Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987 Um pólitík eftirRúnar Guðbjartsson Eitt af því sem hefur komið mér einna mest á óvart í stjómmálaum- ræðu síðustu daga, er hið mikla fylgi Borgaraflokksins í skoðana- könnunum. Kannski er það af því, að ég hef verið að starfa á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins, og undan- fama daga gert lítið annað, en að hringja í flokksbundna sjálfstæðis- menn úr öllum stéttum, á öllum aldri og af báðum kynjum, og út- koman hefur verið sú að yfirgnæf- andi meirihluti þeirra, sem ég hef spurt, hafa aldrei verið harðari í stuðningi sínum við flokkinn og ætla ekki að liggja á liði sínu í næstu kosningum. Það hefur blátt áfram verið gam- an að spjalla við félagana og finna hvað þeim hefur hlaupið kapp í kinn við_ atburði síðustu daga. í mínum hóp erum við búin að tala við 210 félaga, þar af styðja 179 Sjálfstæðisflokkinn, 24 eru óákveðnir og 7 em stuðningsmenn Borgaraflokksins. Ég ætla að gefa mér þá forsendu að helmingur þeirra óákveðnu kjósi Sjálfstæðisflokkinn á kjördag og hinn helmingurinn kjósi Borgara- flokkinn, þá em hlutföllin 191—19 eða 10% muni fylgja Borgara- flokknum. Ég held að þeir sem hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn undanfarið í al- þingiskosningum, hafi valið hann vegna hugsjóna hans og stefnu- mála, þau em svipuð og þau hafa verið áður, áherzlur kannski eitt- hvað breyzt, þannig að ég trúi því að þessi hlutföll muni gilda um óflokksbundna stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ég ætla að taka mér það bessa- lejrfi, að fara í smá reiknileik, í síðustu alþingiskosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík 21.807 atkvæði eða 42,9% af greiddum atkvæðum. í dag em á kjörskrá 68.257 kjósendur Reykjavík, miðað við sama fylgi og síðast og sömu kjörsókn 87,9%, þá ætti hann að fá 59.997x42,9%, eða 25.739 atkvæði, af þeim fara 10% til Borgaraflokksins, þ.e. 2.573 at- kvæði og sjálfstæðismenn em þá með 23.166 atkvæði í Reykjavík. í þessu dæmi hef ég ekki gefið Sjálfstæðisflokknum neitt kredit fyrir góða frammistöðu í stjóm landsins síðustu ijögur árin, en ég er svo bjartsýnn að halda að þegar Rúnar Guðbjartsson „Það hefur blátt áfram verið gaman að spjalla við félagana og finna hvað þeim hefur hlaupið kapp í kinn við atburði síðustu daga.“ á hólminn er komið muni margir fleiri sjá að við erum á réttri leið. Og að flokkurinn, sem hefur haft það lqororð í gegnum árin „Gjör rétt — þol ei órétt“ hefur eignast frábæran formann í Þorsteini Páls- syni. Höfundur er flugstjóri. Selfoss: Morgunblaðið/Sig. Jóns. Setustofan og garðskálinn í gistiheimiiinu eru mjög vistleg, eins og aðrar vistarverur. Gunnar B. Guðmundsson. Nýtt gistiheimili Selfossi. GISTIHEIMILIÐ Starengi var ný- lega tekið i notkun á Selfossi. Um er að ræða einbýlishús a Starengi 1 með 6 tveggja manna og tveim- ur eins manns herbergjum. Góð hreinlætisaðstaða er í húsinu, auk þess sem þar er eldhús, borðstofa, setustofa og garðskáli. Gistiheimilið er í eigu Gunnars B. Guðmundssonar verslunarmanns. Hann sagði það sýna sig strax að þörf væri fyrir þessa þjónustu þvi pantanir hefðu þegar borist. Auk gistingar gefst gestum kostur á að fá morgunverð. Sig. Jóns. FIAT UMBOÐIÐ SKEIFUNNI 8 S. 91-688850
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.