Morgunblaðið - 21.11.1987, Síða 28

Morgunblaðið - 21.11.1987, Síða 28
28 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 Hjartans þakkir og kveðjur sendi ég öllum þeim, er sýndu mér vinsemd og hlýhug á 95 ára afmœli minu 13. nóvember sl. Guð blessi ykkur öll. Petrína Narfadóttir. Trixini töframaðurinn með bláa steininn sýnir töfrabrögð í menningar- miðstööinni Gerðubergi laugardaginn 21. nóv. 1987 kl. 14.00. ALLIR VELKOMNIR QERMANIA Qoethe-instftut í MIKLU ÚRVALI Höfum einnig fengið mikið af gardínuefnum á verði frá 190,- kr. meterinn. Sendumíþóstkröfu. SÍÐUMÚLA31.108 REYKJAVÍK. SÍMI 84222. MEZHDUNARODNAYA KNIGA Sovésk bókasýning í tilefni 70 ára afmælis Októberbylting- arinnar í Rússlandi verður sýning haldin á sovéskum bókum, hljómplöt- um, frímerkjum og plakötum í húsa- kynnum MÍR, Vatnsstíg 10, dagana 21. nóv. til 6. des. nk. Sýningin verður opnuð laugardaginn 21. nóv. kl. 14 og síðan opin um helg- ar kl. 14-17, en á virkum dögum kl. 17-19. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. MÍR. Vlð gðngum frá og sendum jólapakkana um allan heim. Sendum um allan heim! Jólasveinar eruákreiki í gluggunum _ _ til að minna ykkur á, að óðum í Hafnarstræti bSfíÆMf «1™. fyrir sér ef jólagjafirnar vina og ættingja eriendis eiga _ ... . . , . að ná fram í tíma. .. OpiA til Id. 16 í dag. •ww * « • fyrir og Knnglunm.:: Allar sendingar eru fulltryggðar yöur að kostnaðartausu. RAVIflAGERÐIN HAFNARSTRÆTI 19 & KRINGLUNNI Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída REIGAN, SJULTS, VINBERGUR OG MIS Einn af traustustu vinum og stuðningsmönnum Rónalds Reig- an, forseta, Kasper Vínbergur, sem verið hefir vamarmálaráðherra síðan stjómin tók við fyrir sjö árum, sagði af sér um daginn. Hann hafði dyggilega hjálpað for- setanum að standa við kosningalo- forðið um það, að koma herafla landsins í gott lag og endumýja hergögnin, sem fyrirrennari hans, Jimmí gamli Karter, hafði látið grotna niður í einfeldni og sakleysi. Vínbergur bar fyrir sig, að hann þyrfti að helga konu sinni alla sína krafta, því hún hafði átt við mikla vanheilsu að stríða. Einhvetjir höfðu þó eftir konunni, að þetta væri kjaftæði í kallinum, og ku hún hafa bætt við, að varla þyrfti hann að fara að skipta sér af sér núna. Aðrir sögðu raunverulega ástæðuna fyrir afsögninni vera þá, að vamarmálaráðherrann væri al- gjörlega á móti því, að Reggi og Gorbi færu að undirrita samninga um gagnkvæma eldflaugaafvopn- un. Hvað sem satt er, þá kemur það sér vel fyrir Vínberg, að hann skuli eiga heilsulausa konu, því það hefði orðið vandræðalegt fyrir Reigan, ef hin ástæðan hefði orðið opinber. Á laugardaginn bauð Reigan svo Vínbergi, Mís, dómsmálaráðherra, og Sjúlts, utanríkisráðherra, upp í Camp David í afslappelsi, en jafn- framt til að geta kvatt vin sinn Kasper, sem er á förum til Kali- fomíu. Þeir kappamir, klæddir í vinnubuxur og peysur eða blússur, sátu úti á hlaði, en konumar voru inni í hlýjunni að ptjóna og spjalla. Reigan var auðvitað með kúreka- hatt og sat við að höggva eldivið, sem er hans næstbezta tómstunda- gaman: það bezta er að fara í reiðtúr á uppáhalds-hestinum. Kallamir spjölluðu margt, riQ- uðu upp gamla daga og hlógu dátt. Eins og oft vill verða, þegar svona óformlegar samræður fara fram, var vaðið úr einu í annað, og allt í einu barst talið að ís- landi. Það er nú einmitt þess vegna, að fréttamaður ykkar festir þessar línur á pappír. Það var Sjúlts, sem minntist á það, að íslendingar hefðu viljað endurtaka leiðtogafundinn frá því í fyrr. Hann sagði þá samt hafa tekið því vel, þegar þeim var á það bent, að Reigan vildi sýna Gorba bandaríska gestrisni og fara með hann á McDonalds. Utanríkisráð- herrann sagðist þó ekki vera viss um það, hvort íslandsmenn hefðu skilið máltækið, að eldingu slægi ekki oft niður á sama stað: Þá sagði Reigan, að sér líkaði vel við íslendinga. Þeir væru duglegir og fylgnir sér, og væri forseti þeirra feiknarlega aðlaðandi og mikil „lady“. Tók nú Mís til máls og sagði, að sér hefði nú verið nóg boðið, þegar hann sá, hvemig íslendingar hefðu farið með utanríkisráðuney- tið í Regnboga-skipa og hvala- málunum. Þeir hefðu ekki hætt fyrr en þeir hefðu verið búnir að svínbeygja Sám frænda og fara með sigur af hólmi. Sjúlts vildi nú ekki viðurkenna það, en benti líka á, að Vínbergur hefði varað við því, að eyjaskeggjar myndu e.t.v. segja sig úr NATO og reka herinn frá Keflavíkurvelli. Reigan gerði nú hlé á viðar- högginu, tók af sér hattinn, strauk svitann af brá sér með blússuerm- inni og þurrkaði sultardropa úr nefínu. Sagðist hann vilja segja þeim strákum að hallmæla ekki Islandsmönnum, því þjóðfélag þeirra væri að mörgu leyti fremra því bandaríska f frelsi einstaklinga og verzlunar. Þeir voru m.a. með allra fyrstu þjóðum að taka upp fijálsar ástir. Nú brá fyrir glampa í augum gamla kvikmyndaleikar- ans. Hann sagði þá hafa unnið að því statt og stöðugt að létta af höftum á mörgum sviðum. Þeir væru búnir að gefa frjálsan hljóð- varps- og sjónvarps-rekstur og opna áfengisútsölu f Stykkishólmi. íbúamir hefðu nú frelsi til að vefja sig skuldum með vestrænum greiðslukortum, og um daginn sagðist hann hafa heyrt, að þeir duglegustu hefðu verið heiðraðir við hátíðlega athöfn, og þeim af- hent gullkort. En beztu fréttimar um hið aukna verzlunarfrelsi á íslandi sagði hann vera ákvörðun íslenzka viðskiptaráðherrans, að gefa sex fyrirtækjum leyfí til þess að flytja út frystan fisk til Bandaríkjanna. Fram að þessu hefðu tvö einokun- arfyrirtæki setið ein um hituna og haldið uppi verðinu. Nú myndi þetta breytast, verðið lækka og bandarískir neytendur njóta góðs af. Vonandi myndu stjómarvöld ekki stoppa hér, heldur veita öllum 117 frystihúsum sínum leyfí til að flytja út eigin framleiðslu. Þjóðin ætti heilan her af markaðssérfræð- ingum og auglýsingasnillingum, sem vantaði eitthvað til að selja. Eins og oft vill verða sleppa þeir valdamestu ekki orðinu. Og fór þannig nú í þessum hópi, því Reigan hélt áfram að tala um Is- land. Hann sagðist öfunda þessa litlu þjóð. Hún ætti ekki við að etja nein þau vandamál, sem hrjáðu þær stærri. Ekki þyrftu landsmenn að punga út fúlgum í vopnabúnað og herlið. Ekki væri þar kynþáttavandamál og raunar engin fátækt. Þjóðin væri spreng- menntuð og allir vel læsir og skrifandi. Ekki stæði öll heims- byggðin á öndinni yfir því, hvort íslenzka krónan væri veik eða sterk. Klykkti hann út með því að segja, að ef hann væri yngri, myndi hann óska sér, að hann væri fslenzkur stjómmálaforingi. Það hlyti að vera bæði auðvelt og gam- an að stjóma landi eins og íslandi. Nú kallaði Nancy út um gluggann og bauð köllunum að koma inn og fá sér kaffísopa. Hún sagðist vera rétt búin að hella upp á könnuna og skera jólakökuna, sem hún hefði bakað kvöldið áður. Morgunblaðið/Boeing Photo Samsetning fyrstu Boeing 787-400 farþegaþotunnar í Boeingverakmiðjunum. Flugleiðir hafa pantað tvær vélar af þessari tegund. Samsetning fyrstu Boeing 737-400 vélarinnar hafin NÝHAFIN er samsetning fyrstu flugvélarinnar af gerðinni Bo- eing 737-400 f Boeing-verksmiðj- unum í í Washingtonfylki í Bandaríkjunum. Flugleiðir hafa pantað tvær flugvélar af þessari gerð en þær vélar verða ekki afhentar fyrr en á árinu 1989. Vinna hófst þann 29. október sfðastliðinn við að festa vængina á bol fyrstu vélarinnar. Gert er ráð fyrir að sú vél verði tilbúin f janúar á næsta ári og verða þá gerðar á henni prófanir f 7 mánuði. Byrjað verður að afgreiða pantanir í sept- ember. Boeing 737-400 er 3 metmm lengri en Boeing 737-300. í flugvél- unum verður notaður nýjasti tölvu og rafeindabúnaður auk þess sem þær em hljóðlátari og spameytnari en eldri gerðir. Þegar hafa 88 Bo- eing 737-400 flugvélar verið pantaðar hjá verksmiðjunum af 9 flugfélögum. Alls hafa 1907 vélar verið pantaðar af 737 gerðinni og er hún orðin mest selda flugvélar- tegund heims.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.