Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 Morgunblaðið/Rúnar Þór Andarnefja á Akureyrarpolli í gærdag gerði þessi andamefja sig heimakomna á Pollinum við Akureyri, og langa hrið svamlaði hún þar um með miklum bægslagangi. Ekki er vitað hvort hér var um að ræða sömu andarnefjuna og sást á sveimi bæði við Akranes og Reykjavík fyrr í þessum mánuði, en hún sást sem kunnugt er síðast þegar henni var stjakað út úr mynni Reykjavíkurhafnar. Þótti þá nokkuð af henni dregið. Islenska saltsíldin er sú besta í heiminum Gjaldþrot íyrirtækja: 60 miiljónir Mln- ar á ríkissjóð ÞAÐ SEM af er þessu ári hefur rikissjóður greitt um 60 miHjónir króna í laun, orlof og lifeyris- sjóðsgreiðslur vegna fyrirtækja sem hafa orðið gjaldþrota, en ríkisábyrgð er á launum starfs- manna vegna gjaldþrots fyrir- tækis. Þetta er umtalsverð aukn- ing frá síðasta árí þegar samtals voru greiddar um 30 milljónir vegna þessa allt áríð. Hluta þess- ara peninga fær rikissjóður aftur við búskipti, en kröfúr vegna launa eru forgangskröfur. Óskar Hallgrímsson, forstöðu- maður Vinnumálaskrifstofu Félags- málaráðuneytisins, sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta væri tals- vert meira en þeir ættu að venjast. Bæði hefði fyrirtækjunum fjölgað, upphæðirnar vaxið og það liði varla sú vika að ný fyrirtæki bættust ekki á þennan lista. Þá væri tölvert af fyrirtækjum til meðferðar hjá skiptarétti þannig að þessi tala ætti eftir að hækka til muna. Hann sagði að mjög algengt væri að lítið eða ekkert væri til í búunum fyrir forgangskröfum. Ekki væri hægt að greina að þessi fyrirtæki væru úr einni atvinnugrein fremur en annarri. Það gengi dálítið í bylgjum. Þannig hefðu margar pijónastofur orðið gjaldþrota í vor og gjaldþrot- um verslana hefði fjölgað upp á síðkastið. FerjuflugTél í villu FLUGMAÐUR lítillar einshreyf- ils flugvélar, sem var á leið frá Grænlandi til íslands, villtist af leið vestur af VestQörðum í gær- dag. Flugvélin, sem er tveggja sæta af gerðinni Super Cub, er í feiju- flugi frá Bandaríkjunum til Evrópu, og leitaði flugmaður hennar eftir aðstoð, þegar honum varð ljóst að hann hafði villst af leið. Flugvél Flugmálastjómar var þegar send til móts við flugvélina, og mætti hún henni yfír Flatey á Breiðafírði. Var flugmanninum leiðbeint til Reykjavíkur og lenti flugvélin þar heilu á höldnu skömmu fyrir kl. 6 í gærkvöldi. Morgunblaflið/PPJ Flugvélin, sem villtist af ieið vestur af VestQörðum, á Reykjavíkiu-- flugvelli í gærkvöldi. - segir Thorstin Thömblad innkaupastjóri Abba Skandinaviau KrLstinn Beoediktsson, fréttaritari Morgunbladsins, skrifar frá Kungshamn í Sviþjód. „VIÐ keyptum miklu meiri síld frá íslandi ef hún værí ekki svona dýr, vegna þess að íslenska síldin er sú besta í heiminum í dag,“ sagði Thorstin Thömblad, inn- kaupastjórí Abba Skandinavia í höfúðstöðvum fyrírtækisins í Kungshamn í Svíþjóð í gær, en miðað við verðmæti er 40% af síldarínnkaupum fyrirtækisins vegna síldaraiðurlagningar frá íslandi, eða 70% af þeim liðlega 30 þúsund tunnum sem búið er að selja til Svíþjóðar. „íslenska sildin er 50% dýrari en norska og kanadíska síldin, og því get ég ekki varið frekari innkaup frá íslandi, því íslenska sfldin er keypt til að geta markaðssett gæða- sfld. í neyslukönnun sem gerð var í Svíþjóð nýlega kom fram, að sænsk húsmóðir kaupir niðurlögð krydd- sfldarflök, sem kosta um 5 kr. sæn- skar, til fjölskylduneyslu, en ef hún Pólitískur stráksskapur tek- inn frani yfir þjóðarhagsmuni - segir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra ÞORSTEINN Pálsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðis- flokksins segir að forustumenn Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks hafi tekið pólitískan stráksskap fram yfir þjóðarhagsmuni með því að reyna að ýta Sjálfstæðisflokknum til hliðar. Hann segir að tillögur Sjálfstæðisflokksins séu einu raunhæfú tillögurn- ar til lausnar á vanda atvinnuveganna og á miðstjómarfundi flokksins í gær var samstaða um að flokkurínn freistaði þess að ná pólitískri samstöðu um tillöguraar við hvera þann flokk sem tilbúinn værí til ábyrgs samstarfs. Miðstjóm og þingflokkur Sjálf- lausn á efnahagsmálunum á stæðisflokksins héldu fund í gær og Þorsteinn Pálsson sagði við Morgunblaðið að fundurinn hefði í fyrsta lagi snúist um þær tillög- ur, sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram í fráfarandi ríkisstjóm til lausnar efnahagsvandanum. „Það eru einu raunhæfu tillögum- ar til lausnar á vanda atvinnuveg- anna; þær snúa miklum halla- rekstri í jafna stöðu og tryggja verulega lækkun verðbólgu, eða í 10% og ná lánskjaravísitölu niður í 6%. Með öðrum orðum eru þetta aðgerðir sem treysta hag atvinn- ulífs og heimila. Menn vom sam- mála um að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að vinna áfram að raunhæfri grundvelli þessara tillagna og freista þess að ná pólitískri sam- stöðu um þær við hvem þann flokk sem tilbúnir em til ábyrgs samstarfs. í annan stað var farið yfír stjómarslitin og þá furðulegu ákvörðun Framsóknarflokks og Alþýðuflokks að slíta stjómar- samstarfínu áður en þessar raun- hæfu tillögur fengust útræddar og fram lagðar í ríkisstjóm. Mönnum þótti alveg einsýnt að fomstumenn þessara flokka hefðu tekið þann pólitíska stráksskap, að reyna að ýta Sjálfstæðisflokkn- um til hliðar, fram yfír þjóðar- hagsmuni. í þriðja lagi var rætt um næstu skref. Eg gerði grein fyrir þeim viðræðum sem farið hafa fram við Borgaraflokkinn. Það bendir allttil þess að málefnaágreiningur eigi ekki að hindra að það geti tekist pólitísk samstaða milli þess- ara flokka og niðurstaðan varð sú að menn töldu rétt að halda þeim viðræðum áfram," sagði Þorsteinn. Aðspurður um hvort túlka megi viðræðumar við Borgaraflokkinn sem annað hvort fyrsta skrefíð til sameiningar flokkanna eða að í þeim fælist viðurkenning á Borg- araflokknum, sagði Þorsteinn að þetta væm aðeins pólitískar við- ræður á málefnagmndvelli en um leið lægi auðvitað fyrir sú yfírlýs- ing að menn væm tilbúnir til þess, þegar þjóðarhagsmunir krefðust, að víkja gömlum eijum til hliðar ef málefnaleg samstaða fijáls- lyndra borgaralegra afla í landinu væri fyrir hendi. „Það veltur auð- vitað á miklu núna að ftjálslynd borgaraleg öfl standi saman þegar hætta er á því að hrint verði í framkvæmd bráðabirgðaúrræð- um í efnahagsmálum sem gætu fært þjóðfélagið mörg ár eða ára- tugi aftur í tímann," sagði Þor- steinn. — Ef náðst hefði samstaða um þínar tillögur í ríkisstjóminni hefði stjómin þá ekki verið að bakka frá upphaflegri stefnu sinni og þar með viðurkennt að stefnan væri röng? „Stjómin hefði verið að fylgja fram þeirri gmndvallarstefnu að treysta atvinnulífíð og veija hags- muni heimila. Það skipti auðvitað mestu máli í þessari stöðu. Það þurfti sveigjanleika til að ná sam- komulagi en á hann skorti af hálfu samstarfsflokkanna. Það endaði með því að þeir tóku pólitískan stráksskap fram yfir þá augljósu möguleika að ná samstöðu á þess- um gmndvelli, og hafa því tekið ábyrgð á því að kalla pólitíska óvissu og stjómarkreppu yfír þjóðina, og vemleg vandkvæði við að mynda meirihlutastjóm," sagði Þorsteinn Pálsson. fær gesti í heimsókn og vill hafa virkilega gott á borðum, þá kaupir hún kryddsíldarflök, sem em sér- merkt sem íslandssfld og kosta 10,50 kr. sænskar sama magn,“ segir Thorstin. „Aðalvandi íslend- inga er dýrtíðin á íslandi, þar sem hráefni er of dýrt, og einnig er of dýrt að vinna sfldina miðað við það sem gerist í samkeppnislöndunum, en hráefni í Kanada kostar til dæm- is 7 sent pundið upp úr veiðiskipi. Svíar geta ekki keypt íslenska verð- bólgu og flutt hana til Svíþjóðar. Annað stórt vandamál sem er Islend- ingum í óhag, er að veiðitímabilið byijar of seint og er of stutt. Ef það byijaði fyrr gætum við keypt meira magn af saltsíldarflökum, en 80% af sölunni er fyrir jólin. Aðalsölutími kryddsfldarflaka er hins vegar sum- arið, sem þýðir að framleiðslan hefst seinnihluta vetrar. Sfldin er þannig geymd nánast allt árið á lager, og það þýðir að mikið af dýmm pening- um er bundið í þessum lager stærst- an hluta ársins." Interpolis-skákmótið: Jóhann tapaði fyrirTimman JÓHANN Hjartarson tapaði fyrir Jan Timman í 9. umferð Inter- polis-skákmótsins í Tilburg i Hol- landi. Anatolý' Karpov vann skák sína gegn van der Wiel og hefúr vinningsforskot á Nigel Short sem gerði jafntefli við Lajos Portisch. Þá vann Predrag Nicolic Robert Hflbner. Jóhann hafði svart gegn Timman og upp kom kóngsindversk vöm. Timman þjarmaði hægt og bítandi að Jóhanni sem gafst upp eftir 45 leiki þegar hann gat ekki lengur komið í veg fyrir að Timman næði að koma upp frípeði. Karpov er með 6V2 vinning eftir 9 umferðir og Short hefur 5V2 vinn- ing. Nicolic er í 3. sæti með 5 vinn- inga og Portisch og Timman hafa 4V2 vinning. Hubner hefur 4 vinn- inga og Jóhann og van der Wiel reka lestina með 3 vinninga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.