Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Akært veffna Haf skipsmalsins Urvinnslunni úr hinu margþætta gjaldþrota- máli Hafskips hf. er haldið áfram hjá opinberum yfír- völdum. Fyrr í vikunni var skýrt frá því, að samkomulag hefði tekist milli Útvegs- banka og þrotabús Hafskips um að afskrift bankans vegna gjaldþrotsins verði rúmlega 400 milljónir króna á verðlagi ársins 1986. Ekki er langt um liðið síðan Al- þingi fékk skýrslu sérskip- aðrar rannsóknamefndar, sem kannaði samskipti Haf- skips og Útvegsbankans. Nú heáir ríkissaksóknari ákært þtjá fyrrverandi yfírmenn Hafskips og fyrrverandi end- urskoðanda félagsins og sjö fyrrverandi og núverandi bankastjóra Útvegsbankans vegna atvika er snerta gjald- þrotið. Kemur það nú í hlut dómstóla að skera úr um sakargiftir, sem eru annars vegar fjárdráttur, fjársvik, umboðssvik og skjalafals hjá Hafskipsmönnum og hins vegar stórfelld vanræksla og hirðuleysi í störfum hjá bankastjórunum. Er vert að minna enn einu sinni á þá staðreynd, að ákæra er ekki sama og dómur. Með hverju skrefí, sem stigið er af opinberum yfír- völdum í Hafskipsmálinu, ætti það að verða deginum ljósara, að allir þættir þess eru skoðaðir ofan í kjölinn. Hverjum steini sýnist velt í því skyni að komast að því, hvað undir þeim kann að leynast. Ákæra ríkissaksókn- ara er eðli málsins sam- kvæmt þann veg úr garði gerð, að hann verði ekki sak- aður um að kæra ekki fyrir þau brot, sem hljóta að koma til álita í jafn viðamiklu máli og þessu. Á herðum saksókn- araembættisins og þeim, sem þar starfa, hvílir mikil ábyrgð. Verði málarekstur vegna Hafskips til að veikja tiltrú manna til þess er meira í húfí en metið verði til fjár. Hvers vegna var einmitt þessi tími valinn, spyija ýms- ir. Séu menn að hugsa til alþingiskosninganna, þegar þeir spyija á þennan veg, gefa þeir jafnframt til kynna, að pólitískur þefur sé af störfum ríkissaksóknara. Embætti hans var einmitt stofnað fyrir aldarfjórðungi til að losa ákæruvaldið úr höndum dómsmálaráðherra, það er stjómmálamannanna. Það gengur þvert á rökin fyrir tilvist embættisins ef unnt er að koma flokkspóli- tískum stimpli á gjörðir þess. Hallvarður Einvarðsson, ríkissaksóknari, segir, að málið hafi verið afgreitt frá embætti sínu um leið og það var tilbúið. í jafn flóknu máli og þessu, er snertir jafn marga þætti í viðskiptalífínu og raun ber vitni, hljóta menn að staldra við efni, form og tímasetn- ingu hjá þeim yfírvöldum, sem með málið fara. Ákæran hefur þegar leitt til þess, að fjórir æðstu stjómendur Út- vegsbankans hafa beðist lausnar, þegar aðeins þijár vikur eru til þess, að nýtt félag, hlutafélag, taki við rekstri bankans. Átti ríkis- saksóknari að bíða, þar til sú breyting var orðin? Er frá- farandi bankaráð rétti aðilinn til að taka þær ákvarðanir, sem nú eru nauðsynlegar í bankanum? Ef óhjákvæmi- legt var að ákæra banka- stjórana hvað þá um sjálft bankaráðið? Þannig má spyrja og velta því jafnframt fyrir sér, hvort ríkissaksókn- ari ákæri ef til vill að öðmm þræði til að fírra embætti sitt gagnrýni. Hvað hefði verið sagt ef ákveðið hefði verið að bíða fram yfír kosn- ingar, eftir að ákæra lá fyrir fullbúin? Hvers vegna að bíða; ekki er Hafskipsmálið pólitískt mál? Því hefur áður verið haldið fram hér á þessum stað og skal enn ítrekað, að Haf- skipsmálið allt er prófsteinn. Með afgreiðslu þess er unnt að draga skýrari línur en áður hafa verið í viðskiptalíf- inu, bæði að því er varðar rekstur einkafyrirtækja og ríkisfyrirtækja á borð við banka. Vegna gjaldþrotsins hafa þegar verið send ótví- ræð skilaboð um stjómmála- kerfíð. Kosningamar nú snúast að öðmm þræði um þessi skilaboð. Ekkí verður a ið í húsnæðisn Utgáfa lánsloforða, afgreiðslutími lána, hlut- verk banka og sparisjóða; starfsemi fasteigna- sala; og „fjármagnsflutningar til Reykjavíkur“ eftir Sigiirð E. Guðmundsson Undanfarið hafa farið fram um- ræður í fjölmiðlum um sitthvað, sem lýtur að framkvæmd nýja hús- næðislánakerfisins. Þó að slíkum umræðum sé ætlað að ná til al- mennings fer oft svo, að efni þeirra fer fyrir ofan garð og neðan vegna þess, að staðhæfingar stangast á og fólk á erfítt með að átta sig á hvað er rétt og hvað er rangt. Því er engu að síður nauðsynlegt að vita hið rétta og því skal nú gerð tilraun til þess að fjalla um þetta mál nokkrum orðum, eins og efni standa til. Þegar Alþingi samþykkti hina nýju húsnæðislöggjöf í apríl á síðasta ári, eftir að aðilar vinnu- markaðarins höfðu lagt grundvöll þar að með samningum sínum í febrúar, vakti hin mikla hækkun húsnæðislánanna langmesta at- hygli. Og vafalaust hafa flestir reiknað með því, að þetta eitt væri kjarni málsins, allt annað gæti haft sinn óbreytta gang, rétt eins og áður. Þegar frá leið kom að sjálf- sögðu í ljós, að hér var um misskiln- ing að ræða. Hið nýja húsnæðis- lánakerfi fæðir ekki aðeins af sér stórfellda hækkun á húsnæðislán- um Húsnæðisstofnunar, heldur hlýtur líka og jafnframt að leiða til grundvallarbreytingar og endur- skoðunar á viðhorfum og starfs- háttum allra annarra aðila, sem þessi mál varðar eða að þeim vinna. Um það skal nú farið nokkrum fleiri orðum. „O, þetta reddast einhvern veginn“ Á spennutímum verðbólgu og fjármagnsskorts fyrri ára og ára- tuga var það alsiða í landinu, að menn réðust í byggingafram- kvæmdir eða íbúðakaup upp á von og óvon, án þess að hafa áður tryggt sér_ lánsfé til þeirra fram- kvæmda. Áberandi einkenni á því fyrirkomulagi var landlægur víxla- sláttur í eigin nafni og nánustu vina og ættingja, í bönkum og sparisjóð- um, út og suður um land allt. Með þessum hætti var kaupsamningur gerður eða framkvæmdir hafnar; síðan var þeim haldið gangandi, bæði þangað til verðbólgan var búin að gera þau lán viðráðanleg og lífeyrissjóðslán og/eða hús- næðislán komin til sögunnar. Þetta fyrirkomulag olli oftsinnis þeim fjöl- skyldum, sem við það urðu að búa, stórfelldum kvíða, feykilegum áhyggjum, kostnaði og vandræðum. Tengdur því var hinn svokallaði „biðtími“ eftir lánum Húsnæðis- stofnunarinnar. Menn höfðu almennt skuldbundið sig löngu fyr- irfram til að nota þau í skuldir og skammtímalán, sem stofnað hafði verið til, þó í mikilli óvissu um hve- nær húsnæðislánin kæmu. Þeir biðu svo gjaman í angist og kvíða eftir að til útborgunar þeirra kæmi. Bankar og sparisjóðir áttu sinn þátt í að halda þessu fyrirkomulagi gangandi og fasteignamarkaðurinn ýtti hörkufast á eftir. Þetta óhæfa fyrirkomulag náði hámarki sínu í greiðsluvanda áranna 1983—1985, þegar um 2.000 húsbyggjendur og íbúðakaupendur í landinu lentu í stórfelldum erfíðleikum og komust næstum á vonarvöl. Misgengi launa og lánskjara, sem þá kom til sög- unnar, varð þess valdandi, að grundvöllur þessa fyrirkomulags brast endanlega — og var þá löngu tímabært að gera róttækar breyt- ingar á því. Með svokölluðum „greiðsluerfiðleikalánum" Hús- næðisstofnunarinnar tókst að bjarga þeim flestum á þurrt land, sem í vandanum lentu. Jafnframt komust bankar og sparisjóðir að mestu hjá hrikalegum nauðungar- uppboðum á flölskylduíbúðum hundruða ef ekki þúsunda manna um land allt, sem þeir höfðu veitt skammtímalán út á. Fór þá betur en á horfðist. Fasteignasalar voru hins vegar lausir allra mála eftir að kaup-/sölusamningar höfðu ver- ið gerðir. Húsnæðisstofnunin veitti samtals um 900 milljónir króna að láni til bjargar um 2.000 húsbyggj- endum og íbúðakaupendum. Og þar með var punkturinn settur fyrir aftan þetta gamla, úrelta og óhæfa fyrirkomulag á húsnæðismarkaðn- um. Hlutirnir gerist í réttri röð og með eðlilegum hætti Með samningum aðila vinnu- markaðarins í febrúar 1986 og nýju húsnæðislöggjöfínni í apríl sama ár er ný hugsun og nýtt kerfi komið til sögunnar, sem allir verða að til- einka sér. Það ætlast til þess, að menn sæki um lán til Húsnæðis- stofnunar með góðum fyrirvara og málin fái eðlilegan undirbúning og aðdraganda í samræmi við það jafn- vægi, sem á að vera í verðbólgulitlu þjóðfélagi; öfugt við þær skjótu og undirbúningslitlu ákvarðanir, sem menn töldu sig oft þurfa að taka í verðbólguþjóðfélaginu, þegar hver króna gat rýmað stórlega á stuttum tíma. Nú er ætlast til, að umsækj- endur um lán sendi Húsnæðisstofn- uninni umsóknir sínar, ásamt öllum tilskildum gögnum; eftir það mega líða tveir mánuðir þar til hún send- ir umsækjanda skriflegt og skuld- bindandi svar, venjulega lánsloforð, þar sem tilgreindar eru lánsflár- hæðir og útborgunardagar. Þá fyrst, þegar hér er komið, hefst umsækjandi handa við að skoða íbúðir á húsnæðismarkaðnum og undirbúa tilboð eða leita að lóð. Staða hans er öll önnur en áður, því að hann hefur gulltryggt láns- loforð í höndum, hefur sterka stöðu gagnvart seljanda og hlýtur að stilla saman útborgunardögum hús- næðislána og innborgunum í kaupsamninga, eftir því sem mögu- legt er. Slíkir kaupendur hljóta líka að teljast eftirsóknarverðir í augum seljenda, því að styrkur þeirra er væntanlega meiri en flestra hinna, sem ekki hafa skrifleg lánsloforð í höndum. Samfara þessu er ekki lengur fyrir hendi sá ofboðslegi kvíði og stórfelldu áhyggjur, sem oftsinnis voru fylgifískar gamla fyr- irkomulagsins og ollu mörgum fjölskyldum miklum spjöllum. „Bið- tíminn" er úr sögunni og í staðinn kominn afgreiðslutími, sem fólk getur treyst og notað með eðlilegum hætti við gerð kaup-/sölusamninga eða ákvarðanir um húsbyggingar. Þetta er sama fyrirkomulag og tíðkast í nágrannalöndunum, þar sem menn láta sér ekki detta í hug að hafa annan hátt á. Skemmst er líka frá því að segja, að nú þegar er komin ágæt reynsla á það hér- lendis. Reyndar leysti það geysimik- inn vanda á árunum 1968—1969, þegar því var hrundið af stokkunum og það látið gilda nokkurt tímabil; það átti líka að koma til sögunnar árið 1965, að fyrirmynd norska Húsbankans, en fórst fyrir af ýms- um ástæðum. Almenn ánægja með nýju lánsloforðin Um þessar mundir ér Húsnæðis- stofnunin búin að gefa út nokkuð á fjórða þúsund lánsloforð til greiðslu á þessu ári og því næsta. Almenn ánægja ríkir með þau. Samt hafa nokkrir lántakendur, sem keyptu íbúðir í ótíma á liðnu sumri, án þess að hafa skrifleg láns- loforð stofnunarinnar í höndum, komið og vakið athygli á því, að þeir hafa skuldbundið sig í kaup- samningum til að greiða stórar fjárhæðir talsvert fyrr en hús- næðislánin koma til útborgunar, samkvæmt lánsloforðum þeirra. Það er afar óheppilegt að þetta skuli hafa gerst og er um leið víti til vamaðar. Eins og fyrri daginn getur þetta komið (hart) niður á þeim fjölskyldum, sem hlut eiga að máli, bæði kaupendum og seljend- um. Jafnframt setur það spuminga- merki við hæfni þeirra fasteigna- sala og lögfræðinga, sem annast slíka samningagerð. Einnig hafa aðrir komið, er sóttu um lán sam- kvæmt nýja lánakerfinu í septem- ber og október sl. og farið fram á það, að útborgun lánsloforða verði seinkað. Þar er um að ræða lántak- endur, sem hyggjast ráðast í húsbyggingar seint á þessu ári eða því næsta og eru þess vegna ekki tilbúnir til að hefja lánin á komandi vori eða sumri. Að sjálfsögðu er fallist á það. Fyrirbyggjandi aðstoð Enn einn þátturinn í hinu nýja lánakerfi er sá, að á því tveggja mánaða tímabili sem líður frá því, að Húsnæðisstofnuninni berst full- gild umsókn með öllum tilheyrandi gögnum, þar til henni ber að senda viðkomandi skriflegt svar, fer ráð- gjafastöð stofnunarinnar ítarlega yfir lánsumsókn hans. Ef um ný- byggingu er að ræða er kostnaðar- áætlun samin og undirrituð af höfundi teikningarinnar, könnuð og gengið úr skugga um, að bygging- arkostnaður íbúðarinnar fari ekki yfir hófleg mörk. Sé stefnt að kaup- um á notaðri íbúð er með sama hætti gengið úr skugga um að kaupverð sé skaplegt. Niðurstöður þessa eru síðan bomar saman við greiðslugetu umsækjanda. Ef sýni- legt er, að ætlunin er að ráðast í dýrari byggingarframkvæmd eða dýrari íbúðarkaup á almennum markaði en viðkomandi umsækj- andi fær ráðið við ber stofnuninni að ráða honum frá slíku, hugsan- lega krefjast frekari tryggingar fyrir væntanlegu láni eða synja honum alfarið um það. Svör þau, sem menn fá með lánsloforðum, eru því tvenns konar. Annars vegar fylgir sú umsögn ráðgjafastöðvar- innar, að fyrirhuguð íbúðarkaup séu sýnilega vel viðráðanleg, miðað við uppgefín laun og greiðslugetu. Hin umsögnin, sem fylgir öðrum láns- loforðum, er sú, að umsækjandi tefli á tæpasta vað og ekkert megi útaf bera svo hann ráði við fyrir- huguð kaup eða íbúðarbyggingu. Þessi afgreiðsla er vitaskuld bæði eðlileg og sjálfsögð. Hjá ráðgjafa-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.