Morgunblaðið - 11.04.1987, Side 59

Morgunblaðið - 11.04.1987, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987 59 Þorsteinn Kristinsson Vinstri stjórn, nei takk eftir Þorstein Krist- insson Það fer vart framhjá neinum að kosningar til Alþingis eru í nánd. Komandi kosningar verða töluvert öðruvísi en verið hefur, því kosninga- aldur hefur verið lækkaður niður í átján ár og aldrei hefur verið eins mikill flokkaglundroði og nú. Verða því margir ungir kjósendur, sem og eldri, að gera upp hug sinn og marg- ir í fyrsta skipti nú fyrir kosningar. Þegar þessi ríkisstjóm tók við völdum, sem nú er að enda sitt kjörtímabil, var hér ógnarástand í efnahagsmálum. Verðbólgan komin upp í 130% og við blasti vægast sagt hræðileg kollsteypa í íslenskum efna- hagsmálum undir stjóm vinstri ríkisstjómar. „ Sjálf stæðisf lokkurinn er eini f lokkurinn sem g’etur staðið vörð um það sem gert hefur ver- ið. Undir stjórn hans hafa ýmis draumamál unga fólksins fengið meðbyr. Dæmi um það er þegar einokun ríkis- fjölmiðla í útvarps- og sjónvarpsmálum var aflétt og komið var á frjálsu útvarpi.“ Þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst til valda tókst að vinna bug á þessu ástandi og koma á stöðug- leika í efnahagslífi. Verðbólgunni tókst að ná niður I 10—12%. Því er það spuming sem kjósendur spyija sig nú. Eigum við að reyna að halda við núverandi árangri og jafnvel bæta um betur á þeirri réttu leið sem hefur verið, eða kjósa yfir okkur enn eina kollsteypu-vinstristjóm einungis breytinganna vegna? Hver hugsandi maður myndi ekki hugsa sig tvisvar um. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem getur staðið vörð um það sem gert hefur verið. Undir stjóm hans hafa ýmis draumamál unga fólksins fengið meðbyr. Dæmi um það er þegar einokun nkisfjöl- miðla í útvarps- og sjónvarpsmálum var aflétt og komið á ftjálsu útvarpi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aukið ferðafrelsi með tilkomu greiðslu- korta, ný flugstöð byggð á Keflavík- urflugvelli, lækkað bílverð og svona er hægt að halda lengi áfram. Það er enginn vandi að bijóta nið- ur allt það sem gert hefur verið, því það er einkennilegt ástand sem ríkir hjá þjóðinni í dag. Við höfum um það að velja að sameinast um afl sem nær árangri, það er Sjálfstæðisflokk- urinn, eða að leggja hinum ýmsu sundmðu smáflokkum lið með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Tökum ekki óþarfa áhættu. Sam- einumst um afl sem er á réttri leið, það hefur Sjálfstæðisflokkurinn sannað. Höfundur er nemi við Fiensborg- arskólann ( Hafnarfirði. VANDAÐU VALIÐ Könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla íslands undirstrikar góða stöðu Ríkisútvarpsins Könnun gerð dagana 21.—23. mars 1987. Rás2 Sá markhópur sem flestir auglýsendur vilja ná til er á aldrinum 20—49 ára. Hér sést vel aö Rás 2 slær keppi- nautum sinum við þegar um þennan markhóp er að ræöa. Leiknar auglýsingar á Rás 2 eru þvi góöur kostur. Rhs2 liylgjíin Mánudagurinn 23. mars 1987. Allt landið. Hlustendur 20—49 ára. 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 .18 19 20 21 22 23 24 2 6 •* RÍKISÚTVARPIÐ AUGLÝSINGADEILD 0 ét SJÓNVARP RÁS1 RÁS2 RÚVAK SÍMI 693060 ORKIN/SlA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.