Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRIL 1987 Könnun Hagvangs hf. á neyslu lambakjöts: Rúmlega 52% hafa dregið úr neyslu RÚMLEGA 52% þátttakenda í könnun sem Hagvangur hf. framkvæmdi fyrir Markaðs- nefnd landbúnaðarins um neyslu á lambakjöti, sögðust hafa minnkað innkaup á lambakjöti til heimilisins frá því sem var fyrir þremur árum. Tæplega 59% þessara söm u aðila tðldu að verð- ið þyrfti að lækka til að auka neysluna. Um 88% töldu lamba- kjöt vera gott á bragðið. Könnunin náði til allra lands- manna og var úrtakið 1000 manns. Þar af svöruðu 779 ein- staklingar eða 77,9% á aldrinum 18 til 67 ára. Spurt var um þtjá meginþætti, innkaup og neyslu, verðlagningu og gæði, og al- mennt viðhorf til landbúnaðar. Af niðurstöðum könnunarinnar má ráða að samdráttur í neyslu Iambakjöts dreifist jafnt yfir alla aldurshópa, en flestir sem dregið hafa úr neyslunni búa á höfuð- borgarsvæðinu. Meirihluti heimil- anna, eða 71%, hafði keypt lambakjöt á hálfum mánuði fyrir könnunina. Tæp 42% kaupa lamba- kjöt í helgarmatinn eingöngu en um 45% kaupa lambakjöt bæði í helgar- og hversdagsmat. Tæplega 60% þáttakenda treystu sér ekki til að nefna rétt verð á lambalæri, þrátt fyrir að verð væri talið meginástæðan fyrir minnkandi neyslu. Meirihluti eða um 58% er fylgjandi áframhaldandi niður- greiðslum, en 26% álitu að fram- leiðslukostnaður ætti að koma fram í hækkuðu vöruverði. Um 36% álitu að meginástæðan fyrir aukinni birgðasöfnun á lamba- kjðti væri að kjötið væri of dýrt en um 21% nefndi offramleiðslu eða skipulagsleysi sem meginástæðu. Þegar spurt var um hvernig ætti að minnka birgðirnar töldu um 32% að leggja bæri áherslu á lækkað verð. í þeim hluta könnunarinnar þar sem fjallað er um almennt viðhorf til landbúnaðar, kemur fram að um helmingur þeirra sem tóku afstöðu, töldu að efla bæri sjávarútveg og iðnað á komandi árum. Rúm 11% álitu að þróa ætti landbúnað og efla. Hvað almenna umræðu um málefni landbúnaðarins varðaði töldu rúm 43% hana hafa verið fremur neikvæða en 33,5% frekar jákvæða. Af þeim sem töldu um- ræðuna hafa verið neikvæða voru aðeins fleiri af Iandsbyggðinni eða tæplega 60% á móti 50% í þéttbýli. HHBhhí i ¦ Gamli miðbærinn: Baráttusamkoma á Hressó Áhugafólk um miðbæ Reykjavíkur, þar á meðal stjórnir allra íbúasamtaka gamla bæjarins efna til baráttuskemmtunar á Hressingarskálanum í dag kl. 15. Af því tilefni hafa samtökin gefið út piakat með kjörorðunuin „Gefum gömlum húsum tæki- færi". Á þvi eru myndir af tveimur gömlum húsum í miðbænum fyrr og nú. Um eitt hundrað manns sóttu funds Sjálfstæðisfélags Seltjarnarness og hlýddu á ræður Ólafs G. Einars- sonar og Víglundar Þorsteinssonar. Fjölmenni á fundi hjá Sjálf stæðisfólki Sjálfstæðisfélag Seltirninga Ólafur G. Einarsson og Víglundur eitt hundrað manns hafí verið í fé- hélt almennan fund á miðviku- Þorsteinsson, frambjóðendur Sjálf- lagsheimilinu. dagskvöld í félagsheimili Selt- stæðisflokksins í Reykjaneskjör- ______________________________ jarnarness við Suðurströnd. dæmi. Fundurinn var vel sóttur og Morgunblaðið/MaUhías „Gamla bakaríið", sem varð tíl þess að meirihluti bæjarstíórnar Siglu- fjarðar brast í fyrradag. A fundinum héldu ræður þeir taldist mönnum svo til að hátt í Bæjarstjórn Siglufjarðar: Vinstri meirihlutinn féll á „gamla bakaríinu" Morgunblaðið/Emilla Víglundur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri, f ræðustól á fundi Sjálf- stæðisfélags Seltírninga á miðvikudag. Lengst til vinstri er Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstíóri, sem var fundarstjóri, og hinum megin við Víglund eru þau Sigurveig Lúðvíksdóttír, formaður Sjálfstæðisfé- lagsins, og Kristíán Snædal, fundarritari. Kjarvalsstaðir: Bragi í Vestursal BRAGI Ásgeirsson, iistmálari, sýnir nú verk sín í Vestursal Kjarvalsstaða. Sýninguna kallar Bragi „Hug- hrif, enda kveðst listamaðurinn hafa málað flestar myndirnar eft- ir þeim hughrifum sem hann hafi orðið fyrir á síðustu tveimur árum og því séu myndirnar margvísleg- ar. Á sýningunni eru 88 ollumynd- ir og er þetta níunda stóra einkasýningin sem Bragi heldur. Hann hefur auk þess haldið fjölda smærri sýninga á grafíkverkum og ollumyndum. Sýning Braga er opin daglega frá kl. 14-22 og stendur hún til 20. aprfl. Siglufirði. ALÞÝÐUFLOKKURINN á Siglu- firði hefur slitíð meirihlutasam- starfi við Alþýðubandalagið í bæjarstjórniuni. Ágreiningur kom upp á milli meirihlutaflokk- anna um kaup á 30-40 ára gömlu húsi í bænum sem gengur undir nafninu „gamla bakaríið". Á bæjarstjórnarfundi á fimmtu- daginn voru kaupin á húsinu samþykkt með fjórum atkvæðum minnihlutans. Þrír fulltrúar Al- þýðuflokks voru á móti kaupunum og tveir fuiltrúar Alþýðubandalags sátu hjá í atkvæðagreiðslunni. ísak J. Ólafsson, bæjarstjóri á Siglu- firði, sagði í samtali við Morgun- blaðið að Alþýðuflokkurinn hefði talið grundvöllinn fyrir samstarfi við Alþýðubandalagið brostin þar sem fulltruar Alþýðubandalagsins hefðu í atkvæðagreiðslunni gengið þvert á móti vilja samstarfsflokks- ins. Fulltrúar Alþýðuflokksins töldu bæjarsjóði ekki fært að hefja bygg- ingu leiguíbúða á þessu ári vegna annarra brýnni verkefna svo sem átaks í gatnagerð, að sögn ísaks. Á fundi bæjarstjórnar þann 9. október sl. samþykkti bæjarstjórnin kaup á húsinu, svo fremi sem sam- þykki Húsnæðisstofnunar ríkisins lægi fyrir og féllu þá atkvæði á sama hátt og nú. Eftir samþykki stofnunarinnar gekk ísak frá kaup- unum við Trésmíðafélagið Bút hf., um kaup á átta fullfrágengnum leiguíbúðum í „gamla bakaríinu" og var sá samningur til staðfesting- ar hjá bæjarstjórn sl. fimmtudag þegar upp úr sauð. Samningurinn hljóðar upp á tæpar 23 millj. kr. Fulltrúar Alþýðuflokks í bæiar- stjórn voru Kristján Möller, Olöf Kristjánsdóttir og Regína Guð- laugsdóttir. Fyrir hönd Alþýðu- bandalags í bæjarstjórn sátu þau Sigurður Hlöðversson og Brynja Svavarsdóttir. Minnihlutann skip- uðu þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokks og einn fulltrúi Framsóknarflokks. Ekki er farið að ræða um nyjan meirihluta í bæjarstjórn Siglufjarð- ar. Matthias Samkeppni um athyglisverðustu auglýsingarnar ÍSLENSKI markaðsklúbburinn efnir nú til samkeppni um athygl- isverðustu auglýsingar siðasta árs i samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa. Til- gangur keppninar er að vekja athygli á vel gerðum auglýsing- um og veita hðfundum þeirra viðurkenningu. Skilafrestur er tíl hádegis 12. maí, en verðlaun verða afhent í hófi þann 20. mai. Samkeppnin var kynnt á aðal- fundi markaðsklúbbsins fyrir skömmu. Þar kom fram að sam- keppnin verði opin öllum sem hafa gerð og dreifingu auglýsinga að atvinnu. Á það við jafnt við um auglýsingastofur og auglýsinga- gerðamenn innan og utan fyrir- tækja. Skilyrði fyrir þáttöku er að auglýsingin sé gerð af íslenskum aðila og hafi birst í fyrsta sinn árið 1986. Verðlaun verða veitt í átta flokk- um; fyrir auglýsingar í útvarpi, tímaritum, dagblöðum, kvikmyndir, dreifirit og veggspjöld. Þá verða veitt ein verðlaun fyrir óvenju- legustu auglýsingu ársins. Póstur og Sími, Ríkisútvarpið, Bylgjan, Morgunblaðið, Frjálst Framtak, Prentsmiðjan Oddi og Verslunarráð íslands veita verð- launin sitt í hverjum flokki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.