Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987 Húsmæður - heimili. Eru það nátttröllin í þjóðfél- aginu eða homsteinarnir? Húsmóðir - húsfreyja. Hvaða staða var það og hvaða staða er það í dag? eftir Gerði Pálsdóttur Húsmæður skipuðu virðingarsess í þjóðfélaginu alveg fram undir þennan áratug og gera reyndar enn, þó að vissir hópar í þjóðfélag- inu hafí tekið upp á því að lítilsvirða störf þeirra og tala um að þetta sé bara húsmóðir. Húsmóðir bar mikla ábyrgð á öllu varðandi rekstur heimilisins, hafði á hendi verkstjóm meðan flest var unnið heima af því sem þurfti til fæðis og klæða. Hún þurfti að kunna að breyta mjólk í mat og ull í fat. Einnig að nýta allt sem best því ekkert mátti fara til spillis. Hún bar ábyrgð á heill og hag allra heimilismanna. Þetta á við enn í dag, þó í breyttri mynd sé. Færri eru á heim- ilum og fleira og fleira er keypt tilbúið, sums staðar næstum allt. Hafi húsmæður fyrri ára og alda þurft að kunna nokkuð fyrir sér til þessara starfa, þá þurfa húsmæður nútímans að kunna miklu meira. Allur búnaður heimila var einfald- ari áður fyrr, en nú þarf að kunna skil á meðferð margs konar muna og tækja, hafa þekkingu á vefnað- arvöru og fatnaði og meðferð á þvi. Það þarf í raun og veru mikla þekkingu til þess að kaupa í mat- inn, því úr mörgu er að velja. Huga þarf að hollustu, verði, gæðum, aukaefnum og næringarefnum. Það þarf að kunna að skipuleggja vinn- una á heimilinu, vinni húsmóðirin úti. Kunnáttu þarf til að láta heimil- ispeningana endast. Svo mætti lengi telja. Það skiptir ekki máli hvort húsmóðirin vinnur alveg heima eða alveg úti, eða hvort það er karl eða kona sem heimilisstörfin vinnur. Allir þurfa að kunna eitt- hvað í heimilisstörfum. Það þjóðfélag, sem ekki viður- kennir þessa þörf á þekkingu og sér um að hún sé fyTÍr hendi og öllum þegnum aðgengileg, er ekki á réttri leið. Það er heldur ekki á réttri leið ef þeir sem vilja geta ekki verið heima og sinnt þörfum heimilisins, uppeldi barna og umönnun aldraðra án þess að verða fyrir aðkasti. Margar hliðar eru á því máli hvetjir eru heima- eða ekki heimavinnandi. Verður það ekki rakið hér, né þeir þættir sem því ráða. Þörf umræða í fyrsta tölublaði Húsfreyjunnar, tímarits Kvenfélagasambands ís- lands, er þáttur sem heitir „Hús- móðurstarfið". Þar eru settar fram nokkrar spumingar og leitað svara hjá tveim körlum og tveimur kon- um. Spurt var „hvort húsmóður- starfið væri vanmetið", „hvemig auka mætti virðingu þess og hver væri staða húsfreyjunnar í þjóð- félaginu í dag“ og einnig „hvemig mætti endurmennta þær konur sem vildu fara út á vinnumarkaðinn eft- ir að hafa helgað sig heimili og bömum“. Þama komu fram mismunandi viðhorf til spuminga sem ættu að vera í brennidepli einmitt núna þeg- ar kosningar til Alþingis fara í hönd. í kosningabaráttunni dásama fram- bjóðendur allra stjómmálaflokka heimilin sem homsteina þjóðfélags- ins og. þykjast allir ætla að hafa hag þeirra að leiðarljósi, komist þeir á þing. Svörin, sem þama komu fram, sýndu glöggt mismunandi skoðanir á stöðu húsmæðra og heimila sem ríkja í þjóðfélaginu í dag. Þeir sem svöruðu voru Víglundur Þorsteins- son, formaður Félags íslenskra iðnrekenda, Eiríkur Ingólfsson, formaður Æskulýðssambands Is- lands, Helga Guðmundsdóttir, varaformaður Bandalags kvenna í Reykjavík, og Herdís Pétursdóttir, fóstra. Helst mætti finna það að þættinum að þetta er allt fólk úr Reykjavík og enginn úr dreifbýli eða öðrum byggðarlögum þar sem ef tii vill væru önnur viðhorf. Þama var drepið á misrétti í skattlagningu, tryggingum, fæð- ingarorlofí og fleira sem heimavinn- andi konur verða að þola. Bent var á þann mikla áróður sem hópur kvenna hefur í frammi til þess að koma í veg fyrir að þær konur sem það vilja og geta fái frið til þess að vera heima. Einn taldi að ekkert væri að athuga við réttarstöðu heimavinnandi húsmæðra. Rætt var um endurmenntun og það hver séu hin raunverulegu lífsgæði og hvort ef til vill væri hægt að neita sér um eitthvað til þess að njóta þess að sinna bömum og heimili og margt fleira. Ég vona að sem flest- ir lesi þennan ágæta þátt og taki þátt í umræðu um það sem þar kemur fram. Nátttröllin í menntakerfinu? Ekki er úr vegi að athuga hvem- ig viðhorf ráðamanna þjóðarinnar hafa verið undanfarin 15 til 20 ár til þeirrar stéttar sem kallast einu nafni húsmæður og þá sérstaklega þeirra sem eru alveg heima. Menntamálaráðherra sendi íslensk- um húsmæðmm og samtökum þeirra kveðju, nú ekki alls fyrir löngu, til viðbótar þeim kveðjum sem hann var áður búinn að senda þegar hann lokaði þremur hús- mæðraskólum fyrir ári. Ráðherra taldi sig hafa unnið þar þarft verk og einmitt fundið sökudólgana, nátttröllin í menntakerfinu. Með þessu sparaðist mikið fé sem nota mætti á arðbærari hátt. Með þessu er dómurinn yfír heimavinnandi húsmæðrum fallinn. Þær eru líka nátttröllin í þjóðfélaginu. Þær sitji heima í stað þess að vinna. Það er orðin ófrávíkjanleg skoðun margra að heimilisstörf séu ekki vinna og að þeir sem að þeim starfa séu að svíkjast um. Að þeirra mati er aðal- vandinn sá að koma öllum konum út á vinnumarkaðinn, en gefa þeim samt kost á því að eiga böm svo þjóðinni fækki ekki. Við bömum tækju síðan dagheimili og leikskólar og aðrar uppeldisstofnanir. í vetur gaf heilbrigðisráðuneytið út tilkynningu þess efnis, að gera ætti mikið átak í manneldis- og heilbrigðismálum til þess að auka heilbrigði og er þetta til samræmis við alþjóðlegt átak þar sem lq'örorð- ið er „Allir heilbrigðir árið 2000“. Leggja ætti sérstaka áherslu á þekkingu í næringarfræði og heilsu- gæslu á heimilum og stuðla að bættu mataræði og þekkingu á hollum lifnaðarháttum. Það er erfitt að sjá hvar ráðu- neytið hyggst koma þessari þekk- ingu til skila þegar verið er að enda við að loka þeim skólum þar sem „Skilaþarf afturþeim góðu menntastofnunum sem menntuðu fólk, konur eða karla, til heimilisstarfa. Meta þarf hússtjórnarnám til launa á vinnumarkaði. Mikil þörf er fyrir þetta nám við fjölmörg- störf í þjóðfélaginu.“ þetta var kennt og hefur alla tíð verið frá því þeir fyrstu voru stofn- aðir fyrir rúmri öld, en það eru húsmæðraskólamir. Einnig er hætt að mennta kennara til þess að kenna hússtjómargreinar í fram- haldsskólum. Sennilega á að bæta þessari fræðslu inn í grunnskólana, sem þó ekki anna því sem þeim er þegar ætlað. Það skyldi þó aldrei koma í Ijós að skortur er orðinn á kennslu í öllu því sem kennt var í þessum ágætu skólum. Það heyrist í öllum þeim þáttum í útvarpi og sjónvarpi sem fjalla um efni sem tengist upp- eldisstarfí og heimilum. Það vantar fræðslu í vöruþekkingu, næringar- fræði, uppeldisfræði, heilsufræði og umhverfísvemd. Það vantar kunn- áttu í matreiðslu á hollum heimilis- mat, heimilishagfræði, meðferð ungbama og aðbúnaði bama svo þau verði þroskaðir og góðir þjóð- félagsþegnar. Það er viðurkennt að grunnurinn að skilningi, eftirtekt, málþroska og heilsu bama er Iagður á heimil- unum, þegar frá fæðingu og lengi býr að fyrstu gerð. Reglusemi, góð- ar svefnvenjur og matarvenjur er mótað strax í bemsku og endist oft alla ævi. Enginn af því ágæta fólki, sem stjórnar öllum þeim þáttum þar sem þetta hefur komið fram, virðist vita að þetta hafí verið kennt í hússtjómarskólum landsins. Það Ekkí eyðileggja allt, krakkar! eftir Valdimar Svavarsson Nú rétt fyrir kosningar velta margir fyrir sér hvað þeir eigi að lqósa. Ég er nú að kjósa í fyrsta sinn en ég hef lengi vitað hvað ég ætla að kjósa, Sjálfstæðisflokkinn. En af hveiju er ég svona viss? Jú, það er engin tilviljun að hann er stærsti stjómmálaflokkur lands- ins. Stefnuskrá hans höfðar til allra aldurshópa karla og kvenna og allra stétta, enda lqororð hans stétt með stétt en ekki að etja hópum saman eins og vinstri flokkamir beint og óbeint boða. Mér fínnst stefnuskrá Sjálfstæð- isflokksins höfða mest til mín. Eins og til dæmis að einstaklingurinn og einkaframtakið fái að njóta sín því ekkert þroskar ungt fólk meira en að þurfa að standa á eigin fótum og koma sér sjálfur áfram í lífinu. * Ég er einnig á móti því að allir eigi að vera jafnir. Að sjálfsögðu skulu allir hafa jafnan rétt til náms og starfa eins og raunar sjálfstæðis- stefnan boðar. Þó á fólk að fá að skara fram úr og verða þar með „Mér finnst stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins höfða mest til mín. Eins og til dæmis að ein- staklingurinn og einka- framtakið fái að njóta sín því ekkert þroskar ungt fólk meira en að þurfa að standa á eigin fótum og koma sér sjálfur áfram í lífinu.“ fyrirmynd annarra. Til dæmis vilja sumir leggja niður próf til þess að það sjáist ekki hverjir eru bestir í hinum ýmsu greinum. Að sjálfsögðu eru alltaf til einstaklingar sem vegna veikinda eða annarra ástæðna standa halloka í lífínu, og ber okkur vissulega að hjálpa því fólki sérstaklega. Flokkana greinir á um hvemig slíkt skuli gera, en mín skoðun fer algjörlega saman með stefnu Sjálfstæðisflokksins, að hjálpa öðmm að hjálpa sér sjálfír. En víkjum nú að öðru. í stjóm- artíð núverandi ríkisstjómar hefur margt gengið til betri vegar og fínnst mér fólk hafa gleymt því í umræðunni undanfarið. Baráttan við verðbólguna og fyr- ir efnahagslegu sjálfstæði þjóðar- innar hefur verið meginverkefni Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjóm síðastliðin fjögur ár. Tekist hefur að ná verðbólgunni niður, úr 130% í 13%, atvinnuleysi hefur verið af- stýrt, hagvöxtur hefur aukist og erlendar lántökur hafa minnkað. Af öðmm málum má nefna að ný útvarpslög hafa verið samþykkt sem leiða af sér að nú getur alþjóð hlustað og horft á aðrar útvarps- og sjónvarpsstöðvar en þær sem era ríkisreiknar, staðgreiðsla skatta, notkun greiðslukorta, ný flugstöð og síðast en ekki síst er nú orðið með nýjum lögum mun aðveldara en áður að eignast húsnæði. Það er því augljóst að kosning- amar munu snúast um það hvort fólk vill halda áfram á sömu braut og tryggja þar með áframhaldandi setu Sjálfstæðisflokksins í ríkis- stjóm eða hvort fólk vill stjóm margra smáflokka sem era allir í að pota sínum sérmálum fram. Það hlýtur að kosta það að seilst verður dýpra í vasa skattborgaranna og verðbólgan fer þá væntanlega í sama gamla farið. Kæm landar og sérstaklega við sem erfa eigum landið, unga fólkið. Sjáum til þess að Sjálfstæðisflokk- urinn verði sigurvegari næstu kosninga og tryggjum þar með áframhaldandi góðæri. X-D. væri freistandi að halda að ein- hveijir hafí bannað að nefna þessar menntastofnanir opinberlega. Stefna í framhaldsnámi Undanfama tvo áratugi og ef til vill lengur hefur enginn stefna ver- ið til í framhaldsskólamálum þjóðarinnar, enda er árangurinn eftir því. Ég ætla ekki að skrifa neitt um það hér, en huga nánar að fyrmefndum skólum sem ráð- herrann nefndi nátttröllin í mennta- kerfínu og tengslum þeirra við heimili og heimilismenningu lands- ins. Greinilega hefur komið í ljós að á þessum akri, sem heitir menntun til heimilisstarfa og þar með talið allt sem telst til heimilismenningar landsins, hefur ekkert mátt vinna í hátt í tvo áratugi. Sá akur hefur verið iátinn óvökvaður og ósáinn og þar sem engu er sáð verður iítið upp skorið. Með þessu hefur verið skorið á þær lífæðar sem áttu að tryggja að þessi hluti íslenskrar verk- og heimilismenningar komist til skila á milli kynslóða. Áður skiluðu einn- ig heimilin þessari kunnáttu til næstu kynslóðar, en sú leið lokast óðfluga vegna þess að samband og samvera fólks á heimilum minnkar, sérstaklega í þéttbýlinu. Menntamálaráðuneytið og al- þingismenn hafa engan skilning sýnt og snúið blindum augum og heymarlausum eymm við þeim sem reynt hafa að fá áheym. Ályktunum og bréfum er ekki svarað. Má þar benda á baráttu þeirra sem ekki hafa viljað sætta sig við síðustu aðgerðir ráðuneytisins í málum hús- mæðrafræðslunnar. Kvenfélög og kvenfélagasam- bönd stóðu að stofnun hússtjómar- skólanna og gáfu til þeirra fé og vinnu. Ríkið tók síðan við rekstri þeirra og greiddi byggingarkostnað á móti sveitarfélögum. Engum sem að þessu stóðu hefur dottið annað í hug, en að þar með væri þessum þætti íslenskrar menningar vel borgið. Annað virðist hafa verið upp á teningnum síðustu áratugi. Störf húsmæðra hafa verið minna og minna metin og þær hvergi taldar með, störf þeirra ekki reiknuð til arðsemi í þjóðfélaginu. Þær hafa verið eins og óhreinu bömin hennar Evu. Ósýnilegar í augum ráða- manna, en þó til. Það gefur augaleið að það er ekki ástæða til þess að halda uppi skólastofnunum fyrir þetta ósýnilega fólk sem engum arði skilar í þjóðfélagið að mati ráðamanna. Hvað þarf að gera? Spumingin er hvað þarf að gera til þess að hlynna að heimilunum, máttarstólpum þjóðfélagsins númer eitt. Fyrst og fremst þarf sú hugar- farsbreyting sem nú virðist örla á varðandi mikilvægi heimilanna að stóraukast. Augu stjómmálamanna og almennings þurfa að opnast fyr- ir því hve mikla fjármuni heima- vinnandi húsmæður spara þjóðfé- laginu. Meta þarf að verðleikum þau margþættu störf sem unnin em á heimilunum, má þar nefna uppeldis- störf og heilsuvemd. Stór hluti af fjármálunum þjóðarinnar fer í gegnum hendur þeirra sem heimil- unum stjóma og til þess að ráðstafa þeim þarf kunnáttu. Skila þarf aftur þeim góðu menntastofnunum sem menntuðu fólk, konur eða karla, til heimilis- starfa. Meta þarf hússtjómamám til launa á vinnumarkaði. Mikil þörf er fyrir þetta nám við fjölmörg störf í þjóðfélaginu. Gera þarf hússtjómamámið að hálf- til heilsvetrar námi eða tveggja vetra námi í framhalds- skóla. Það yrði sérstök námsbraut sem haldið gæti áfram sem háskóla- nám í sérfræðigreinum. Þar má fyrst nefna hússtjómarkennslu, hannyrða-, vefnaðar- og heimilis- iðnaðarkennslu, sérmenntun heimil- isráðunauta, matvæla- og næringarfræðinga og ýmsa sér- ménntun á sviði matvælafram- leiðslu og heimilisiðnaðar og heimilismenningar landsins fyrr og nú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.