Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987 79 Úrslitaleikur bikarkeppni KKÍ: Frábær endir á gódum vetri - sagði Valur Ingimundarson, þjálfari og leikmaður Njarðvíkinga „ÞETTA var frábær endir á góð- um vetri. Sigurinn var öruggur og gerðum við út um leikinn strax í fýrri hálfleik,11 sagði Valur Ingi- mundarson, þjálfari og leikmaður Njarðvíkinga eftir stórsigur á Val, 91:69, í bikarúrslitaleik KKÍ í körfuknattleik f Laugardalshöll f gærkvöldi. Njarðvfkingar unnu þar með sinn þriðja titil f vetur og hafa verið með yfirburðalið í úrvalsdeildinni. Unnu deildina, úrslitakeppnina og nú bikarinn. Sannarlega góð uppskera það. „Við réðum hreinlega ekkert við Njarðíkinga í þessum leik. Við náð- um ekki að sýna okkar besta. Ég óska Njarðvík til hamingju með sinn fyrsta sigur í bikarkeppninni," sagði Torfi Magnússon, fyrirliði Vals. Yfirburðir Njarðvíkinga voru miklir, það var aðeins fyrstu 5 mínútur leiksins sem Valsmenn áttu í fullu tré við þá. Njarðvíkingar sönnuðu það í þessum leik að þeir eiga á að skipa besta liðinu í dag. Þeir eru með mikla breidd og voru sterkari á öllum sviðum. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínúturnar en síðan tóku Njarðvíkingar völdinn á vellinum. Skoruðu hvert stigið á fætur öðru og náðu fljótlega yfirburðastöðu Njarðvík—Valur 91 : 69 Úrslitaleikur f bikarkeppni KKÍ f meistaraflokki karla. Laugardals- höll, 10. aprfl 1987. 0:4, 4:4, 8:10, 13:10, 19:14, 22:16, 33:19, 37:21, 39:25, 41:27, 47:28, 49:32, 53:38, 57:46, 60:47, 62:49, 69:51, 71:54, 78:57, 83:59, 89:61, 91:63, 91:69. STIG UMFN: ísak Tómasson 22, Jóhannes Kristbjörnsson 20, Valur Ingimundarson 17, Kristinn Einarsson 12, Helgi Rafnsson 12, Teitur Örlygsson 4, Hreiðar Hreiðarsson 2 og Ámi Lárusson 2. STIG VALS: Tómas Holton 19, Einar Ólafsson 16, Torfi Magnússon 13, Leifur Gústafs- son 8, Sturla Örlygsson 6, Bjöm Zoega 4, Bárður Eyþórs- son 2 og Páll Amar 1. og höfðu 17 stiga forskot í leik- hléi, 49:32. í seinni hálfleik byrjuðu Vals- menn vel og náðu að minnka muninn í 11 stig en síðan ekki söguna meir. Mestur varð munur- inn 28 stig er stðan var 91:63. í lokin gátu Njarðvíkingar leyft sér að láta varamenn sína spila og sama gerðu Valsmenn sem höfðu játað sig sigraða. Ekkert gekk hjá Valsmönnum í þessum leik, hittu illa og náðu ekki að nýta sér sóknarfráköstin. Njarðvíkingar léku að festu og ákveðni, hittu vel og hirtu nær öll varnarfráköst og voru mjög hreif- anlegir í vörninni. Það varð því aldrei spenna í leiknum slíkir voru yfirburðir Njarðvíkinga. Bestu leikmenn Njarðvíkinga voru Jóhannes Kristbjörnsson, sem fór á kostum í fyrri hálfleik, ísak Tómasson, sem tók við hlut- verki hans í seinni hálfleik og Helgi Rafnsson, sem var mjög sterkur í fráköstunum ásamt Kristni Einars- syni. Vaiur Ingimundarson og Teitur Örlygsson stóðu einnig vel fyrir sínu. Heilsteypt og gott lið. Hjá Val var Tómas Holton sá eini sem sýndi góðan leik. Torfi og Einar Ólafsson stóðu sig einnig ágætlega. Sigurður Valur Halldórsson og Sigurður Valgeirsson dæmdu leik- inn vel. Vajo Morgunblaðið/Einar Falur • Sigri fagnað. Cora Barker, fyrirliði KR ásamt systrunum Lindu og Ernu Jónsdætrum. Linda var stiga- hæst KR-stúlkna ásamt Kristjönu Hrafnkelsdóttur með 19 stig. • ísak Tómasson, fyrirliði Njarðvfkinga, hampar hár bikarnum sem Njarðvíkingar unnu f fyrsta sinn í gærkvöldi. Steingri'mur Hermanns- son, forsætisráðherra, var heiðursgeistur á ’eiknum og ahenti sigurlaunin. Morgunblaðið/Hinar Falur • Valur Ingimundarson, þjálfari og leikmaður Njarðvíkínga, var toller- aður af félögum sfnum eftir leikinn. Þeir höfðu ástæðu til að fagna enda unnið þrefalt í vetur undir stjórn hans.. Leikreynslan vó þungt þegar KR vann IBK í bikarúrslitum kvenna ÞÆR voru æsispennandi lok- amínúturnar f bikarúrslitaleik KR og ÍBK f kvennaflokki. KR-ingar voru fjórum stigum yfir en IBK tókst að minnka muninn f eitt stig þegar þrjár mfnútur voru eft- ir. Leikreynsla KR-inga sagði þá til sín gegn ungu og óreyndu liði ÍBK og þær unnu með fjórum stigum. Keflvfkingar geta þó vel við unað og hið stórefnilega og unga lið þefrra á framtfðina fyrir sér. „Þetta var mjög erfiður leikur og óþarflega grófur. Það er í lagi að leika fast en ekki gróft. Við bjuggumst við að þetta yrði auð- veldara vegna þess að þær hafa aldrei leikið í Höllinni en svo var ekki og við áttum í vök að verjast. Leikreynslan sagði til sín í lokin og það reddaði okkur," sagði Cora Barker fyrirliði KR eftir leikinn og hún bætti síðan við: „Við erum bestar, það fer ekkert á milli mála. Við erum eins og ein „familía“.“ Það virtist sem ÍBK væri leik- reyndara liðið í upphafi því þær báru ekki nokkra virðingu fyrir KR-stelpunum og náðu strax nokkurra stiga forystu. Mestur varð munurinn átta stig, 29:21, þegar um fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. Þá kom herfilegur karfli hjá ÍBK. KR-ingar tóku vel á í vörninni og náðu að stöðva Guölaugu Sveins- dóttur sem hafði fengið full mikinn frið til að skjóta fyrir utan. Þetta gekk upp og það var ekki fyrr en KR-ÍBK 65:61 Laugardalshöll 10. aprfl 1987. Úrslita- leikurinn i bikarkeppni kvenna í körfu- bolta. 0:2, 2:6, 8:7, 8:11, 11:11, 11:17, 15:21, 19:21, 21:29,84:29, 41:29, 41:81, 45:41, 49:47, 65:47, 57:51, 59:56, 60:59, 62:61, 65:61. Stig KR: Kristjana Hrafnkelsdóttir 19, Linda Jónsdóttir 19, Cora Barker 11, Björg Björgvinsdóttir 11, Ema Jóns- dóttir 3, Dýrleif Guðjónsdóttir 2. Stig ÍBK: Anna M. Sveinsdóttir 22, Guðlaug Sveinsdóttir 21, Björg Haf- steinsdóttir 5, Kristin Sigurðardóttir 5, Margrét Sturiaugsdóttir 4, Kristín Blöndal 2, Bylgja Sverrisdóttir 2.. nokkuð var liðið á síðari hálfleikinn að ÍBK skoraði stig. Heilar sex mínútur liðu án þess þær skoruðu og KR breytti stöðunni í 41:29 og héldu nú flestir að hið unga lið ÍBK væri sprungið. Áfram var barist Þær voru þó ekki á því og með mikilli baráttu og dugnaði tókst þeim að minnka muninn og gera lokamínúturnar spennandi, eins og reyndar leikinn mest allan og trú- lega er þetta einn skemmtilegasti kvennaleikur sem hér hefur verið leikinn. Bestar í liði KR voru Linda Jóns- dóttir, sem er geysilega fljót og dugleg að fiska villur, Kristjana Hrafnkelsdóttir sem tók mikið af fráköstum, Björg Björgvinsdóttir sem einnig var sterk í fráköstum og Cora Barker sem stjórnaðj sókninni eins og herforingi. Hjá ÍBK var Guðlaug best og í síðari hálfleik kom Anna M. Sveins- dóttir sterk til leiks. Skoraði grimmt og tók mikið af fráköstum. Það er greinilegt ef marka má þennan leik að framtíðin í kvennak- örfunni hór á landi er björt. í þessum tveimur liðum eru margir góðir einstaklingar sem eiga eftir að ná langt. Með sambaldi af geysilega mikilli leikreynslu hluta stúlknanna í KR og hinum ungu og efnilegu stúlkum frá Keflavík og bestu einstaklingunum úr hin-k. um liðunum hér á landi ætti ekki að vera mikið vandamál að fá hiö þokkalegasta landslið. Körfubolt- inn hjá stúlkunum er greinilega á uppleið. -sus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.