Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987 27 Efla_ þarf störf Kvenfélagasam- bands Íslands með aukinni fjárveit- ingu til ráðgjafarþjónustu og námskeiðahalds fyrir heimilin. Koma þarf upp rannsóknarstofnun heimilanna. Til þess að þetta megi allt takast þarf fyrst og fremst að stofna sér- staka ráðuneytisdeild sem hafi með þessi mál að gera og að allt starfs- fólkið hafí menntun í og þekkingu á þessum málum. Hvemig þessum málum er komið í dag er meðal annars því að kenna að engir sem um þau fjalla eða hafa fjallað um þau í ráðuneytinu hafa til þess sér- þekkingu. Námsstjórastarfið í hússtjómar- greinum við menntamálaráðuneytið var lagt niður árið 1970. Árangur- inn er sú staða sem komin er upp í dag. Búið er að leggja niður nær alla kennslu í hússtjómargreinum í framhaldsskólum. Hvað ætla frambjóðendur hinna mörgu flokka að gera í þessum málum fyrir heimili landsins? Hús- mæður ættu að huga að því, ásamt öllum öðrum sem skilja það, að heimilin em homsteinar þjóðfélags- ins númer eitt, áður en þær greiða atkvæði sitt í komandi kosningum. Höfundur er kennari viðhús- stjórnarsvið Verkmenntaskólans & Akureyri, búsett í Hrafnagils- hreppi. Niflunga- hringur Wagners sýndur í Gamla bíói ÚM PÁSKANA mun Styrktarfé- lag Islensku óperunnar gangast fyrir sýningum á Niflungahringi Wagners í Gamla bíói. Sýnt verð- ur af myndböndum á stóru tjaidi, sem er staðsett á svölum Gamla bíós. Um er að ræða sýningu óperuhússins í Bayreuth, sem tekin var upp fyrir sjónvarp 1981 og eru upptökur á myndbönd Styrktarfélagsins úr sænska sjónvarpinu og því með sænskum textum. Það eru einmitt textarn- ir sem gera þessa sýningu svo miklu aðgengilegri en ella, því eins og margir vita lagði Wagner mikla áherslu á söngtextana I óperum sínum og samdi þá sjálf- ur. Þetta er líklega í fyrsta skipti sem Niflungahringurinn er sýndur opinberlega á íslandi. Efniviðurinn er að mestu leyti sóttur til norrænn- ar goðafræði — Óðinn og Loki eru í aðalhlutverkum — og sögu Sigurð- ar Fáfnisbana. Niflungahringurinn er í raun fjórar óperur, sem mynda samstæða heild, og dregur nafn sitt af gullhring þeim, sem rænt var frá Rínardætrum. Hringurinn hafði þá náttúru að hann færði eig- anda sínum ótakmörkuð völd, en vegna bölvunar sem á hringinn var lögð varð hann í reynd eigandanum alltaf til mikillar ógæfu. Fyrsta óperan í Hringnum heitir „Rínargullið" og er hún aðeins 2'h klst. að lengd en hinar þtjár, „Val- kyijan", Siegfried" og „Ragnarök“, hver um sig um fjórar klst. Sú uppfærsla, sem hér verður sýnd, var fyrst sett á svið í óperu- húsinu í Bayreuth árið 1976 og vakti hún strax mikla athygli og deilur, aðalíega vegna þess að sag- an var að nokkru leyti færð nær nútímanum. Leikstjóri þessarar uppfærslu var Frakkinn Patrice Chéreau, en hljómsveitarstjóri var hinn frægi Pierre Boulez. Sýningamar í Gamla bíói eru ein- göngu ætlaðar styrktarfélögum Islensku óperunnar og þurfa þeir að tilkynna áhuga sinn á þátttöku til skrifstofu íslensku óperunnar í síðasta lagi á þriðjudaginn. Að- gangur er ókeypis. (Fréttatilkynning.) Er það leikur að læra? eftirMaríuE. Ingvadóttur Við ísiendingar höfum ætíð stát- að okkur af góðri almennri mennt- un. Víst er það að við erum vel upplýst þjóð, enda er góð almenn menntun ein af forsendum þess að hér haldist vinalegt samfélag, þar sem gott er að lifa og starfa. En gott menntakerfí þarf endurskoð- unar við eins og allt annað. OECD-skýrslan margumtalað hreyfði t.d. við þeirri hugmynd hvort ekki mætti færa skyldunámið neðar, og í framhaldi af því munu stúdentar útskrifast tveimur árum fyrr en nú er algengast. Hugsan- lega mætti stytta sumarfríið um einn til tvo mánuði. Aðeins lítill hluti unglinga fá vinnu á sumrin en sumarskólar erlendis verða æ vinsælli. Að hefja námið fyrr Flest börn á aldrinum fjögurra og fímm ára fara á dagheimili eða leikskóla. Á þessum aldri eru börn mjög næm og fús að læra. íhuga má hvort ekki er hægt að nýta „Til að stúdentsprófið haldi gildi sínu sem inn- tökuskilyrði í háskól- ann verður að gæta þess að slá ekki af kröf- um til menntunar á grunnskóla- og mennta- skólastigi, frekar en öðru framhaldsnámi.“ menntun fóstranna betur, þannig að hluti þess undirstöðunáms sem nú fer fram í 6 ára deildum færist í leikskólana. Böm á þessum aldri geta mun meira en þeim er boðið upp á í dag. Það er örugglega ekki ætlunin að draga úr námsvilja bama með því að halda aftur af þeim með lítt eða ekkert krefjandi verkefnum. Námsefni bama upp til 12 ára aldurs er almennt of létt, og verkefnin gera ekki þær kröfur til bamsins að það læri að vinna og einbeita sér. Mæt kona orðaði það þannig fyr- ir skömmu, að hér á landi væm bömin spurð hvort ekki hefði verið læra" syngjum við en það á ekki að vera leikandi létt að læra. Náms- leiða má rekja til þess að verkefnin em ekki nógu kreijandi og þar með skapandi. Arangur næst með vinnu bama en ekki eins og nú er að þeim nægi að líta í bók 10—20 mínútur á dag til að fá góðar ein- kunnir. Menntun — góð menntun Til að stúdentsprófið haldi gildi sínu sem inntökuskilyrði í háskól- ann verður að gæta þess að slá ekki af kröfum til menntunar á gmnnskóla- eða menntaskólastigi, frekar en öðm framhaldsnámi. Leiða má hugann að því að ef ungt fólk lýkur sínu námi fyrr, býr það enn í foreldrahúsum í miðju fram- haldsnámi. Þar með mundi sá baggi sem ungt fólk tekur sér á herðar með námslánum léttast til muna. Ef menntun er máttur, þá er góð menntun það afl og sá þróttur sem við leggjum fram, framtíðinni til ávöxtunar. Höfundur skipar 9. sætiá fram- boðslista Sj&Ifstæðisflokksins i Reykjavík. Þrífum skúm úr skotum stjórnmálanna og hleypum vindlareyknum út! Látum lífssýn kvenna blómstra! Reykjaneskjördæmi Kvennalistinn er með opið hús í dag frá kl. 15.00 á kosningaskrifstofunni, Reykjavík- urvegi 68, Hafnarfirði, 2. hæð, sími 651250. # Anna Ól. Björnsson kemur í heimsókn og ræðir stefnu og starf Kvl. • Eins og áður verður flóamarkaðurinn opinn og rjúkandi kaffi m/vöflum á KVENNALISTINN bððstólum í REYKJANESKJÖRDÆMI María E. Ingvadóttir gaman í skólanum í dag, en t.d. í Frakklandi væru bömin spurð, hvað þau hefðu verið að vinna í skólanum þann daginn. „Það er leikur að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.