Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 66
66
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987
t Maðurinn minn, SVEINBJÖRN EGILSSON, Óðinsgötu 2, lést í gær. 10. apríl í Borgarspítalanum. Rannveig Helgadóttir.
t GUÐMUNDUR SVEINSSON netagerðarmeistari frá Góustöðum, Engjavegi 24, (safirði, lést að morgni 9. apríl á Landakotsspítala. Jaröarförin auglýst síðar. Bjarney Ólafsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
t Móðir okkar, GUÐNÝ GESTSDÓTTIR frá Hamri, andaðist á Hrafnistu fimmtudaginn 9. apríl. Börnln.
t Ástkær eiginmaður minn, EINAR PÁLSSON, Leifsgötu 3, andaðist í Borgarspítalanum 9. apríl sl. Gyða Guðmundsdóttir.
t ÁSTA ÞORBJÖRNSDÓTTIR, Mímisvegi 2, andaöist á Elliheimilinu Grund 8. apríl. Hafsteinn Jónsson og systkini.
t Faöir okkar, HANS ALBERT SVANE, fyrrum lyfsali í Stykkishólmi og á ísafirði, lést á heimili sínu í Nykpbing S. Danmörku 9. apríl sl. Útför hans veröur gerð frá Marsdal þriðjudaginn 14. apríl. Guya Svane Nissen, Hans Svane jr.
t ÁRNI JÓNSSON frá Hnifsdal andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði, 9. apríl sl. Jarðarförin fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 15. apríl nk. kl. 15.00. Rakel Árnadóttir, Bragi Guðmundsson, Hörður Árnason, Sigríður Ágústsdóttir, Aðalheiður Árnadóttir.
t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaöir, HJÁLMTÝR BJARG HALLMUNDSSON, Ljósvallagötu 28, sem lést í Landspítalanum aðfaranótt 8. apríl verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 15. apríl kl. 10.30. Unnur Guðmundsdóttir, Guðmundur Ingi Hjálmtýsson, Gíslína Rannveig Hallgrímsdóttir, Stefanía Halla Hjálmtýsdóttir, Þorkell Guönason.
t
Systir okkar og mágkona,
SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
Sólvallagötu 38,
Keflavfk,
sem lóst í Sjúkrahúsi Keflavíkur 6. apríl, verður jarðsungin frá
Keflavíkurkirkju laugardaginn 11. apríl kl. 14.00.
Guðrún Sigurðardóttir, Þórólfur Sæmundsson,
Ásgeir Sigurðsson, Guðrún Ármannsdóttir,
Sólveig Sigurðardóttir, Vilborg Eiríksdóttir.
Minning:
Síra Benjamín Krist-
jánsson fyrrv. prófastur
Fæddur ll.júní 1901
Dáinn 3. apríl 1987
Á menntaskólaárum mínum á
Akureyri leigði ég lengst af í
Munkaþverárstræti 3, fyrst hjá
sæmdarhjónunum Siguijóni Sumar-
liðasyni fyrrverandi pósti og
Guðrúnu Jóhannsdóttur konu hans
óg síðar hjá fóstursyni þeirra, Vigni
Guðmundssyni og Onnu Pálu Bjar-
man konu hans.
Þau Siguijón og Guðrún kenndu
sig gjaman við Áslaugsstaði í
Glæsibæjarhreppi, þar sem þau
bjuggu um langt árabil. Ég tengd-
ist traustum órofa tryggðarböndum
við þessi aldurhnignu hjón, sem
reyndust mér jafnan sem bestu for-
eldrar. Sérstaklega varð samband
okkar Guðrúnar náið og innilegt.
Hún var stórgáfuð kona og ein sú
göfugasta og hjartahreinasta sál,
sem ég hefi kynnst á lífsleiðinni.
Oft sagt ég hjá henni inni í stofu
eða eldhúsi tímunum saman, ræddi
við hana og nam af vörum hennar
þá lífsspeki, sem hefir lýst mér til
þessa dags.
Eitthvert hugboð hafði hún um,
að hugur minn stefndi til guðfræði-
náms að loknu stúdentsprófi. Því
kom það eins og af sjálfu sér, að
trúmálin bar oft á góma, þegar við
ræddum saman. Hún hafði sínar
ákveðnu skoðanir á kenningum
kirkjunnar og mat þjóna hennar
eftir þeim boðskap, sem þeir fluttu.
Ég man, að hún nefndi ýmis nöfn
þeirra presta, sem hæst gnæfðu að
hennar mati. Einn þeirra, sem hún
nefndi hvað oftast, var síra Benja-
mín Kristjánsson, sem um þær
mundir var prestur á Syðra-Lauga-
landi í Eyjafirði. Um hann viðhafði
hún mörg og sterk orð. M.a. man
ég, að einu sinni sagði hún, að hann
væri „stórgáfað göfugmenni“.
Aldrei sá ég þennan merkisklerk
meðan ég dvaldist nyrðra. En nafn-
ið hans greyptist fast í vitund mína.
Ég vissi, að hún Guðrún mín bles-
suð hlaut að hafa nokkuð til síns
máls. Á staðhæfíngum hennar
reyndist mér alltaf óhætt að byggja.
Og nú er síra Benjamín Krist-
jánsson látinn, eftir langan, starf-
saman og viðburðaríkan ævidag.
Hann fæddist hinn 11. júní árið
1901 að Ytri-Tjömum í Öngulstaða-
hreppi í Eyjafirði. Foreldrar hans
voru hjónin Kristján Helgi Benj-
amínsson bóndi og hreppstjóri á
Ytri-Tjömum og Fanney Friðriks-
dóttir frá Brekku í Kaupangssveit.
Hann var næstelstur 12 systkina,
sem öll komust til fullorðinsára.
Tvær systur eru látnar og eru því
9 systkinanna enn á lífi. Meðal
þeirra er síra Bjartmar, sem lengi
var prestur á Mælifelli í Skaga-
firði, en tók við Grundarþingum af
bróður sínum 1967.
Síra Benjamín var snemma
hneigður til bóklegra fræða og því
varð það að ráði að hann tók þá
ákvörðun að stefna að stúdents-
prófi. Því lauk hann sem utanskóla-
nemandi við Menntaskólann í
Reykjavík vorið 1924. Embættis-
prófi í guðfræði við Háskóla íslands
lauk hann svo vorið 1928. Ekki var
þó þar um samfellt nám að ræða,
því að veturinn 1925—1926 var
hann í námsdvöl við Kaupmanna-
hafnarháskóla.
Að afloknu embættisprófí lá svo
leiðin til Kanada. Þar gerðist hann
prestur svonefnds Sambandssafn-
aðar (The First Federated Church)
í Winnipeg. Þeim söfnuði þjónaði
hann til 31. júlí 1932.
Island kallaði — og aftur var
haldið heim á gamla Frón. Samsum-
ars fékk hann veitingu fyrir
Grundarþingum og var vígður 13.
nóvember 1932. Hann sat á Ytri-
Tjömum á árunum 1932—1935, en
fluttist þá að Syðra-Laugalandi,
sem gert var að prestssetri Grund-
arþinga með lögum um þær mundir.
Prófastur í Eyjafjarðarprófasts-
dæmi var hann frá 1964—1967.
Auk prests- og prófastsstarfa
lagði síra Benjamín víða gjörva
hönd á plóginn. M.a. kenndi hann
við guðfræðideild Háskóla íslands
haustmisserið 1942 í forföllum pró-
fessors Magnúsar Jónssonar. Þá
hafði hann með höndum kennslu í
bóklegum fræðum við Húsmæðra-
skólann á Laugalandi frá 1937 til
1967. Fjölmörgum trúnaðarstörfum
gegndi hann um lengri eða skemmri
tíma bæði í heimabyggð sinni og á
kirkjulegum vettvangi, sem hér yrði
of langt mál upp að telja. Þá gerði
hann talsvert af því að sækja kirkju-
legar ráðstefnur og þing á erlendum
vettvangi, eins og augljóslega má
sjá á greinum hans í Kirkjuritinu
þar að lútandi. Hann var lifandi í
starfí, fylgdist af brennandi áhuga
með nýjum stefnum og straumum
í kirkjunni og sýndi það oft bæði í
orði og verki. Hann var góður pré-
dikari og vandaði mjög ræður sínar.
Tækifærisræður hans þóttu margar
afburða snjallar. Ég hygg t.d. að
fáir, sem heyrðu, gleymi ræðunni,
sem hann flutti í lok prestastefnu
á heimili Ásmundar biskups Guð-
mundssonar, vorið sem hann hlaut
biskupsvígslu.
Hann var sískrifandi í blöð og
tímarit og alltaf var einhver veigur
í því, sem frá penna hans kom.
Hann gat verið hvassyrtur og harð-
orður, ef því var að skipta, en oftast
stýrði þó mannúðin, mildin og löng-
unin til þess að fræða lesendur sína,
penna hans. Allmargar bækur og
bæklingar komu út eftir hann. En
höfuðrit hans eru þó íslenskir guð-
fræðingar I, Saga Prestaskólans,
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar,
tengdaföður, afa og bróður,
GÍSLA ODDSSONAR,
Ljósheimum 20,
Reykjavfk.
Lára Sæmundsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og
systur hins látna.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
SIGURÐAR BETÚELSSONAR,
Langholtsvegi 156.
Guðrún Auðunsdóttir,
Andrés B. Sigurðsson, Erla Hafliðadóttir,
Svandís Sigurðardóttir,
Marta Sigurðardóttir,
Auðun Svavar Sigurðsson,
Anna María Siguröardóttir,
Esther Sigurðardóttir,
Elisa Sigurðardóttir,
Elfas Sigurðsson,
Jón Eirfksson,
Lárus Einarsson,
Karl. S. Thorlacius,
Guðrún Guðmundsdóttir
og barnabörn.
Rvk. 1947 og Vestur-íslenskar ævi-
skrár 1,—4. bindi, Ak. 1961—1972.
Þá má geta þess, að á Kanadaárun-
um var hann um skeið meðritstjóri
Heimskringlu.
Sr. Benjamín var mikill ham-
ingjumaður í einkalífi sínu. Hann
kvæntist hinn 26. júní árið 1928
Jónínu Bjömsdóttur frá Karlsstöð-
um í Fljótum í Skagafírði, dóttur
Bjöms Jónssonar bónda og skip-
stjóra þar. Hún var mikilhæf kona,
bæði að gáfum og atgjörvi öllu.
Reyndist hún manni sínum traust-
ur, hjartfólginn og trúfastur
lífsförunautur. Þau eignuðust engin
böm. En stjúpsonur síra Benjamíns
er Bjöm Ingvarsson yfirborgardóm-
ari í Reykjavík, kvæntur Margréti
Þorgeirsdóttur. Þau eiga þijá syni.
Þá ólu þau hjónin upp fósturdóttur
frá 5 ára aldri, Þóm Björk Kristins-
dóttur hjúkrunarfræðing og
húsmóður á Akranesi. Maður henn-
ar er Jósef Þorgeirsson, fram-
kvæmdastjóri. Þau eiga líka þijá
syni.
Síra Benjamín hætti prestskap
um áramót 1967—’68. Fluttu þau
hjónin þá til Reykjavíkur og bjuggu
þar á meðan bæði lifðu. Frú Jónína
andaðist 9. des. 1977 og varð hún
manni sínum mikill harmdauði.
Enda hafði hann þá sjálfur verið
vanheill um nokkurra ára skeið.
Fyrst um sinn dvaldist hann áfram
í íbúð sinni í Reykjavík milli þess
sem hann var á Ákranesi hjá Þóm
dóttur sinni og fjölskyldu hennar.
En þangað lágu löngum gagnvegir.
Árið 1979 fór síra Benjamín svo
norður að Laugalandi til síra
Bjartmars bróður síns og Hrefnu
Magnúsdóttir konu hans. Þar dvald-
ist hann að mestu leyti um þriggja
ára skeið og naut þar dýrmætrar
hlýju og aðhlynningar. Frá Lauga-
landi fór hann svo á Kristnesspítala
í Eyjafirði og dvaldist þar upp frá
því. Hann andaðist þar hinn 3. þessa
mánaðar eftir aðeins hálfs mánaðar
legu. Hann naut þeirrar hamingju,
að fósturdóttirin, sem hann unni svo
mjög, hjúkraði honum síðustu
stundimar og sat við sjúkrabeðinn
þegar hinsta stundin rann upp og
heimförin mikla og margþreyða var
hafin.
Ég kynntist síra Benjamín ekki
fyrr en á síðustu prestskaparámm
hans. Hafði reyndar veitt honum
eftirtekt fyrr á prestafundum. Þar
skar hann sig talsvert úr að mörgu
leyti. Hann var kvikur í hreyfíngum,
léttur í spori, með amfrán augu,
þar sem þó var gmnnt á glettnis-
bliki. Þá var hann alltaf klæddur
ljósum fötum, gagnstætt þeim kol-
svarta klæðnaði, sem einkenndi
mína ágætu stétt fram á síðustu ár.
Síðar urðu kynni okkar nánari.
Leið mín lá talsvert oft, en þó of
sjaldan, á heimili þeirra hjóna í
Reykjavík. Þá rejmdi ég hlýjuna,
Blómabúðin
Hótel Sögu
sími12013
Blóm og
skreytingar
gjafavörur
heimsendingar-
þjónusta