Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 58
°98 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987 Um tvö hundruð manns á kappræðum SUS og SUJ á Hótel Borg Er betra að vera sérfræðingur í tekjujöfnun en tekjuöflun? UM TVÖ HUNDRUÐ manns sóttu kappræður á milli Sam- bands ungra sjálfstæðismanna og Sambands ungra jafnaðar- manna sem haldnar voru á Hotel Borg síðastliðið miðvikudags- kvöld. Góð stemmning var i salnum og hvöttu stuðningsmenn sína menn hetjulega. Það var Sigurbjörn Magnússon, fyrsti varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og 10. maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem flutti fyrstu fram- söguna. Sigurbjörn byijaði á því að riija upp heimsókn danskrar þing- konu, Connie Hedegaard, sem dvaldist hér nokkra daga fyrr í vet- ur í boði Sambands ungra sjálfstæð- ismanna. Meðal þess sem hún hefði frætt okkur íslendinga sagði Sigur- bjöm hafa verið að ríkisstjóm Pouls Schluters hefði tekist að lækka hæsta skatthlutfall úr 73% í 68%. Sigurbjöm sagði að „ógnarskatt- heimta" af þessu tagi viðgengist í löndum eins og Danmörku og Svíþjóð þar sem sósíaldemókratar hefðu verið hvað áhrifaríkastir um margra áratuga skeið. Þessi „kratíska ógnarskattheimta" hefði valdið skemmdarverkum á hag- kerfum þessara þjóða. Skattstofn- amir hyrfu vegna of hárra skatta. Þetta væri grundvallarágreining- urinn milli krata og sjálfstæðis- manna. Kratar legðu áherslu á tekjujöfnun og væm sérfræðingar í því að skipta gæðunum en sjálf- stæðismenn legðu aftur á móti áherslu á tekjuöflun. Þeir vildu vera sérfræðingar í því að auka það sem til skiptanna væri. Ef skipta ætti öllum gæðunum jafnt þá fengi fólk jafnmikið, hvort sem það aflaði lítils eða mikils en þá yrði þróunin sú að engin vildi leggja það á sig sem þyrfti til þess að skapa verðmætin og ekki yrði neitt til skiptanna til þess að standa undir því velferðar- þjóðfélagi sem við vildum byggja upp hér á landi. Háir skatta drægju ennfremur úr sjálfstæði manna og skertu þannig möguleika þeirra til þess að ráða framtíð sinni þar sem sífellt hærra hlutfall af tekjum væri feng- ið opinberum aðilum til ráðstöfunar. En þótt sjálfstæðisstefnan legði áherslu á sjálfstæða einstaklinga sem kjölfestu í frjálsu atvinnu- og viðskiptalífí þá bæri að gæta þess, að allir ættu einhvers staðar höfði sínu að halla í sjúkdómum og fá- tækt og þeim væri hjálpað til sjálfsbjargar. Þetta byggðist á þeim mannúðarsjónarmiðum sem sjálf- stæðismenn vildu að einkenndu þjóðfélagið en ætti ekkert skylt við tekjujöfnun. Ungir sjálfstæðismenn vildu einnig tryggja öryggi þjóðarinnar út á við og tækju því þátt í varaar- samstarfí vestrænna lýðræðisþjóða. Ungir jafnaðarmenn hefðu hinsveg- ar hvað eftir annað ályktað um brottför varnarliðsins og úrsögn íslendingar úr Atlantshafsbanda- lagsins. Spurði Sigurbjöm hvort stefna Alþýðuflokksins í vamarmál- um væri eitt af þeim atriðum sem þeir væru tilbúnir til þess að semja um kæmust þeir í nýja vinstristjórn með Alþýðubandalaginu. María Kjartansdóttir, formaður Sambands ungra jafnaðarmanna, sagði menn hafa um þijá valkosti að velja í stjórnmálum til þess að leysa þau vandamál sem við væri að etja í heiminum: Kommúnisma, kapítalisma og jafnaðarstefnu. Kommúnisminn væri ekki væn- legur kostur þar sem hann byggði á ofbeldi og kúgun og væri því hættulegur heimsfriðnum. Kóm- múnistum hefði heldur ekki tekist nógu vel að leysa þau efnahaglegu vandamál sem við væri að stríða. Kapítalismi aftur á móti hefði það sér til lösts að hann byggðist um of á ofurtrú á markaðinum. Ekki væri hugsað um þá sem undir yrðu í lífsbaráttuni. Á Norðulöndunum, þar sem jafn- aðarmenn hefðu fengið að ráða, væri aftur á móti jöfnuður efnis- legra gæða hvað mestur, launakjör hvað best, velferðarþjónustan ríku- legust og friður á vinnumarkaðinum fádæma góður. Kostir markaðarins hefðu hinsvegar ekki beðið hnekki. Sagði hún unga sjálfstæðismenn ganga með sömu meinloku og kom- múnistar. Kommúnistar kölluðu alla sem andmæltu þeim kapítalista og kapítalistar alla sem andmæltu þeim kommúnísta. Hvorugur sæji hinn gullna meðalveg jafnaðar- stefnunnar. Við þyrftum bæði kosti markaðarins og ríkisins. Okkur yrði ekki stjómað eftir einu lögmáli, maðurinn væri ekki ein fruma með eina lífsskoðun. Jafnaðarmenn sagði María að berðust fyrir velferð fólksins, þeirri velferð sem byggðist á réttmætri hlutdeild launafólks í þjóðartekjum og samráði stétta um skipulags- breytingar og markvissar framfarir. Jöfn skipting efnislegra gæða myndi stuðla að friði á vinnumark- aðinum og raunverulegu frelsi allra, án efnahagslegs öryggis væri engin maður frjáls. Það væri óþolandi óréttíæti að efnahagsleg forréttindi réðu því að sumir næðu ríkidæmi, völdum og virðingu meðan þeir sem fæddust inn í fátækt yrðu gjörsamlega und- ir í lífsbaráttunni. Þessu vildu ungir sjálfstæðismenn ekki breyta, sagði María. Þeir hefðu afbakað frelsis- hugtakið og misskilið hvað feldist í orðinu lýðræði. Raunverulegt lýð- ræði feldist í jöfnun pólítískum, félagslegum og lagalegum rétti allra þjóðfélagsþegna. Frelsi gæti aldrei grundvallast á öryggisleysi. Sólveig Pétursdóttir, sjöundi maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sagði jafnaðarstefnuna vera byggða á sósíalisma. Alþýðu- flokkurinn vildi þjóðnýtingu lífeyr- issjóðanna í einn stóran lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. Það væri hörmulegt fyrir Alþýðúflokkinn að hafa fjarlægst svo verkalýðshreyf- inguna að hann skyldi ekki taka gildar ákvarðanir fólksins sjálfs í hreyfingunni. Sjálfstæðismenn hefðu haft frumkvæði og forustu í lífeyrismál- um landsmanna á síðustu áratugum en krataforustan ekki sýnt neitt raunverulegt frumkvæði á þessu sviði hin síðari ár. Sjálfstæðismenn vildu sameina lífeyrisréttindi þann- ig að öllum þegnum landsins væru tryggð ákveðin lágmarks lífeyris- réttindi. Sólveig sagði að menn ættu að muna það að lífeyrissjóðimir væru sjálfstæðar stofnanir, eign fólksins sem greiddi í þá. Sjálfstæðismenn vildu standa vörð um sjálfstæði sjóðanna gegn miðstýringaröflun- um úr Alþýðuflokknum sem vildu einn sameiginlegan lífeyrissjóð og þar með taka fjármagnið suður til Reykjavíkur. Nýja húsnæðislánakerfið sagði Sólveig auðvelda ungu fólki að eign- ast þak yrir höfuðið. Þetta kerfí hefði aðeins verið við lýði í nokkra mánuði þegar Jóhanna Sigurðar- dóttir hefði hrópað: „Kerfíð er sprungið". Hún hefði eins og aðrir alþýðuflokksmenn verið fljót að gleyma því hvemig gamla kerfið var þegar unga fólkið gat ekki eign- ast eigið húsnæði. Nú vildi Jóhanna stórauka framlög ríkissjóðs í kerfíð en hvaðan vildi hún taka pening- ana, spurði Sólveig. Ætti að stór- auka skattheimtu eða taka erlend lán? Hún hvatti menn til þess að íhuga vel sinn gang áður en þeir greiddu atkvæði 25. apríl nk. Góður ásetn- ingur og kosningaloforð dyggðu nefnilega .skammt til þess að stýra lýðveldinu íslandi farsældlega. Ein- ungis stór og öflugur Sjálfstæðis- flokkur gætti tryggt það að áfram yrði haldið á sömu braut og undan- farin ijögur ár. Magnús Á. Magnússon, Sam- bandi ungra jafnaðarmanna, sagð- ist á unga aldri hafa trúað á „ameríska drauminn" og ekki séð neina ástæðu til þess að halda uppi einhveiju „vöggustofuþjóðfélagi fyrir aulana". Það sem hefði ráðið úrslitum um að hann skipti um skoðun og gerðist jafnaðarmaður hefði verið að faðir hans hefði skyndilega orðið 75% öryrki. Þá hefði hann fengið að kynnast af eigin raun því velferðarþjóðfélagi sem hann hafði bölvað áður. Magnús sagði hér á landi vera mikið af fólki sem þrælaði myrk- ranna á milli án nokkurs sýnilegs árangurs. Þetta væm fórnarlömb sjálfsteignarstefnu Sjálfstæðis- flokksins. Nú ætlaði Sjálfstæðis- flokkurinn að láta launþega borga kostnaðinn af verðbólgusukkinu. „Breiðu bökin“ myndu hinsvegar sleppa. Sagði hann það bera vott um hina mikla „forheimskan“ hjá þeim hópi sem „hefði þann sjúkdóm að kjósa Sjálfstæðisflokkinn“ að halda því fram að þeir væru á réttri leið. Margir hefðu þó leitað sér lækning- ar hjá Alþýðuflokknum. Alþýðuflokksmenn sagði Magnús vilja skilgreina hlutverk ríkisins upp á nýtt. Hætt yrði að styrkja at- vinnuvegina til tapreksturs, ríkið ætti að selja hlutabréf sín í fyrir- tækjum sem einstaklingar gætu af hagkvæmniástæðum rekið betur. Leyfa ætti markaðinum að hafa sinn gang og láta fyrirtækjum að „fara á hausinn". Þannig gæti ríkið innt betur því hlutverki sem það ætti að gegna. Það ætti að sjá til þess að allir gætu stundað nám við sitt hæfi óháð efnahag, allir gætu komið sér þaki yfir höfuðið án þess að lenda í skuldasúpu, sjá til að allir hefðu jafnan rétt til heilbrigðis- þjónustu og styðja ætti við bakið á ýmiskonar menningarstarfsemi og íþróttamennsku. Ámi M. Mathiesena, formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðis- manna í Hafnarfírði, sagði tilburði alþýðuflokksmanna hafa verið at- hyglisverða undanfama mánuði. Alþýðuflokkurinn hefði lagt mikið á sig til þess að gylla sjálfan sig í augum borgaralegra kjósenda og hefði formaðurinn sjálfur gefið hverri frjálshyggjuhugmyndinni á fætur annarri undir fótin, og ekki hikað við að ganga í smiðju ungra sjálfstæðismanna í þeim tilgangi. Þetta væri gert í því skyni að afla flokknum atkvæða fijálslyndra kjósenda sem kosið hefðu Sjálf- stæðisflokkinn, enda verið látið að því liggja að ný viðreisnarstjóm yrði mynduð að loknum kosningum. Ámi sagðist hafa heyrt þennan fagurgala fyrr og lestur stefnuskrár Alþýðuflokksins fyrir þessar kosn- ingar og ályktana Sambands ungra jafnaðarmanna væm ekki til þess fallnar að draga úr efasemdum. Þar stangaðist hvert gmndvallarsjónar- miðið á annað. Öryggis- og vamar- málin væm gott dæmi þar um. Fyrir kosningamar 1978 hefði Alþýðuflokkurinn reynt að höfða til kjósenda á svipaðan hátt og nú en að loknum kosningum hefðu „erki- kratarnir" haft fmmkvæði að myndun enn einnar vinstristjómar- innar. Ámi sagði Jón Baldvin hafa kallað þetta pólítískt umferðarslys en hann væri ekki sannfærður um að þar fylgdi hugur máli. Jón Bald- vin hefði líklega ekki verið stuðn- ingsmaður viðreisnarstjómarinnar en það sem meira væri þá hefði hann stutt bæði vinstristjórnina sem fór á undan og þá sem fór á eftir. Að vísu hefði hann verið í mismunandi stjómmálaflokkum en það væri nú hans háttur. Ámi sagði að í síðustu bæjar- stjómarkosningar hefðu kratar unnið nokkurn sigur í Hafnarfirði og þá leitað eftir samstarfsaðilum hjá Alþýðubandalaginu. Einnig minnti hann á að í kosningunum í Háskóla Islands nú í vetur hefðu þau Guðmundur Árni Stefánsson og Lára V. Júlíusdóttir sem skipaði fjórða sæti lista Alþýðuflokksins í Reykjavík skrifað undir áskomn til stúdenta um að kjóga Félag vinstri- manna í kosningunum. Aðrir sem hefðu skrifað undir þetta plagg væru Steingrímur J. Sigfússon, Kristín Ólafsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sagði Sjálfstæðisflokkinn vera klofín og allt tal um festu og stöðugleika því út í bláinn. Sagðist hann ekki vera viss um það hvað Sjálfstæðisflokk andmælendur hans væru fulltrúrar fyrir. Þó ætti að hafa samúð með þeim, þau væru leitandi sálir og að því gæti komið að þau myndu fóta sig á „glerhálu svelli Sjálfstæðis- flokksins". „Afrekaskrá íhaldsins í frelsis- hjali sínu“ sagði hann vera að þeir hefðu komið á kvótakerfí í land- búnaði og sjávarútvegi í tíð þessarar ríkisstjómar. Alþýðuflokkurinn hinsvegar vildi sveigjanlega veiði- leyfastjómun sem setti veiðileyfi á útgerðir í stað skipa og taka á land- búnaðarkerfínu. Fulltrúar Sambands ungra jafnaðarmanna þau María Kjartansdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson og Magnús Á. Magnússon. Fulltrúar Sambands ungra sjálfstæðismanna þau Sigurbjöm Magnusson, Sólveig Pétursdóttir og Ami M. Mathiesen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.