Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 37
T'qoi MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987 Persaflóastríðið: Írakarhrínda A árásum Irana Baghdad, London, Reuter. ÍRAKAR segjast hafa náð aftur landsvæði norðaustur af Baghdad sem íranir hernumu á fimmtudag. Bæði ríkin hafa tilkynnt um mik- ið mannfall. í tilkynningu frá írösku her- stjóminni sagði að árás írana hefði verið hrundið eftir heiftarlega bar- daga. Sögðust írakar hafa fellt eða sært 1.500 írani. INA, hin opinbera Svíþjóð: Akafar deílur um ðfgahópa Stokkhólmi, frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. YFIRMENN Stokkhólmslögregl- unnar fóru fram á það við lögregluyfirvöld í Svíþjóð á mið- vikudag, að þau skýrðu frá því hvort skýrslur um hægriöfga- menn í lögregluliðinu hefðu verið sendar ríkisstjórninni á árunum 1983-84. Var beðið um þetta eftir háværan rifrildisfund að viðstöddum fulltrúum al- mennra lögreglumanna og stjórnmálaflokkanna. Umræðumar um öfgamenn inn- an lögreglunnar halda enn áfram en upphafsmaðurinn að þeim er kommúnistaleiðtoginn Lars Wem- er. Hefur hann m.a. bent á það máli sínu til stuðnings, að sumir sænskir lögreglumenn hafí verið staðnir að því að bera í barminum sænska fánamerkið en lögum sam- kvæmt er bannað að bæta á einkennisbúningana óþarfa skrauti. Enn er fjallað í blöðunum um nasískan leynifélagsskap innan lög- reglunnar en lögreglufélagið og yfirmenn lögreglunnar hafa vísað þessum sögum á bug. Einstaka lög- reglumenn fullyrða þó, að félags- skapurinn sé í raun til. A miðvikudagskvöld sögðu tals- menn ríkislögreglunnar, að ríkis- stjóminni hefðu aldrei verið sendar neinar skýrslur um öfgahópa innan lögreglunnar. fréttastofa íraks, skýrði frá því að tvær íranskar njósnavélar, herþota og þyrla hefðu verið skotnar niður austur af Basra í suðurhluta íraks. Sagði í tilkynningu fréttastofunnar að 7.000 íranskir hermenn hefðu fallið eða særst í bardögum þar undanfama tvo daga. íranir kváð- ust á hinn bóginn hafa hrundið gagnsókninni og fellt 700 menn. Á fímmtudag tilkynntu íranir að þeir hefðu hafíð stórsókn, sem þeir nefna „Karbala-8“, á vígstöðvunum norðaustur af Basra og hefðu þeir náð 20 ferkílómetra svæði á sitt vald. Reuter Chaim Herzog, forseti ísraels, og Richard von Weizacker, forseti Vestur-Þýzkalands, kveðjast í Bonn í gærmorgun. Lauk þar með opinberri heimsókn Herzog til Vestur-Þýzkalands, en hann er fyrsti forseti írsraels, sem þangað fer í heimsókn. Að kveðjuathöfn lo- kinni hélt Herzog áleiðis heim. Chaim Herzog í Vestur-Þýskalandi: Þjóðveijar aðstoði ekki óvini Israela Bonn, Vestur-Berlín, Reuter. CHAIM Herzog, forseti ísraels, gagnrýndi í gær vestur-þýska stjórnmálamenn fyrir að beita sér fyrir því að selja vopn til Saudi-Arabíu og sagði að Vest- ur-Þjóðveijar væru skyldugir til að leggja óvinum ísraela ekki lið. Opinberri heimsókn Herzog til Vestur-Þýskalands lauk í gær. Hermt hefur verið að stjómin í Bonn muni veita leyfí til útflutnings ef vestur-þýsk skipasmíðastöð nær samningi við Saudi-Araba um að smíða fyrir þá kafbáta að andvirði fjögurra milljarða dollara. „Að minni hyggju fylgir því sér- staka sambandi, sem milli ríkjanna er, sú skylda Sambandslýðveldisins að aðstoða ekki þá, sem kveðast eiga í styijöld við ísraela eða hafa lýst yfír fjandskap við ísraela," sagði Herzog í viðtali við vestur- þýska sjónvarpið. Deila um þetta hefur yfírskyggt heimsókn Herzogs til Vestur- Þýskalands undanfama daga. Málið komst í hámæli þegar Hans Klein, þróunarhjálparráðherra úr kristi- lega flokknum í Bæjaralandi (CSU), sagði í viðtali, sem birtist á sunndag, að stjómin í Bonn ætti að leyfa vestur-þýskum vopnafram- Merk framför í meðhöndl- un Parkinson’s-sjúklinga Verulegur bati eftir að taugafrumur voru græddar í heila Washington. Mexikanskir vísindamenn græddu nýlega taugafrumur, sem teknar voru úr nýrnahettunum, í heila tveggja manna, sem haldn- ir voru Parkinson’s-sjúkdómnum. Var árangurinn framar öllum vonum og batnaði sjúklingnum verulega. Segir frá þessu í nýútko- minni skýrslu um aðgerðina. í skýrslunni, sem birtist í tíma- ritinu New England Journal of Medicine, segir líklega í fyrsta sinn frá velheppnaðri tilraun með að flytja taugavef til að lækna heilasjúkdóm í mönnum. Ef niður- stöður mexikönsku læknanna verða staðfestar við frekari til- raunir má búast við, að svipaðar aðgerðir geti í framtíðinni linað þjáningar þeirra milljóna manna, sem líða fyrir Parkinson’s-veikina. Dr. Robert Y. Moore, forseti taugasjúkdómadeildar ríkishá- skólans í New York, segir í aðfararorðum að skýrslunni, að árangur mexikönsku læknanna sé „stórkostlegur" og að líðan sjúkl- inganna sé „miklu betri en nokkum óraði fyrir“. Parkinson’s-veikin, sem er hægfara sjúkdómur, leggst eink- um á miðaldra fólk og eldra og eru einkennin þau, að líkams- hreyfíngar verða æ hægari og erfíðari, limimir stirðna, litlar andlitshreyfingar gera fólk svip- brigðalaust, óviðráðanlegur skjálfti heltekur hendumar og verulega dregur úr vöðvastjórn. Talið er, að veikin stafi af eyð- ingu sérhæfðra taugafrumna í heilastofni en við það minnkar framleiðsla dópamíns, efnis, sem flytur taugaboð og er nauðsynlegt til að geta haft vald á vöðvunum. Engin lækning er kunn en með- höndlun sjúklinga felst í lyfjagjöf- um, aðallega lyfinu L-dopa, sem eykur dópamínmagnið. Það getur hins vegar haft alvarlegar auka- verkanir og oft hættir það að hafa áhrif eftir nokkum tíma. Mexikönsku læknamir, Ignacio Madrazo og Rene Drucker-Colin og samstarfsmenn þeirra, beittu við tilraunina sams konar aðferð og notuð hefur verið á dýmm, sem hafa haft einkenni Parkinson’s- veiki. Pjarlægðu þeir brot af innri hluta annarrar nýmahettunnar en þar em taugafmmur, sem fram- leiða efni skylt dópamín. Nýma- hettubrotin vom síðan grædd í heilann. Tilraunin var gerð á tveimur mönnum á fertugsaldri og vom þeir báðir mjög langt leiddir af sjúkdómnum. Höfðu þeir orðið að hætta lyfjatöku vegna aukaverk- ananna og var annar í hjólastól og átti erfitt með að tala og borða. Hinn átti erfitt með mál, gat ekki skrifað og hvorki borðað né ann- ast sig hjálparlaust. í skýrslunni sagði, að eftir hálf- an mánuð hefðu fyrstu batamerk- in sést á mönnunum og eftir fáa mánuði hafði vemlega dregið úr skjálftanum og stirðleika í limum. Þegar tíu mánuðir vom liðnir frá aðgerðinni gat annar mannanna talað skýrt, borðað hjálparlaust og leikið knattspyrnu með syni sínum. Hinn gat talað skýrt og gengið óstuddur eftir þijá mánuði. (Heimild: International Her- ald Tribune). leiðendum að stunda viðskipti við Saudi-Araba. Talsmaður stjómarinnar sagði að ummæli Kleins væra ekki í sam- ræmi við stefnu stjómarinnar og bæti við að engar áætlanir væm um vopnasölu. Franz Josef Strauss, leiðtogi CSU, sagði aftur á móti í viðtali við dagblað sitt, Bayernkurier, að Vestur-Þjóðveijar ættu að keppa við Frakka, Breta, ítala og Banda- ríkjamenn um að selja Saudi-Aröb- um vopn. Hann sagði að það yrði ísraelum einungis í hag. Bayemkurier hellti olíu á eldinn og sagði að Helmut Kohl kanslari styddi sjálfur kafbátaviðskiptin við Saudi-Araba og væm þau vissulega fyrirhuguð. Á fímmtudag vottaði Herzog Gyðingum, sem féllu í Berlín, virð- ingu sína. Herzog kom síðast til Berlínar þegar hann var breskur hermaður fyrir fjörutíu ámm. Þá vom götumar í molum og sam- félagi gyðinga, sem eitt sinn var í blótna, hafði nánast verið gereytt. „Þegar ég kom hingað eftir hmn nasismans skreið fólkið ráðvillt og örvinglað út úr rústunum. Hvem hefði órað fyrir því þá að Berlín myndi líta svona út árið 1987?“ spurði Herzog í móttöku hjá Eber- hard Diepgen, borgarstjóra Vest- ur-Berlínar. Bangladesh: Blómaskreyt- ingar í ösku- bakkana Dhaka. Reuter. BLÓMASKREYTINGAR hafa nú verið settar í alla öskubakka í heilbrigðisráðuneyti Bangla- desh, og er það þáttur í baráttu stjórnvalda fyrir að útiloka reykingar á opinberum stöðum. Salahuddin Quader Chowdhur heilbrigðisráðherra ætlar að styðja baráttuherferðina með því að hætta að reykja. Ákveðið hefur verið að gera önnur ráðuneyti að reyklaus- um svæðum að liðnum ákveðnum umþóttunartíma. 88 37 300 menn handteknir í S-Afríku Jóhannesarborg, Reuter. 305 blökkumenn í þjónustu hins opinbera vom handteknir á fímmtudag þar sem þeir virtu að vettugi bann við mót- mælafundum að vettugi, að því er talsmaður ríkisstjómar Suður-Aftnku skýrði frá. Vegna ritskoðunar var að- eins leyfílegt að segja að atburðurinn hafí átt sér stað í borgarhverfi svartra manna sem væri 160 kílómetra vestur af Jóhannesarborg. Hinir handteknu vom í hópi 13.000 starfsmanna opinberra samgöngufyrirtækja sem fóm í verkfall fyrir mánuði vegna brottreksturs starfsfélaga þeirra. í byijun þessarar viku fóm 3.000 póstmenn í samúð- varverkfall. Brazilíu- menn kaupa orrustuþotur íKína Peking, Reuter Brazilíumenn hafa samið við Kínveija um kaup á hljóð- fráum kínverskum ormstu- flugum af gerðinni F-7. Vestrænir sendifulltrúar segja að hér sé um að ræða stærsta flugvélasölusamning, sem Kínveijar hafí gert. Hermt er að Kínveijar kaupi i staðin brazilískar flugvélar, einkum þjálfunarflugvélar fyr- ir herflugmenn. Ekki liggur fyrir hversu margar ormstu- þotur Brazilíumenn kaupa. F-7 er eftirlíking af sovézku þo- tunni Mig-19 og er sögð ódýrasta fáanlega hljóðfráa ormstuþotan. Hún getur borið flugskeyti til loftbardaga og loftárása og eldflaugar. Byggingar hrynja í New York New York, Reuter. SEX menn biðu bana og 16 slösuðust þegar tvær bygging- ar hmndu í Bronx-hverfinu í New York á fimmtudag. Sprenging varð í fjögurra hæða íbúðabyggingu og er talið að um gasspreningu hafí verið að ræða þar sem vitni sögðust hafa fundið gaslykt skömmu áður. Byggingin hmndi og einnig sambyggð grænmetis- og ávaxtabúð. Lík fímm manna fundust í rústun- um og einn maður lézt síðar á sjúkrahúsi. Sovézkir njósnarar yfirgefa Frakkland París, Reuter. Talsmaður sovézka sendi- ráðsins í París staðfesti á fimmtudag að þrír sendifull- trúar, sem Frakkar ráku úr landi fyrir meintar njósnir, væm famir til Moskvu. Að sögn frönsku sjónvarps- stöðvarinnar Antenne-2 fóru mennimir þrír með járnbraut- arlest til Moskvu. Stöðin sýndi í fréttatíma sínum mynd, sem sögð var tekin þegar þeir fóra um borð í lestina. Sovétmenn- irnir vom sakaðir um að hafa njósnað um og reynt að stela upplýsingum um frönsku geimflaugina Ariane.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.