Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987 47 Aðalfundur Landsvirkjunar haldinn á Akureyri í gær: Hagiiaður af rekstrinum Raunverð lækkaði 6% meira en búist var við HAGNAÐUR varð á rekstri Landsvirkjunar í fyrra, þriðja árið í röð, í framhaldi af rekstr- arhalla í sex ár þar á undan. Hagnaðurinn var að vísu litill, 8 milljónir króna en árið 1985 var hann 253 milljónir. Þetta kom fram i máli Jóhannesar Nordals, stjórnarformanns Landsvirkjun- ar, á ársfundi fyrirtækisins á Akureyri i gær. Jóhannes sagði að ekki hefði verið hægt að greiða eignaraðilum neinn arð á árinu, en á fyrra ári hefðu verið greiddar 45 milljónir króna í arð. Hann sagði ennfremur: „Einnig leiddi þetta til um 100 millj- óna króna greiðsluhalla, sem kom fram í lakari fjárhagsstöðu. Astæð- urnar fyrir þessari afkomurýmum, samanborið við árið 1985, voru einkum tvær. í fyrsta lagi lækkaði raunverð á raforku um 6% meira en að hafði verið stefnt. í upphafi ársins var gjaldskrá Landsvirkjunar hækkuð með hliðsjón af þágildandi verð- bólguspá stjórnvalda. Var með hækkuninni að því stefnt, að raun- verð raforku í heildsölu lækkaði að meðaltali um nálægt 10% frá fyrra ári. í kjölfar kjarasamninga féllst Landsvirkjun á tilmæli stjórnvalda um endurskoðun gjaldskrár og var þá tekið fullt tillit til þeirrar spár um þróun verðbólgu og gengis, sem kjarasamningamir byggðust á. Raunin varð hins vegar sú, að verð- lagsbreytingar fóm vemlega fram yfir þessi mörk og hafði það í för með sér, að raunverð á orku varð á árinu 16,3% lægra að meðaltali en árið áður. Hefðu fyrri áætlanir um 10% lækkun raunverðs staðist hefði afkoman orðið um 130 milljón krónum betri á árinu. Hin meginástæða verri afkomu var óhagstæð gengisþróun bæði lækkun dollars og norskrar krónu, sem hluti tekna fyrirtækisins er bundinn við, en hækkun ýmissa gjaldmiðla, sem vega þungt í er- lendum skuldum þess. Til samans höfðu gengis- og vaxtabreytingar í för með sér hækkun raunvaxta af erlendum skuldum úr 4,3% 1985 í 6,2% í fyrra.“ Jóhannes sagði f ræðu sinni að þótt. lágt orkuverð til neytenda hljóti ætíð að vera eitt meginmarkmið í rekstri fyrirtækis eins og Lands- virkjunar sé skammgóður vermir af hagstæðu orkuverði, sem ekki sé fjárhagslegur grundvöllur fyrir og eingöngu leiði til þallarekstrar og skuldasöfnunar. „A þessu fékk Landsvirkjun rækilega að kenna á áttunda áratugnum og allt fram til ársins 1983, en þá var orkuverði haldið langt undir raunverði vegna verðlagshafta stjómvalda. Mismun- inn varð síðan að jafna með erlend- um lántökum. Til dæmis um áhrif þessarar verðlagsstefnu var það reiknað út árið 1982, að skuldir Landsvirkjunar væru þá um 100 milljónum dollurum hærri, en verið hefði ef raforkuverð hefði fengið að fylgja almennu verðlagi. Undir þeirri skuld verðum við nú að standa með mun hærra orkuverði en ella væri.“ Frá árinu 1983 hefur stjórn Landsvirkjunar sjálf ákveðið gjald- skrárbreytingar, að fengnu áliti Þjóðhagsstofnunar. Jóhannes sagði að sú stefna sem fylgt hefur verið byggist á því sjónarmiði að arðbær rekstur, sem leyfi eðlilegar greiðsl- ur skulda og batnandi eiginfjár- stöðu, sé líklegust til að tryggja neytendum næga og örugga raf- orku í framtíðinni á sem hagstæð- ustum kjörum. „Hafa neytendur þegar notið árangurs þessarar stefnu í mikilli lækkun á raunverði raforku síðustu þijú árin. Þannig var raunverð á rafmagni frá Lands- virkjun 40% lægra í lok ársins 1986 en það komst hæst í ágúst 1983. Miðað við síðustu verðlagsspár má gera ráð fyrir því, að raunverð á rafmagni lækki að óbreyttri gjald- skrá um 6-7% á þessu ári. Síðustu kannanir á samanburði raforku- verðs hér á landi og annars staðar í Evrópu sýna, að ísland er nú kom- ið í flokk þeirra landa, sem hafa lægst raforkuverð bæði til heimili- snota og iðnaðar." Jóhannes sagði það vissulega kappsmál stjómar Landsvirkjunar að unnt verði að halda áfram á þessari braut, „en það mun því aðeins takast, að ekki sé hvikað frá heilbrigðum fjár- hagslegum markmiðum í starfsemi fyrirtækisins, en stundarhagsmun- ir, svo sem tímabundin verðlags- áhrif, verði ekki látin ráða ferðinni." Halldór Jónatansson forsljóri: Ný uppbygging gjaldskrár í gildi í ársbyrjun 1989? HALLDÓR Jónatansson, for- stjóri Landsvirkjunar, sagði S skýrslu sinni að meginniðurstöð- ur endurskoðunar á uppbygg- ingu gjaldskrár Landsvirkjunar lægju fyrir. Samkvæmt þeim er talið hagkvæmast að láta upp- byggingu gjaldskrár ráðast af kostnaði við nauðsynlega aukn- ingu á framboði afls og orku til lengri tíma litið. Halldór sagði: „Til að gjaldskráin verði kostnaðarrétt að þessu leyti þarf því að verðleggja rafmagn frá Landsvirkjun í samræmi við langtímajaðarkostnað þess, en til að svo megi verða er nauðsynlegt að breyta uppbyggingu gjaldskrár- innar verulega frá því sem nú er með tilliti til vægis aflgjalds og orkugjalds. Aflgjaldið þyrfti að lækka úr um 78% í núgildandi gjald- skrá í um 47% af greiðslum raf- veitna vegna rafmagnskaupa, en orkugjaldið að hækka á móti og vega um 53% í nýju gjaldskránni í stað um 22% nú. Ennfremur þyrfti orkugjaldið í sama skyni að vera verulega hærra á vetrum en sum- rum og talið er eðlilegt að tekin verði upp föst tengigjöld af hlutað- eigandi rafveitum vegna þess fasta kostnaðar, sem viðskiptunum fylgir og í samræmi við fjölda afhending- arstaða. Slík gjöld yrðu hins vegar óveruleg miðað við orku- og afl- gjöld gjaldskrárinnar. Gjaldskrárbreyting af umræddu tagi mundi hafa í för með sér lækk- un rafmagnsverðs til notenda með fremur lágan nýtingartíma svo sem til heimila og minni iðnfyrirtækja. Rafmagnsverðið mundi aftur á móti hækka til notenda með háan nýtingartíma. Þetta á við hitaveitur og iðnfyrirtæki með öfluga stýringu á aflkaupum. Sama má einnig segja um næturhitun hjá almennum not- endum." Halldór sagði að ný uppbygging á gjaldskrá Landsvirkjunar taki vart gildi fyrr en í ársbyijun 1989, en ekki væri útilokað að um áfanga- breytingar gæti orðið að ræða. „Stjóm Landsvirkjunar hefur nú tekið endurskoðun gjaldskrárinnar til lokameðferðar fyrir sitt leyti og er vonast til að ákvörðun hennar geti legið fyrir um mitt næsta ár.“ Framkvæmdir Halldór sagði í skýrslu sinni að framkvæmdum við Blönduvirkjun hefði miðað vel á árinu 1986 og þá hefði að verulegu leyti verið lok- ið við að grafa jarðgöng virkjunar- innar og stöðvarhúshellinn. „Í árslok voru göngin orðin samtals 3.100 metra löng og af þeim átti þá aðeins eftir að grafa 140 metra í frárennslisgöngunum og um 2.000 rúmmetra af 19.000 rúmmetrum í stöðvarhúshelli. Lóðréttu göngin, sem lokið var við á árinu, eru þrýsti- vatnsgöng og strengja- og lyftu- göng, samtals 448 metrar að lengd.“ Fjárhagsafkoman Halldór ræddi nokkuð um raf- magnsverð og rafmagnssamninga í ræðu sinni. Hann sagði m.a.: „A árinu 1986 urðu tvær gjaldskrár- breytingar hjá Landsvirkjun. Sú fyrri hinn 1. janúar, er gjaldskráin var hækkuð um 14% og sú síðari L mars, er hún var lækkuð um tö% í tengslum við kjarasamninga og með hliðsjón af efnahagsráðstöfun- um í kjölfar þeirra, sem gerðu ráð fyrir stöðugu gengi og minni verð- bólgu en á horfðist í byijun ársins. Þessar verðlagsforsendur gengu hins vegar ekki eftir og reyndist verðlagsþróunin mun óhagstæðari en spámar um vorið gerðu ráð fyr- ir.“ Fram kom í máli Halldórs að meðalverð til almenningsrafveitna var í fyrra 132,36 aurar á kílóvatt- stund, en var 125,52 aurar á KWst árið áður. Hækkunin nemur 5,45% en hins vegar „var hér um 16,3% raunverðslækkun að ræða á milli áranna tveggja, enda lækkaði gald- skrárverðið mun meir að raungildi 1986 en stefnt hafði verið að eða um 10% í stað um 6%, sem svarar til um 3% árlegrar raunverðslækk- unar. í árslok 1986 hafði gjald- skrárverðið lækkað að raungildi um alls 40% frá 1. ágúst 1983, þegar það var hæst.“ Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar Á árinu 1986 námu rekstrartekj- ur Landsvirkjunar alls 3.026,1 milljón króna og hækkuðu þær um 220,4 milljónir frá 1985 eða um 7,9%. Rekstrargjöldin voru alls 3.018,2 milljónir króna þannig að rekstrarhagnaður var 7,9 milljónir. Eigíð fé T?,þdsYirkjv"fir r.nm~f- árslok 1986 um 12.200 milljónum króna, að jafnvirði um 303 milljón- um Bandaríkjadollara. Það er um 34,3% af heildareign fyrirtækisins, sem var að fjárhæð 35.534,9 millj- ónir króna í lok 1986. Sæstrengiir Halldór ræddi um þá hugmynd að tengja ísland meginlandi Evrópu með jafnstraums háspennustreng til útflutnings á raftnagni héðan. Athuganir voru gerðir á þessum möguleika 1975 og síðan endur- skoðaðar 1985 og tóku þær til möguleika á því að flytja 2.000 megavött og 16 TWst (þúsund gíga- wattstundir) af raforku á ári um sæstreng til norðurstrandar Skot- lands og með hugsanlegu úttaki í Færeyjum. Halldór sagði: „Hingað til hafa athuganir sem þessar sýnt að strengurinn yrði alltof dýr til þess að flutningur ojg sala rafmagns um sæstreng frá Islandi til Skot- lands gæti talist fjárhagslega hagkvæmt. í ljósi mikilla tækni- framfara í gerð sæstrengja fyrir mikið dýpi og vegna breyttra að- stæðna í orkumálum er hins vegar svo komið að þessi kostur virðist nú vera orðinn mun álitlegri en' áður. Landsvirkjun hefur því talið tímabært að endurskoða enn á ný áætlanir um sæstrengstengingar íslands og meginlands Evrópu. Mið- ast hin nýja áætlun við strengi, sem flytja um 400 megavött og 3,2 tera- vattstundir á ári, sem er mun minni áfangi en áður var miðað við og jafnframt hagkvæmari, bæði með tilliti til stærðar virkjana hér á landi og nýtingar sæstrengsins. Þótt gerð þessarar áætlunar sé skammt á veg komin hefur ýmislegt fleira jákvætt þegar komið fram, sem gerir þessa hugmynd áhugaverða.“ Halldór sagði að sæstrengur frá íslandi til Skotlands yrði lagður frá austurströnd íslands um Færeyjar. Vegalengdin er alls 950 km. Á milli íslands og Færeyja yrði strengurinn á dýpi innan við 500 metra, en á allt að 1.000 metra dýpi á takmörkuðu svæði milli Fééreýja óg Skotlands. Halldór sagði: „Áætlað er að raf- orkueftirspum í Evrópu muni aukast um 600 terawattstundir til aldamóta. Til að fullnægja þessari auknu eftirspum hafa menn hingað til einkum staðnæmst við fram- leiðslu raforku úr kjamorku og kolum, en það em taldir fjárhags- lega hagkvæmustu kostimir að undanskilinni þeirri takmörkuðu vatnsorku, sem enn er ónýtt á meg- inlandinu." Hann sagði að almenn- ingsálitið hefði að undanfömu snúist í vaxandi mæli gegn kjam- orku og kolum sem orkugjöfum vegna þeirrar umhverfismengunar, sem nýtingu þeirra fylgir, og „þessi breyttu viðhorf hafa valdið því að menn eru nú í seinni tíð bjartsýnni en oft áður hvað snertir möguleika okkar á auknum útflutningi raf- magns, annaðhvort óbeint í formi framleiðsluvöru orkufreks iðnaðar eða jafnvel beint um sæstreng frá austurströnd íslands og þá einna helsttil Skotlands,“ sagði Halldór. Jóhannes Nordal Jóhannes Nordal stj órnarf ormaður Landsvirkjunar: Varla raun- hæft að Lax- árvirkjun verði aftur sérstakt fyrirtæki Dr. Jóhannes Nordal minntist í ræðu sinni á þá hugmynd sem fram hefur komið, að Laxár- virkjun verði sjálfstætt fyrirtæki á ný. Sagðist hann ekki vilja blanda sér í umræður um það mál en þó vilja benda á nokkur atriði, sem menn ættu að hafa í huga, þegar málið væri rætt. „Enginn vafí er á því, að mjög aukin hagkvæmni hefur fengist með samrekstri virkjananna við Laxá og Kröfluvirkjunar, en einnig á ýmsum öðrum sviðum, svo sem rekstri háspennulína, en framundan er nýtt álagsstýringarkerfí fyrir allt landið, sem þetta svæði er mikil- vægur þáttur í, en það mun skila auknu öiyggi og spamaði í rekstri," sagði Jóhannes. Hann sagði að eft- ir þá þróun, sem hér hefur þegar orðið, yæri það varl~ IsngliF raun- hæfur kostur frá rekstrarlegu sjónarmiði að Laxárvirkjun verði aftur gerð að sérstöku fyrirtæki. „Henni þyrfti þá að minnsta kostfy að fylgja bæði Kröfluvirkjun og gufuveitusvæðið við Bjamarflag, sem Landsvirkjun hefur nú yfírtek- ið ásamt tilheyrandi háspennulín- um. Efast ég um, að mönnum þyki gimilegt að reka þessi mannvirki sem sjálfstætt fyrirtæki.“ Jóhannes sagði hins vegar allt öðru máli gegna ef Akureyringar leituðu eftir að selja Reykjavíkur- borg eða ríkinu eignarhlut sinn í Landsvirkjun, þar sem það mundi litlu breyta varðandi hagkvæmni í rekstri fyrirtækisins. „Á hinn bóg- inn er það skoðun mín eftir reynslu síðustu ára, að aðild Akureyringa sem nokkurs konar fulltrúa Norður- og Austurlands í stjóm Landsvirkj- unar, sé mikilvæg og tryggi betur að ákvarðanir um rekstur og fram- kvæmdir séu teknar með hagsmuni allra landsmanna í huga.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.