Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987
Það er aðeins einn Sjálf-
stæðisflokkur í þessu landi
eftir Halldór Blöndal
Á dögunum lét ég þau orð falla
í góðum hópi sjálfstæðismanna, að
brostið hefði á pólitískt gjörninga-
veður. Listabókstafír eru tíu talsins.
Sá síðasti þannig til kominn, að
skattaleg rannsókn á gjaldþroti
Hafskips hf. leiddi til þess að Al-
bert Guðm'undsson sagði af sér
embætti iðnaðarráðherra og beitti
sér fyrir nýrri flokksstofnun í kjöl-
farið. Það er út af fyrir sig ekkert
við því að gera þegar menn segja
skilið við sinn gamla stjommála-
flokk. Það er ákvörðun, sem þeir
geta ekki kennt öðrum um og hljóta
að síðustu að bera ábyrgð á einir
gagnvart sínum gömlu samherjum.
Til slíks uppgjörs þarf þó ekki að
koma, en það er óhjákvæmilegt, ef
leiðir eiga að liggja saman að nýju.
Það er deginum ljósara, að Þor-
steinn Pálsson tók mikla og erfiða
ákvörðun, þegar hann gerði Albert
Guðmundssyni grein fyrir að hann
hlyti að segja af sér embætti iðnað-
arráðherra, eftir það sem á undan
var gengið. Ýmsir hafa viljað færa
þetta Þorsteini til lasts, sem vita-
Leiðrétting
í Morgunblaðinu 9. apríl sl. þar
sem sagt var frá breytingum sem
gerðar verða á Laugaveginum var
rangt farið með nafn verktakafyrir-
tækisins sem tekur að sér verkið.
Hið rétta nafn fyrirtækisins er
Víkurverk hf.
Beðist er velvirðingar á þessu.
skuld var viðbúið svo skömmu fyrir
kosningar. Sagt er að þægilegra
hefði verið að láta málið liggja í
þagnargildi fram yfír 25. apríl. En
atburðarásin stóð ekki til þess, enda
hefði slíkur feluleikur verið í al-
gjörri mótsögn við skapgerð Þor-
steins sem stjómmálamanns' og
persónu. Þorsteinn hlaut að marka
sína stefnu sem formaður Sjálf-
stæðisflokksins og það gat engum
komið á óvart, sem hann þekkti,
að hann skyldi ófáanlegur til að
sópa þessu viðkvæma og alvarlega
máli undir teppið fram yfír kosning-
ar. Með slíkri framkomu hefði hann
ekki staðið fyrir þeim fyrirheitum,
sem hann gaf, þegar hann bauð sig
fram í stöðu formanns Sjálfstæðis-
flokksins.
En stofnun Borgaraflokksins veit
ekki aðeins að persónum. Hún snýr
einnig að stefnu og lífsskoðun. Og
þá kemur fljótt í ljós, að því fer
víðs fjarri að hægt sé að setja jafn-
aðarmerki milli grundvallarhug-
mynda Sjálfstæðisflokksins og
Borgaraflokksins. Og kannski ekki
að undra í öllum flýtinum, sem á
því var að koma Borgaraflokknum
saman, þannig að eftir á sér mað-
ur, að forystumennimir virðast hafa
gleymt að spyija hver annan, hvar
þeir væm í pólitík.
Alvarlegast er kannski, að þeir
forystumenn Borgaraflokksins, sem
ættaðir em úr Alþýðubandalaginu,
hafa sett mark sitt á stefnuna í
öryggis- og vamarmálum. Um þau
mál er fjallað af léttúð, í hálfkveðn-
um vísum og líkast því sem flokkur-
inn sé reiðubúinn að gera þau að
verslunarvöm. Það em auðvitað
Halldór Blöndal
„ Alvarlegast er
kannski, að þeir for-
ystumenn Borgara-
flokksins, sem ættaðir
eru úr Alþýðubandalag-
inu, hafa sett mark sitt
á stefnuna í öryggis-
og varnarmálum. Um
þau mál er fjallað af
léttúð, í hálfkveðnum
vísum og líkast því sem
f lokkurinn sé reiðubú-
inn að gera þau að
verslunarvöru.
mjög alvarleg tíðindi og óskiljanlegt
að einn af forsvarsmönnum Varins
lands skuli láta knésetja sig með
þessum hætti. Það gefur vísbend-
ingu um framhaldið og hlýtur að
verka eins og illur fyrirboði gagn-
vart sjálfstæðismönnum og þjappa
þeim saman.
Umijöllun Borgaraflokksins um
efnahags- og atvinnumál er mark-
laus, en hins vegar fylgir stefnu-
skránni ýtarlegur listi um
margvíslegar þarfír þegnanna. Þar
er mörgu lofað, sem allt kostar
peninga, en þeir eru ekki til. Og
allra síst auðvitað, eftir að búið er
að leggja skattheimtuna í landinu
niður í grófum dráttum.
Ég hef heyrt það utan af mér í
fjölmiðlum og séð á prenti, að þeir
í Borggaraflokknum þykist vera
annar Sjálfstæðisflokkur. Ekkert
er jafn mikil fásinna. Sjálfstæðis-
flokkurinn er aðeins einn í þessu
landi og hefur þá sérstöðu, að leggja
til grundvallar þetta tvennt: Hann
vill gæta öryggis landsins út á við
og deila ábyrgð á vömum fijálsra
þjóða með þeim og vera jafningi
þeirra. Inn á við leggur hann
áherslu á frelsi einstaklinganna til
framtaks og þroska og vill gæta
efnahagslegs sjálfstæðis þjóðarinn-
ar. Þetta eru ekki mörg orð, en
innihaid þeirra er mikið og á alltaf
jafnbrýnt erindi til þjóðarinnar.
Höfundur skipar 1. sæti i fram■
boðslista Sjálfstæðisfiokks í
Norðurlandskjördæmi eystra.
Morgunblaðið/Þorkell
Gestur Guðmundsson undirbýr
opnun sýningar sinnar.
Sýnir í
Hafnar-
borg
GESTUR Guðmundsson opnár í
dag, 11. april, kl. 14.00 mál-
verkasýningu í Hafnarborg,
Strandgötu 34 í Hafnarfirði, og
er þetta fjórða einkasýning
hans. A sýningunni eru 10 mál-
verk og um 18 teikningar.
Gestur er fæddur 1956 og út-
skrifaðist úr málaradeild MHI
1981. Hann hefur tekið þátt í sam-
sýningum í Svíþjóð og á íslandi.
Sýningin stendur til 26. apríl og
em flest verkin til sölu.
Háskólinn XXII:
Húsakostur háskólans
eftírÞórð
Kristínsson
Við upphaf þessara skrifa um
Háskóla Islands, sem til hafa orð-
ið að tilmælum ritstjóra Morgun-
blaðsins, var þess getið að reynt
yrði að varpa svolitlu ljósi á vett-
vang háskólans og vinnuna sem
þar fer fram. í tuttugu og einum
pistli hefur verið skyggnst um í
níu deildum skólans og fjölmörg-
um stofnunum hans, sem sam-
anlagt em um þijátíu talsins, vikið
að stúdentafjölda og kennara,
kennslugreinum og rannsóknum.
Inn í myndina hefur slæðst fróð-
leikur um ýmislegt fleira sem við
kemur háskólastarfinu, þar á
meðal er húsnæðið sem skotið
hefur upp kolli hingað og þangað
í pistlunum. Býsna margt hefur
þó orðið útundan sem verðugt er
að segja deili á, eins og t.a.m.
málefni stúdenta, félags- og
stjórnmál þeirra og starfsemi fag-
félaga sem mörg hver em grósku-
mikil, gangast fyrir samkomum,
fundum og fyrirlestmm og gefa
út blöð; en við háskólann starfa
ein þijátíu slík félög. En nú verð-
ur botn sleginn í skrifíð með
svolítilli umfjöllun í þremur pistl-
um um húsnæði Háskólans og
Happdrætti Háskóla íslands, en
þetta tvennt er samofíð og verður
ekki aðskilið.
Fram hefur komið að á nám-
skrá háskólans em u.þ.b. 1000
námskeið, um 4500 nemendur
skráðir til náms og um 30 rann-
sóknarstofur tengdar skólanum.
Fastar kennarastöður em um 270,
við stofnanir skólans starfa um
90 sérfræðingar og styrkþegar
og um 45 manns við stjómun og
skrifstofustörf; samtals um 400
starfsmenn og em stundakennar-
ar þar ekki taldir, né heldur
skrifstofufólk á sjálfstæðum
stofnunum.
Engan þarf að undra að Há-
skóli íslands þurfí nokkum
húsakost og önnur gögn og gæði
til að halda megi uppi hinni fjöl-
þættu starfsemi sem þar fer fram
og bundin er í lögum. Háskólanum
er skylt að taka við öllum þeim
er hafa stúdentspróf og æskja þar
inngöngu. I lögum um Háskóla
íslands nr. 78, 22. ágúst 1979 í
IV. kafla 36. grein, segir svo:
„Hver sá sem staðist hefur fulln-
aðarpróf frá íslenskum skola, sem
heimild hefur til að brautskrá
stúdenta, á rétt á að vera skrásett-
ur háskólaborgari, gegn þvi að
greiða skrásetningargjald." Á Is-
landi em nú a.m.k. 17 skólar sem
hafa þessa heimild og útskrifa
þeir giska 1600 nýstúdenta á ári.
Rétturinn til náms í háskólanum
er þó ekki alveg óbundinn, því
heimilt er að takmarka fjölda
nemenda á fjómm námsbrautum
skólans, læknisfræði, tannlækn-
ingum, sjúkraþjálfun og lyija-
fræði lyfsala. Hinsvegar benda
almennu ákvæðin skýlaust til þess
að vilji löggjafans sé sá að allir
þeir sem hafa hæfílegan undir-
búning eigi kost á háskólanámi.
En lög em einungis tilkynning
um tiltekna breytni eða fram-
kvæmd; þau em m.ö.o. til eftir-
breytni en ekki breyting sjálf.
Háskólinn reynir eftir bestu getu
að framfylgja lögunum, en að-
stæður sem hann ræður ekki við
setja honum nokkrar skorður, fer
féleysi þar fremst í flokki og sést
vel ef húsnæðið er skoðað.
Frá árinu 1911 og næstu 29
árin var háskólinn á neðri hæð
Alþingishússins, en í dag er ekki
ólíklegt að þegar háskólinn er
nefndur detti fólki fyrst í hug
aðalbygging skólans sunnan
Hringbrautar og austan Suður-
götu, enda myndar sú bygging
einskonar miðpunkt á háskólalóð-
inni og er gjaman notuð sem
samnefnari skólans. Og reyndar
er það ekki að ósekju, því Aðal-
byggingin er enn í dag einhver
veglegasta bygging háskólans
þótt byggð sé fyrir 47 ámm.
Frá upphafí höfðu háskóla-
kennarar sífellt verið að vekja
athygli á slæmum húsnæðisað-
stæðum skólans og gera tillögur
um úrbætur. Ýmsar hugmyndir
vom uppi, t.a.m. um byggingar
fyrir Alþingi og háskólastúdenta
á lóð þeirri bakatil við Alþingis-
húsið þar sem stóð Góðtemplara-
húsið, en nú er stæði fyrir
farskjóta þingmanna. Upphaflega
var háskólabyggingu hinsvegar
ætlaður staður á Amarhóli, en
ekkert varð af því. Þetta var í
hámælum árið 1917. En stiklum
nú á stóm.
Árið 1920 skoraði háskólaráð
á ríkisstjóm og Alþingi að tryggja
háskólanum lóð undir háskóla-
byggingu og stúdentaheimili, án
árangurs. Árið 1925 tjáði Magnús
Jónsson, lagaprófessor, sem þá
var rektor, stjómvöldum að til
vandræða horfði um húsnæði
skólans, en engar heimildir era
nú til um viðbrögð. Árið 1928
sagði þáverandi rektor, Ágúst H.
Bjamason, í setningarræðu sinni,
eftir að hafa lýst húsnæði skól-
ans: „Svo er nú húsrúm það, sem
háskólinn ræður yfír, ónógt og
„Fráárinu 1911 og
næstu 29 árin var há-
skólinn á neðri hæð
Alþingishússins, en í
dag er ekki ólíklegt
að þegar háskólinn er
nefndur detti fólki
fyrst í hug aðalbygg-
ing skólans sunnan
Hringbrautar og aust-
an Suðurgötu, enda
myndar sú bygging
einskonar miðpunkt á
háskólalóðinni og er
gjarnan notuð sem
samnefnari skólans.“
takmarkað á allar lundir, að mað-
ur tali ekki um það, að ekki er
unnt að halda lengur sæmilega
vel sóttan fyrirlestur án þess að
flýja eitthvað út í bæ með hann.“
En úr þessu tók málið ögn að
hreyfast, einkum fyrir forgöngu
Jónasar Jónssonar þáverandi
menntamálaráðherra og háskóla-
kennaranna sem létu ekki þreyt-
ast í málinu. í bréfí til háskólaráðs
í ársbyijun 1929 nefndi Jónas lóð
fyrir háskólann frá Skólavörðut-
orgi suður að Hringbraut.
Háskólaráð sneri sér til bæjar-
stjómarinnar og áleit fasteigna-
nefnd bæjarins rétt að ætla
skólanum svæðið milli Skólavörð-
ustígs og Barónsstígs, en gerði
hins vegar ekki tillögu um af-
hendingu.
Á Alþingi 1930 bar mennta-
málaráðherra fram fmmvarp til
laga um byggingu fyrir Háskóla
Islands. Skyldi ríkisstjórninni
heimilað að reisa skólahús á ámn-
um 1930—1940 á lóðinni við
Skólavörðutorg. Skilyrði fyrir því
að ríkissjóður legði fram fé til
byggingarinnar var að Reykjavík-
urbær gæfí háskólanum til
sérkvaðalausra afnota um aldur
og ævi landssneið frá Skólavörðu-
torgi milli lóðar Landspítalans og
væntanlegs íþróttavallar niður að
Hringbraut og 5 hektara af landi
neðanvert við Hringbraut í áfram-
haldi af byggingarlóð háskólans.
Þingnefndin sem fékk málið til
meðferðar vísaði því til umsagnar
borgarstjórans í Reykjavík, Knud
Zimsens. í umsagnarbréfí sínu til
menntamálanefndar efri deildar
Alþingis, dags. 29. mars 1930,
segir hann lóðina óhentuga fyrir
háskólann auk þess sem hún sé
ætluð til annarra nota. En hann
benti aftur á móti á svæðið austan
við Suðurgötu, gegnt íþrtotavell-
inum á Melunum, en sunnan við
Hringbraut: „Þar hagar svo til,
að Reykjavíkurbær á land allt
næst fyrir austan Suðurgötu, en
þar fyrir neðan taka við erfðafest-
ulönd, kálgarðar og tún. Á þessum
stað er mögulegt að ætla jafnvel
allt að 16,5 hektara stórt sam-
fellt land til þarfa háskólans, og
megnið af því, sem er ræktað
land, þyrfti ekki að kaupa fyrr
en háskólinn hefði þess þörf. Aðal-
byggingin mundi verða reist efst
í landinu, nálægt Suðurgötu, á lóð
bæjarins, og öll lóðin yrði ein
heild, suður og austur frá bygg-
ingunni."
Skemmst er frá að segja að
þetta gekk eftir, næstum því.
Framvarpið var samþykkt á þing-
inu 1932. En engu fé var veitt
til háskólabyggingar næstu árin.
Þá varð Happdrætti Háskóla ís-
lands til. Víkjum að því næst.
Höfundur er prófstjóri viðHi-
skóla íslands.