Morgunblaðið - 11.04.1987, Qupperneq 80

Morgunblaðið - 11.04.1987, Qupperneq 80
-UL- Feróaslysa 'trygging LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Bankaráð Útvegsbankans fundaði í gær: Lausnarbeiðni bankastjór- anna ekki tekin til greina Bankastjórarnir starfa ekki við Útvegsbanka íslands hf. BANKARÁÐ Útvegsbankans féllst ekki á lausnarbeiðni banka- stjóranna sem hafa verið ákærðir fyrir vanrækslu í starfi í sam- bandi við Hafskipsmálið. Banka- stjórarnir munu því sitja áfram út ráðningartíma sinn til 1. maí næstkomandi, en þá mun nýtt hlutafélag taka við rekstri Út- vegsbankans. Bankastjórarnir hafa ekki gefið kost á sér til starfa fyrir það félag. Bankastjóramir Lárus Jónsson, Ólafur Helgason og Halldór Guð- Þrír flugximferðarstjór- ar og einn flugstjóri ákærðir fyrir vanrækslu ÞRÍR flugnmferðarstjórar og einn flugstjóri hafa verið ákærðir fyrir að hafa gerst brotlegir við ákvæði loftferða- laga með vanrækslu í starfi. Er þess krafist að þeir verði dæmdir til refsingar, sviptir réttindum sínum og gert að greiða sakarkostnað. Um er að ræða tvö óskyld mál. t því fyrra eru einn flugumferðar- stjóri og einn flugstjóri ákærðir fyrir vanrækslu vegna atviks sem varð síðla árs 1984. Flugumferð- arstjórinn gaf flugstjórum tveggja þotna leyfi til flugtaks af sömu braut, með mjög skömmu milli- bili. Sú vél er síðar fór í loftið dró hina og munaði litlu að þær rækjust á. Flugstjóri síðari þotunnar er ákærður fyrir að hafa ekki gert ráðstafanir þégar hann vissi að slys vofði yfir. Síðara málið varðar atburð 2. júní á síðasta ári þegar litlu mun- aði að tvær erlendar farþegaþotur rækjust á út af Austfjörðum og eru tveir flugumferðarstjórar ákærðir fyrir vanrækslu. Þota frá SAS var á austurleið og fékk heimild úr fluglagi 29.000 fetum. Skömmu síðar fékk flugvél frá British Airways, sem var á norð- vesturleið, heimild til að hækka flugið í sömu hæð og flugvél SAS var í og mættust vélamar um 15 mínútum síðar. Enginn flugum- ferðarstjóri gerði sér grein fyrir mistökunum fyrr en tilkynning barst frá flugstjórum vélanna. Rfkissaksóknari hefur sent mál- in til meðferðar hjá Sakadómi Reykjavíkur. Ármann Kristinsson sakadómari dæmir í málunum. bjamason og Axel Kristjánsson aðstoðarbankastjóri lögðu allir fram lausnarbeiðni við upphaf fundar bankaráðs Útvegsbankans í gær- morgun. Bankaráðið fjallaði síðan um lausnarbeiðnimar, en sam- þykkti síðan einróma eftirfarandi ályktun: „Bankaráðið ber fullt traust til bankastjórnarinnar, þrátt fyrir framkomna ákæru, enda er það mat bankaráðsins að núverandi bankastjórn hafi gert sitt ítrasta til að tryggja hag Útvegsbanka ís- lands. Bankaráðið er því sammála um að fallast ekki á lausnarbeiðn- ina.“ í framhaldi af þessu lýstu bankastjórarnir því yfir að þeir myndu halda áfram störfum. I samtali við Morgunblaðið sagði Valdimar Indriðason, formaður bankaráðs Útvegsbankans, að tímabili sitjandi bankaráðs lyki 30. apríl og það hefði ekki viljað skilja við bankann og bankastjóranna á þann hátt að leysa þá frá störfum nú. Láms Jónsson bankastjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að bankastjórarnir hefðu litið þannig á að það væri rétt að verða við óskum bankaráðsins um að sitja áfram þessa fáu daga sem eftir em af aprílmánuði fyrst ráðið hefði tek- ið þá afstöðu. Bankaráð Útvegsbanka íslands hf., hlutafélagsins sem tekur yfir rekstur bankans 1. maí næstkom- andi, fundaði einnig í gær. Gísli Ólafsson var kosinn formaður ráðs- ins og sagði hann í samtali við Morgunblaðið að á fundinum hefði verið ákveðið að ráða tvo banka- stjóra að bankanum og yrði reynt að fá þá til starfa sem fyrst. Gísli sagði aðspurður að núverandi bankastjórar hefðu lýst því yfir að þeir gæfu ekki kost á sér til starfa við nýja hlutafélagið, en vildi ekki svara því hverjir kæmu til greina í stöður bankastjóra eða hvort verið væri að leita þeirra meðal starfs- fólks Útvegsbanka íslands. Landsvirkjun: Útflutt raf- orka álitleg- ur kostur? LAGNING sæstrengs til útflutn- ings á raforku héðan til megin- lands Evrópu er nú orðinn álitlegri kostur en áður i ljósi mikilla tækniframfara. Hefur Landsvirkjun því ákveðið að end- urskoða áætlanir um sæstrengs- tengingar íslands og Evrópu. A aðalfundi Landsvirkjunar í gær kom fram að hagnaður varð á rekstrinum þriðja árið í röð í fram- haldi af sex ára taprekstri þar á undan. Rekstrarhagnaðurinn varð þó aðeins 8 milljónir króna þetta árið og því var ekki hægt að greiða eigendum arð. Sjá nánar á blaðsíðu 47. Morgunblaðið/Ól.K.M. Strápils og kúluhattar UNGT fólk í undarlegum búning- um á götum Reykjavíkur er ekki síður öruggur vorboði en Ióan. Stúdentsefni Verslunarskólans lyftu sér upp í gær í tilefni þess að upplestrarfrí er að hefjast og klæddust af því tilefni frumskóg- arfatnaði og klæðum sem minna á kvikmyndaleikarann Chaplin eins og sést á meðfylgjandi myndum. Ráðist á blað- burðardreng og hann rændur Morgunblaðið um kl. hálfníu þegar á hann var ráðist. Hann var á leið framhjá Snælandsskóla þegar hann heyrði fótatak að baki sér. Þegar hann leit við sá hann mann koma að sér með hníf í hendi. Maðurinn skellti drengnum til jarðar, reif í hár hans og þrýsti andliti hans að jörðinni. Síðan tók hann af honum peningaveski, sem í voru 14 þúsund krónur, en áður en hann hvarf á braut sparkaði hann í maga drengs- ins. Drengurinn lýsti manninum sem um það bil tuttugu ára gömlum, grönnurn og 185-190 sm á hæð. Maðurinn var í bláum gallabuxum og vínrauðum vindjakka með hettu, sem hann hafði dregið saman fyrir andlitið, svo aðeins sást í augu hans. Drengurinn hafði hins vegar veitt manninum athygli þegar hann var að rukka fyrr um kvöldið og sagði að hann væri með svart, stutt hár, síðara að aftan. Taldi drengurinn að hár mannsins hafi verið litað. Rannsóknarlögreglan ríkisins fer með rannsókn málsins, en í gær- kvöldi hafði árásarmaðurinn ekki náðst. RÁÐIST var á 13 ára gamlan blaðburðardreng í Kópavogi á fimmtudagskvöld. Árásarmaður- inn rændi af drengnum 14 þúsund krónum sem hann hafði innheimt af áskriftargjöldum. Drengurinn var að rukka fyrir Þriðji titíll Njarðvíkinga Körfuknattleikslið Njarðvíkur tryggði sér í gærkvöldi þriðja titilinn á yfirstandandi keppn- istímabili er liðið sigraði Val í úrslitum bikarkeppni KKÍ. Þetta er I fyrsta skipti, sem liðið vinnur þessa keppni. Á myndinni fagna leikmenn liðsins góðum árangri. Sjá nánar á íþróttasíðu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.