Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987 45 INNLENT Eyjafjörður: Tveir piltar á bif- hjóli fyrir bifreið TVEIR 15 ára piltar, sem voru saman á léttu bifhjóli, urðu fyrir bifreið um kl. 17.30 á miðvikudag á mótum Eyja- fjarðarbrautar og Hrafnagils- brautar. Bifreiðin ók suður Eyjafjörð er slysið varð, en piltamir á bif- hjólinu voru að koma inn á brautina af afleggjaranum, sem liggur að Hrafnagilsskóla. Pilt- amir vom báðir fluttir á sjúkra- hús. Óheimilt er að flytja farþega á léttum bifhjóli. Áskorun stjórnar Varðar STJÓRN Varðar, Félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, hefur skorað á sijóm Félags ungra jafnaðarmanna, Akur- eyri, að senda tvo fulítrúá til kappræðufundar í tilefni kom- andi kosninga í Sjallanum laugardaginn 18. apríl nk. Ræðumenn Varðar verða Hall- dór Blöndal alþingismaður og Tómas Ingi Olrich menntaskóla- kennari, en þeir skipa efsta sætið og baráttusætið á lista Sjálfstæð- isflokksins í komandi kosningum, segir í frétt frá Verði. Þóra Birgisdóttir kjörin Ungfrú Norðurland ÞÓRA Birgisdóttir, 18 ára Ak- ureyrarmær, var kjörin Ungfrú Norðurland i Sjallanum á Akur- eyri í fyrrakvöld, eins og greint var frá í blaðinu í gær. Það var mikið um dýrðir í Sjallanum á fimmtudagskvöldið og var Þóru ákaft fagnað eftir að úr- skurður dómnefndar hafði verið kunngjörður um klukkan hálfeitt aðfaranótt föstudags. Það voru átta stúlkur, sem kepptu um titilinn, sex frá Akur- eyri og tvær frá Dalvík. Stúlkum- ar kusu sjálfar vinsælustu stúlkuna og varð 18 ára Akur- eyringur, íris Guðmundsdóttir, fyrir valinu. Sérstök dómnefnd skipuð ljósmyndurum valdi síðan bestu ljósmyndafyrirsætuna — og varð Sólveig Þorsteinsdóttir, 17 ára Akureyringur, fyrir valinu. Sigurlaunin í keppninni um Ungfrú Norðurland eru margvís- leg. Þóra hlýtur ýmsar góðar gjafír frá mörgum fyrirtækjum, þar á meðal utanlandsferð frá Flugleiðum, en aðalvinningurinn er réttur til að taka þátt í keppn- inni um titilinn Ungfrú ísland í veitingahúsinu Broadway í maí. Þar verður Þóra því á meðal kepp- Sólveig Þorsteinsdóttir, sem kosin var besta ljósmyndafyrir- sætan. Þú svalar lestraiþörf dagsins á síðumMoggans! ^ Símamyndír/Skapti Hallgrímsson Gígja Birgisdóttir, Ungfrú ísland, krýnir Þóru Birgisdóttur Ungfrú Norðurland 1987. enda og reyndar einnig íris Guðmundsdóttir. Ákveðið var að senda tvær stúlkur úr þessari keppni í keppnina á Broadway og valdi dómnefndin íris til þess að fyigja Þóru. A milli þess að stúlkumar voru kynntar var boðið upp á skemmti- atriði. Ungar stúlkur frá Dans- stúdói Alice sýndu nýjan dans, boðið var upp á annað dansatriði, tískusýning var á fötum frá versl- uninni Perfect og Eyjólfur Krist- jánsson söng Norðurljósin og fleiri lög. Það var mikil spenna í Sjallan- um þegar úrslitin voru svo kynnt upp úr miðnættinu. Ifyrst var vin- sælasta stúlkan heiðruð, þá besta ljósmjmdafyrirsætan og síðan var komið að stóru stundinni — Gunn- laugur Helgason kynnir las upp úrskurð dómnefndarinnar um það hver hlyti titilinn eftirsótta. Það var sjálf Ungfrú ísland, Gígja Birgisdóttir, sem krýndi Þóru Birgisdóttur, en Gígja varð ein- mitt Ungfrú Akureyri í fyrra. MorgunblaÆð/Rúnar §10.50 Garparnir. Teiknimynd. §11.15 Eiturlyfjavandinn (T oma, the Drug knot). Ný sjónvarpsmynd bygað á sönnum atburöum. David T oma er lögreglumaður sem hefur starfað mik- ið óeinkennisklæddur. Mynd þessi er byggö á atburöum úr lifi hans. Endur- sýnd vegna fjölda óska. 12.00 Sorglegustu orð sem töluð hafa verið. Sérstakur dagskrárliður á veg- um frjálsrar kristilegrar fjölmiðlunar. 13.00 Hlé. §18.00 Ættarveldið (Dynasty). 18.55 Frambjóðendur og fréttamenn. Að þessu sinni svarar Guðmundur Lárus- son, efsti maðurá S-lista, spurningum fréttamanna. 19.16 Hardy gengiö. Teiknimynd. 19.40 UndirheimarMiami. §20.30 KirRoyal. §21.35 Óskarsverðlaunaafhendingin. Frá afhendingu Óskarsverðlaunanna í Los Angeles 30. mars sl. §00.40 Vitnið (Witness). Bandarísk kvik- mynd frá 1985 með Harrison Ford og Kelly McGillis í aðalhlutverkum. Lögreglumaður er myrtur og eina vit- nið er átta ára drengur úr Amish- trúarhópnum. Lögreglumaðurinn John Book fær málið í sínar hendur og leitar skjóls hjá Amish-fólkinu þeg- ar lífi hans og drengsins erógnað. Mynd þess var útnefnd til 8 Oskars- verðlauna árið 1986. 02.35 Dagskrárlok. DORGAÐ Á MÝVATNI DORGKEPPNI var haldin á Mývatni fyrir nokkru mUIi íslands og Noregs. íslendingar unnu með þvi að veiða sex kiló en Norð- mennimir veiddu þijú kíló. Á myndinni sést Erna Héðinsdóttir aflakóngur íslendinganna þar sem hún situr ánægð við vökina þar sem hún dorgaði og fremst á myndinni eru fiskamir tveir sem hún veiddi. í kjöltu Erau situr Berglind Inga Guðmundsdóttir. Norðmennimir höfðu vaðið fyrir neðan sig. Þeir hlóðu vamar- veggi gegn norðanvindinum við vakir sínar. A myndinni sést einn norðmannanna og þóttist vel varinn, en síðan fór að blása úr suðri um tima og þá gerði veggurinn lítið gagn! LAUGARDAGUR11. apríl § 9.00 Lukkukrúttin. Teiknimynd. §9.30 Högni hrekkvísi. Teiknimynd. §9.55 Penelópa puntudrós. Teiknimynd. §10.20 HerraT. Menntamálaráðherra: Vissi ekki áður um starf Sturlu Krist- jánssonar á fræðsluskrifstofunni „Ég hafði ekki heyrt orð um það fyrr að Sturla væri einshvers- konar starfsmaður á þessari fræðsluskrifstofu en hitt er annað mál að Sverrir Thorsteinsson skólastjóri tók að sér að reka fræðsluskrifstofuna til bráða- birgða og ég nenni ekki að vera að skipta mér af því hvaða menn hann hefur i þjónustu sinni til að vinna fyrir sig einhver viðvik,“ sagði Sverrir Hermannsson í sam- tali við Morgunblaðið. „Ég vil láta það koma fram,“ sagði Sverrir ennfremur, „að dag- inn áður en þesi sérkennilega frétt SVERRIR Hermannsson menntamálaráðherra segist ekki hafa vitað af því að Sturla Kristjánsson fyrrverandi fræðslustjóri á Norðurlandi eystra væri farinn að vinna að sérverkefnum á fræðsluskrif- stofunni þar, fyrr en hann sá frétt um það á Akureyrarsíðu Morgunblaðsins síðastliðinn miðvikudag. í fréttinni er haft eftir Sturlu Kristjánssyni að það sé með vitund og samþykki menntamálaráðherra að hann vinni fyrir fræðsluskrif stofuna. birtist var leitað til mín á vegum Sturlu til að kanna hvort ég væri tilleiðanlegur í réttarsátt í þessu máli. Ég svaraði því til að auðvit- að vildi maður reyna að leysa mál en þessi maður girðir jafnóðum fyrir það með yfírlæti og sérvisku sem ég átta mig ekkert á,“ sagði Sverrir Hermannsson. Sjónvarp Akureyri -V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.