Morgunblaðið - 11.04.1987, Síða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987
COSMOLUX S
Þegar þú
hefur reynt
COSMOLUX S
sólaríum peruna einu sinni
þá skilur þú hvers vegna
þúsundir sóldýrkenda um allan heim
SJÁ EKKI SÓLINA FYRIR
COSMOLUX S
COSMOLUX S Er ný hátækniþróuö pera sem eykur vellíöan, auk þess sem hún gefur fallegri lit, Á STYTTRI TÍMA
COSMOLUX LAMPARNIR ERU AÐ SJÁLFSÖGÐU VIÐURKENNDIR AF HEILBRIGÐISYFIRVÖLDUM.
HÖFUM EINNIG Á BOÐSTÓLUM COSMOLUX-R, COSMOLUX-RA OG COSMOLUX-RS SÓLARlUM SPEGLAPERUR. PÁLL STEFÁNSSON Umboðs- & Heiidverslun Bllkahólum 12. 111 Reykjavik. simi (91)72530
MALLORKA
Royal Jardin
del Mar
Gististaður í sérflokki.
dTKXVTK
Ferðaskrifstofa, Hallveigarstfg 1 sfmar 28388 og 28580
Cterkurog
O hagkvæmur
auglýsingamiðill!
GASGRILLIN
komin
aftur
3
stærðir
Vönduð vara við
vægu verði
nungtillCEiGjJL
BÚSTOFN
Smiðjuvegi 6, Kópavogi símar 45670 — 44544.
Frá skiptimarkaði safnara 1979.
Skiptimarkaður fyrir safnara
Frímerki
Jón Aðalsteinn Jónsson
Laugardaginn 18. apríl nk.
verður efnt tii skiptimarkaðar fyr-
ir safnara í húsnæði Landssam-
bands íslenkra frímerlqasafnara
(LÍF) í Síðumúla 17. Hefst hann
kl. 13.00 og á að ljúka kl. 17.00.
Á árunum 1979 til 1981 geng-
ust félög safnara í Reykjavík fyrir
sameiginlegum skiptimarkaði á
Hótel Borg. Var hann haldinn
laugardaginn fyrir páska og var
mjög vel sóttur, og fór fjöldi gesta
langt fram úr því, sem bjartsýn-
ustu menn höfðu vonað. Á boð-
stólum voru aðallega frímerki og
mynt, en einnig kom ýmislegt
annað söfnunarefni við sögu.
Fljótlega kom í ljós, að erfitt get-
ur verið að halda árlega uppi
markaði af þessu tagi, þar sem
fjöldi safnara er hér eðlilega minni
en með stærri þjóðum. Lognaðist
þessi starfsemi þess vegna út af
eftir árið 1981.
Nú hefur aftur vaknað áhugi
meðal safnara á sameiginlegum
skiptimarkaði og hafa margir
þeirra að undanfömu óskað eftir
honum.
í fréttatilkynningu frá Félagi
frímerkjasafnara (FF) segir m.a.
svo:
„Þar sem margir áhugamenn
um söfnun hafa að undanfömu
sýnt áhuga á sameiginlegum
skiptimarkaði og þar sem augljóst
er, að slíkir markaðir, ef vel tak-
ast til, muni glæða allan áhuga á
söfnun, hefur Félag frímerkja-
safnara rætt þetta mál, bæði á
félags- og stjómarfundum. Eftir
viðræður við Félag myntsafnara
og nokkra áhugamenn um póst-
kortasöfnun hefur verið ákveðið
að endurvekja skiptimarkað safn-
ara á ný.“
Eins og áður segir verður sam-
eiginlegur skiptimarkaður nú
haldinn í hinum ágætu húsakynn-
um LÍF í Síðumúla 17 laugardag-
inn fyfít páska, þ.e. 18. apríl. I
fréttatiikýhhingu segir etth frem-
ur bvo, og vii ég vekja athygli á
því! „Tekið skal fram, að markað-
Uríhh er opinn fyrir alla safnara,
þ.e. með söfnunarhluti eins og
frímerki, mynt, seðla, gömul um-
slög, póstkort, vindlamerki, gömul
spil, eldspýtustokka, pijónmerki,
nælur, gamlar orður, landakort
og allt annað, sem menn almennt
safna. Seld verða borð á kr. 250.-
fyrir þá, sem vilja kaupa, selja eða
skipta, en þess utan getur hver
sem er komið á markaðinn með
sitt efni og gert viðskipti. A staðn-
um verða forráðamenn félaga til
að gefa upplýsingar um söfnun
o.fl. Veitingar verða til sölu á
staðnum." Framkvæmdastjóri
skiptimarkaðarins verður Sigurð-
ur R. Pétursson, en hann er sem
kunnugt er gamalreyndur í þess-
um sem öðrum efnum meðal
safnara. Loks er rétt, að hér komi
fram, að nánari upplýsingar um
þennan skiptimarkað má fá hjá
öllum þremur frímerkja- og mynt-
verzlunum í Reykjavflc.
Nú er aðeins að vona, að þessi
endurvakta starfsemi nýkjörinnar
stjómar FF meðal safnara takist
vel og verði öllum söfnurum til
ánægju og hagsbóta.
Nýja flugstöðvarmerkið
14. þ.m. — Leiðrétting
í síðasta þætti, 4. þ.m., var
sagt frá nýju frímerki, sem út
kemur næsta þriðjudag til að
minnast þess, að Flugstöð Leifs
Eiríkssonar verður tekin í notkun.
Um leið var greint frá sérstimpli,
sem verður notaður á útgáfudegi
hér í Reykjavík, og honum lýst
nokkuð. En þar varð greinar-
höfundi heldur betur á í messunni,
þegar hann sagði, að tákn stimp-
ilsins væri landgöngustigi flugvél-
ar. Vissulega hafði þetta verið
sagt í viðurvist hans, en nú er
ljóst, að svo hefur trúlega verið
gert af gáttlæti, eins og þeir segja
fyrir austan, en ekki í alvöru.
Hönnuður stimpilsins, Stephen
Fairbaim, hafði strax samband
við mig eftir birtingu þáttarins
og benti mér í allri vinsemd á,
að táknið em gluggar þeir hinir
miklu á norður- og suðurhlið
stöðvarinnar, ef ég er þá ekki
áttavilltur þar líka. Frá þessum
gluggum og listaverkum Leifs
Breiðfjörðs var einmitt sagt
síðast. Auðvitað má hveijum
manni vera það ljóst, næstum án
mikillar íhugunar, að tákn stimp-
ilsins eru gluggamir. Þá má og
minna á þá miklu hagræðingu við
flugstöðina, að landgöngustigar
hverfa með öllu, og þá var í raun
enn síður ástæða til að minnast
þeirra við þetta tækifæri. En sem
sagt: Rétt skal vera rétt, og er
hönnuður stimpilsins beðinn af-
sökunar á þessum misskilningi.
Þá vil ég biðja leBendur síðasta
þáttar velvirðingar á rnÍBtökum,
Bem urðu við gerð myndar af
smáörk þelrrí, Bem hlaut 1» verð-
laun í Bkoðanakönnun póststjóm-
arinnar um falleguBtu frímerki
ársins 1986. Þar Vár sniðið neðan
af henni letur það, sem greinir frá
tilefni hennar og eins verðgildi.
Hér er hins vegar ekki við greinar-
höfund að sakast. Vissulega
komst sjálft myndefnið til skila,
og má segja, að það hafí skipt
mestu máli.
Að endingu verð ég svo að biðja
lesendur afsökunar á því, að enn
hefur ekki verið rúm hér í þættin-
um til þess að halda áfram
hugleiðingum um ýmis afbrigði
við frímerkjagerð, sem fitjað var
upp á í þætti 21. marz sl. Von
andi getur samt orðið af því innan
skamms.
Háborg tónlistarinnar
og annarra íagurra lista.
A. Ferdaskrifstofan
Ifarandi
Vesturgötu 5, Reykjavík,
s. 17445.