Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987 67 Minning: Arnbjörg Sigurðar- dóttir, Keflavík Fædd 1. september 1934 Dáin 6. apríl 1987 Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð ^ Brjemj Hún hét Ambjörg en var þekkt- ari undir nafninu Adda í Bárunni. Foreldrar hennar voru Sigrún Hannesdóttir og Sigurður J. Guð- mundsson bifreiðastjóri en þau eignuðust 8 böm sem komust til fullorðinsára og var Adda næstelst þeirra. Sigurður faðir hennar er látinn fyrir 22 árum, en Sigrún lif- ir dóttur sína. Það kom engum á óvart sem fylgst hafði með veikind- um hennar, þótt dauðann bæri að garði. En það kom mér á óvart hversu mikið sálarþrek og stillingu hún sýndi þegar ljóst var að hún væri haldin ólæknandi sjúkdómi og dauðinn var ekki langt undan. Það gætu allir dregið mikinn lærdóm af því að fylgjast með slíku. Þar sem Adda var sjúkraliði þekkti hún sjúkdóm sinn og tók mótlætinu með þvílíkri reisn að lengi verður í minnum haft. Hún bognaði aldrei, hún féll til foldar með sóma. Ég tengdist Öddu fyrir rúmum aldarfjórðungi og því veit ég að líf hennar var litríkt, og eng- in lognmolla var henni að skapi. Hún giftist ung Björgvin Guð- mundssyni og átti með honum 8 böm. Þau bjuggu lengst af á Hring- braut 64 í Keflavík, en þau slitu samvistir. Þegar ég læt nú hugann reika til baka ber hæst minninguna um það þegar hún veiktist af krabba- meini aðeins 29 ára gömul og með öll bömin 8 innan við fermingu, yngsta 3 mánaða. Þá var Adda mjög hætt komin, en hún fékk 23 ár í viðbót á meðal okkar. Mér seg- ir svo hugur að um þær mundir hafi lífíð hjá henni verið þrotlaus vinna, harka við sjálfa sig og ekki síst umhyggja fyrir öðmm. Hún komst í gegnum móður- hlutverkið með dugnaði og seiglu. Bömin hennar hafa öll komist vel til manns og gengið menntaveginn og sum þeirra em enn í skóla. Adda var tvígift. Með seinni manni sínum, Vilhjálmi Sigurlinnasyni, bjó hún í Svíþjóð um árabil, þar sem þau gengu bæði menntaveginn, hún lærði til sjúkraliða en hann er hjúkr- unarfræðingur. Það má nærri geta að það þarf dugnað til að drífa sig í nám eftir að hafa alið upp 8 böm. Maðurinn minn, sem er elsti bróðir hennar, og ég og sonur okk- ar, Einar, vomm þess aðnjótandi að vera gestir þeirra í Svíþjóð 1981 og eigum við yndislegar minningar um það. Það var stór veisla allan tímann, því Adda var snillingur í matargerð og allt sem hún bar fram var til fyrirmyndar. Oft er minnst á steikta fískinn hennar sem á eng- an sinn líka. Það lék allt í höndunum á Öddu, hvort sem það var að sauma eða pijóna. Ég minnist þess að á þessum tíma var hún að pijóna peysur og selja og sagði hún mér að þá peninga notaði hún til að borga símreikninga vegna þess að hún vildi halda sam- bandi við börnin, sem vom ýmist í Danmörku, Svíþjóð eða á íslandi. Ekki gleymist í minningunni hversu smekklega hún bjó heimili sitt hvar sem hún bjó. Það var allt- af hreint og fágað í kringum hana. I Svíþjóð hafði hún mikið af heima- unnum hlutum og man ég hvað hún var stolt þegar hún sýndi mér smíðahlutina sem hún smíðaði og sagði um leið, „hvað ætli Diddi bróðir segi um þetta,“ en hann er smiður. Hún þurfti eflaust oft að vinna úr litlu og hefur ábyggilega þurft að halda vel á til að láta enda ná saman en á ytra borði virtist manni allt vera leikur hjá henni. Sl. haust flutti Adda heimili sitt til Reykjavíkur og auðnaðist henni ekki að njóta þess fallega heimilis sem hún hafði búið sér af mikilli smekkvísi. Minning Öddu lifir um ókomin ár í afkomendum hennar sem eru orðnir margir. Adda var þakklát öllumsem heimsóttu hana í veikind- um. Ég held að ekki halli á neinn þó ég segi að traust sitt lagði hún í miklum mæli á Lilju sem var allt- af litla systir hennar og var aðdáunarvert hvað Lilja reyndist henni vel þar til yfir lauk. Að endingu vil ég votta öllum ástvinum hennar samúð mína og fjölskyldu minnar. Sérstakar þakkir eru frá Ingu Benný sem býr í Stokk- hólmi. Sérstaka samúð vottum við móður hennar sem vakað hefur yfír velferð hennar og beðið fyrir henni. Bömunum hennar sem vöktu yfir banabeði hennar til skiptis. Villa, sem hún treysti mikið á í veikindun- um, og við þau vil ég segja orð spámannsins Kahlil Gibran: „Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aft- ur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Að endingu Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Stella mágkona Minning: Helga Jónsdóttir bróðurhugann, kærleikann, sem síra Benjamín bjó jrfír í svo ríkum mæii. Við áttum sameiginleg áhugamál, sem bæði var gott og gaman að gleyma sér við. Og þar var síra Benjamín veitandinn, en undirritaður hinn auðmjúki og þakkláti þiggjandi. Þær dýrmætu samvemstundir geymast í þakklátri minningu til leiðarloka. Og nú er stríðið hans langa og stranga endanlega til lykta leitt. Ég veit, að sjálfur mundi hann hafa viljað segja með Matthíasi: Þá ég hníg í djúpið dimma, Drottinn, ráð þú hvemig fer. Þótt mér hverfi heimsins gæði, hverfí allt, sem kærst mér er. Æðri heimur, himnafaðir, hinumegin fagnar mér. Hún Guðrún frá Áslaugsstöðum hafði áreiðanlega lög að mæla, þeg- ar hún sagði forðum um síra Benjamín, að hann væri „stórgáfað göfugmenni". Slíkan rejmdi ég hann. Blessuð sé minning hans. Guð blessi ástvini hans í bráð og lengd. Síra Benjamín Kristjánsson verð- ur jarðsunginn frá Munkaþverár- kirkju í Eyjafírði í dag. Björn Jónsson, Akranesi „Eitt er fast og í oss lifír andi Guðs og sannleikans - pantur þess að öllu yfír augu vaki Skaparans. Við þá játning vér þig kveðjum, vinur kær, á grafarrönd, við það traustið vér oss gleðjum. Vertu sæll í Drottins hönd!“ Með þeim orðum kvaddi þjóð- skáldið á Akureyri séra Matthías vin sinn og prófast séra Davíð Guð- mundsson á Hofí í Hörgárdal í byijun aldarinnar. Þá var innar í fírðinum að hefja vegferð sína í þessum heimi Qögurra ára drengur, sem lifað hefur bróðurpartinn af þessri öld og borið hátt í stétt sinni °g þjóðlffí. I dag er þessi Eyfirðing- ur, kennimaður og rithöfundur lagður til hinstu hvíldar á hinum fomfræga kirkjustað, Munkaþverá í Eyjafírði. Lokið er langri vegferð og séra Benjamín jarðsunginn ör- skammt þar frá er vagga hans stóð. Séra Benjamín fæddist á Ytri- Tjömum í Eyjafirði 11. júni 1901. Að honum stóðu eyfírskar bænda- ættir, gildir búhöldar og sterkir ættstofnar. Foreldrar hans vom hjónin Kristján Helgi bóndi og hreppstjóri á Ytri-Tjömum, Benja- mínsson, og Fanney Friðriksdóttir bónda í Brekku í Kaupangssveit Pálssonar. Á námsámm komu brátt í ljós alhliða gáfur hans og náms- hæfíleikar. Hann tók stúdentspróf í Reykjavík 1924. Steindór Stein- dórsson frá Hlöðum, bekkjarbróðir hans, segir frá þvf í afmælisgrein um hann sjötugan, að einn af kenn- umm þeirra, Jakob Smári, hafí kaliað séra Benjamín „hinn biblíu- fróða“. Minnir það á málsháttinn „Snemma beygist krókurinn sem verða vill“. Séra Benjamín var einn í hópi þeirra 17 guðfræðikandidata, sem útskrifuðust frá Guðfræðideild Háskóla íslands 1928 og ’29 úr stúdentshópnum 1924, sem fjöl- mennastur hefur verið í guðfræði- deild. Kallaði sá hópur sig gjaman eftir ártalinu „viginti quattour". Guðfræðideildin heillaði séra Benja- mín og gaf hann sig af alhug að náminu. Hugur hans hneigðist mjög að nýguðfræðinni og einkum var það séra Haraldur Níelsson prófess- or sem hafði stefnumótandi áhrif á guðfræðiskoðanir hans eins og fleiri guðfræðistúdenta á þeim ámm. Á ámnum 1928 til 1932 var séra Benjamín prestur Sambandssafnað- arins í Winnipeg. Þau tæp fjögur ár sem hann var í Vesturheimi var hann mjög virkur f félagslífí og þjóðræknismálum Vestur-íslend- inga. Það vakti áhuga hans á sögu og lffsbaráttu þjóðarbrotsins vestra, sem leiddi til þess að hann skrifaði mesta ritverk sitt: Vestur-íslenskar æviskrár. Það er safn í fjórum bind- um um ævi Vestur-íslendinga, ætt þeirra og störf. Þess utan átti séra Benjamín mikið safn af æviskrám í handriti, sem hann var að búa undir prentun þegar hann hætti störfum. Séra Benjamín Kristjánsson fékk veitingu fyrir Gmndarþingum 1. nóv. 1932 og vígður 13. nóv. Sókn- arprestur í Eyjafírði var hann síðan í 35 ár og ennfremur prófastur í Eyjafjarðarprófastsdæmi á ámnum 1964 til ’67. Haustmisserið 1942 gegndi hann kennslustörfum í kirkjusögu og biblíuskýringum við guðfræðideild háskólans. Þann 26. júní 1928 kvæntist séra Benjamín Jónínu Bjömsdóttur bónda og skip- stjóra á Karlsstöðum í Fljótum. Hún andaðist í Borgarspítalanum í Reykjavík 9. des. 1977 og var jarð- sungin á Munkaþverá, þar sem þau að loknum ævidegi hafa nú bæði fengið hinsta hvílustað. Þegar litið er jrfír merkan ævidag • þeirra hjóna er þess ekki síst að minnast hve þau áttu fagurt, indælt og gestrisið heimili á Syðra-Lauga- landi. Heimili þeirra var miðstöð margvíslegra menningarstarfa og þangað kom fjöldi innlendra sem erlendra gesta, einkum Vestur-ís- lendinga. Þau vom höfðingjar heim að sækja og samkennd að taka fagnandi á móti gestum mikil. Frú Jónína var mikil húsmóðir. Með þakklæti hugsa ég til liðnu áranna, er við séra Benjamín vomm nágrannaprestar. Við hjónin minn- umst með þakklæti margra ánægju- legra heimsókna til þeirra að Laugalandi. Ég reyndi það oft að séra Benjamín var mikill mann- kostamaður og gæddur fjölþættum hæfíleikum. Vinnuþrek hans var ótrúlegt. Þau hjónin nutu mikilla vinsælda sóknarbama sinna. Er mér það jafnan minnisstætt á sex- tugsafmæli séra Benjamíns, þegar sóknarbörnin vom samankomin í Freyvangi í afmælishófi, hve hlýtt var í kringum þau og hve mikið þakklæti streymdi til þeirra á þeim tímamótum. Séra Benjamín var þjóðkunnur maður fyrir fræðimennsku sína og ritstörf. Hjá honum fór saman vinnusemi, vinnuhraði og vand- virkni. Hann átti eitt mesta bóka- safn, sem til er í einkaeign. Hann var sflesandi og sískrifandi, og þó var eins og hann hefði ætíð tíma aflögu til annarra hluta, ef á þurfti að halda. Auk þess mikla ritverks, sem áður er getið, skrifaði séra Benjamín greinar og ritgerðir um guðfræði, mannfræði og ættfræði í blöð og tímarit. Hugleikið verkefni var honum saga og byggð Eyja- fjarðar. Þar sem víðar var hann manna fróðastur. Þegar séra Benjamín hætti störf- um fluttu þau hjónin suður til Reykjavíkur. En römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til. Eftir að frú Jónína lést festi séra Benja- mín ekki yndi fyrir sunnan. Hann flutti norður og var á Syðra-Lauga- landi hjá bróður sínum, séra Bjart- mari, og mágkonu, frú Hrefnu Magnúsdóttur. Síðast dvaldi hann í Kristneshæli og þar kom kallið til hans aðfaranótt 3. apríl sl. Séra Benjamín var einlægur, sannur trúmaður og hollur ættjörð sinni. í ræðu sem hann flutti fyrir minni Eyjafjarðar kemst hann svo að orði: „Þjóð vorri er ætlað að vinna mikið menningarhlutverk. Og það getur hún best með því að hver sveit sé sem best setin, fólkið sem þar býr stuðli að því að efla menn- ingu hennar, fegra hana að ytri sýn og efla hana innra lífí ... Þannig eigum vér að blessa sveitina okkar með starfandi hönd og vakandi hugum, með þakklæti og kærleika. Hún lét blítt við oss í æsku, og þegar dagurinn er allur, mun hún breiða sólskinsfeld yfír gröfína og láta þar gróa angandi grös. Hún hefur fóstrað oss frá upphafí og hún mun sjmgja vögguljóð um ald- ir, er vér eigum eftir að hvfla í friði hennar eins og feður vorir." í dag syngur vorið sitt eilífa vögguijóð þar sem yfír vaka augu Skaparans í kirlq'ugarðinum á Munkaþverá, þgear séra Benjamín er lagður þar til hinstu hvfldar. Við hjónin sendum fósturdóttur séra Benjamíns, frú Þóru Björk Kristinsdóttur, stjúpsyni hans, Bimi Ingvarssyni yfírborgardómara, systkinum og vandamönnum öllum einlæga samúðarkveðju. í kirkjunn- £ir nafni er kvaddur með þökk og vinarhug kær bróðir, séra Benja- mín. Veri hann sæll í Drottins hönd. Pétur Sigurgeirsson Fædd 1. júU 1907 Dáin 31. mars 1987 Síðast þegar við hjón komum heim til Helgu Jónsdóttur bar hún sig að vísu vei, en þó fundum við að af henni var dregið. Hún hafði gengið undir erfiða skurðaðgerð í júní sl. sumar, en ekki varð komist fyrir meinið. Síðan átti hún við erf- iða heilsu að stríða. Var þó mest heima í Garði en var flutt í Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri 10 dögum áður en hún dó. Þar andað- ist hún hinn 31. mars sl. Ég kynntist þeim hjónum Helgu og Gunnari Níelssyni þegar ég hóf fyrst afskipti af stjómifiálum fyrir nær aldaifyórðungi. Þau kynni áttu eftir að þroskast í vináttu. Þau hjón vora samhent og áttu trúnað hvors annars. Þau vora farsæl í einkalífí og áttu bamaláni að fagna. Lífsbar- áttan hafði verið erfíð framan af ævi, en þau vora ósérhlífín og sjálfs- bjargarhvötin rík. Þess vegna sigraðust þau á erfíðleikunum og teljast meðal brautryðjendanna, sem byggðu upp útgerð og farsælt mannlíf á Hauganesi og Arskógs- sandi. Helga Jónsdóttir fæddist 1. júlí 1907 og var því nær áttræð þegar hún lést. Manni sínum, Gunnari Níelssyni, giftist hún árið 1926. Þeirra böm eru: Níels, skipstjóri og útgerðarmaður á Hauganesi, kvæntur Rósu Stefánsdóttur; Petra, gift Jóhanni Antonssyni, sjómanni á Hauganesi; Halldór, sjómaður og útgerðarmaður á Hauganesi, kvæntur Ástu Hannesdóttur; Val- borg, gift Sigtryggi Valdimarssyni, vöraflutningabflstjóra á Akureyri; Helga gift Ellert Kárasjmi, skrif- stofumanni á Akureyri; Gunnborg, gift Pétri Sigurðssyni á Akureyri. Gunnar lést 5. október 1980. Heimilið á Garði var rausnar- heimili. Þau hjón vora vinmörg og margir áttu þangað erindi og fundu sig velkomna hvemig sem á stóð. „Amma í Keflavík" er dáin. Það er erfítt að útskýra fyrir litlum bömum og sárt að sætta sig við svona ótímabært andlát. Ambjörg tengdamóðir mín var svo ung og samt búin að sjá öll bömin sín átta stofna heimili og margorðin amma. Okkar kynni vora ekki nema um 5 ár, en seinustu mánuðina, þegar ljóst var hvert stefndi, vora þau á margan hátt mjög náin. Mikið hef ég dáðst af æðraleysi og sálarstyrk hennar. Ambjörg fæddist í Keflavík 1. september 1934, dóttir hjónanna Sigrúnar Hannesdóttur og Sigurðar Jóhanns Guðmundssonar. Hún var önnur í röð níu systkina og eldri dóttirin. Það kom því snemma í hlut hennar að liðsinna við heimilis- störfin. Ung kynntist hún Björgvin E. Guðmundssyni frá Selfossi, sjmi Jóhönnu Ólafsdóttur og Guðmundar Jónssonar. Þau giftust og eignuðust átta böm á áranum 1951—1963 og það má því nærri geta að það hefur þurft mikla útsjónarsemi og dugnað við rekstur þess heimilis. Ambjörg kunni líka vel til verka. Hún saum- aði meira að segja kápur fyrir nú utan auðveldari flíkur og ófáar peysur pijónaði hún og þess nutum við öll; böm, bamaböm og tengda- böm. Ambjörg var glæsileg kona og hélt myndarlegt heimili. Hún var höfðingi heim að sækja og bar ávallt mikla umhyggju fyrir sínum. Árið 1978 giftist hún öðra sinni, þá Vilhjálmi Sigurlinnasyni, en Björgvin og hún slitu samvistir 1973. Ambjörg og Vilhjálmur flutt- ust tii Svíþjóðar ári seinna og bjuggu þar um 5 ára skeið. Á þess- um áram hittumst við ekki oft, en með högum okkar og annarra bama sinna fylgdist hún vel og var sú umhyggja efst í huga hennar allt til síðustu stundar. Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira drottinn minn, gefí dauðum ró en hinum líkn er lifa. (Ör Sólarljóðum) Birna Jónsdóttir Þá var Helga í essinu sínu á góðra vina fundi. En fyrst og fremst var hún þó fjölskyldukona, sem helgaði líf sitt sínum nánustu, trygg og traust. Nú þegar Helga er til moldar borin fylgja þessum línum hlýjar kveðjur til nánustu ættingja. Til Gunnars Heiga, sem ber nöfn afa síns og ömmu, og átti þar jafnan heimili. Til Petra, sem flest sporin átti til móður sinnar í veikindum hennar, og til annarra ættingja, sem allir reyndust henni vel. Hvfli hún í guðs friði. Halldór Blöndal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.