Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR ll! APRÍL 1987
77
IÞROTTIR UIMGLINGA
Spennandi úrslitaleikir
- í úrslitakeppni 6. flokks
BREIÐABLIK hampaði íslands-
meistarabikarnum í 6. flokki og
voru þeir vel að honum komnir.
Lið þeirra var áberandi jafnasta
og agaðasta lið úrslitakeppninn-
ar. Um sfðustu helgi var leikið til
úrslita um öll sœti á mótinu og
voru úrslitaleikirnir yfirleitt mjög
spennandi og skemmtilegir.
íslandsmeistararnir 1986 HK
höfnuðu í 9. sæti mótsins að þessu
sinni. Þeir unnu Gróttu í úrslitaleik
um það sæti með tíu mörkum gegn
sex.
Mörk HK: Rúnar Ágústsson 5, Halldór
Magnússon 4 og Kristinn Jónasson 1.
Mörk Gróttu: Eiríkur Þorláksson 3, Hallg-
rímur Arnarsson 2 og Jón Steinsson 1.
Um sjöunda sætið léku Fram
og Haukar og unnu Frammarar
leikinn með ellefu mörkum gegn
tveimur.
Mörk Fram: Haraldur Þór Jónsson
5, Guðmundur Guömundsson 3,
Pétur Pétursson, Baldur Ragnars-
son og Guðjón A. Guðjónsson 1
mark hver.
Stjarnan lenti í 5. sæti eftir
spennandi leik um það sæti við
Fylki. Lokastaða leiksins var sjö
mörk gegn sex eftir að Stjarnan
hafði haft yfir 3:0 í hálfleik þannig
að Fylkir vann seinni hálfleikinn.
Mörk Stjörnunnar: Sigurður Viðarsson
4, Hafsteinn Hafsteinsson, Magnús Jóns-
son og Ragnar Arnarsson 1 mark hver.
Slagurinn um bronssætið var á
milli KR og FH og var sú viðureign
sennilega sú mest spennandi í
úrslitakeppninni. ( fyrri hálfleik
gekk lítið hjá liðunum og tókst
hvoru liði aðeins að skora eitt
mark. Fljótlega í seinni hálfleik
komst KR í tveggja marka forystu,
3 mörk gegn 1. FH-ingar náðu að
jafna leikinn og síðan var jafnt á
öllum tölum það sem eftir lifði
leiksins. Þegar leiktíminn var úti
var staðan 6:5 fyrir FH en dómar-
inn hafði dæmt aukakast. KR-ingar
gerðu sér lítiö fyrir og skoruðu
beint úr aukakastinu og jöfnuðu
leikinn þannig að framlengja þurfti
hann. í framlengingunni voru skor-
uð tvö mörk og þau bæði gerði
FH-ingurinn Hjörtur Hinriksson og
tryggði hann því liði sínu verð-
launasæti á (slandsmótinu.
Mörk FH: Brynjar Geirsson 3, Hjörtur
Hinriksson 3, Árni R. Þorvaldsson og Jón
Hákon Hjaltalín 1 mark hvor.
Mörk KR: Ágúst Glslason 3, Nökkvi Gunn-
arsson 2, Ólafur Arnarson 1.
Sjálfur úrslitaleikurinn var milli
Breiðabliks og Víkings tveggja frá-
bærra liða. Töluverðrar tauga-
spennu gætti í sóknarleik liðanna
í upphafi leiksins en varnarleikur-
inn var að sama skapi góður.
Blikarnir spiluðu 3:3 vörn og var
mikill hreyfanleiki og vinnsla í varn-
arleik þeirra. Þessi varnaraðferð
gerði skyttum Víkinga erfitt fyrir
með að athafna sig. Kópavogs-
strákarnir sigu aðeins framúr en
Víkingar slepptu þeim þó aldrei
langt frá sér og í hálfleik var stað-
an 6:4 Blikum í vil.
Víkingar byrjuðu seinni hálfleik-
inn mjög vel og náðu að jafna
leikinn. Hinn frábæri fyrirliði
Breiðabliks Aron Haraldsson sá
að við svo búið mátti ekki standa
og af mikilli keppnishörku skoraöi
hann næstu fjögur mörk Blikanna.
Víkingar náðu aðeins að skora eitt
mark á meðan á þessu stóð og
var þar að verki stórskytta þeirra
Sigurður Elvar Sigurðsson. Breiða-
blik stóð því uppi sem sigurvegari
og íslandsmeistari í lok leiksins
sem endaði með þriggja marka
sigri þeirra 9:6.
Mörk Breiðabllks: Aron Haraldsson 6,
Jóhann G. Harðarson 2 og Kristján R.
Kristjánsson 1.
Mörk Vfkings: Sigurður Elvar Sigurðsson
5 og Þröstur Helgason 1.
Úrslitaleikur 2. flokks:
FH-ingar tóku
tvo úr umferð
FH OG STJARNAN áttust við i
úrslitaleik um íslandsmeistaratit-
ilinn í 2. flokki í handknattleik um
síðustu helgi. í þessum liðum eru
margir meistaraflokksmenn og
buðu þeir upp ó hraðan og
skemmtilegan handbolta f þess-
um leik. Leiknum lauk með sigri
FH 25 mörk gegn 22 eftir að stað-
an f hálfleik hafði verðið 11:8.
Þessi liö þekkja greinilega vel
hvort til annars því strax á fyrstu
mínútu leiksins voru menn úr báð-
um liðum teknir úr umferð.
Stjörnumenn tóku Héðin Gilsson
úr umferð en gekk samt illa að
ráða við risann þann. FH-ingar
tóku þá Einar Einarsson og Sigurð
Bjarnason úr umferð og við það
lamaðist sóknarleikur Stjörnunnar
verulega. Jafnræði var með liðun-
um fyrstu mínúturnar en smám
saman náði FH frumkvæðinu í
leiknum án þess þó að ná að hrista
Garðbæingana af sér. í hálfleik var
forysta FH þrjú mörk 11:8.
I síðari hálfleik jókst fljótlega
forysta FH og komst mest í 17:1 i.
Þegar svo var komið tók Stjarnan
mikinn fjörkipp og náði að minnka
muninn í eitt mark þannig að farið
var að fara um hafnfirska áhorf-
endur. FH-ingarnir héldu þó haus
seinustu mínúturnar og sigruðu
• Svona Raggi mlnn, viö vlnnum þá bara á næsta árl. Sigurður
Bjarnason Stjörnunnl stumrar yfir félaga sfnum Ragnari Gfslasyni f
úrelitaleiknum gegn FH f 2. flokki.
eins og áður sagði með 25 mörk-
um gegn 22.
Mörk FH: Héðinn Gilsson 8, Óskar Helga-
son 5, Ólafur Kristjánsson 4, Ingvar
Reynisson 3, Gunnar Karlsson 3, Stefán
Kristjánsson og Gunnar Karlsson 1 mark
hvor.
Mörk Stjörnunnar: Einar Einarsson 8,
Sigurður Bjarnason 6, Bjarni Benedikts-
son 3, Hafsteinn Bragason 3, Birgir
Sveinsson og Hilmar Hjaltason 1 mark
hvor.
• Varaðu þig bara vinur að verða ekki fyrir.
skytta Stjörnunnar.
MorgunblaðiöA/IP
Einar Einarsson víta-
Dómarar mættu ekki
í úrslitaleikinn
um þriðja sætið
URSLITAKEPPNI2. flokks kvenna
á íslandsmótinu í handknattleik
fór fram f Hafnarfirði um síðustu
helgi. Til úrslita um íslandsmeist-
aratitilinn léku Stjarnan og
Vfkingur.
í úrslitaleiknum var lengst af
jafnræði með liðunum og gætti þó
nokkurrar taugaspennu í upphafi,
en varnarleikur beggja liða var
mjög góður og greinilegt að liðin
ætluðu sér ekki aö taka neina
óþarfa áhættu. Staðan í hálfleik
var 5 mörk gegn 5 og var það
mjög eftir gangi leiksins. í síðari
hálfleik náöu Stjörnustelpurnar að
síga framúr og stóðu upp í lokin
sem glaðir sigurvegarar og (s-
landsmeistarar. Lokatölur leiksins
urðu 12:9 og sýnir það hve Stjarn-
an átti góðan leik í síðari hálfleik.
Mörk Stjömunnar: Ragnheiður Stephens
6, Drífa Gunnarsdóttir 2, Ingibjörg Andr-
ésdóttir 2, Herdis Siguröardóttir og Helga
Sigmundsdóttir 1 mark hvor.
Mörk Vlkings: Margrét Hannesdóttir 3,
Rannveig Þórarinsdóttir 3, Halla M.
Helgadóttir 2 og Oddný Guðmundsdóttir
1.
Leikurinn um bronssætið átti
að vera milli Gróttu og FH, en viti
menn, engir dómarar mættu. Þjálf-
arar, leikmenn og aðrir sem tóku
þátt í þessari úrslitakeppni voru
mjög þungorðir vegna dómara-
mála keppninnar. Töldu margir að
HSÍ ætti að sjá um dómaramál
úrslitakeppna í handknattleik og
fá til þess hæfa dómara.
Leikurinn um 5.-6. sætið var
milli (BV og UBK. Vestmanneying-
arnir sigruðu 19:14 eftir að hafa
verið yfir 9:8 í hálfleik.
Mörk ÍBV: Ásta Kristjánsdóttir 6, Ingi-
björg Jónsdóttir 4, Elísabet Benónýsdóttir
MorgunblaöiöA/IP
• Sigurður Bjarnason leitar áð glufu f vöm FH en þær voru fáar til-
tækar f úrslitaleik fólaganna f 2. flokki.
hanna Svavarsdóttir og Guðbjörg Bjarna-
dóttir 1 mark hver.
Fram vann sannfærandi
4, Stefanía Guðjónsdóttir 2, Lovisa
Ágústsdóttir, Arnheiður Pálsdóttir og
Ásdís Pálsdóttir 1 mark hver.
Mðrk UBK: Þjóðhildur Þórðardóttir 8.
Sigríður Sigurðardóttir 3, Elín Þorsteins-
dóttir 2 og Rósa Björk Siguröardóttir 1.
Haukar og KR léku um 7.-8.
sætið. KR vann 11:8 eftir að hafa
verið yfir 7:3 í hálfleik.
Mörk KR: Annetta Scheving 4, Unnur
Jónsdóttir 3, Þórdis Brynjólfsdóttir og Jó-
hanna Arnórsdóttir 2 mörk hvor.
Mörk Hauka: Helga Kristinsdóttir 3, Björg
Bergsteinsdóttir 2, Ulja Grétarsdóttir, Jó-
sigur
19:8 á (A f leiknum um 9. sætið.
Staðan í hálfleik var 7:4.
Mörk Fram: Margrét Eliasdóttir 6, Katrin
Harðardóttir 4, Ásta Hansen 4, Anna G.
Halldórsdóttir 2, Ingunn Gytfadóttir, Helga
Gunnarsdóttir og Harpa Guðmundsdóttir
1 mark hver.
Mörk lA: Unnur Hallgrímsdóttir 3, Ásta
Benediktsdóttir 2, Berglind Jónsdóttir,
Friðgerður Jóhannesdóttir og Steindóra
Steinsdóttir 1 mark hver.