
ir.
Bandaríkjamenn höfðu þegar til-
kynnt að þeir 28 landgönguliðar
úr sjóhemum, sem gæta sendiráðs-
ins í Moskvu, verði kvaddir heim.
Tveir landgönguliðar hafa verið
sakaðir um njósnir í sendiráðinu í
Moskvu og einn er í gæsluvarðhaldi
fyrir að hafa látið undir höfuð leggj-
ast að greina frá samskiptum
starfsbræðra sinna við sovéskar
konur í Moskvu. Sá fjórði er gmnað-
ur um að hafa stundað njósnir hjá
ræðismanninum í Leningrad.
í tilkynningu bandaríska vamar-
málaráðuneytisins sagði að það
væri varúðarráðstöfun að kalla
landgönguliðana í Leningrad heim.
Þeir væm ekki gmnaðir um að
hafa brotið af sér.
í skýrslu til þingsins leggur
stjórnin til að árið 2000 verði gas
notað til að framleiða tuttugu pró-
sent af því rafmagni, sem Norð-
menn þurfa, og verði borað eftir
gasinu undan ströndum landsins,
að því er Ame 0ien, olíu- og orku-
málaráðherra, sagði á blaðamanna-
fundi í gær.
„Þessi skýrsla gæti haft í för
með sér að framgangi vatnsvirkjun-
ar í Noregi ljúki fimmtán ámm fyrr
en ætlað var,“ sagði ráðherrann.
Stjómin hefur lagt til að reist
verði tvö raforkuver, sem knúin
verði gasi, á næstu fimm ámm.
0ien sagði áð aukin nýting vatns-
orku hefði ekki nægt til að anna
eftirspum og því væri hætta á orku-
skorti ef ekkert yrði að gert.
Reuter
Raisa Gorbacheva, eiginkona Gorbachevs Sovétleiðtoga, virðir fyrir sér gull og gersemar í dómkirkju
heilags Vitusar í kastala í Prag. A meðan ræddi Mikhail Gorbachev við tékkneska ráðamenn.
Ræða Gorbachevs í Prag:
Vill hefja viðræður um
skammdrægar flaugar
Reagan ítrekar boð um leiðtogafund í Bandaríkjunum
Prag, Los Angeles, London, Reuter, AP.
MIKHAIL Gorbachev, aðalritari
sovéska kommúnistaflokksins,
reyndi í gær að draga úr áhyggj-
um vestrænna ríkja vegna
styrkleika Sovétmanna á sviði
kjarnorkuvopna og hefðbundins
herafla með því að leggja fram
tvær tillögur um afvópnun í Evr-
ópu. Ronald Reagan Bandaríkja-
forseti sagði í ræðu, sem hann
flutti í Los Angeles í gær, að það
væri greinilegur möguleiki á
árangri í viðræðum um skamm-
Reuter
Viðbúnaður vegna
réttarhalda yfir Barbie
Nú er að ljúka undirbúningi réttarhalda yfír stríðsglæpamanninum
Klaus Barbie í borginni Lyon í Frakklandi. Miklar breytingar hafa
verið gerðar í dómshöllinni og verður m.a. sérstakur klefi með skot-
heldu gleri fyrir Barbie, sem gekk undir nafninu „slátrarinn frá
Lyon“ og sést hann til vinstri á myndinni. Gegnt hinum ákærða
verða bekkir fyrir blaðamenn. Réttarhöldin hefjast 11. maí.
drægar flaugar.
Hann bætti við að Sovétmenn
reyndu að nota viðræðurnar til að
reka fleyg á milli Bandaríkjamanna
og bandamanna þeirra í Evrópu og
Asíu. Reagan sagði að njósnir Sov-
étmanna í bandaríska sendiráðinu
í Moskvu væru dæmigerðar fyrir
framferði sovéskra stjórnvalda, en
mæltist einnig til þess að leiðtoga-
fundur yrði haldinn í Bandaríkjun-
um. Forsetinn sagði að ekki væri
ástæða til að gera sér rellu vegna
samskipta risaveldanna um þessar
mundir.
Gorbachev lagði til að hafnar
yrðu viðræður um að fækka
skammdrægum flaugum í Evrópu,
en vestræn ríki halda fram að Sov-
étmenn hafi mikla yfirburði á því
sviði.
Gennady Gerasimov, talsmaður
sovéska utanríkisráðuneytisins,
sagði að tillögurnar yrðu lagðar
fyrir George Shultz, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, þegar hann
kemur til Moskvu í næstu viku til
viðræðna um takmörkun vígbúnað-
ar.
Charles Redman, talsmaður
Shultz, sagði að utanríkisráðherr-
ann myndi ræða tillöguna um
viðræður um skammdrægar flaugar
við Gorbachev í Moskvu.
Bretar og Vestur-Þjóðvetjar
sögðu að skoða þyrfti tillögur Gorb-
achevs gaumgæfilega.
Gorbachev kvaðst hafa gert sam-
komulag við Austur-Þjóðverja og
Tékka um að fjarlægja allar
skammdrægar flaugar í Austur-
Þýskalandi og Tékkóslóvakíu, sem
komið var fyrir um leið og Pershing
2 og stýriflaugum í Vestur-Evrópu,
að því tilskildu að samkomulag
næðist um meðaldrægar flaugar.
Aftur á móti yrðu skammdrægar
flaugar í áðumefndum ríkjum tekn-
ar niður án tillits til framvindu
viðræðna um skammdrægar flaug-
ar.
Gorbachev tilkynnti einnig að
Sovétmenn hefðu hætt framleiðslu
efnavopna. Hann sagði að efnavopn
væru ekki geymd utan landamæra
Sovétríkjanna. Hann sagði að hafist
hefði verið handa við að reisa verk-
smiðju til að eyðileggja efnavopn.
Carrington lávarður, fram-
kvæmdastjóri Atlantshafsbanda-
lagsins, sagði að það væri mjög
gott ef ummæli Gorbachevs leiddu
til þess að samkomulag næðist um
bann við hemaði með efnavopnum.
Sjá „Shultz fer til Moskvu ...“
á síðu 34.
Vestur-Evrópu sambandið:
Sjálfstæðari Evrópu
í afvopnunannálum
Moskvu, Reuter.
SENDINEFND Vestur-Evrópu-
sambandsins (WEU), sem stödd
er í Moskvu, kvaðst í gær hafa
hvatt til þess á fundum með sov-
éskum embættismönnum að
Evrópuríki hefðu aukið vægi í
viðræðum risaveldanna um víg-
búnaðarmál. WEU er samtök
þingmanna um varnarmál og
hafa þau höfuðstöðvar í París.
Jean-Marie Caro, franskur þing-
maður og forseti samtakanna, sagði
að ætla mætti af viðbrögðum emb-
ættismannanna að Sovétmenn
fögnuðu hugmyndinni um styrkari
Evrópu.
Hann sagði að embættismennim-
ir hefðu lagt áherslu á að kjamorku-
vopn Breta og Frakka gætu ekki
staðið fyrir utan afvopnunarviðræð-
ur Sovétmanna og Bandaríkja-
manna eftir að samið hefði verið
um að fjarlægja meðaldrægar
kjamorkuflaugar stórveldanna í
Evrópu.
Stjómvöld í Moskvu og Wash-
ington hafa lagt fram tillögur um
að taka niður og fjarlægja allar
meðaldrægar flaugar sínar í Evrópu
og takmarka fjölda kjarnaodda við
hundrað annars staðar. Ekki hefur
verið fjallað um flaugar Frakka og
Breta í þessum viðræðum.
Ummæli Caros sigla í kjölfarið á
umfjöllun Frakka, Breta og Vestur-
-Þjóðverja um takmörkun vígbún-
aðar. Stjómir þessara ríkja óttast
að Vestur-Evrópa verði berskjölduð
fyrir skammdrægum flaugum Sov-
étmanna ef samkomulag um að
fjarlægja meðaldrægar flaugar í
Evrópu verður undirritað.