Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987 Þróun og stefna í bankamálum eftir Jóhannes Nordal Hér fer á eftir ritstjómargrein í nýútkomnu hefti Fjármálatíð- inda eftir dr. Jóhannes Nordal. I Skipulagsmál bankakerfísins hafa verið mjög til umræðu að und- anfomu. Hefur tilefnið einkum verið hið mikla fjárhagsvandamál Útvegsbankans vegna útlánatapa, er í ljós komu haustið 1985. Fyrstu viðbrögð stjómvalda við þeim vanda vom annars vegar þau að tryggja um sinn áframhaldandi starfsemi bankans í slqóli sérstakrar ábyrgð- aryfírlýsingar Seðlabanka og ríkis- stjómar, en hins vegar hefla könnun leiða til þess að endurskipuleggja starfsemi bankakerfísins, jafnframt því sem fjárhagsvandi Útvegs- bankans yrði leystur. Voru ýmsar leiðir kannaðar og reyndar í þessu efni, einkum sameining Útvegs- bankans og tveggja einkabanka í stóran, alhliða hlutafélagsbanka, en einnig sameining Útvegsbankans við Búnaðarbankann. Þegar í ljós kom, að samstaða næðist um hvor- uga þessa leið að sinni, tók ríkis- stjómin þá ákvörðun að beita sér fyrir stofnun nýs hlutafélagsbanka, er yfírtæki starfsemi Útvegsbank- ans, og hefur sú leið nú verið lögfest. í þessari niðurstöðu felst, að tækifærið, sem gafst til þess að leysa erfíðleika Útvegsbankans með samruna við aðrar bankastofnanir, hefur gengið mönnum úr greipum. Engu að síður felst meiri háttar stefnubreyting í íslenzkum banka- málum í þeirri ákvörðun að stofna í stað eins af ríkisbönkunum nýjan hlutafélagsbanka og selja hlutabréf hans á almennum markaði, þar af hugsanlega allt að fjórðungi til er- lendra aðila. Kann hún að hafa afdrifarík áhrif á þróun bankakerf- isins á komandi árum, einkum ef hún er skoðuð í samhengi við aðrar breytingar, sem átt hafa sér stað á þessu sviði á undanfömum fjórum árum. Til þess að meta horfumar í þessum efnum betur er nauðsjm- legt að líta til þróunar bankakerfis- ins undanfama tvo til þrjá áratugi. II Allt fram á sjötta áratuginn var öll bankastarfsemi hér á landi í höndum þriggja ríkisbanka auk fjölda smárra sparisjóða, sem flest- ir höfðu mjög takmarkað starfssvið. Þar sem vextir voru bundnir, byggðist lánastarfsemin að mestu leyti á láns§ árskömmtun, þar sem forgangslánveitingar til tiltekinna þarfa gegndu veigamiklu hlutverki. Þegar nýir hlutafélagsbankar komu til sögunnar á sjötta og sjöunda áratugnum, var hlutverk þeirra ekki sízt að keppa um aukna hlutdeild í sparifé landsmanna og beina því til þeirra atvinnuvega og hags- munahópa, sem að stofnun hvers banka höfðu staðið. Á tímum láns- flárskorts og óraunhæfra vaxta vaxta hlaut því samkeppnin á pen- ingamarkaðnum fyrst og fremst að koma fram í því að flölga bönkum og útibúum og draga þannig til sín aukið fíármagn. Afleiðingin var óhagkvæmni í rekstri bankakerfís- ins, misræmi í þjónustu miili atvinnuvega og einhæfni í starfsemi einstakra bankastofnana. Mikil umræða hófst um þessi mál á árinu 1968, en þá gerði Seðla- bankinn tillögur um það, að stefnt yrði að fækkun banka með samruna þeirra í stærri einingar. Þótt hug- myndin um samruna bankastofn- ana og bætt skipulag bankakerfís- ins virtist njóta almenns stuðnings, reyndist erfítt að ná samstöðu um nokkra ákveðna leið í þessu efni. Snemma árs 1973 skilaði banka- málanefnd rækilegri skýrslu, þar sem lagðar voru fram hugmyndir um sameiningu Búnaðarbankans og Útvegsbankans svo og fækkun einkabanka og sparisjóða. Jafn- framt taldi hún nauðsynlegt, að sett yrði almenn löggjöf um starf- semi banka og sparisjóða. Frum- varp til nýrra bankalaga, sem byggt var á tillögum nefndarinnar, var síðan lagt fram á Alþingi, en náði ekki fram að ganga. Nokkrum árum síðar, veturinn 1977—1978, voru enn iögð fram frumvörp um starf- semi bæði viðskiptabanka og sparisjóða. Þótt frumvörp þessi gerðu ekki ráð fyrir sameiningu innlánsstofnana, fólu þau í sér veigamiklar endurbætur á banka- löggjöfínni og samræmdar reglur um starfsemi innlánsstofnana. Engu að síður náðu þau ekki af- greiðsiu á Alþingi. Þannig höfðu bankamálin verið til umræðu meira og minna í áratug, án þess að nokk- uð miðaði til endurbóta í skipulagi eða löggjöf. Jafnframt hafði verð- bóiga magnazt ört á þessu tímabili og haft í för með sér neikvæða raunvexti og þverrandi spariíjár- myndun. Afleiðingin varð sú, að heildar- innlán lækkuðu sem hlutfall af þjóðarframleiðslu um nærri því helming á árunum 1970—1978. Það blasti því við, að áframhald þeirrar þróunar mundi leggja bankakerfið í rúst og gera því ókleift að sinna fjármagnsþörfum þjóðarbúsins. Þegar svo var komið málum, mátti ljóst vera, að skipulagsbreyt- ingar, svo æskilegar sem þær voru, myndu ekki einar nægja til þess að bjarga bankakerfinu úr þeim ógöngum, sem í var komið. Það, sem mestu máli skipti, var, að tek- in yrði upp ný stefna varðandi ávöxtun fjármagns og bönkunum gert kleift að bjóða spariljáreigend- um kjör, sem hvettu til aukinnar fjármagnsmyndunar, og dregið yrði úr lánsQáreftirspum með sama hætti. Á næstu árum þokaðist smám saman í þessa átt. Verð- trygging ^ármagns var tekin upp í vaxandi mæli, og raunvaxtastefn- an átti vaxandi fylgi að fagna, þótt framkvæmd hennar rejmdist erfíð, þegar verðbólgan reis hærra en nokkru sinni fyrr á árunum 1982—1983. Engu að síður náðu stefnubreytingin og áhrif verð- tryggingar nægilega langt til þess að koma í veg fyrir frekara hrun Dr. Jóhannes Nordal „Ljóst er hins vegar, að ríkisviðskiptabankarn- ir þurfa eins og- aðrar innlánsstofnanir að að- laga starfsemi sína breyttum aðstæðum og aukinni samkeppni á peningamarkaðnum, og hlýtur það m.a. að hafa í för með sér, að stjórn- málaleg af skipti viki enn frekar fyrir við- skiptalegum sjónarmið- um í rekstri þeirra.“ sparifjáreignarinnar á þessum árum. III Það er hins vegar ekki fyrr en á árinu 1983, sem afgerandi stefnu- breyting verður í peningamálum. Grundvöllur þeirra umskipta, sem siðan hafa orðið í starfsemi pen- ingamarkaðarins hér á landi, felst í nýrri stefnu í vaxtamálum, þar sem leitazt hefur verið við að koma á jafnvægi milli framboðs og eftir- spumar á lánsfé, fyrst með hækkun raunvaxta, en síðan með víðtæku frelsi í vaxtamálum. Er nú svo kom- ið, að vaxtaákvarðanir innláns- stofnana eru algerlega fijálsar og viðskipti á verðbréfamarkaði fara ört vaxandi. Hefur þessi þróun bæði aukið samkeppni á peninga- markaðnum og haft í för með sér stóraukna innlenda fíármagns- myndun, sem m.a. sést af því, að heildarinnlán innlánsstofnana hafa aukizt á síðastliðnum íjórum árum um nálægt þriðjung sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. En það hafa orðið fleiri mikilvæg- ar breytingar á þessu tímabili, sem áhrif hafa haft á starfsskilyrði inn- lánsstofnana. Á árinu 1983 var sú stefna mörkuð, að allar innláns- stofnanir gætu fengið rétt til gjaldeyrisviðskipta, og var þar með rofín einokun Landsbankans og Útvegsbankans í þeim efnum. I kjölfar þessa fengu allir viðskipta- bankamir og helztu sparisjóðir rétt til gjaldeyrisviðskipta og þar með til þess að veita alhliða bankaþjón- ustu. Um lflct leyti voru sett lög, er gerðu innlánsstofnanir skatt- skyldar með sama hætti og önnur fyrirtæki, en frá upphafí banka- starfsemi á íslandi hefur hún notið þeirrar sérstöðu að vera undanþeg- in tekju- og eignarsköttum. Mikil- vægasta breytingin var þó setning nýrrar heildarlöggjafar annars veg- ar um starfsemi viðskiptabanka, en hins vegar um sparisjóði, þar sem í fyrsta skipti var settur almennur lagarammi, er gildi um allar inn- lánsstofnanir í landinu. Eru í þessum lögum ýmis ákvæði, er stefna að betra öryggi í starfsemi innlánsstofíiana, þar á meðal um lágmarkshlutfall eigin flár og tryggingarsjóð innlána. Þær breytingar á starfsskilyrðum og samkeppnisstöðu bankakerfís- ins, sem nú hefur verið lýst, hljóta að valda því, að þróun í skipulagi og starfsháttum einstakra banka- stofnana mun í framtíðinni verða að mótast af viðleitni þeirra sjálfra til þess að halda stöðu sinni og skila viðunandi íjárhagsafkomu. Um leið þrengist verulega svigrúm ríkisvaldsins bæði til þess að hafa áhrif á starfsemi innlánsstofnana og ráða skipulagi þeirra. Þetta má einnig orða þannig, að hér eftir verði innlánsstofnanir fyrst og fremst reknar sem hver önnur fyrir- tæki, sem verða að aðlaga sig síbreytilegum ytri skilyrðum bæði á fjármagnsmarkaðnum og í starf- semi þeirra atvinnuvega, sem þær þjóna. Ahrif ríkisvaldsins á þær verða við þessi nýju skilyrði ekki í formi beinna afskipta og áhrifa, eins og verið hefur, heldur með því „DEVDMA GRÖFIN UÓTA“ Leiklist Bolli Gústavsson í Laufási Leikfélag Húsavíkur OFUREFLI Höfundur: Michael Cristofer Leikstjóri: María Sigurðardóttir Leikmynd: Ámi Páll Búningar: Arni Páll/Steinunn Áskelsdóttir Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson „Mér fínnst dauðinn sjálfur vera innan við sparlakið og hræddist ég að nálgast hann.“ Þessar setningar eru teknar úr smásögu eftir Guð- mund Friðjónsson, sem fjallar um viðbrögð ungs drengs við hljóðlátu dauðastríði afa hans og ömmu í þröngri, íslenskri baðstofu. Mér kom þessi mjmdræna og áleitna smásaga í hug, þegar ég sá sýn- ingu Leikfélags Húsavíkur á leikrit- inu Ofurefli eftir bandaríska rithöfundinn Michael Cristofer. En því ber ég þessi ólíku og vel gerðu verk saman, að samanburðurinn leiðir glöggt í ljós þá gerbreytingu, sem orðið hefur á viðhorfí almenn- ings til þessara óræðu umskipta, til þess sljmga sláttumanns, „er slær allt, hvað fyrir er“ eins og séra Hallgrímur orðar það í ljoðinu Um dauðans óvissan tíma. Býst ég við að það sama gildi um ólík þjóð- félög höfundanna, að staða dauð- ans í daglegu lífí fólks sé allt önnur nú en áður. Fyrrum var mjög al- gengt hér á landi að menn lægju banaleguna og kveddu þennan heim á heimilum sínum, í gamla rúminu sínu, svo jafnvel bömin skynjuðu komu þessa óboðna gests. Þau rejmdu nagandi kvíðann, skelf- inguna, fylgdust með þjáningum og fundu einnig þann undarlega frið, sem að lokum gat fylgt dauð- anum, og tengdist eindreginni trúarafstöðu. Og gömlu hjónin í smásögu Guðmundar voru svo for- sjál, eins og forðurn tíðkaðist í íslensku bændasamfélagi, að þau létu gera sér líkkistur fímmtán árum fyrir dauða sinn og geymdu þær uppi á bitum eða rám í skem- munni. Þannig var svo ótal margt, sem minnti fólk á dauðans óvissan tfma, þar sem enginn var undan- skilinn kallinu. Innan vébanda heimilanna voru fæðing og dauði jafn sjálfstæðir hlutir og vaka og svefn. Og þá kann einhver að vekja athygli á því, að dauðinn sé sífellt á dagskrá á nútfmaheimilum, þ.e. a.s. í sjónvarpinu. En það er með þeim hætti, að hann fíarlægist sem staðreynd, er eitthvað, sem Qar- lægist þá meira og meira, sem sitja í hægindum f stofunni og stara langþrejrttum augum á mannfall á skjánum. í leikritinu Ofurefli sjáum við dauðann, sem falinn er innan stofn- unar; ekki innan við þunnt sparlak, heldur innan þykkra veggja, sem skilja hann frá daglegu lífí fólksins fyrir utan. Og þegar það er kallað inn fyrir þessa múra verða við- brögðin með ýmsum hætti og vanmátturinn svo átakanlega sár. Það er raunar ekki hægt að gera þessu leikriti viðhlítandi skil í stuttri umsögn, enda ekki til þess ætlast. En vert er að geta þess, að það einkennist af góðu jafn- vægi, þ.e.a.s. það er þróttmikið bókmenntaverk, sem í lokin nálgast tæra ljóðrænu, og er þar að auki mjög heilstejrpt leikhúsverk, margslungið og krefíandi, bæði við túlkendur og áhorfendur. Því er ástæða að geta þess, að í umræðum um leikhús hefíir verið lögð meiri áhersla á nauðsyn hins leikræna þáttar í sýningum heldur en á mikilvægi bókmenntalegs gild- is leikritanna. Og jafnvel er því haldið fram, að leikhúsgagnrýnandi eigi ekki að fjalla um bókmennta- legt gildi þeirra verka, sem sviðsett eru. Þetta tel ég vægast sagt var- hugaverða stefnu á upplausnartím- um máls og menningar, sem nú ganga yfír Island. Það hlýtur að gleðja hvem þann, sem þráir menningarlega festu og heilbrigð andleg átök í lífí almenn- ings, að félag áhugafólks um leiklist í rúmlega tvöþúsund manna kaupstað skuli veja sér viðfangs- efíii á borð við Ofurefli; leikrit, sem er vel skrifað og vekjandi og auk þess dramatískur prófsteinn á níu túlkendur. íslensk þýðing Karls Ágústs Úlfssonar virðist gerð af vandvirkni og skilningi. Gott er til þess að vita, að Leikfélag Húsavík- ur skuli hafa á að skipa leikurum, sem ráða vel við þann vanda, sem þeim er á herðar lagðar í þessari sýningu. Auðvitað er munur á frammistöðu, en eigi að síður tekst þeim að þurrka út þau mörk, sem sífellt er klifað á, að skilji að at- vinnuleikhús og leikfélög áhuga- manna. Viðvaningsbragur er enginn, enda vill svo vel til, að í hópi húsvískra leikara eru menn, sem hafa leiklistarmenntun að baki. Auk þess hefur verið lögð áhersla á það á undanfomum ámm að fá hæfa og vel mennta leik- stjóra til þess að stýra verkefnum félagsins. Og í þetta sinn er það María Sigurðardóttir frá Alþýðu- leikhúsinu, sem hefur stjómina með höndum og fipast hvergi. Og það er nauðsjmlegt, því hin minnstu mistök geta fellt niður lykkju, svo sýningin yrði þá eins og götótt flík og misheppnuð. Engu má skeika, því þrjár sögur em á ferli á svið- inu: ljóskeilur kastara em á sífelldri ferð frá einum átakaþættinum til annars, sem að lokum renna saman í einn vef, eitt ljóð um dauðans óvissan tíma. Það leiðir í ljós þá staðreynd, að öll emm við jöfn í vanmætti og úrræðaleysi, þegar hann nálgast, emm í sárri þörf fyrir stuðning styrkrar handar. Ljósabeiting er í höndum þremenn- inganna Jóns Amkelssonar, Grét- ars Ragnarssonar og Bert Jonkers. Með ljósum tekst þeim mjög vel að gera þetta litla svið að mörgum hibýlum og jafnframt að fylgja eft- ir áhrifaríkum leikslokum með auknum ljósastjrrk. Látlausa og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.